Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Page 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri The Fog Hostel  (SV) Cheaper by the Dozen 2 Just Friends  (HJ) Smárabíó The Fog Brokeback Mountain Memoirs of a Geisha Cheaper by the Dozen 2 Hostel  (SV) A Little Trip to Heaven  (HJ) Draumalandið  (SV) Regnboginn Brokeback Mountain Memoirs of a Geisha Brothers Grimm  (HJ) A Little Trip to Heaven  (HJ) Laugarásbíó Memoirs of a Geisha Cheaper by the Dozen 2 Jarhead Just Friends  (HJ) Draumalandið  (SV) Háskólabíó Caché Les Égarés Le Poupées Russes Pride and Prejudice Oliver Twist Rumor has it  (SV) Chronicles of Narnia  (SV) King Kong  (SV) Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Domino  (SV) Rumor has it  (SV) Chronicles of Narnia  (SV) King Kong  (SV) Draumalandið  (SV) Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Brothers Grimm  (HJ) Jarhead Pride and Prejudice Oliver Twist Litli kjúllinn  (SV) Myndlist 101 gallery: Ásmundur Ás- mundsson. Til 25. feb. Artótek, Grófarhúsi: Val- gerður Hauksdóttir myndlist- armaður til 19. feb. Bananananas: Spessi, Portray. Til 28. jan. Café Karólína: Aðalsteinn Svanur sýnir blek- sprautuprentaðar ljósmyndir á segldúk til 3. febr. Gallerí + Akureyri: Ingileif sýnir myndbandsverk og Ás- laug Thorlacius sýnir ljós- myndir og teikningar. Til 29. jan. Gallerí BOX : Arna Vals- dóttir sýnir „Kvika“. Stendur til 11. feb. Gallerí I8: Ólafur Gíslason. Gallerí Sævars Karls: Helgi Már Kristinsson sýnir. Til 26. jan. Gallery Turpentine: Hall- grímur Helgason. Til 31. jan. Hafnarborg: Kári Svensson frá Færeyjum og Pétur Bjarnason myndhöggvari. Til 30. jan. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hrafnista, Hafnarfirði: Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menning- arsal til 7. febrúar. i8: Sýningin Fiskidrama sam- anstendur af myndbandi, skúlptúr og teikningum. Iða: Þóra Guðrún Benedikts- dóttir sýnir til loka janúar. Karólína Restaurant: Óli G. Til aprílloka 2006. Kling og Bang gallerí: Erling T.V. Klingenberg og Sirra, Sigrún Sigurðardóttir. Til 22. janúar. Listasafn ASÍ: Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríð- ur Ólafsdóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Tinna Gunnarsdóttir. Til 5. feb. Listasafn Einars Jónssonar: Fastasýning. Listasafn Íslands: Sýning á verkum 13 íslenskra sam- tímalistamanna. Til 12. febr- úar. Listasafn Kópavogs, Gerð- arsafn: Kristín Þorkelsdóttir og Guðrún Vigfúsdóttir. Til 12. feb. Listasafn Reykjanesbæjar: Guðrún Einarsdóttir. Til 5. mars. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn: Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús: Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Jóhannes Sveins- son Kjarval. Til 19. mars. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Skotið. Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. feb. Norræna húsið: Þrjár finnsk- ar listakonur. Nýlistasafnið: Kees Visser, Þór Vigfússon og Ívar Val- garðsson. Til 28. jan. Saltfisksetur Íslands: Mar- grét Bára með málverkasýn- ingu. Til 27 jan. Safn: Einar Falur Ingólfsson, Anouk de Clercq og Greg Barrett sýna verk sín til 5. febrúar. Skúlatún 4: Myndlist- arsamsteypan Skúli í Túni sýnir: Til 12. feb. Yggdrasill: Tolli til 25. jan. Þjóðmenningarhúsið: Hjört- ur Hjartarson. Íslenskt bók- band. Þjóðminjasafn Íslands: Huldukonur í íslenskri mynd- list, til 28. maí. Ljósmyndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljósmyndir Péturs Thom- sen. Til 20. febrúar. Leiklist Austurbær: Annie, sun. Borgarleikhúsið: Salka Valka, sun., fim. Woyzeck, lau. Kalli á þakinu, lau., sun. Carmen, fös. Manntafl, sun. Belgíska Kongó, lau. Glæpur gegn diskóinu, fim., fös. Nagl- inn, lau., sun., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Himnaríki, lau. Iðnó: Ég er mín eigin kona, fös. Leikfélag Akureyrar: Full- komið brúðkaup, lau., fös. Nasa við Austurvöll: Typpa- tal með Audda, fim., fös. Þjóðleikhúsið: Túskild- ingsóperan, lau., fös. Klaufar og kóngsdætur, sun. Eldhús eftir máli, lau., sun., mið., fös. Sunnudagskvöld með Svövu, sun. SÚ VAR tíðin að Íslendingar sendu listamenn á Feneyjatvíæringinn sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf. En velgengni Rúríar á tvíær- ingnum 2003 hefur orðið til þess að við höfum farið að skoða Feneyjaferðina út frá lögmálum markaðsfræðinnar, enda hefur tvíæringurinn þróast í þá áttina. Er í raun orðinn eins og stór- tæk myndlistarmessa. Það vantar bara appels- ínugulu punktana við listaverkin. Það lá því fyr- ir að ungur myndlistarmaður sem gæti nýtt sér tvíæringinn sem stökkpall í útrás yrði valinn í Feneyjaferð 2005. Og svo var raunin. Gabríela Friðriksdóttir er yngsti listamaðurinn sem við höfum sent þangað. Þegar valið var kynnt var ég nokkuð sáttur við niðurstöðuna. Gabríela var (og er) ein af áhugaverðari listamönnum sinnar kynslóðar. Hún hefur helgað sig listinni og fengið verðskuldaðan meðbyr síðan hún lauk myndlistarnámi, enda hugrakkur og snjall listamaður með fjölskyldutengsl inn í heima pólitíkur og popptónlistar. Þegar Gabríela sýndi í Gallerí i8 í hittifyrra fór ég hins vegar að efast um hvort það væri tímabært að hún færi á tvíæringinn. Hún var þá byrjuð að færa mynd- mál sitt meira yfir í kvikmyndaformið og hafði ekki mótað það fyllilega. Áhrif frá Cremaster- myndum Matthew Barneys voru svo augljós að það var pínlegt á köflum og heildarmynd sýn- ingarinnar var ósannfærandi. Fyrir Feneyjatvíæringinn gerði Gabríela kvikmynda-skúlptúr-innsetningu, Versations/ Tetrologia í samvinnu við ólíka listamenn á borð við Björk Guðmundsdóttur, Daníel Ágúst, Sigurð Guðjónsson og Ernu Ómarsdóttur. Þessi innsetning er nú til sýnis í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur og er heldur meira sannfærandi en umrædd gallerísýning í i8. Áhrif frá Matthew Barney eru ennþá yfirþyrm- andi. Þeirra gætir reyndar ekki svo í málverk- unum eða skúlptúrunum. En í kvikmyndunum fjórum er formið, frásögnin, uppbyggingin og aðferðin sláandi lík. Þar er skúlptúrinn í aðal- hlutverki. Hver sena er í raun skúlptúr- gjörningur og kvikmyndin verður því áþreif- anleg í huga manns. Samspil á milli kvikmynda, tónlistar, málverka og skúlptúr-leikmynda er virkilega vel útfært og heildarmyndin verður sem eitt ævintýralegt ferðalag þar sem atburð- ir fléttast saman með óvæntum hætti. Jafnvel stólar og hátalarabox eru hönnuð af listakon- unni og formuð í takt við efni innsetningarinnar og verða þar af leiðandi efnislegur hluti af sýn- ingunni. Myndheimurinn er draumkenndur og goð- sögulegur. Blanda af kukli og Grimms- ævintýrum þar sem ógeðfelldir þættir mann- legs eðlis eru í aðalhlutverki. Í nútímanum hafa menn tilhneigingu til að þynna slíka þætti út í sígildum ævintýrum og skreyta í Disney-stíl til að þau verði aðlaðandi og söluleg, en eyðileggja þá um leið dulda og táknfræðilega merkingu þeirra sem ætlað er að leiðbeina sálum barna í þroskaferli þeirra. Dæmi um slíkt er sagan um froskinn sem kóngsdóttir átti að bjóða að borða af disk sínum og deila með sæng. Í upphaflegu Grimms-ævintýri er froskurinn slímugur með vörtur og ógeðslega tungu en í Disney- útgáfunni er hann fagurgrænn með gullkórónu. Er þannig séð hið mesta krútt sem krefst engr- ar fórnfýsi af hálfu snobbaðrar prinsessu þurfi hún að mata hann, kúra hjá honum og kannski knúsa. Gabríela er sönn meiningu ævintýra og nýtir sér dulúð og táknfræði til að snerta undirrót til- finninga. Táknfræðileg smáatriði skipta þar öllu. Ferðalangur með geit er í þekkingarleit (sbr. „Myndmál ævintýranna“ eftir F. Lenz, þá er geit mynd forvitninnar sökum þess að hún étur allt). Annar ferðalangur gengur um skóg- arlendi, á mörkum skynheims og andlegs heim, og rekst á veru sem býr undir rótum trés (tré er tákn taugakerfis og lífskrafts þess, sbr. F. Lenz). Hann tekur rótarbörn hennar („Mand- rake“) og sleppir þeim í vatn (vatn er tákn sál- ar, sbr. F. Lenz). Og þannig má lesa í táknin. Í ævintýrum er allt dýrslegt myndlíking fyrir hugmyndir af hvötum manna. Hjá Gabríelu eru verur gjarnan faldar þar til þær rísa úr iðrum jarðar eða fæðast. Hreyfingar þeirra fela í sér bælingar, erfiði, þjáningar, sorgir, langanir o.s.frv. Fyrrverandi fíkniefnaneytandi sagði mér að hann upplifði verk Gabríelu álíka og að koma niður eftir neyslu. Ég er ekki frá því að Versas- ion/Tetrologia geti dregið fram slíkar kenndir hjá hverjum sem er. Ég var allavega eftir mig þegar ég gekk út af sýningunni. Eins og eftir heljarinnar draumfarir sem maður veit að hafa rótað til í dulvitundinni en getur þó ekki fært upplifunina yfir í rökrænan skilning. Með Versation/Tetrologia sýnir Gabríela hæfileika til að færa slíka upplifun yfir í myndrænan eða skynrænan skilning, ef svo má kalla, með órök- rænu myndmáli og táknrænu sem við þekkjum einna helst úr draumheimi. Ferðalag um draumheima og dulvitund MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Opið alla daga frá 10-17. Sýningu lýkur 26. febrúar. Gabríela Friðriksdóttir Morgunblaðið/ÓmarÚr Versasions/Tetrologia eftir Gabríelu Friðriksdóttur. Jón B.K. Ransu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.