Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Page 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006 | 13 Ímörg ár eftir að Bob Marley safnaðist tilfeðra sinna leituðu plötuútgefendur aðnæstu þriðjaheimsstjörnu með takmörk-uðum árangri. Einn af þeim sem menn bundu miklar vonir við á síðasta áratug var Jam- aíkamaðurinn Buju Banton, en sitthvað kom í veg fyrir það að hann yrði að alþjóðlegri stjörnu þótt vissulega hafi hann haft hæfileikana til þess. Buju Banton, sem móðir hans nefndi Mark Anthony Myrie, er fæddur og uppalinn í fátækrahverfi Kingston, einn fimmtán barna einstæðrar móður. Þrettán ára gamall var hann farinn að spreyta sig sem plötusnúður og „toaster“, en svo nefndust þeir listamenn á Jam- aíka sem spunnu eigin texta yfir lög annarra á böll- um, gjarnan hryngrunn þekktra laga. Fyrstu upp- tökur Bantons eru frá þeim tíma, þ.e. 1986, en hann var þá búinn að koma sér upp listamannsnafninu sem hann hefur notað síðan. Buju Banton varð fyrst þekktur sem tónlistar- maður fyrir lög sem hann tók upp 1991, en þeirra á meðal er lagið alræmda Boom Bye Bye, en í því hvetur hann menn til að skjóta homma hvar sem þá sé að finna. Textinn í því lagi er nokkuð dæmigerð- ur fyrir þau lög sem Banton kom á vinsældalista á Jamaíka á þessum árum, opinskáir blautlegir textar uppfullir með kvenfyrirlitningu og for- dómum. Það átti og eftir að koma honum í koll, en nýttist reyndar vel til að afla vinsælda heimafyrir. Fyrsta alþjóðlega útgáfan með Buju Banton var platan Voice of Jamaica sem kom út 1993, en sú plata sem hér er tilgreind sem klassík, ’Til Shiloh, kom út 1995. Í millitíðinni hafði mikið gengið á hjá Buju Banton, ekki síst það að tveir félagar hans og kollegar voru myrtir með stuttu millibili. Þeir voðaatburðir urðu til þess að hann breytti um lífs- stíl og serist til rastafaritrúar. Þess sér og stað á ’Til Shiloh, inntak hennar er allt annað en það sem Banton var helst þekktur fyrir fram að þessu, trúin á jah aldrei langt undan, en einnig er á plötunni magnað lag um vinina látnu, Murderer. Það er svo kaldhæðni örlaganna að Garnett Silk, einn efnileg- asti söngvari sem Jamaíkamenn hafa átt og syngur eitt laganna sem Banton spinnur yfir, lést á heimili sínu stuttu áður en platan kom út. ’Til Shiloh fékk almennt frábæra dóma og marg- ir gerðu því skóna að Banton væri líklegur til að slá í gegn á heimsvísu líkt og Bob Marley á sinni tíð, en það fór á annan veg. Þótt tónlistin sé hreint af- bragð og á plötunni mikill trúar- og tilfinningahiti þá er tónlistin fullgróf fyrir útvarpsvinsældir og síðan kom fortíðin í bakið á Banton, því þegar menn tóku að rifja upp lög eins og Boom Bye Bye má segja að hann hafi endanlega komist út í kuld- ann. Buju Banton hætti þó ekki að gefa út fínar plöt- ur, til að mynda var næsta plata á eftir ’Til Shiloh, Inna Heights, lítt síðri og þótt ég hafi ekki heyrt allar plötur sem hann hefur gert síðar þá er Un- chained Spirit, sem Epitaph gaf út 2000, mjög fín. ’Til Shiloh kom út á disk og vínyl 1995 á vegum Polygram og var endurútgefin af Island 2002. Á upprunalegri útgáfu eru ellefu lög á vínylplötunni en sextán á geisladisknum, þar á meðal tvö b-hliða- lög og eitt endurunnið sem kom áður út á Jamaica. Af plötunni var gert nýtt frumeintak fyrir Island- endurútgáfuna. Trúar- og tilfinningahiti Poppklassík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Þ átturinn hefur vakið nokkra at- hygli enda um nokkuð óhefðbund- inn raunveruleikaþátt að ræða þar sem sigurvegarinn hlýtur ekki að launum peningaverðlaun eins og venja er með slíka þætti, heldur tækifæri til að afla sér umtalsverðra fjárhæða með hljómsveit sem að vísu má muna fífil sinn fegurri. Þar að auki má það teljast sérstakt að það eru áhorfendur sjálfir sem eiga stóran þátt í að velja næsta söngvara hljómsveitarinnar og því má segja að hvernig sem fer er ljóst að söngvarinn mun njóta töluverðrar hylli. Upphafs INXS má leita aftur til ársins 1977 í Perth í Ástralíu. Sveitin var upphaflega nefnd The Farriss Brothers eftir bræðrunum þremur, Andrew Farriss (hljómborð) Tim Farriss (gít- ar) og Jon Farriss (trommur) en auk þeirra skipuðu sveitina Gary Beers (bassa), Kirk Pengilly (gítar, saxafón) og Michael Hutchence (söngur). Tveimur árum síðar endurskírðu sex- menningarnir sveitina INXS, fluttust til Sydn- ey og byrjuðu að spila á öldurhúsum víðsvegar um borgina. Flutningurinn bar fljótt árangur og innan árs gerði sveitin plötusamning við De- luxe útgáfufyrirtækið og árið 1980 leit breið- skífan INXS dagsins ljós. Sú plata og Under- neath the Colours sem kom út ári seinna urðu gríðarlega vinsælar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og í framhaldinu landaði sveitin samningi við bandaríska plötufyrirtækið Atco Records. Fyrsta breiðskífan sem INXS gaf út undir merkjum Atco kom út árið 1983 og bar hið stórkostlega nafn, Shabooh Shoobah. Gríð- arlöng tónleikaferð og ágætt gengi smáskíf- unnar „Don’t Change“ aflaði þeim nokkurra vinsælda innan nýbylgjunnar sem þá hélt yf- irreið sína yfir hinn vestræna tónlistarheim. Á fjórðu plötu sveitarinnar The Swing mátti heyra töluverða stefnubreytingar sem benti til þess að sveitin væri að marka sér sérstöðu. Stones-legir rokkslagarar voru bræddir við danstónlist og smáskífan „Original Sin“ varð að minniháttar smelli. Það dregur þó ekki til verulegra tíðinda fyrr en árið 1985 þegar INXS gerir samning við Atlanta og sendir sama ár frá sér plötuna List- en Like Thieves. Lagið „What You Need“ varð mjög vinsælt og dró plötuna alla leið í 11. sæti í Bandaríkjunum. Eftir á að hyggja má segja að Listen Like Thieves hafi lagt nauðsynlegan grunn fyrir plötuna Kick sem kom út tveimur árum síðar og skaut INXS upp á stjörnuhimininn. Platan seldist gríðarlega vel og af plötunni fóru fjögur lög inn á topp tíu í Bandaríkjunum; „Devil In- side“, „New Sensation“ (sem er titillag Rock- star – INXS) „Never Tear Us Apart“ og „Need You Tonight“ sem fór alla leið á toppinn. Í kjöl- far vinsældanna vildu margir krýna Michael Hutchence sem arftaka Mick Jagger og ef eitt- hvað var, þá virtust mjaðmahnykkir hins fyrr- nefnda vekja meiri athygli hjá kvenþjóðinni en hnykkir Jaggers. Þessi gríðarlega athygli og velgengni sem á tímabili varpaði skugga á U2, steig meðlimum INXS til höfuðs. Hutchence sendi frá sér hlið- arverkefnið Max Q í upphafi ársins 1990 en sama ár kom út sjöunda plata INXS sem bar heitið X. Platan fékk lélega dóma og salan var eftir því. Þó voru á plötunni lög sem nutu nokk- urra vinsælda í útvarpi; á meðal annarra lagið „Suicide Blonde“ sem komst inn á topp tíu í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að tónleikaferðalagið sem sveitin lagði uppí í kjölfar X, hafi gengið ágætlega var ljóst að stjarna INXS hafði sigið töluvert og þeir voru æ sjaldnar nefndir í sömu andrá og U2 og R.E.M. Hutchence hélt þó áfram að lifa lífi rokkstjörnunnar og myndir af söngvaranum með íðilfögrum kvenmönnum birtust á forsíðum slúðurblaðanna með reglulegu millibili. Um það leyti sem platan Welcome to Wherever You Are kom út árið 1992 var orðið ljóst að tónlist INXS var komin úr tísku og þrátt fyrir að sum- ir gagnrýnendur vildu meina að platan gæfi Achtung Baby U2 ekkert eftir, seldist hún í til- tölulega fáum eintökum. Full Moon Dirty Hearts kom út ári seinna og gekk jafnvel verr. Stuttu síðar sagði sveitin skilið við Atlanta en gaf út að skilnaði Greatest Hits-plötu. Polygram fyrirtækið tók sveitina upp á sína arma árið 1994 en það liðu heil þrjú ár þar til að sveitin gaf út aðra plötu. Á þeim tíma var Hutchence daglegur gestur í slúðurdálkum dagblaðanna en hæst fór þegar hann átti í ást- arsambandi við bresku sjónvarpsstjörnuna Paulu Yeats sem þá var gift Bob Geldof. Vorið 1997 kom Elegantly Wasted út og þrátt fyrir slæma dóma seldist platan ágætlega og nautna- legt danspoppið virtist eiga betur við nú, í lok tíunda áratugarins en það gerði í upphafi hans. 22. nóvember sama ár fannst söngvarinn Mich- ael Hutchence látinn á hótelherbergi sínu í Sydney. Dánarorsökin reyndist vera köfnun við sjálfsfróun(?). Sólóplata sem hann hafi unnið lengi að kom út að honum látnum árið 1999. Svo virðist sem eftirlifandi meðlimir INXS hafi ekki ætlað að láta dauða Hutchence hafa áhrif á framtíð sveitarinnar og á tónleikum sem sveitin lék á í tilefni af opnun íþróttaleikvangs í Sydney árið 1999 hljóp Terence Trent D’Arby í skarðið fyrir Hutchence og síðar söngvarinn Jon Stephens. Síðustu þrjú ár hefur INXS þó látið lítið fyrir sér fara eða allt þar til að breski raunveruleikaþátta-framleiðandinn Mark Burn- ett fékk hugmyndina að Rock Star – INXS. Eins og áður sagði verður lokaþátturinn sýndur annað kvöld og það er ljóst að líf sig- urvegarans mun breytast til muna. Hvort það er til hins betra eður ei, verður tíminn að leiða í ljós en ef saga INXS er skoðuð með gagn- rýnum augum og tónlist sveitarinnar metin með nútímatónlistarstrauma í huga, eru lík- urnar satt að segja hverfandi. Gallup-könnun INXS Lokaþáttur Rock Star – INXS verður sýndur á Skjá einum annað kvöld. Þrír karlkeppendur eru eftir og nú er það heimsins að velja næsta söngvara INXS. Reuters Annað kvöld á Skjá einum verður tilkynnt hver muni fylla söngvara-skarð Michaels Hutchence, fyrrverandi söngvara INXS. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur @mbl.is Fólk fær að heyra tónlistina áþessu ári,“ var haft eftir Axl Rose í veislu sem hljómsveitin Korn hélt í Los Angel- es á dögunum til að kynna hljóm- leikaferðalag sveitarinnar. Axl Rose á þar að sjálfsögðu við eina frægustu óútkomnu plötu allra tíma, Chin- ese Democracy sem hefur verið í vinnslu í áratug eða svo. „Þetta er mjög flókin plata,“ sagði Rose ennfremur. „Ég er að reyna mjög óvenju- lega hluti. Sumar útsetn- ingarnar hljóma eins og Queen og ein- hverjir munu segja að þetta hljómi ekki eins og Guns n’ Roses. En ég er viss um að ykkur mun líka við nokkur lög þarna.“ Undanfarin ár hefur nokkuð verið rætt um geðheilsu Rose en hann heldur því fram að hann sé mjög venjulegur náungi ólíkt því sem margir halda. „Einu skiptin sem einhver ákveður að skrifa um mig er þegar ég fer á súludansstaði því að það er ekki í mín- um karakter að elta uppi papparassa-ljósmyndarana.“ Og þegar hann er ekki í sviðsljós- inu segist hann gera sömu hluti og allir aðrir, eins og að lesa bækur eða horfa á kvikmyndir. Uppáhalds- bókin hans um þessar mundir er skáldsaga Philip K. Dick A Scanner Darkly. „Ég varð svolítið smeykur þegar ég heyrði að það ætti að kvik- mynda söguna með Keanu Reeves í aðalhlutverki. En ef hann getur ráð- ið við Matrix, þá ætti hann að ráða við þetta.“ Axl Rose segist um þessar mundir vera að vinna í þrjátíu og sex lögum og að tuttugu og sex af þeim séu að mestu tilbúin. Úr þessum lögum verða svo þrettán lög valin á plötuna goðsagnakenndu. Spurður um endurkomu upp- runalegu meðlima Guns n’ Roses segir Axl að það sé ólíklegt. „Ég hef ekki talað við Slash í tíu ár. Mér þyk- ir mjög vænt um hann, ég vildi alltaf að fólk vissi hversu frábær hann var, en … ég talaði samt við Izzy [Stradl- in] um daginn. Hins vegar segir Axl að það sé ekki langt í að núverandi liðsskipan Guns ’n Roses muni leggja í tón- leikaferð. „Í hvert skipti sem stóru tón- leikahátíðirnar eru kynntar er alltaf orðrómur þess efnis að við verðum með. Við skulum sjá til.“    Í kjölfar góðs gengis hljómsveit-anna U2 og Rolling Stones á hljómleikamarkaði í Bandaríkjunum sýndi markaðurinn í heild sinni mikil batamerki á árinu sem nú var að líða eftir erfitt ár þar á undan. Tekjur hljómleikamarkaðarins jukust um 300 milljónir dala frá 2004 til 2005 eða frá 2,8 milljörðum dala í 3,1 milljarð samkvæmt Pollstar og þar af seldu Rolling Stone miða fyrir um 162 milljónir dali (og slógu þar með sitt fyrra met frá árinu 1994 sem var um 121 milljón dala) en U2 fyrir um 139 milljónir dali. „Fyrir stóru listamennina á borð við Eagles, Rolling Stones, Paul McCartney og U2, hefur þetta ár verið mjög gott ár,“ segir Irving Azoff umboðsmaður Eagles. „Eng- inn kom illa út úr því, eftir því sem ég best veit.“ Erlend tónlist Axl Rose Korn Eagles

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.