Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006
Lon Chaney og Boris Karloff líkaði ekkiorðið „hrollvekja“. Þeir héldu sig viðfranska hugtakið „leikhús fant-asíunnar“ og það geri ég líka,“ er haft
eftir afkastamesta hrollvekjuleikara samtímans,
Christopher Lee, sem vísaði þarna til tveggja
löngu liðinna kollega sinna.
Þessir þrír heiðursmenn eru auðvitað fulltrúar
gamla tímans í kvikmyndagerð, gömlu „hrollvekj-
unnar“ sem reiddi sig á
reifavafða menn á völtum
staurfótum, fornaldar-
skrímsli úr leir, menn í apa-
búningum og blóðugar skögultennur til að skjóta
fólki skelk í bringu, þ.e. hvað varðar hið sýnilega.
En svo var annað í gömlu hrollvekjunum sem
ekki var síður ógnvænlegt: Hið ósýnilega, það
sem bjó í skuggunum, þögninni, hinu ósýnda og
ósagða, sumsé það sem reiddi sig á ímyndunarafl
áhorfandans, þetta hugarleikhús fantasíunnar
sem Christopher Lee vísaði til. Oft var úr litlu að
spila og árangurinn réðst af því hversu vel mögu-
leikarnir voru nýttir.
Hrollvekjur seinni ára hafa í raun orðið mögu-
leikum sínum að bráð, þeim möguleikum tölvu-
tæknibrellna sem gera mönnum kleift að sýna á
tjaldinu hvaðeina sem þeim dettur í hug. Allt sem
hugurinn getur ímyndað sér er nú unnt að leiða
öðrum fyrir hugskotssjónir. Ef höfundur kvik-
myndar sér fyrir sér hrossaflugu á stærð við
Concordeþotu og kýs að láta hana fljúga með ráð-
hús Reykjavíkur á norðurpólinn þá getur hann
sýnt okkur hinum nákvæmlega það einsog blá-
kaldan raunveruleika. Hann getur jafnvel tekið
mynd þjóðþekkts eða heimsþekkts fólks, lífs eða
liðins, og látið það gera nánast hvað sem er. Flest
þau blóðböð, slímugu ófreskjufjöld, afhausanir og
aflimanir, sem einkenna obbann af hryllings-
myndum núna, einkum bandarískum, þjóna
litlum tilgangi öðrum en tæknilegum og efna-
hagslegum.
Um leið og „leikhús fantasíunnar“ hjá höf-
undum hrollvekjanna er upptekið við þessar
framkvæmdir er sama leikhús hjá áhorfandanum
orðið verkefnalaust. Honum er allt sýnt; hann
þarf ekki að ímynda sér nokkurn skapaðan eða
óskapaðan hlut. Ekkert er ósýnilegt.
Og sögurnar? Þær snúast jafnan um hóp ungs
fólks sem einhverjir böðlar, þessa heims eða ann-
ars, slátra einu af öðru með æ hroðalegri hætti.
Nýjasti hrollvekjusmellurinn, Hostel, eftir Eli
Roth, er einmitt svona. Og myndin veltir sér af
fullkomnu blygðunarleysi uppúr vibbanum, að
hætti hinnar nýju hrollvekjuhefðar. En því hef ég
þennan aðdraganda, að Hostel leynir á sér. Yf-
irgengilegt ógeðið veldur því að auðvelt er að láta
sér sjást yfir að blóðbunurnar spýtast út úr nokk-
uð lunkinni hugsun, en ekki aðeins ótæmandi
brunni tæknilegra möguleika. Í Hostel er visst
svigrúm fyrir „hugarleikhús“ áhorfandans, sem
að vísu má hvorki vera mjög viðkvæmur né tæp-
ur á taugum. Hugmyndin er þessi: Vestrænir
ferðalangar sem hyggjast gramsa í nýfrjálsum
(kyn)lífsgæðum gömlu Austur-Evrópu af full-
komnu virðingarleysi fyrir öðru en eigin fróun
eru að lokum étnir upp af græðginni (greddunni).
Þetta er því kaldhæðin hrollvekja um neysluæði,
öfgafulla einstaklingshyggju, gróðafíkn, arðrán.
Myndin er martröð hemjulausrar efnishyggju og
útlitsdýrkunar, sbr. pyntingaatriði þar sem jap-
anskur túristi missir augað útá kinn og sviptir sig
umsvifalaust lífi þegar hún sér sjálfa sig í spegli.
Ein persónan, sem reynist höfuðböðull mynd-
arinnar, borðar nestið sitt með höndunum vegna
þess að honum finnst nútíminn hafa misst sam-
band við fæðuna, dýrið sem lét lífið svo maðurinn
mætti lifa. Þegar upp er staðið reynist ekki mikill
munur á manninum og öðrum dýrum. Í Hostel er
svaðalegt ofbeldið myndbirting firringar, mann-
fyrirlitningar og miskunnarleysis samfélags þar
sem allt er falt en ekkert er í reynd nokkurs virði.
Í Hostel er nútímamaðurinn mesta ófreskjan.
Eins og félagi Christopher Lee sagði: „Það eru
margar vampírur í heiminum í dag og þarf ekki
að hugsa lengra en til kvikmyndaiðnaðarins.“
Hrollur í hugarleikhúsinu
’Yfirgengilegt ógeðið veldur því að auðvelt er að láta sér sjástyfir að blóðbunurnar spýtast út úr býsna lunkinni hugsun …‘
Sjónarhorn
Eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
G
ræðgi (Greed‘24), eftir Erich von
Sroheim, er ein kunnasta klassík
kvikmyndasögunnar. Hún segir af
þremenningum sem verða græðg-
inni að bráð er eitt þeirra vinnur
stóra vinninginn. Lýsir á ógleym-
anlegan hátt hvernig auður getur gjörspillt ein-
staklingnum. Háðsk, miskunnarlaus og áhrifamikil
ádeila á mannlega bresti og að margra mati besta
verk leikstjórans. Sýnd 24. og 28. jan.
MÍR (Menningartengsl Íslands og Ráðstjórn-
arríkjanna), stóð löngum fyrir kvik-
myndasýningum meðan fé-
lagsskapurinn var við lýði. Árið
2004 gaf hann Kvikmyndasafninu
um 1900 titla rússneskra mynda.
Eitt þeirra er Verkfall (Stachka’25), fyrsta verk
snillingsins Sergeis Eisenstein. Þykir óvenju
þroskað og sýnir að þá þegar hefur Eisenstein mót-
að byltingarkenndar hugmyndir sínar um kvik-
myndagerð. Segir af verkfallsmönnum í byrjun 20.
aldar, kröfur þeirra eru betri aðbúnaður og laun,
en mótmælin enda með harmleik. Sýnd 31. jan og
4. feb.
Dans- og söngvamyndir
Gold Diggers of 1933, er sú fyrsta af einum 6–7,
sem tengjast titlinum. Leikstjóri er hinn fjölhæfi
Mervyn Le Roy, honum til halds og trausts er
Busby Berkeley, dansahöfundur og síðar einn hug-
myndaríkasti leikstjóri greinarinnar. Hann setur
skreytingarstimpilinn sinn á Gold Diggers, þá er
myndin ein sú fyrsta sem vakti athygli á Ginger
Rogers. Sýnd 7. og 11. feb.
Í The Gay Divorce (’34), leika þau saman listir
sínar í fyrsta sinn í aðalhlutverkum, Rogers og
Fred Astaire, magnaðasta danspar allra tíma. Þau
eru taugakerfi ófárra mynda af þessu sauðahúsi og
komu með nýtt viðmið á dansgólfið. Sýnd 14. og 18.
feb.
Footloose (’84), er af annarri kynslóð, gjarnan
kenndri við John Travolta, hér er það Kevin Bacon
sem ræður ríkjum. Líkt og í öðrum s/d-myndum,
fer lítið fyrir söguþræðinum, dansinn og tónstin
skipta öllu máli og Footloose státar af einu eft-
irminnilegasta upphafsatriði slíkra mynda. Sýnd
21. og 25. feb.
Hrollvekjur
Hús hinna fordæmdu (The Fall of the House of
Usher ’60), sem frumsýnd var á sínum tíma í Hafn-
arbíósbragganum, er sú fyrsta sem B-myndakóng-
urinn Roger Corman gerði eftir sögum skáldjöf-
ursins Edgars Allan Poe. Vincent Price lyftir
draugasögu af fordæmdum herragarði vel yfir
meðallagið og er gott dæmi um hrollvekjusmíði
manns sem hafði úr litlu að moða en nýtti það vel.
Sýnd 28. feb. og 4. mars.
Húsið (’81), eftir Egil Eðvarðsson, er fyrsta
hrollvekja íslensku kvikmyndaflórunnar. Látum
fylgja hvað um hana stendur í Myndbönd (’91):
Ungt par (Lilja Þórisdóttir, Jóhann Sigurðarson) í
húsnæðishraki, fá á leigu „húsið“, og allt virðist
ganga þeim í haginn. Þá fer Björg að fá martraðir
sem virðast eiga sér stoð í fortíð hennar og „hús-
inu“. Snyrtilega unninn hrollur, myndmálið notað
meira en oftast áður, göt í efnisþráðnum hverfa í
þéttri framvindu. Leikurinn er dágóður, Lilja
fótógenísk með afbrigðum og myndin fagmannlega
tekin. SV/AI. Sýnd 7. og 11. mars.
Ítalska hrollvekjan Suspiria (77), eftir Dario
Argento, er sögð sú fallegasta sinnar tegundar.
Mikil litagleði, fallegir myndrammar, áhrifarík
hljóðrás og útpæld sjónarhorn. Aðalpersónan Suzy
er að hefja nám í ballettskóla þegar hroðalegir at-
burðir fara að gerast allt í kringum hana. Sýnd 14.
og 18. mars.
Meistari Chaplin
Það þarf ekki að kynna snillinginn fyrir lesendum
en K.Í. býður upp á Sirkus (28), síðustu, alþöglu
myndina hans. Hér er Litli flækingurinn í essinu
sínu, þessi einfaldi en rómantíski grallari með sína
sterku siðferðiskennd og þrá um þægilegt líf sem á
ekki fyrir honum að liggja. Vasaþjófur stingur
góssi í vasa flækingsins og þar með hefjast vand-
ræðin. Atriðin í sirkusnum og speglasalnum eru
með þeim fyndnustu í verkum hans. Sýnd 21. og 25.
mars.
Hitt verkið eftir meistarann er Kvennamorðing-
inn Verdoux (Monsieur Verdoux ’47), ein af fáum
talmyndum Chaplins , byggð á þjóðsögunni um
illmennið Bláskegg, sem myrti sex eiginkonur sín-
ar. Í aðra röndina er myndin þjóðfélagsádeila,
Verdoux myrðir til að geta haldið uppi bílífi og lúx-
us. Sýnd 28. mars og 1. apríl.
Bibi og Harriet
Í hálfa öld voru Bibi og Harriet Anderson (ekkert
skyldar), magnaðar leikkonur í fremstu röð. Þær
komu mikið við sögu kvikmynda Ingmars Berg-
man og voru ástkonur hans að auki.
Hlátur sumarnæturinnar (Sommarnattens
leende ‘55), er rómantísk gamanmynd eftir Berg-
man. Gerð undir áhrifum frá Draumi á Jónsmessu-
nótt eftir Shakespeare, en sögusviðið sænskur
herragarður um 1900. Auk Harriet fara
Eva Dahlbeck, Gunar Björnstad og Jarl
Kulle, öll rómaðir Bergman leikarar,
með stór hlutverk. Sýnd 4. og 8. apríl.
Sumarið með Moniku (Sommaren
med Monika ’53), er talin ein aðgengileg-
asta Bergmanmyndin og segir á óvenju-
legan hátt af ástasambandi unglinganna
Harry (Lars Ekborg) og Moniku
(Harriet). Allt snýst um frekjudósina
Moniku, sem leggst út með Harry en
þau snúa aftur þegar harðnar á dalnum.
Myndin er besta tilraun Bergmans til að
kryfja astir unglinganna. Sýnd 11. og 15.
apríl.
Ástkonan (Ålskerinden ’62), er eftir
Vilgot Sjöman, sem m.a. hneykslaði blá-
saklausan heiminn með Jag är nyfiken
gul, árið 1967. Við gerð Ástkonunnar var
hann undir verndarvæng Bergmans, en
Bibi leikur konuna í ástarþríhyrning, sem einnig er
skipaður ungum kærasta og rosknum elskhuga.
Sýnd 18. og 20. apríl.
Íslenskar náttúrulífsmyndir
Síðast á dagskrá K.Í. í vetur verða nokkrar íslensk-
ar náttúrulífsmyndir eftir Magnús Magnússon,
Þorfinn Guðnason og Pál Steingrímsson,
Magnús (1949-), hefur unnið við heimildar-
myndagerð í rösk 30 ár og eru verk hans farin að
nálgast sjötta tuginn. Fimm myndir verða sýndar
eftir Magnús; Mývatn (’86), fjallar um náttúru og
dýralíf, bæði undir og á yfirborði vatnsins, sem er
m.a. ein stæsta andabyggð heims. Mývatn hfeur
verið víðförul á hátíðum. Fuglabjörg (’86), er af-
rakstur hringferðar um fuglabjörg landsins. Rakið
gildi þeirra sem matarkista í gegnum aldirnar og
lögð áhersla á verndun þeirra en náttúruvernd er
rauður þráður í gegnum öll verk Magnúsar. Sýnd-
ar 11. og 15. apríl.
Hinn helgi örn (’97), fjallar eins og nafnið bendir
til um konung íslenskra fugal, en Hvert fara þeir
(’01), segir af fuglamerkingum á 75 ára afmæli
þeirra á Íslandi. Farið á eina 40 staði með fugla-
merkingarmönnum.
Þorfinnur (1959-), er víðkunnur kvikmyndagerð-
armaður sem vakti mikla atygli hér heima og víðar
með Húsey (’92). Þar er fjallað um bóndann á bæn-
um við mynni Héraðsflóans, sem lifir af því sem
landið gefur; sel, fugl, fiski. Fygst er með fleiri
dýrategundum, minki og ref, og maðurinn í miðju
ríki náttúrunnar. Hagamús með lífið í lúkunum
(’97), fjallar um þessa smávöxnu ferfætlinga og
harða lífsbaráttu þeirra.
Sýndar 2. og 6. maí.
Páll (1930-), er löngu landskunnur, vel menntað-
ur heimildarmyndagerðarmaður, en tvö verka
hans verða á síðustu sýningum safnsins á þessu
starfsári. Hvalakyn og hvalveiðar við Ísland (’86),
sem segir sögu þessa merka veiðiskapar frá land-
námi til ársins 1985, er þeim lauk, í bili, a.m.k. Ís-
aldarhesturinn (’01), fjallar um sérstöðu íslenska
hestsins, sem hefur ekki blandast öðrum tegundum
frá landnámi og rennt er stoðum undir þá kenningu
að hann sé náskyldur „Ísaldarhestinum“, sem
prýðir gamlar hellateikningar sunnar í álfunni.
Sýnd 9. og 13. maí.
Vetrardagskrá Kvikmyndasafnsins
Sýningar KÍ hófust á nýja árinu með Húsi í
svefni eftir Guðmund Kamban 17. og 21. jan.,
síðan rekur hver viðburðurinn annan.
Morgunblaðið/Golli
Bæjarbíó í Hafnarfirði Fjölbreytt dagskrá verður
í Kvikmyndasafninu fram á vor.
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@
heimsnet.is
Sá orðrómur er kominn á kreik íHollywood að fyrrum X-Files
stjarnan David Duchovny sé við það
að skrifa undir samning þess efnis að
hann muni taka að sér að leika Bruce
Banner, manninn
sem breytist í
grænan risa í
hvert skipti sem
hann reiðist.
Háttsettur
stjórnarmaður
myndasögukeðj-
unnar Marvel
greindi frá því á
dögunum að
Duchovny væri
efstur á lista yfir þá leikara sem
kæmu til greina en ástralski leikarinn
Eric Bana sem lék Hulk í fyrstu
myndinni gaf ekki kost á sér fyrir
framhalds-
myndina þegar
hann komst að
því að myndin
færi beint á mynddisk. „Nafn Duch-
ovny hefur komið upp nokkrum sinn-
um og hann kvað vera mikill aðdáandi
myndasögunnar. Hulk halaði inn um
250 milljónir dala um allan heim sem
er mjög gott og eins og allir vita höf-
um við náð frábærum árangri í alls
kyns sölu á varningi tengdum mynd-
inni,“ sagði stjórnarmaðurinn.
Kvikmyndafyrirtækið MandatePictures keypti nýverið réttinn
að myndasögunni The Ghouly Boys
sem fjallar um fjögur góðhjörtuð
skrímsli. Mynda-
sögurnar sem voru
skapaðar af lista-
manni sem gengur
einfaldlega undir
nafni Christopher,
segja frá úlfa-
strák, barna-
uppvakningi, ungu
sæskrímsli og
ungum draugi sem
öll deila þeim erf-
iðleikum að eiga erfitt með að aðlaga
sig innan um unga mennska krakka.
Þau bindast tryggðarböndum og
leggja upp í sína eigin ævintýraferð.
Hvorki hefur handritshöfundur né
leikstjóri verið kynntur til leiks.
Og enn af myndasögum. Leik-konan Bryce Dallas Howard
sem ef til vill er þekktust fyrir hlut-
verk sitt í The Village (en einnig fyrir
að vera dóttir sögumannsins í grín-
þáttunum Arrest-
ed Development)
hefur verið ráðin
til að leika per-
sónuna Gwen
Stacy, kærustu
Peters Parkers í
næstu myndinni
um Kóngurlóar-
manninn, Spider
Man. Samninga-
viðræður standa
víst enn yfir en
leikstjóri myndarinnar er sem fyrr
hinn magnaði Sam Raimi.
Gwen Stacy er þungamiðjan í sög-
unni um Spider Man en hún var
menntaskólaást Parkers og varð fyrir
því að vera rænd af Græna púkanum
(Green Goblin) og lést svo í miðjum
bardaga milli Púkans og Kóngurlóar-
mannsins á toppi brúar í 121. tölu-
blaði Amazing Spider-Man.
Í fyrstu myndinni um Spider-Man
var persónunni skipt út fyrir Mary
Jane Watson, síðari tíma ástkonu
Peters Parker og var hún leikin af
Kirsten Dunst. Í kvikmyndinni var
hinn frægi bardagi á toppi brúarinnar
sýndur en í stað sorglegra örlaga
stúlkunnar var dæmigerðum Holly-
wood-enda bætt inn í og stúlkan lifir
af.
Framleiðandi myndanna Columbia
verst allra frétta varðandi söguþráð
þriðju myndarinnar en komið hefur
fram að Gwen verði hluti af ástar-
þríhyrningi og að persónan komist
lífs af.
Áður hefur það komið fram að
Thomas Haden Church sá hinn sami
og fór á kostum í Sideways muni leika
skúrkinn Sandman sem hefur þann
eiginleika að geta breytt eiginleikum
sands sér til framdráttar.
Áætlað er að þriðja kvikmyndin
um Kóngurlóarmanninn verði frum-
sýnd í maí 2007.
Erlendar
kvikmyndir
David Duchovny
Bryce Dallas
Howard
The Ghouly Boys