Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Page 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006 | 9
Vinstrihreyfingin –
grænt framboð
Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur eðli-
legt að hið opinbera hafi málstefnu sem miðist
við að varðveita og efla íslenska tungu. Íslend-
ingar eiga því láni að fagna að eiga móðurmál
sem tryggir aðgang okkar að fornum menning-
ararfi okkar og annarra norrænna og ger-
manskra þjóða.
Rétt er að styrkja íslenskukennslu á öllum
skólastigum og leggja þar áherslu á fjölbreytta
og heildstæða móðurmálskennslu. Lestur bók-
mennta á íslensku er þar lykilatriði en hann er
ekki aðeins mikilvægur fyrir menningarlegt
uppeldi barna heldur gerir hann þeim kleift að
beita tungunni á fjölbreyttan hátt og eykur
orðaforða og málþroska þeirra. Sterk staða í
móðurmáli er undirstaða félags- og tilfinn-
ingaþroska þar sem börn eiga hægar með að
orða líðan sína og tilfinningar. Einnig þarf að
styrkja íslensk börn í að tjá sig munnlega og
leggja áherslu á listina að hlusta og taka þátt í
rökræðum. Efla þarf menntun kennara og leik-
skólakennara á sviði málþroska og máltöku.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur
nauðsynlegt að styðja við útgáfu á hérlendum
og þýddum bókum. Fyrsta skrefið í að efla út-
gáfu væri að lækka verulega virðisaukaskatt á
bækur en hann er verulega hár hér á landi.
Ennfremur þarf að styrkja þýðingarsjóði all-
verulega.
Efla þarf rannsóknir á íslenskum fræðum
hérlendis og hlúa betur að þeim menningararfi
sem við höfum umsjón með. Hingað sækja
fræðimenn hvaðanæva úr heiminum til að rann-
saka miðaldir. Rétt er að nýta þau sóknarfæri
sem felast í sérstöðu okkar og stofna sérstakan
sjóð til eflingar háskólakennslu í íslenskum
fræðum og miðaldafræði.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur enn-
fremur eðlilegt að jafnhliða áherslu á íslenska
tungu eigi að gera börnum af erlendum uppruna
kleift að læra móðurmál sitt hér á landi enda
styrkir slíkt nám þau sömu börn í íslenskunámi
og er lykilatriði til að hér á landi blómstri ís-
lenskt fjölmenningarsamfélag. Styrkja þarf og
efla rannsóknir á máltöku barna, kennslu ís-
lensku sem annars máls og stöðu íslensku í sam-
félagi málanna út frá félagslegum forsendum.
Opinberar menningarstofnanir, s.s. Rík-
isútvarpið, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið,
þurfa að hafa skýra málstefnu. Ber þar sér-
staklega að nefna Ríkisútvarpið enda hafa fjöl-
miðlar lykilhlutverki að gegna við þróun tungu-
málsins. Efla þarf umræðu um þetta hlutverk
fjölmiðla og hvetja aðra fjölmiðla til að móta sér
skýra málstefnu.
Tungan er aldrei gefið mál. Þvert á móti er hún
í stöðugri endurnýjun eins og allt sem lifir. En
sú þróun er ekki sjálfkrafa eða til einnar áttar
heldur geta skipst á afturkippir og gróska.
Um þessar mundir virðist sem íslenskan
standi á nokkrum tímamótum. Sérstaða hennar
er óumdeild, bæði er fágætt að svo fámenn þjóð
haldi úti sjálfstæðu tungumáli og fátítt að nokk-
ur þjóð eigi jafn langa og samfellda bókmennta-
hefð þar sem hverjum og einum hefur hingað til
verið í lófa lagið að taka upp þráðinn hvar sem
er og eiga samtal við hugarheim forfeðra sinna
og -mæðra.
Nú er hald margra að þessi veruleiki heyri
senn sögunni til og sé jafnvel um það bil að líða
undir lok hjá þeirri kynslóð sem senn mun erfa
landið. Að íslenskan fái ekki miklu lengur hamið
boðað til ráðstefnu í Norræna húsinu nk. sunnu-
dag, hinn 22. janúar, kl. 14. Aðgangur er ókeyp-
is og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.
Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:
1. Matthías Johannessen: Hvers vegna?
2. Hrafnhildur Ragnarsdóttir: Kraftaverk á
færibandi – hvernig börn læra málið.
3. Júlíus K. Björnsson: Pisa-rannsóknin á
frammistöðu í lestri, stærðfræði og náttúru-
fræði: Hvað er að gerast með strákana?
4. Kristín Helga Gunnarsdóttir: Kjallari og
fyrsta hæð – Hætta á hruni. Bóklestur
barna – alvara málsins.
5. Páll Valsson: Framtíð málsins.
6. Kristín Eiríksdóttir: Yfirlýsing.
HLÉ
7. Jóhannes Bjarni Sigtryggsson: Íslenskan á
hverfanda hveli.
8. Sveinn Einarsson: Hvers vegna móðurmál?
Um íslenska tungu í fjölmiðlum, einkum
sjónvarpi.
9. Andri Snær Magnason: Málumhverfi barna
og unglinga.
10. Tómas R. Einarsson, Guðmundur Andri
Thorsson og Gunnar Gunnarsson flytja lag
Tómasar við texta Sigurðar Guðmunds-
sonar: Þú ert.
Fundarstjóri er Pétur Gunnarsson.
Styrktaraðilar ráðstefnunnar eru Félag ís-
lenskra bókaútgefenda og Rithöfundasamband
Íslands.
aðstreymi alls þess nýja efnis sem að henni
berst, jafnframt samfélagsbreytingum sem eru
svo örar að tungan hljóti að láta undan.
Það er í þessu samhengi sem hópur áhuga-
fólks blæs til ráðstefnu í því skyni að gera okkur
ljósari grein fyrir stöðu málsins og hvað sé til
ráða. Eigum við að láta arka að auðnu í von um
að flóðið bresti ekki á fyrr en eftir okkar dag?
Eða getum við haft áhrif á þróunina?
Vitaskuld fá nokkrir einstaklingar litlu áork-
að, hér þarf átak í senn frá hinu opinbera, skól-
um og síðast en ekki síst heimilunum í landinu,
það er að segja hverju og einu okkar.
En orð eru til alls fyrst og í fullvissu þess er
Ráðstefna um stöðu málsins
Stefna Sjálfstæðisflokksins birtist í samþykkt-
um landsfundar og er þar ályktað um yfir 20
málaflokka. Enginn þeirra er þó um íslenska
tungu sérstaklega heldur koma áherslur flokks-
ins um hana fram í mörgum ályktunum, t.d. um
menningarmál. Stefna flokksins birtist þó eink-
um í verkum hans þegar hann á aðild að rík-
isstjórn og þá umfram allt þegar flokkurinn fer
með ráðuneyti mennta- og menningarmála þó
að vissulega megi segja að íslenskan sé svo sam-
ofin öllu starfi að hún heyri undir fleiri ráðu-
neyti, t.d. forsætisráðuneytið. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur haft forræði í
menntamálaráðuneytinu frá 1991 og hefur látið
verkin tala.
Menntamálaráðherra hefur lagt fram frum-
varp á Alþingi þar sem er lagt til að sett verði á
laggirnar ný stofnun á sviði íslenskra fræða,
Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun, við
sameiningu eftirtalinna stofnana: Stofnunar
Árna Magnússonar á Íslandi, Orðabókar Há-
skóla Íslands, Íslenskrar málstöðvar, Örnefna-
stofnunar Íslands og Stofnunar Sigurðar Nor-
dals. Tilgangur sameiningarinnar er að efla
rannsóknarstarf og miðlun á sviði íslenskra
fræða auk þess að efla fræðilega ráðgjöf til
styrktar og eflingar íslenskri menningu. Þá er
gert ráð fyrir að margvíslegt hagræði verði af
því að sameina vissa þætti í starfsemi þessara
stofnana, einkum á sviði stjórnunar, tækni og
þjónustu. Markmiðið er að til verði öflug há-
skólastofnun sem byggist á helstu undirstöðum
íslenskrar menningar; tungumálinu og fornbók-
menntunum.
Stefnt er að því, verði frumvarp þetta að lög-
um, að Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun
geti flust í nýja byggingu á svæði Háskóla Ís-
lands.
Fyrr en það verður mun ekki nást allt það
hagræði og efling fræðastarfsins sem að er
stefnt með sameiningunni. Minnt er á að skv.
frumvarpi forsætisráðherra um ráðstöfun á
söluandvirði Landssíma Íslands hf. sem lagt
hefur verið fram á Alþingi skal verja samtals
1.000 millj. kr. til nýbyggingar fyrir Stofnun ís-
lenskra fræða – Árnastofnun. Samkvæmt frum-
varpinu skiptast fjárframlögin þannig milli ára
að verja skal 300 millj. kr. til þessa verkefnis ár-
ið 2007, 300 millj. kr. árið 2008 og 400 millj. kr.
árið 2009.
Upplýsingatækni verður æ mikilvægari þátt-
ur í umhverfi okkar og þeir hlutir sem við um-
göngumst daglega eru mótaðir af þeim mögu-
leikum sem tölvan veitir. Nú þegar hillir undir
að samskipti við tölvur og tæki verði með töluðu
máli vaknar sú spurning hvort þessi samskipti
geti ekki farið fram á íslensku. Segja má að
þessari spurningu hafi verið svarað þegar
stjórnvöld ákváðu árið 2000 að efna til átaks í
tungutækni og leggja fram fjármagn til að vinna
að því að íslenskan verði áfram samskiptamál
okkar Íslendinga í heimi upplýsinga og tækni.
Við Háskóla Íslands hefur verið komið á
meistaranámi í tungutækni og hafa nemendur
þar unnið að hagnýtum verkefnum með fyr-
irtækjum. Fyrirtæki hafa sinnt mikilvægu þró-
unarstarfi og fundið hagnýtar lausnir við nýt-
ingu tungutækni. Íslensk málstöð endurgerði
orðasöfn sín sem meðal annars er hægt að nýta
við þýðingar á hugbúnaði. Loks hefur Orðabók
Háskólans byggt upp textagrunna með mál-
fræðigreiningu sem er nauðsynlegur grundvöll-
ur fyrir framtíðarþróun tungutækni. Nú er ver-
ið að leggja drög að nýjum íslenskum talgervli
og er það verðugt lokaverkefni í þessu starfi.
Á síðastliðnu ári beitti menntamálaráðherra
sér á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrir sam-
þykkt um að hugbúnaður á íslensku nyti for-
gangs við innkaup hjá ríkinu. Það var vissulega
mikilvægur áfangi þegar Office-skrifstofu-
hugbúnaðurinn og Windows-stýrikerfið frá
Microsoft komu út á íslensku á þessu ári. Einnig
má nefna að Oracle býður nú gagnagrunns-
hugbúnað sinn á íslensku.
Nú stendur yfir endurskoðun á aðal-
námskrám leikskóla, grunnskóla og framhalds-
skóla. Að endurskoðun námskráa í íslensku hafa
komið íslenskukennarar, sem hafa góða mennt-
un í íslensku og mikla reynslu af íslensku-
kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Við
endurskoðunina hafði hópurinn m.a. til viðmið-
unar að auka ætti áherslu á ritun og leikni nem-
enda í málinu, málfar og munnlega færni. Einn-
ig að finna ætti frjálsum lestri stað í sem
flestum bekkjum grunnskóla og áföngum fram-
haldsskóla. Leggja ætti áherslu á samfellu í ís-
lenskunáminu frá upphafi grunnskóla til loka
framhaldsskóla, forðast óþarfa endurtekningar
og gæta þess að hver námsáfangi væri eðlilegt
framhald af því sem á undan var komið.
Loks má nefna Dag íslenskrar tungu og
Stóru upplestrarkeppnina sem dæmi um vel
heppnuð verkefni til að efla áhuga á íslensku
máli og þá ekki síst meðal skólabarna.
Sjálfstæðisflokkur
Mér hefur verið falið að svara til um íslenskt mál
fyrir hönd Samfylkingarinnar – vegna þess að
ennþá liggja ekki fyrir neinir samþykktir textar
sem taka á íslensku, málstefnu og menningar-
ástandi. Raunar hafa síðustu mánuði verið uppi
miklar samræður um menningarstefnu í flokkn-
um og meðal annars snúist um samhengi þjóð-
ernis og menningar, um íslenskt samfélag á tím-
um fjölmenningar og alþjóðavæðingar, um stöðu
okkar gagnvart ásókn ensku og bandarísk-
breskum áhrifum. Áfanga í þessum ferli má sjá á
vefsíðunni framtid.is/?i=43 og vonandi verður
meira að frétta af þessari stefnumótun á næst-
unni. Landsfundarályktanir um menntir og
menningu 2001, 2003 og 2005 er einnig að finna á
vef floksins, samfylking.is.
Það er æskilegt að til sé opinber málstefna,
stefna sem stjórnvöld fylgja um tungumál í sam-
félaginu, stefna sem til er skrifuð og samþykkt og
er þess vegna hægt að gera við athugasemdir,
mótmæla, breyta. Slík stefna er ekki til nú, en í
raun hafa stjórnvöld tiltekna málstefnu sem kem-
ur meðal annars fram í starfsemi Íslenskrar mál-
nefndar, í metnaðarfullum námskrám skólanna, í
ágætum reglum Ríkisútvarpsins og ákvæðum í
útvarpslögum – en líka í slökum fjárveitingum til
málræktar og málrannsókna, með skorti á metn-
aði í opinberum textum sem bornir eru á borð fyr-
ir almenning, í heimskulegum reglum um ís-
lenskukennslu fyrir nýbúa, með átölulausri
uppivaðandi hálfopinberri ensku um allt sam-
félagið.
Flokkurinn minn er sammála um að íslenskan
verði áfram lykillinn að samfélaginu á Íslandi. Við
leggjum áherslu á að laga opinbera málstefnu sí-
fellt að nýjum tímum, athuga hverju sinni hver
eru mikilvægustu markmiðin og forðast einstefnu
sem kynni að valda málótta eða spilla tungunni
sem daglegu samskiptatæki á flestum sviðum
þjóðlífsins. Flokkurinn vill líka bein tengsl við sem
allra flest menningarsvæði um heiminn – og legg-
ur þess vegna áherslu á þriðja málið gegn skerð-
ingaráformum núverandi menntamálaráðherra.
Ég flutti á fyrra þingi tillögu um réttarstöðu ís-
lenskrar tungu (althingi.is/altext/130/s/0517.html)
ásamt ágætum mönnum úr öllum þingflokkum og
með góðum stuðningi flokksfélaga minna. Tillög-
unni var vel tekið og að lokum vísað til ríkisstjórn-
arinnar sem að vísu hefur stungið henni ofan í
skúffu. Meginefni tillögunnar var að gera íslensku
að formlegri þjóðtungu á Íslandi, helst í stjórn-
arskrá. Um leið yrði athugað hvaða lagastöðu á að
gefa öðrum tungum á Íslandi en íslensku – al-
þjóðamálinu ensku, þriðjutungunum þýsku,
frönsku og spænsku, norrænu málunum – en
einnig tungum nýbúa, sem nú eru orðin íslensk
tungumál. Þá var lagt til að táknmál heyrnar-
lausra yrði opinbert mál við hlið íslenskunnar.
Samfylkingin vill hefjast handa. Nú eru tímar
alþjóðavæðingar og fjölmenningar. Nú þarf ein-
mitt að efla menningu og tungu – ekki á móti
þróuninni heldur með tímunum.
Mörður Árnason.
Samfylkingin
Öflugt mennta- og menningarstarf er eitt af skil-
yrðum fyrir jafnrétti, framförum og framamögu-
leikum einstaklinganna í nútímaþjóðfélagi. Fram-
sóknarflokkurinn telur menningarstarfsemi vera
atvinnugrein sem skipti okkur öll máli og að móta
þurfi stefnu um uppbyggingu menningartengdrar
ferðaþjónustu og stefnu fyrir menningarstarfsemi
í heild sinni. Komið verði á fót framkvæmdasjóði
fyrir menningartengda ferðaþjónustu. Verkefn-
um innan þessa málaflokks verði forgangsraðað.
Tryggja verði rekstrargrundvöll þeirra fjöl-
mörgu menningarhúsa sem eru á landsbyggð-
inni og að ljúka verði gerð menningarsamn-
inga við þá landshluta sem eftir eru.
Mikilvægt er að Ríkisútvarpið verði áfram í
þjóðareigu og sjálfstæði þess eflt. Uppbygg-
ingu og rekstri landshlutaútvarps verði haldið
áfram og rekstrargrundvöllur tryggður.
Tryggja þarf nýbúum kennslu í íslensku og
fræðslu um íslenskt samfélag.
Hlúð verði að uppbyggingu Reykjavíkur-
akademíunnar og hliðstæðrar starfsemi á
Akureyri og samningur gerður um að hún sé
vettvangur sjálfstætt starfandi fræðimanna.
Ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar, forsætis-
ráðherra, hefur síðan ákveðið að koma á
„Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun“ sem
er ætlað að vinna að rannsóknum og miðlun
þekkingar á sviði íslenskra fræða, þ.e. rann-
sókna á íslenskri tungu, bókmenntum og sögu,
auk varðveislu og eflingar þeirra safna sem
henni eru falin eða hún á. Hlutverki sínu ætlar
stofnunin einkum að ná með því að:
a. afla frumgagna á fræðasviði sínu og varð-
veita þau, safna þjóðfræðum og heimildum
um íslenskan orða- og nafnaforða;
b. rannsaka handrit, þjóðfræðasöfn og aðrar
heimildir um íslenska tungu, bókmenntir og
sögu, sinna orðfræði- og nafnfræðirann-
sóknum, og verkefnum á sviði tungutækni;
c. stuðla að aukinni þekkingu á íslenskri tungu,
eflingu hennar og varðveislu í ræðu og riti
og veita ráðgjöf og leiðbeiningar um mál-
farsleg efni á fræðilegum grundvelli;
d. efla samstarf á fræðasviðum stofnunarinnar
á innlendum og erlendum vettvangi og auka
þekkingu á íslenskum fræðum meðal al-
mennings og í alþjóðlegu fræðasamfélagi;
e. gefa út fræðirit, texta eftir handritum, þjóð-
fræðaefni, lýsandi orða- og nafnabækur og
nafnaskrár, auk leiðbeinandi orðabóka.
Framsóknarflokkur
Frjálslyndi flokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn telur rétt að mótuð verði
opinber málstefna. Við erum hlynnt þeirri mál-
stefnu sem hefur hingað til byggst verulega á
hreintungustefnu og hefur hvatt til nýyrðasmíðar
og málvöndunar og þannig auðgað málið. Mál-
hreinsun felst í stórum dráttum í því að sporna við
málbreytingum sem þykja óæskilegar og að hafna
erlendum orðum sem falla illa að málinu og smíða
nýyrði í þeirra stað.
Mikilvægt er að opinberri málstefnu sé fylgt
eftir á jákvæðum og hvetjandi forsendum þannig
að hún leiðbeini fólki, hún má ekki einkennast af
of einstrengingslegri málvöndun eða fordómum
gegn þeim sem af einhverjum orsökum þykja ekki
tala vandað mál.
Íslensk málstefna birtist á mörgum sviðum, s.s.
í lögum, reglugerðum eða opinberum auglýs-
ingum um margt er varðar íslenskt mál, t.d. staf-
setningu og nöfn á íslenskum þegnum og íslensk-
um fyrirtækjum, er skulu samrýmast íslensku
málkerfi.
Íslensk málstefna birtist skýrt í Lögum um Ís-
lenska málnefnd nr. 2/1990. Nefndin hefur það
meginhlutverk að vinna að eflingu íslenskrar
tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti. Mál-
nefndin er stjórnvöldum til ráðuneytis um ís-
lenskt mál og skal hafa góða samvinnu við þá er
hafa áhrif á málfar almennings. Þá veitir hún al-
menningi og opinberum stofnunum leiðbeiningar
um málfarsleg efni. Málnefndin skal annast söfn-
un nýyrða og vera til aðstoðar við val þeirra.
Íslenskan er í dag bráðlifandi og virk þjóðtunga
sem notuð er í öllum samskiptum og viðskiptum
okkar fámennu þjóðar. Það er því mikilvægara að
vernda hana en tungumál fjölmennra þjóða en til
þess þarf að stórefla móðurmálskennslu í skólum
frá því sem nú er.
Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram mál á
þingi sem snúa að málrækt eða málverndun, s.s.
frumvarp til laga um textun sjónvarpsefnis til
hagsbóta fyrir heyrnarskerta og nýbúa. Þá hefur
flokkurinn jafnan lagt áherslu á mikilvægi Ríkis-
útvarpsins sem hornsteins íslenskrar menningar
og tungu.
Staða málsins í stefnu flokkanna