Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006 | 11 Í rúm 40 ár hefur þótt erfitt aðhenda reiður á hvað raunveru- lega gerðist þegar John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur í Dall- as í Textas 1963. Var morðið raun- verulega framið af Lee Harvey Os- wald, „einum kommúnista brjálæðingi“ eins og Warren nefndin úrskurð- aði, eða var um úthugsaðra ráða- brugg að ræða? Og ef svo var hver stóð þá að baki morðinu? Flestar bækur sem fjallað hafa um morðið á Kenn- edy til þessa hafa snúist um sam- særiskenningar og um verið kennt allt frá kúbönskum leigu- morðingjum, svikahröppum úr röð- um CIA til mafíunnar og jafnvel ein- staklinga innan bandaríska hersins. Bók Lamar Waldron, Ultimate Sacrifice snýst vissulega líka á sveif með samsæriskenningunum, en að mati gagnrýnanda Daily Telegraph er hér komin bók sem í fyrsta skipti veitir sannfærandi ástæður fyrir trega bandarískra stjórnvalda til að kafa dýpra í málið. Ástæðurnar sem Waldron gefur, og nýlega litu dags- ins ljós úr leynilegum skjala- geymslum, vou upplýsingar um há- leynilega aðgerð „Plans for a Coup in Cuba“ eða Áætlun um valdabylt- ingu á Kúbu sem Kennedy studdi og ætlað var að hrinda af stað 1. desem- ber 1963, aðeins níu dögum eftir lát forsetans.    Í skáldsögunni Gate of the Sunfjallar Elias Khoury um árin 1947–1950 er um 700.000 Palest- ínumenn flýðu eða voru neyddir til að flýja heimili sín í Ísrael er Bretar yfirgáfu svæðið og Ísrael- ar tóku við stjórninni. Til að búa sig undir skrifin ræddi Khoury við fjölda palestínskra flóttamanna og dvaldi um tíma á svæðum Palest- ínumanna og skilar vinnan sér í skáldsögu sem, að mati gagnrýn- anda New York Times, er sann- kallað meistaraverk.    Geðlæknirinn Iselin Norman eraðalpersóna nýjustu bókar Ingrid Berglund Det svakeste ledd. Í bókinni hefur Norman nýlega misst föður sinn, alkóhólista og lausapenna í blaðamennsku sem stunginn var til bana eitt kvöld á heimleið. Lögreglan telur að um vopnað rán hafi verið að ræða en Norman er ekki sannfærð, enda kunnugt um frétt sem faðir hennar lúrði á. Det svakeste ledd er að mati gagnrýnanda Aftenposten bæði dramatísk og lesvæn saga sem byggist á atburðum sem séu hæfi- lega trúverðugir og síðast en ekki síst þá skrifi Berglund spennandi texta. Og að jafnvel þegar lesandinn trúi því að nú sé öllu lokið þá takist henni að draga enn eina óvænta at- burðarásina upp úr farteski sínu.    Nýjasta skáldsaga AugstenBurroughs Sellevision bæði byrjar og endar með svipaðri „bún- ingabilun“ og Janet Jackson upplifði á Super Bowl í febrúar 2004 við mik- ið hneyksli áhorfenda. Bók Burro- ughs í heild sinni fjallar raunar um þau augnablik þegar það sem á að vera hulið lítur dagsins ljós, en sögu- hetjan Max Andrews verður fyrir þeirri raunalegu reynslu að bera getnaðarlim sinn með slysalegum hætti í barnatíma sjónvarpsstöðvar nokkurrar. Sellevison vekur þó ekki jafn mikla hrifingu gagnrýnanda Daily Telegraph og fyrri verk höf- undar. Heldur segir hann Burrough hika hér, líkt og hann þori ekki að gefa sig fyllilega viðfangefninu, sem skili sér í flatari skrifum en aðdá- endur Burroughs eigi að venjast. Erlendar bækur John F. Kennedy Augsten Burroughs Steinn Steinarr hélt því fram í ritdómi í lokfimmta áratugarins að bækur væru fyrstog fremst skrifaðar fyrir skáld og rithöf-unda: „að þær væru nokkurs konar sendi- bréf frá einu skáldi til annars, trúnaðarmál, sem er í eðli sínu öðrum óskiljanlegt og óviðkomandi“. Þessi frægu orð lýstu ágætlega almennu viðhorfi til skáldskapar á þessum tíma; skáldin voru, að margra mati, að ganga af hinu hefðbundna ljóði dauðu með því að yrkja óbundið, órímað og auðvitað illskiljanlega. Í dag er því lýst yfir að gagnrýnendur og aðrir sem skrifa um bókmenntir séu að ganga af bókmenntaumræðunni dauðri. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skellti skuldinni á jólabókaflóðið í grein hér í Lesbók fyrir tveimur vikum: „Jólabókaflóðið, þessi rússibanaferð, gerir umræðuna þrönga, ófrjóa, hún gerir hana fátækari; sá sem fer á fleygiferð gegnum landslag nemur lítið af því, og nýtur þess ekki sjálfur nema að takmörk- uðu leyti, og getur því síður miðlað því til annarra, nema þá með dágóðum skammti af loddaraskap,“ segir Jón Kalman, og einnig: „Hraðinn og flumbru- gangur jólabókaflóðsins eyðir vitrænni umræðu, breytir bókmenntaumræðunni í hringleikjahús, sveitt partí þar sem lunginn af skáldskapnum verð- ur þögninni að bráð – og bara þeir sérvitru sem muna eftir ljóðinu.“ Niðurstaða Jóns Kalmans er sú að við séum að ganga af bókmenntaumræðunni dauðri. Eins og Steinn hefur Jón Kalman að vissu leyti rétt fyrir sér. Auðvitað lá hefðbundna ljóðið ekki steindautt eftir módernistana, sumir þeirra hafa reyndar verið meðal helstu merkisbera þess í seinni tíð, svo sem Hannes Pétursson, Matthías Jo- hannessen og Þorsteinn frá Hamri. Og auðvitað er engin hætta á því að við séum um það bil að murka allt líf úr bókmenntaumræðunni þótt við tölum meira en getur talist heilbrigt svona rétt á meðan bækur koma út í nóvember og desember. En rétt eins og ljóðið um miðja öldina virtist, í augum sumra, illa haldið af samhengislausu blaðri þá get- ur bókmenntaumræðan hæglega virst samheng- islaus og jafnvel frekar vitlaus þegar hún stendur bara í tvo mánuði á ári. Á þeim tíma gefst auðvitað ekki mikið svigrúm til bollalegginga eins og Jón Kalman bendir á. Og reglulega gýs svo upp þessi umræða um umræðuna á milli taltarnanna á haust- in en bækurnar sitja auðvitað á hakanum á meðan. Það sem vantar í íslenska bókmenntaumræðu er samfella. Það þarf að halda úti umræðu um bækur allt árið, alltaf. Auðvitað fer slík umræða fram inn- an stofnana eins og Háskóla Íslands en hún skilar sér kannski ekki nægilega vel út í samfélagið. Hugsanlega vantar okkur sérhæfð bókmennta- tímarit. Það er reyndar algerlega stórfurðulegt að það skuli ekki vera til eitt einasta bókmennta- tímarit á Íslandi. Skírnir er ekki bókmenntatímarit í eiginlegum skilningi. Ekki Tímarit Máls og menn- ingar heldur. Og ekki Andvari. Tímarit þýðenda, Jón á Bægisá, telst til bókmenntatímarita en það er mjög sérhæft og kemur sjaldan út. Ekkert þessara tímarita hefur haldið úti neitt sérstaklega áhuga- verðri bókmenntaumræðu síðustu ár. Með þessari opnu hér í Lesbókinni er hug- myndin að gera tilraun til þess að halda úti um- ræðu um bókmenntir allan ársins hring, bæði ís- lenskar og erlendar. Að auki verða hér eftir sem hingað til birtar ýtarlegri greinar um bækur ann- ars staðar í blaðinu. En þetta verður síðasta greinin sem ég skrifa um bókmenntaumræðuna – í bili að minnsta kosti. Umræða um umræðu Erindi Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ’Það er reyndar algerlega stórfurðulegt að það skuli ekkivera til eitt einasta bókmenntatímarit á Íslandi. ‘ S önn frásögn af leit listfræðinga og for- varða í rykugum skjalasöfnum, að því hvar löngu týnt málverk er niður komið. Kannski ekki vænlegasta efn- ið í rómaða spennusögu – en þegar snillingurinn Caravaggio á í hlut kemur svo sem ekkert á óvart. Um ævi listmálarans Caravaggio (Michelangelo Merisi) er margt á huldu en engu að síður hefur ótölulegur fjöldi bóka verið skrifaður um hann og verkin sem hann skapaði á stuttri en róstursamri ævinni. Þegar hann lést 18. júlí árið 1610, á leið til Rómar, eftir nokkurra ára flótta eftir að hafa orðið manni að bana, skildi Cara- vaggio eftir sig orðspor ribbalda sem þótti vart í húsum hæfur – og fjölda málverka. Sagt er að verkin hafi verið eitthvað á annað hundrað en í dag eru innan við eitt hundrað verk þekkt og staðfest af listfræðingum sem hans sköpun. Caravaggio kom með nýja strauma inn í listina; sumir hafa kallað hann fyrsta raunsæismálarann, hann málaði raunverulegt fólk og sviðsetti atburði af allt að því óhugnanlegri nákvæmni – senurnar gjarnan lýstar með einu ljósi, annars eru verkin æði dökk. Það má teljast í meira lagi furðulegt, svo sterkur sem stíll hans er, og svo mikla athygli sem þau vöktu á sínum tíma, að listamaðurinn og verk hans skuli hafa horfið inn í þoku tímans og nánast gleymst. Það var ekki fyrr en í upphafi 20. aldar sem rykið var dustað af verkunum, þau voru dreg- in fram úr geymslum safna og flutt úr dimmum stofum herragarða inn í sýningarsali. Síðan þá hafa vinsældir Caravaggios sífellt færst í aukana, fræðimenn fjalla um verkin og almenningur flykk- ist á sýningarnar; fáir myndlistarmenn sögunnar njóta viðlíka vinsælda og þykja jafn heillandi. Í bókinni The Lost Painting fjallar Jonathan Harr lauslega um ævi Caravaggios en fyrst og fremst greinir hann frá sögu eins af hans þekkt- ustu verkum, Kristur tekinn höndum – og hvarfi verksins frá sjónum manna. Í frásögninni beitir höfundur í senn stílbrögðum spennusögunnar og rannsóknarblaðamennsku, og tekst afar vel upp. Fléttar Harr saman því sem vitað er um málarann og vinnuaðferðir hans, örlög hans í listasögunni, hvernig urmull „Caravaggista“, fræðimanna og áhugafólks hefur nálgast verkin af af þrákelkni og þráhyggju – og vefur þessu utan um frásögnina af leitinni af þessu eina verki á afskaplega læsilegan hátt. Verkið gufar upp Vitað var að Caravaggio hafði málað verkið fyrir velgjörðarmann sinn, auðmann að nafni Mattei, nærri aldamótunum 1600. Verkið var, ásamt tveimur eða þremur öðrum verka hans, í eigu fjöl- skyldunnar næstu öldina en síðan var vitað að það var selt skoskum auðkýfingi, og þá talið verk eftir lítt kunnan hollenskan málara. Málverkið af Kristi og Júdasi var flutt til Skotlands og gufaði þar upp. Margir höfðu leitað þess, en án árangurs. Samt var vitað hvernig það leit út, því nokkrar kópíur höfðu verið gerðar á meðan það var í eigu Mattei- fjölskyldunnar. Harr skiptir frá- sögninni í tvennt. Í fyrri hlutanum er fylgst með tveimur ungum ítölskum konum seint á ní- unda áratugnum, þær eru í listfræðinámi og vinna að verkefni þar sem verið er að bera saman tvö verk af heilögum Jóhannesi, en deilt er um hvort sé eftir Caravag- gio og hvort sé endurgerð annars listamanns. Með dugnaði tekst þeim að hafa uppi á skjalasafni Mattei-fjölskyldunnar, í niðurníddum herragarði úti í sveit, og með yfirlegu yfir pappírunum afla þær upplýsinga fyrir rannsókn sína en finna jafn- framt mikilvægar vísbendingar um Kristur tekinn höndum. Önnur fylgir þeim eftir, full áhuga, og liggur leið hennar á endanum alla leið til Skot- lands, þar sem slóðin hverfur við aflagt uppboðs- hús en verkið hafði líklega verið selt þar árið 1921 – og eins og horfið af yfirborði jarðar. Draumur forvarðarins Síðari hlutinn beinir sjónum einkum til Írlands. Árið 1990 var ítalskur forvörður Þjóðarlistasafns- ins beðinn um að taka að sér að hreinsa nokkur gömul málverk sem héngu í aðalstöðvum munka- reglu Jesúíta í Dyflinni. Forvörðinn hafði á sínum tíma dreymt um að verða listfræðingur og fyrir til- viljun hafði áhugi hans einkum beinst að Caravaggio. Fyrir gráglettni örlaganna lærði hann þó forvörslu og dagaði uppi hjá þessu litla og fátæka safni á Írlandi. En þegar hann kom til munkanna þóttist hann þegar kenna að undir óhreinindunum væri komin að minnsta kosti gríð- argóð eftirlíking af þessu horfna meistaraverki – og líklega frummyndin. Írsku safnamennirnir fóru hljótt með hug- myndir sínar, hreinsa þurfti verkið og rannsaka, rekja sögu þess – og finna út hvernig verkið end- aði hjá Jesúítunum. Þangað var það gefið af ekkju bresks liðsforingja tíu árum eftir að það var selt á uppboðinu í Skotlandi – hvernig liðsforinginn eignaðist Kristsmyndina hefur enn ekki verið upp- lýst. Harr fylgir nafngreindum aðalpersónum sög- unnar eftir á málþing um Caravaggio og á sýn- ingar, hann fjallar um hugmyndir helstu fræði- manna og fléttar allt þetta saman á léttan, leikandi og áreynslulausan hátt. Í lokin koma aðalpersónur fyrri og seinni hlutans saman í listasafninu í Dyfl- inni þar sem verkið var afhjúpað árið 1993, og vakti sá atburður gríðarmikla athygli. Verkið, sem var tuga milljóna punda virði, höfðu Jesúítarnir lánað listasafninu til varanlegrar varð- veislu og er það aðalaðdráttarafl safnsins í dag og koma „Caravaggistar“ alls staðar að úr heiminum til að njóta návista við það – sá sem þetta ritar má til með að slást í hóp þeirra einhvern daginn. Kristur tekinn höndum er nokkuð stórt mál- verk, 150 cm á breidd. Samt kann sumum að þykja furðulegt að svo margir hafi lagt á sig alla þessa vinnu við leitina að því – og hvað þá að hægt hafi verið að skrifa jafn spennandi bók um leitina og raun ber vitni. En þeim sem hafa staðið sem dá- leiddir frammi fyrir meistaraverkum Caravaggios kemur það líklega ekkert á óvart. Leitin að meistaraverkinu The Lost Painting eftir bandaríska rithöfundinn Jonathan Harr fjallar um fund málverksins Kristur tekinn höndum eftir ítalska málarann Caravaggio, árið 1990. Verkið hafði þá verið týnt í meira en tvær aldir. Bókin er meðal tíu bestu bóka liðins árs, að mati The New York Times. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Kristur tekinn höndum Verkið týndist en dúkkaði svo upp hjá írskri múnka- reglu. Í bók sinni segir Harr sögu þess með reyfarakenndum hætti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.