Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 | 5
fyrir veggi gallerísins standa
stofnanalegir múrar listarinnar
óhaggaðir, því gjörningurinn
getur aðeins átt sér stað undir
merkjum borgaralegrar fag-
urfræði.
Nektarmenning,
náttúrudýrkun og
mannkynbætur
Myndir Tunicks kalla fram
áleitnar spurningar. Hvað felst í
þeim gjörningi að stefna saman
þúsundum manna og ljósmynda
þá nakta á almannafæri? Fela
verkin í sér einhvers konar and-
óf, sjálfsuppgötvun, afturhvarf
til náttúrunnar, listræna tján-
ingu og upplifun þátttakenda,
opna þau þeim jafnvel flóttaleið
út úr firrtri samtímamenningu
okkar? Eru verkin öllu heldur til
marks um að firring nútíma-
mannsins hafi náð áður óþekkt-
um víddum, sem lýsir sér í sið-
leysi eða jafnvel útþurrkun
sjálfsmyndarinnar og aft-
urhvarfi til mannlegs hjarðlífs?
Slíkum spurningum má svara
á ólíkan hátt. Spennan sem ein-
kennir verk Tunicks helgast af
því hvernig þau vinna með og
etja saman þverstæðum hug-
myndum sem verða sýnilegar
þegar litið er til samhengis verk-
anna innan vestrænnar menn-
ingar- og listasögu. Í þessu sam-
hengi má í fyrsta lagi benda á
hvernig sviðsetning viðburðanna
í rými stórborgarinnar vinnur á
gagnrýninn hátt með hug-
myndafræðilegar uppsprettur
nektarmenningar á Vest-
urlöndum. Dýrkun á hinum
nakta mannslíkama á sér vissu-
lega langa sögu sem rekja má
allt aftur til Forn-Egypta og
Forn-Grikkja. Sem útfærð hug-
myndafræði og fjöldahreyfing á
nektarmenningin aftur á móti
rætur að rekja til þýskrar menn-
ingargagnrýni um aldamótin
1900, þaðan sem hún berst m.a.
til Bandaríkjanna með þýskum
innflytjendum undir lok þriðja
áratugarins. Upp úr aldamót-
unum 1900 spruttu fyrstu nekt-
arnýlendurnar upp í nágrenni
við Hamborg og Berlín og grunnur var lagður
að hugmyndafræði nektarhyggjunnar með út-
gáfu fyrstu undirstöðuritanna og viðamikilli
tímaritaútgáfu. Í þessu samhengi má einkum
nefna þriggja binda rit Heinrichs Pudor – sem
er Íslendingum trúlega betur kunnur fyrir
skrif sín um íslenskar miðaldabókmenntir og
nútímaljóðlist – um nektarmenningu (Nack-
cultur, 1906). Einnig má hér benda á að á
þriðja áratugnum voru gefin út a.m.k. um 30
tímarit á vegum hreyfingarinnar og að einn af
forsprökkum hreyfingarinnar, Adolf Koch, hélt
því fram árið 1930 að meðlimir hreyfingarinnar
væru orðnir fleiri en þrjár milljónir.
Tilurð nektarhreyfingarinnar um aldamótin
1900 er nátengd þeim margvíslegu hug-
myndum um endurbætur á lífsmynstri nútíma-
mannsins sem verða áberandi í þýskri menn-
ingargagnrýni á þessum tíma (Lebens-
reformbewegung) og speglast m.a. í stofnun
bindindisfélaga er börðust gegn áfengis- og eit-
urlyfjaneyslu sem og samtaka er ráku áróður
fyrir heilsurækt, náttúrulækningum, heilsu-
böðum, dýravernd, grænmetisáti og heilbrigðri
nekt. Sameiginlegur grunnur þessara ólíku
hugmynda var fólginn í afturhaldssamri sýn á
iðnvædda stórborgarmenningu nútímans.
Nektarhyggjan býr því frá upphafi yfir skýru
siðferðislegu og heimspekilegu inntaki. Hér
var að mörgu leyti um að ræða sundurleita
hreyfingu, en í flestum tilfellum tengdist starf-
semi hennar leit að nýju lífsmynstri sem ætlað
var að stuðla að heilbrigðri ræktun líkama, sál-
ar og anda handan við siðspillingarbæli nú-
tímastórborgarinnar. Markmiðið var að rækta
nýjar mannverur sem yrðu fullkomin and-
hverfa hins firrta stórborgarbúa, verur sem
yrðu heilbrigðar á sál og líkama og í lífrænum
tengslum við sitt náttúrulega umhverfi. Frá
þessu sjónarhorni var nekt mannsins hvorki
talin klámfengin né kynferðisleg, heldur var
litið svo á að hún byggi yfir upprunalegu sak-
leysi. Skrif margra af helstu hugmyndasmiðum
þýsku nektarhreyfingarinnar sýna afdrátt-
arlaust hvernig slíkar hugmyndir um end-
urbætt lífsmynstur nútímamannsins tengdust
oft ofstækisfullri þrá eftir endurlífgun hins
germanska kynþáttar við upphaf 20. aldar –
svo vitnað sé í texta eftir þýska þjóðernissinn-
ann Philipp Stauff frá árinu 1912: „Við viljum
ala upp verur sem verða heilbrigðar og lifandi í
anda, líkama og sál, en ekki föla, taugaveiklaða
og veruleikafirrta oflátunga með gleraugu,
sem fórna dýrmætum æskuþrótti sínum í þágu
sjúklegs og veiklaðs nautnalífs “.2
Þegar verk Tunicks eru skoðuð með hliðsjón
af þeim hugmyndafræðilegu þverstæðum sem
búa innra með nektarmenningunni frá upphafi,
má sjá hvernig hann vinnur með arf hennar á
gagnrýninn hátt. Í myndum hans leynast
vissulega hugmyndir um frelsi og hreinleika
mannsins í náttúrulegri nekt hans. Sviðsetn-
ingin í stórborgarumhverfi samtímans gefur
aftur á móti til kynna ótvíræða höfnun á und-
irstöðuhugmyndum nektarhyggjunnar og
verkin greina sig afdráttarlaust frá ljós-
myndum þeirrar hefðar af nöktum, hetjugerð-
um og kynhreinum líkömum í lífrænum
tengslum við náttúruna og frumkrafta hennar.
Verkin brjótast jafnframt undan forræði hinn-
ar hefðbundnu myndar mannslíkamans innan
síðkapítalískrar menningar, þar sem hann er
hvarvetna sýndur í auglýsingum og dæg-
urmenningu sem vandlega meitluð markaðs-
vara og kynferðislegt viðfang. Í verkum Tun-
icks opinberast mannslíkaminn í öllum sínum
fjölbreytta efnisleika og myndar þannig mót-
vægi við stílfærða og dauðhreinsaða ímynd
hans innan auglýsingaiðnaðarins. Verk hans
eru þó víðs fjarri því að bregða upp útópískri
mynd nakins mannslíkama sem leitar aftur í
rými náttúrunnar. Tign hins nakta, nátt-
úrubundna manns, sem jafnan er í forgrunni í
klassískum nektarmyndum listasögunnar og
innan hugmyndafræði nektarhyggjunnar, er
aðeins til staðar í verkum Tunicks sem list-
söguleg og menningarsöguleg vísun. Mannslík-
aminn virkar þvert á móti umkomulaus og yfir
verkunum hvílir einskonar dauðastemning –
andi hins rousseauíska manns í skauti náttúr-
unnar svífur grámyglulega yfir vötnum. Jafn-
vel í þeim verkum Tunicks sem sviðsett eru í
náttúrulegum rýmum er maðurinn berskjalda
og lífvana, líkt og sjá má í verkinu Nevada
(2000). Umhverfi hópsins á myndinni greinir
sig hér augsýnilega frá kunnuglegu rými
mótífsins, því hið lífræna samband manns við
náttúru sem jafnan einkennir það rými víkur
fyrir dulrænni heimslokastemningu dauða og
firringar. Einnig í þessari mynd Tunicks er
forgengileiki mannsins í forgrunni, áhorfand-
inn skynjar yfirvofandi hvarf hans í auðninni
engu síður en innan um skýjakljúfa og minn-
isvarða stórborgarinnar.
Frelsi og hlutgerving
Verk Tunicks eru knúin áfram af spennu á milli
hefðgróinna hugmynda um frelsi mannsins
sem náttúrulegrar veru og sýnilegrar hlut-
gervingar hans. Með því móti er sjónum áhorf-
andans beint að þverstæðum frelsishugtaksins
í samtímanum. Innsetningar Tunicks eru tilbú-
inn vettvangur sem gefur þegnunum færi á að
bregða sér út fyrir ramma ríkjandi siðferð-
isgilda. Áhorfandinn skynjar þó undireins að
þessi andófsrými eru aðeins stundleg, því þátt-
takendurnir munu hverfa aftur til vinnu sinnar
og virkrar þátttöku í veruleika þjóðfélagsins að
viðburðinum loknum. Einnig í þessu samhengi
má greina storkandi vísanir til sögu nekt-
armenningar á Vesturlöndum sem verða skýr-
ar þegar horft er til upprunastaðar hreyfing-
arinnar, Þýskalands. Rekja má tvö af
blómaskeiðum þýsku nektarhreyfingarinnar til
Þriðja ríkisins annars vegar og alræðistímans í
Austur-Þýskalandi hins vegar. Slíkar skírskot-
anir auka óvæntri hugmyndafræðilegri vídd
við verk Tunicks og gagnrýna sýn þeirra á
þjóðfélag síðkapítalismans. Umburðarlyndið
sem virðist blasa við reynist tvíeggjað, það
tímabundna frelsi sem þegnunum býðst er um
leið gerræðislegt afnám þessa frelsis, sem er
aðeins umborið sem skýrt afmarkað í tíma og
rúmi og innan ramma hinnar borgaralegu lista-
stofnunar.
Þetta flókna samspil einstaklingsfrelsis og
þjóðfélagslegra hafta endurspeglar enn áleitn-
ari hugmyndir sem búa í verkum Tunicks.
Dauðastemningin sem ríkir í myndum hans
grefur undan þeim útópísku hugmyndum um
félagslega einingu og lífrænt samband við nátt-
úruna sem eru undirstaða nektarhyggjunnar.
Stemning verkanna greinir sig einnig ótvírætt
frá þeim hugmyndum um kynferðislega frels-
un sem oft eru kenndar við „frjálsar ástir“ og
hugmyndafræði 6́8 kynslóðarinnar. Þaul-
hugsuð sviðsetning og fagurfræðileg útfærsla
verkanna er mun fremur einkennandi fyrir list-
sköpun tíunda áratugarins, þar sem mótíf hins
nakta líkama er notað til að varpa ljósi á fé-
lagslegt og menningarlegt umhverfi mannsins
og unnið er með hið holdlega á óhlutbundinn
hátt eins og hvert annað hráefni. Slíkar
áherslur eru einkum áberandi í síðari nekt-
armyndum Tunicks, í þeim hverfa kynferð-
islegar skírskotanir hins staka líkama í mann-
iðuna og sjálft myndefnið leysist upp í leik með
birtu og óhlutbundin rúmfræðileg form, líkt og
sjá má í verkinu Melbourne 3 (2001).
Í öðrum innsetningum Tunicks kallar nakinn
múgurinn fram minningar um fjöldagrafir.
Áhorfandinn stendur frammi fyrir einhvers
konar yfirnáttúrulegri vá, líkt og sjá má á
mynd hans af nöktum mannslíkömum sem
liggja á víð og dreif á gangstéttum stórborg-
arinnar (t.d. í Barriers 3, 1998). Helfarar-
stemningin sem mengar myndir Tunicks
kallast á þverstæðukenndan hátt á við þann
menningarlega gjörning sem þátttakend-
urnir í innsetningum hans setja á svið, því
það frelsi sem þeir virðast sækjast eftir
krefst þess að þeir afsali sér eigin sjálfs-
mynd. Hér er unnið á ögrandi en gagnrýn-
inn hátt með lykilminni úr fagurfræði fas-
ismans og áherslur hennar á hina „heillandi“
ásýnd veruleikans (svo vitnað sé til þekktrar
greinar Susan Sontag), sem sýnir ein-
staklinginn sem hluta af mannlegri hjörð,
líkt og t.a.m. í verkum Leni Riefenstahl.
Verk Tunicks eru þó um leið andhverfa
þeirrar fagurfræði, því tengslin við helförina
draga fram sögulegt samhengi hennar og
tortímingarmátt. Í verkum Tunicks fléttast
leit þegnanna að flóttaleiðum undan valdi og
reglugerðum þjóðfélagsins á leikrænan hátt
saman við fagurfræðilega könnun á stofn-
analegum mörkum frelsisins innan samtíma
okkar. Hópurinn sem einstaklingurinn renn-
ur saman við tryggir nafnleysi hans og veitir
honum skjól fyrir blygðunarfullt og refsivert
athæfi, en á móti kemur að einstaklingurinn
neyðist til að afsala sér eigin sjálfsmynd og
gefa sig fullkominni hlutgervingu á vald.
Goðsagnir, nútími og hefð
Verkið New Mexico 3 (2001) er gott dæmi
um það mikilvæga hlutverk sem listsögu-
legar vísanir gegna í myndum Tunicks. Á
myndinni má sjá hóp nakinna einstaklinga
sem liggja á víð og dreif á steinklöppum um-
hverfis heita náttúrulaug. Innsetningin
minnir fremur á fjöldagröf en hefðbundnar
baðmyndir listasögunnar og misduldar kyn-
ferðislegar skírskotanir þeirra, allt frá Bað-
stofu Dürers (Badestube, 1497/1498) til
Tyrkneska baðsins (Le Bain turc, 1862) eftir
Ingres og verka 20. aldar listamanna á borð
við Thomas Eaking, Pierre Bonnard og Paul
Cadmus. Notkun Tunicks á mótífi baðsins
leiðir fram sérstæð áhrif, engu er líkara en
andi Bakkusarhátíðarinnar hafi smogið inn í
andrúmsloft dauða og tortímingar – eða öf-
ugt. Þótt nektarmyndir Tunicks séu í and-
stöðu við hina stílfærðu, sjálfsmeðvituðu og
goðsögulegu líkama klassískra nektar-
mynda, býr ímynd hins síðarnefnda í verk-
um hans sem listsögulegt spor. Útópískt,
goðsögulegt rými fortíðar brýtur sér leið inn
í myndflötinn um leið og ímynd hinnar klass-
ísku fegurðar er varpað út á götur borg-
arinnar í súrrealískri leit að birting-
armyndum goðsagnaheimsins í hversdagslífi
nútímans. Andblær goðsögunnar stemmir
þó illa við sviðsetningu verkanna: við áhorfand-
anum blasa mannleg hræ fremur en upphafnar
táknmyndir náttúrlegrar fegurðar og reisnar.
Beinar vísanir í hefð nektarmótífsins innan
sögu nútímalistar undirstrika mikilvægi þessa
þáttar. Myndir Tunicks falla með augljósum
hætti inn í hefð þess móderníska „hneykslis“
sem rekja má til verka Manets: hinum nakta
líkama er svipt af fjarlægu sviði hins goð-
sögulega inn í hringiðu nútímans og þannig
höfðað með hispurslausum hætti til gægi-
hneigðar og blygðunarkenndar áhorfandans. Á
svipaðan hátt og í Hádegisverði á grasinu (Le
Déjeuner sur ĺherbe, 1863) birtast hinar nöktu
mannverur í verkum Tunicks sem einskonar
aðskotahlutur í borgaralegu rými samtímans,
líkt og mörk listar og hversdagslífs hafi riðlast.
Verkið London 5 (2003) er einkar forvitnilegt í
þessu samhengi, en í því má greina íróníska
vísun í hið fræga málverk Duchamps af nökt-
um líkama á leið niður stiga frá 1913. Á mynd
Tunicks er skari nakinna manna á leið upp
rúllustiga í stórmarkaðnum Selfridges. Tragi-
kómískt verkið bregður upp chaplinískri mynd
af firrtu líferni nútímamannsins og vélrænu
umhverfi hans um leið og það minnir á óþægi-
legan og kaldranalegan hátt á þaulskipulagðan
flutning mannhjarðar á leið til slátrunar. Rétt
eins og í draumkenndri skrásetningu veru-
leikans í öðrum verkum Tunicks verða mörk
veruleika og martraðar hér óskýr. Í listsköpun
sinni rífur Tunick hið kunnuglega mótíf
mannslíkamans úr viðjum hefðarinnar og gerir
hann að annarlegum svip innan menningar
okkar.
Helstu heimildir:
- „The Bold and the Beautiful“. The Independent Magazine,
17. febrúar 2001, s. 11-16.
- Peter Bürger. Theorie der Avantgarde. Suhrkamp. Frank-
furt am Main, 1974.
- Michel de Certeau. ĹInvention du quotidien I. Arts de faire.
Éditions Gallimard, 2. útg. 1990.
- Uwe Puschner. Die völkische Bewegung im wilhelminischen
Kaiserreich. Sprache – Rasse – Religion. Wissenschaftliche
Buchgesellschaft. Darmstadt, 2001.
- Peter Reichel. Der schöne Schein des Dritten Reichs. Fasz-
ination und Gewalt des Faschismus. Fischer Taschenbuch
Verlag. Frankfurt am Main, 1993.
- Susan Sontag. „Fascinating Fascism“ [1974]. Under the
Sign of Saturn. Vintage. London, 1996, s. 73-105.
- Karl Toepfer. Empire of Ecstasy. Nudity and Movement in
German Body Culture, 1910-1935. University of California
Press. Berkeley, 1997.
„The Bold and the Beautiful“, s. 16.
1 Vitnað eftir Uwe Puschner, s. 166.
Selfridges „Tragikómískt verkið bregður upp chaplinískri mynd af firrtu líferni nútímamannsins og vélrænu umhverfi hans
um leið og það minnir á óþægilegan og kaldranalegan hátt á þaulskipulagðan flutning mannhjarðar á leið til slátrunar.“
Höfundur starfar sem stundakennari í almennri
bókmenntafræði við Háskóla Íslands.