Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006 túlkaði sem svo að bannað væri að reiða á hjóli. Landsmenn töluðu um „að hjóla“, en það var ekki talið boðlegt á umferðarskilti.9 Kapítuli út af fyrir sig var smithræðslan við dönskuna (sem þó kom því til leiðar að „altan“ og „fortó“, algeng um miðbik ald- arinnar, viku fyrir jafn ágætum orðum og svölum og gangstétt). En almennt má segja að menn séu afslappaðri nú í afstöðu til tökuorða. Menn gangast við því að einn og sami maður geti beitt margskonar tungutaki innan sama máls. Maður talar öðruvísi í sinn hóp en þegar talað er við ókunnuga og enn annað á opinberum vettvangi. Plús hitt að mörg tökuorð eiga sjálfkrafa ágætlega heima í íslensku: „að bögga“ hefur t.a.m. unnið sér sess, ber enda keim af háíslensku orði: baggi (farg, þungi). Rímar auk þess á móti lögga. Að „dissa“ (áreita) virðist líka komið til að vera og tímanna tákn að báðar þessar sagnir hafa öðlast sess í hinni virðulegu Íslensku orðabók. Nei, það sem mestum áhyggjum veldur á okkar tíð eru ekki slettur heldur iðk- unarleysi málsins. Að því sé ekki í nægilega ríkum mæli beitt við að orða hugsanir, vandamál og viðfangsefni. *** Eitt af kraftaverkunum sem hverjum manni stendur til boða að verða vitni að er þegar barn lærir að tala. Allir sem hafa spreytt sig á málanámi vita hvað það er mikil þraut og raunar borin von að ná nokkurn tímann full- um tökum á fyrirbærinu. Því er það að mað- ur fylgist agndofa með mállausu kornabarni ummyndast í talandi einstakling á um það bil tveimur árum. Og var þó ýmislegt annað sem sami einstaklingur tileinkaði sér í framhjáhlaupi, svo sem að skríða, ganga, ná fingravaldi á hlutunum, jafnframt umtals- verðum árangri í losun til baks og kviðar. En tökin á málinu eru það sem slær öllu við. Raunar hefur máltakan hafist nokkru fyrr en barnið birtist. Fóstrið nemur raddir og hljóð að utan og ber til að mynda kennsl á rödd móður sinnar. Móðurmálið byrjar í móðurkviði. En síðan eru það samskiptin við aðstand- endur, ástvini og aðra nærstadda sem ráða hvernig spilast úr. Hið tilfinningalega orða- og atlotasamband sem engin stofnun eða skóli eða tæki geta komið í staðinn fyrir. Nú þegar stefnir í að öll börn fái dagvist- un frá því innan við tveggja ára aldur er vert að staldra við þennan þátt. Þegar vel tekst til ætti leikskólinn að vera kærkomin viðbót við hið heimanfengna. En má aldrei verða til að smætta samskipti foreldra og barna niður í hamaganginn á meðan verið er að rífa barnið upp úr rúmfötunum og pakka því í útigallann til þess að keyra það í loftinu á síðasta snúningi í gæsluna. Og hittast síð- an vinnulúið foreldri og pirrað barn í heim- keyrslunni áður en matseld og sjónvarp taka yfir. Þegar barnsaldri sleppir og heimilið verð- ur bækistöð á ný er vert að leiða hugann að því hvað þessi umgjörð hefur tekið róttæk- um breytingum á innan við mannsaldri. Hún hefur tæmst af fólki en fyllst af tækjum og hugbúnaði til afþreyingar og upplýs- ingaflæðis. Í sérherbergi unglingsins hafa til viðbótar við hljómflutningsgræjur bæst sjón- varp og nettengd einkatölva, að ógleymdri þriðju kynslóð farsíma. Og þessi nýi heimur lýtur einvörðungu til- hneigingu viðkomandi, þ.e. hvort um er að ræða leiki, fróðleik eða hinar lostavekjandi klámsíður. Og líti nú hver í eigin barm í endurminningu unglingsáranna þegar velja á hvað af þessu skal numið staðar við. Hvað um það, sá nemandi sem mætir í skólastofu er allt öðruvísi innréttaður en sá sem þar sat fyrir einum mannsaldri. Það gætir innbyggðrar fjarstýringar (sjónvarps) í öllu hans látæði. Hann er vanur því að geta skipt um stöð um leið og athygli tekur að hvarfla. Sá sem tekur upp athygli hans þarf helst að verðskulda hana með einhvers kon- ar umbun eða afþreyingu. Það gefur auga- leið að uppfræðari slíkra barna þarf að hafa sitthvað til brunns að bera og aðstöðu til að miðla því. Og samt er ekki útséð um árangurinn. Hvernig standa íslenskir unglingar nú- tímans að vígi borið saman við jafnaldra þeirra í grannlöndunum? Um það má fræð- ast í Pisa-könnuninni svonefndu, sem á þriggja ára fresti er ætlað að bera saman námsárangur unglinga við lok skyldunáms. Löndin sem taka þátt eru 41 talsins, þar af 29 aðildarríki OECD. Árið 2000 var áherslan á lestri, en stærðfræði árið 2003.10 Hvað lestur varðar eru íslensku stúlk- urnar í 11. sæti af 29 löndum OECD, en pilt- arnir í 21. sæti. Kynjamunur er hér meiri en í nokkru öðru landi. Samtals 27% íslenskra pilta falla á neðsta hæfnisþrep (stautfærir) eða þar fyrir neðan, en 9% stúlkna. Það eru sumsé þrisvar sinnum fleiri piltar en stúlkur sem teljast ná lakasta árangri. Þó tekur steininn úr þegar kemur að stærðfræðinni. Ísland er eina OECD-ríkið þar sem árangur stúlkna er betri en árangur pilta í ÖLLUM þáttum stærðfræðinnar. Menn hafa velt vöngum yfir ástæðum þessa og staðnæmst við bága lestrarkunn- áttu piltanna. Að slök tök þeirra á máli komi einnig niður á óskyldum sviðum á borð við stærðfræði. Allar lestrarkannanir síðustu ára sýna að piltar lesa snöggtum minna en stelpur og eru í meira mæli uppteknir af tölvum, tölvuleikjum og misjöfnu efni þeim samfara.11 En af hverju standa þeir jafnöldrum sín- um í grannlöndunum að baki? Ætti ekki sama að gilda um þá? Er hugsanlegt að hin nauma innlenda dag- skrárgerð sjónmiðlanna valdi hörguleinkenn- um sem gæti á öllum sviðum þjóðlífsins, í kennslustofunni jafnt sem einkamálum á borð við bóklestur? Að fjarvera veruleikans feli í sér skort á viðmiðun og loki unglingana inni í tómarúmi. *** Þegar málið er annars vegar, afdrif þess og þróun hlýtur manni að verða starsýnast á börnin, ungviðið, unglingana. Það eru þau sem eru að meðtaka miðilinn. Og jafnframt hvað sú millifærsla gerist og hefur alla síð- ustu öld gerst í óstöðugu umhverfi. Búsetu- og atvinnuháttabyltingin fyrst með róttæk- um breytingum á sviðsmynd og uppfærslu. En á okkar dögum viðvarandi byltingar í hugarheimum, miðlun upplýsinga, mynda, hugmynda í þvílíkum síbreytileika að tólin til þess arna og hugbúnaðurinn úreldast nánast á meðan við tölum og menn verða að hafa sig alla við til að fylgjast með eða heltast úr lestinni ella. „Sá sem er ekki á fullu við að fæðast er önnum kafinn við að deyja,“ söng Bob Dylan forðum. En hver er þá réttlæting íslenskunnar? Eins og nærri má geta er það ekki hin forna frægð heldur bjástur okkar sem nú lif- um. Að vísu er það lygileg forgjöf að við skulum enn eiga þess kost að vera í milliliða- lausu sambandi við það sem forfeður okkar hugsuðu og skrifuðu allt frá því að ritmál kom til landsins fyrir um það bil þúsund ár- um. Og að þær bókmenntir skuli jafnframt vera einn af hátindum evrópskrar menning- ar. Jafnvel hjá Evrópuþjóðum sem eiga sér miðaldabókmenntir þurfa þegnarnir að fara í gegnum strangt háskólanám áður en þær ljúkast upp fyrir þeim. Með hæfilegri hár- togun mætti því segja að hver Íslendingur fæddist með pungapróf í forníslensku. En það eru blikur á lofti. Eða skyldi sá fimmti hver unglingur sem útskrifast ólæs úr grunnskóla ekki vera jafn ólæs á klass- íska texta sem annað lesmál? Stundum er sagt að hundrað þúsund sálir séu lágmark þess að sjálfstætt tungumál fái þrifist, en í þessum skrifuðum orðum er 300 þúsundasti Íslendingurinn að líta dagsins ljós. Sem aftur þýðir að hér getur aldrei þrifist menning einhverra útvalinna, ann- aðhvort eru allir þátttakendur í þeim þjóð- félagsleik sem hér er leikinn, eða honum er sjálfhætt. Við erum búin til úr þessu máli. Án þess myndum við flosna upp í hugarheimi okkar sjálfra og að endingu landinu öllu. Áfram væri ugglaust hægt að stunda hér fiskveiðar, álbræðslu og margháttaða förgunarþjónustu. En fólkið sem vaknaði á morgnana og gengi til hvílu á kvöldin væri annars hugar.  Tilvísanir: Svavar Sigmundsson, Íslenskt mál, 12.–13. hefti, 1990– 91. 2 Halldór Hermannsson: Þormóður Torfason, Merkir Ís- lendingar, nýr flokkur, IV. 3 Árni Björnsson: Wagner og Völsungar. 4 Jón Helgason: Hannes Finnsson, bls. 101. 5 Sjá t.d. Hallfríður Þórarinsdóttir, Lesbók Mbl., 28. apríl 2001. 6 Roland Barthes: Leçon (1978), bls. 14. 7 Þorleifur Hauksson og Þórir Óskarsson: Stílfræði, bls. 348. 8 Sama, bls. 349. 9 Solveig Einarsdóttir: Hugsjónaeldur. 10 Amalía Björnsdóttir: Pælt í Písa, Uppeldi og menntun, 14. árg. 2. hefti, 2005. 11 Þorbjörn Broddason: Móta boðskiptin veruleikann, Rannsóknir í félagsvísindum, 2004. Höfundur er rithöfundur. H vað er átt við með mál- stefnu? Hugtakið ,,íslensk mál- stefna“ heyrist ekki oft í daglegu tali og sést sjaldan á prenti. Mörgum er alls ekki ljóst hvað átt er við ef spurt er um málstefnu en gera ráð fyrir að átt sé við texta sem samþykktur hefur verið af op- inberum aðilum, menntamálaráðuneyti eða Alþingi. Til þessa texta sé gripið þegar setja þurfi reglur sem snúa að íslenskri tungu. Þegar betur er að gáð finnst enginn slíkur texti sem vísa mætti til í ræðu og riti. Ástæða þess hygg ég að sé sú að Ís- lendingar hafi ekki talið sig þurfa neina málstefnu. Málið hérlendis sé íslenska, það viti allir. Þess er ekki einu sinni getið í stjórnarskrá að íslenska sé ríkismál Íslendinga. Flestum þykir vænt um tungumálið og lofa það í ræðum og ljóðum þegar tilefni eru til. Stolt segjum við frá því í samtölum við útlendinga að hér geti allir lesið Íslend- inga sögur nær fyrirhafnarlaust og að við búum til nýyrði eftir þörfum í stað erlendra orða. Í huga margra eru þó hugtök eins og málvernd og málrækt neikvæð, um sé að ræða afskiptasemi einhverra nöldrara sem geti ekki unnt málinu að þróast í friði og taka eðlilegum breytingum. Þetta er mikill misskilningur. Þótt ekki séu til neinar formlegar sam- þykktir um tungumálið og ekki sé minnst á það í stjórnarskrá er þess þó víða getið í lögum, t.d. lögum um Ríkisútvarpið, Þjóð- leikhúsið, mannanöfn og örnefni. Má lesa um þetta efni í góðri grein frá 2001 eftir Þór Vilhjálmsson fyrrverandi hæstarétt- ardómara. Segja má að opinber íslensk mál- stefna komi óbeint fram í gildandi lögum um Íslenska málnefnd þar sem tekið er fram að málnefndin hafi það meginhlutverk að vinna að eflingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti. Í lögunum er ýmislegt nefnt sem á að vera á verksviði nefndarinnar en hvernig það skuli gert og að hverju sé réttast að stefna verður mál- nefndin að ákveða sjálf og það hefur hún gert um árabil. Staða málsins Á síðasta starfstímabili málnefndarinnar (2002–2005) var í upphafi farið yfir stöðu málsins og í framhaldi af því var birt Stefnuskrá Íslenskrar málnefndar fyrir næstu fjögur ár. Hana má lesa á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar (www.islenskan.is). Nefndin valdi þrjú svið til sérstakrar um- fjöllunar sem hún taldi brýnast að beina kröftum sínum að. Þau eru: börn og ung- lingar, fyrirtæki og stofnanir og innflytj- endur. Ég ætla hér einungis að ræða um þau tvö fyrstu þótt hið síðasta sé afar brýnt. Það er svo brýnt að það þarfnast mun lengra máls en ég hef hér til yfirráða. Eins og flestum er kunnugt lifa mörg börn og hrærast í enskumælandi heimi netsins og tölvuleikja. Margir foreldrar eru stoltir af því hve leikni barna þeirra er orð- in mikil í ensku og er fjarri því að ég sé að amast við því. Hins vegar er mikilvægt að vönduðu íslensku máli, jafnt töluðu sem rit- uðu, sé haldið að þeim á jákvæðan hátt þannig að þau öðlist skilning á gildi ís- lensku fyrir þau sem einstaklinga og fyrir samfélagið í heild, og markmiðið á að vera að þeim þyki sjálfsagt, eftirsóknarvert og skemmtilegt að nota íslensku sem tjáning- armiðil. Þetta næst með því að auka vitund þeirra um tungumálið, sögu þess og hlut í menningu Íslendinga og þeirra eigin sjálfs- vitund. Undanfarið hefur heyrst að málskilningur ungs fólks sé á undanhaldi og að það hafi minni íslenskan orðaforða en jafnaldrar höfðu fyrir tíu eða tuttugu árum. Ekki vil ég dæma um það enda hef ég ekkert við að styðjast annað en það sem mér hefur borist til eyrna. Besta leiðin til úrbóta er að vekja áhuga á lestri, ekki aðeins í skólum heldur einnig á heimilum. Nýlega fór fram í Kefla- vík bókmenntaþing ungra lesenda. Fyrirles- arar og flytjendur efnis voru börn og ung- lingar en áheyrendur voru börn og fullorðnir. Að þinginu stóðu Íslensk mál- nefnd, Reykjanesbær og Síung, félag barna- bókahöfunda. Þingið tókst afar vel og sótti það mikill fjöldi barna og unglinga úr flest- um skólum sveitarfélagsins. Það var afar gaman að hlusta á hina ungu fyrirlesara ræða um mikilvægi bóklesturs, segja frá áhugaverðum bókum, kosti og lesti barna- bóka og rökstyðja mál sitt vel og skipulega. Halda þyrfti fleiri þing af þessu tagi í öðr- um sveitarfélögum í þeirri von að þau yrðu einhverjum hvatning til að taka sér oftar bók í hönd. Rithöfundar gætu lært af les- endum sínum, kennarar kynnst á annan hátt hugmyndum og skoðunum barna í öðr- um bekkjardeildum og öðrum skólum og börn og unglingar komið hugmyndum sín- um á framfæri eða lært af öðrum. Frekari umræða um bóklestur gæti stuðlað að því að enn fleiri foreldrar læsu reglulega fyrir börnin sín, ekki aðeins þau yngstu og ólæsu, heldur einnig þau sem byrjuð eru að lesa sjálf. Ef valdar eru skemmtilegar bæk- ur en dálítið krefjandi gefst tækifæri til að útskýra orð og orðasambönd og auka þann- ig orðaforða barnsins án mikillar fyr- irhafnar. Allir þekkja textana sem birst hafa aftan á mjólkurfernunum um allnokkurt skeið. Flestir virðast hafa gaman af þeim, börn og unglingar hafa verið ákafir þátttakendur þegar efnt hefur verið til samkeppni og ég veit til þess að þeir verða oft umræðuefni við matarborðið. Sex ára sonarsonur minn fylgist vel með hvaða fernur eru í ísskápn- um þegar hann kemur í heimsókn, les það sem stendur á fernunum og biður mig að útskýra hvað átt sé við. Þetta hefur oft orð- ið tilefni langra samtala hjá okkur í eldhús- inu. Mikilvægur þáttur í máluppeldi barna er einnig það sjónvarpsefni sem þeim er ætlað, einkum á laugardags- og sunnudags- morgnum þegar þau horfa oft ein án til- sagnar eða leiðbeiningar fullorðinna. Margt er þar vel gert en margt mætti líka gera betur. Vandað málfar er meginforsenda þess að efnið sé gefandi og skemmtilegt í senn og auki fyrirhafnarlítið bæði mál- þroska og málskilning. Máltækið ,,það læra börnin sem fyrir þeim er haft“ er enn í góðu gildi. En nú ætla ég að snúa mér að næsta sviði, fyrirtækjum og stofnunum en til þeirra tel ég einnig fjölmiðla. Á þessu sviði mætti gera margt mun betur. Ekki þarf annað en ganga niður Laugaveginn til að sjá að mikill fjöldi verslana ber erlend heiti, einkum tískufataverslanir. Sama má segja um Smáralind og Kringluna. Líklegast er þetta talið efla söluna en ekki veit ég til þess að gerð hafi verið könnun á því hvort fremur er farið inn í verslun eða fyrirtæki sem ber erlent nafn. Málnefndin hefur tví- vegis í samvinnu við Nafnfræðifélagið veitt verðlaun fyrir nafn á fyrirtæki þar sem far- ið er vel með íslenskt mál. 2003 fékk lítið gröfufyrirtæki verðlaun fyrir heitið Graf- götur og 2005 varð fyrir valinu barnafata- verslunin Hnokkar og hnátur ehf. Við leit að verðlaunahöfum kom í ljós að margir leitast við að velja góð íslensk nöfn á fyr- Íslensk mál- stefna – hvað er nú það? Eftir Guðrúnu Kvaran gkvaran@ lexis.hi.is Staða málsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.