Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Side 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 N aktar sofandi manneskjur hanga í loftinu á sýningu Höllu Gunnarsdóttur „Svefnfarar“ sem verður opnuð í vestursal Lista- safnsins á Akureyri í dag. Í þessu draumkennda ástandi vakna áleitnar spurningar um tíma sem við vitum sáralítið um, en er eilíf ráðgáta. Tímann sem við erum sofandi. Og freistandi að álykta að þessar verur sem hanga í loftinu séu í senn framandi fólk, vinir, fjölskyldan og við sjálf. Svefnfarar. Halla hefur fengist við mannslíkamann undanfarin tíu ár í höggmyndum og olíu- málverkum. Svefnfarar eru næstum í fullri stærð; skúlptúrar unnir úr leir og síðan steyptir í gifs. Þetta er fyrsta sýning Höllu á Ís- landi og fyrsta skúlptúr- innsetning hennar. „Hannes Sigurðsson [safnstjóri Listasafnsins á Akureyri] sá verk- in mín í sumar og úr varð þessi sýning,“ segir hún. Halla hefur verið búsett í New York í tíu ár, þar sem hún lauk BA-prófi í myndlist og síðan meistaranámi í fígúratívum skúlptúr við New York Academy of Art. Við útskriftina árið 2003 var henni veittur styrkur, svo- nefndur „Sculpture Research Fellowship“, sem þýddi að hún var aðstoðarkennari með vinnuaðstöðu innan skólans og hélt sýningu að ári liðnu. „Á þessum tíma kviknuðu hug- myndir sem ég útfæri á sýningunni í Lista- safninu og fyrstu verkin urðu til,“ segir hún. – Hvernig er að vera ungur myndlist- armaður í New York? „Vart er hægt að hugsa sér skemmtilegri eða dýnamískari borg fyrir myndlistarmann. Það er ómetanlegt að vera í næsta nágrenni við Metropolitan Museum of Art og geta fylgst með gerjuninni í öllum þessum söfnum og galleríum. Þarna ægir saman öllum stefnum og straumum og innan þessa stóra listheims eru ótal litlir heimar sem sækja má innblástur í.“ – Áður stundaðirðu nám í Flórens á Ítalíu. „Já, ég lagði stund á myndlist í litlum skóla í Flórens í eitt og hálft ár, þar sem fyr- irmyndin er fransk-ítalski skólinn á 19. öld. Segja má að það sé hefðbundin aðferð, en óhefðbundin fyrir okkar tíma. Margir héldu að ég væri stórskrýtin að fara í þetta nám, en það passaði mér. Ég vildi fá þennan grunn, þjálfa augað og höndina á nákvæman hátt, þannig að tæknin hamlaði mér ekki í vali á viðfangsefnum.“ – Og má segja að þessi tími í Flórens hafi varðað götu þína síðan? „Já, það má segja það. Það er gaman að spila saman því gamla og nýja. Maður má ekki festast í fortíðinni en það er gott að leita í aðferðir og tækni fyrri tíma. Það minnir mann líka á hversu mikil fegurð var höfð í fyrirrúmi á þessum tíma og að við eigum að leyfa okkur að njóta hennar.“ – Þú hefur unnið mikið með mannslíkam- ann. „Já, mannslíkaminn er óendanlegt við- fangsefni og á sér svo áhugaverða sögu í list- um. Ef maður gerir verk með mannslíkam- anum, þá er það aldrei hlutlaust – alltaf hlaðið meiningu. Og auðvelt að mistúlka það, einkum þegar kemur að kvenlíkamanum. En ég hef alltaf verið heilluð af mannslíkamanum sem viðfangsefni. Þetta er farartæki og margslungið listaverk sem við eigum og not- um á hverjum degi. Engir tveir líkamar eru eins og þetta er skemmtilega furðulegt form.“ – Af hverju? „Ef maður hugsar ekki um líkamann sem líkama heldur form sem hreyfist, þá verður hann furðulegur. Manneskjan og mannslík- aminn er næstum alltaf byrjunarreitur í verkum mínum þótt ég vinni ekki eingöngu með hann. Ég nota líka allskyns dýr mjög mikið. En innsetningin á Listasafninu er samsett af mannslíkömum, engin önnur dýr þar á ferð. Ég leik mér einnig að líkamsforminu. Mód- elin sem sátu fyrir lágu á plexíglerborði, þannig að ég gat séð undir líkamana. Ef horft er undir verkin er því eins og þau séu press- uð upp við eitthvað. Þannig sýni ég hvað lík- amsformið er breytilegt og miðla þeirri til- finningu að þau liggi á einhverju, en séu samt svífandi í loftinu. Ef til vill gerir það þau draumkenndari.“ – Og þú leitar á náðir svefnsins? „Já, hann er okkur kær. Það var tvennt sem mig langaði til að fjalla um í einu verki, svefninn og þögnin. Mér finnst svefninn mjög spennandi viðfangsefni. Við eyðum þriðjungi ævinnar í að sofa; þetta er svo langur tími sem við vitum ekkert um, en undirmeðvit- undin er virk. Svo er þögnin stór hluti af verkinu. Í því hraða umhverfi sem við búum við þekkir fólk ekki þögnina eins vel og áður fyrr. Ekki síst í New York. Þá þolir það varla við án þess að hafa nið í eyrunum – það er aldrei ró. Eftir að hafa búið þar í svo langan tíma fór ég að taka eftir því að maður varð næstum órólegur ef það var kyrrlát stund. Verkin eru því um svefninn og þögnina; inn- setning þar sem fólk getur gengið um á milli verkanna.“ – Er einhver bekkur þar sem fólk getur lagt sig innan um þessar sofandi mann- eskjur? „Nei,“ svarar Halla og hlær. „Það ætti nú kannski að vera dýna á gólfinu. Ég hef verkin aðeins minni en líkamsstærð til að gera þau viðkvæmari og til að áhorfandinn upplifi sig stærri en manneskjuna sem liggur sofandi og sé einnig meðvitaður um að vera áhorfandi. Hann er að horfa á sofandi manneskju; skyggnast inn í annað líf.“ – Svefninn er óneitanlega svolítið heilög stund. „Já, og persónuleg. Maður vill ekki hafa ókunna manneskju yfir sér að horfa á sig þegar maður er sofandi.“ – Ætlarðu að halda áfram með þessa hug- mynd? „Það getur vel verið að verkin eigi eftir að stækka einhvern tíma. En þetta eru svo stór verk að maður vinnur þau í skorpum. Ég er byjuð á öðrum innsetningum þar sem ég er að vinna með samruna manna og dýra með barokkívafi.“ – Stendur til að sýna Svefnfarana fyrir sunnan? „Já, ég vonast til að geta sýnt þá í Reykja- vík. Þeir komu nú alla leið frá New York, svo þeir verða að fá að sjá höfuðborgina.“ – Er ekki mikið mál að koma upp svona sýningu á Íslandi, sem unnin er úti í New York? „Jú, en ég fékk styrk í sumar úr Minning- arsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, sem hjálpaði mér að leggja lokahönd á sýninguna. Síðan styrkti Penninn flutninginn á sýning- unni heim. Ég er mjög þakklát þeim sem gerðu mér þetta kleift.“ – Svo ert þú einnig að vinna fyrir Leikfélag Akureyrar? „Já, það vildi svo skemmtilega til að stuttu eftir að Hannes Sigurðsson bauð mér að sýna fyrir norðan hringdi Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri í mig og bauð mér að gera leik- mynd og búninga í tveimur leikhúsverkum, Maríubjöllunni og Litlu hryllingsbúðinni. Þannig að ég skellti mér norður í nóvember og verð hér fram yfir frumsýningu á Hryll- ingsbúðinni 24. mars. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og gaman að vera partur af leikhúsi sem er í svona miklum blóma.“ – Þú fékkst góða dóma fyrir Maríubjölluna. „Henni var mjög vel tekið. Það var mik- ilvægt að leikmyndin hjálpaði til við að setja aðstöðu þessa unga fólks í sögulegt samhengi – hún þurfti að sýna tímana tvenna. Við unn- um hana mjög hratt. Stuttur tími var til stefnu, þar sem við vorum að taka nýtt rými í notkun, nýtt leikhús, samhliða því að vinna leiksýninguna. Þetta var gert á rúmum mán- uði af öflugum hópi fólks, þannig að þetta var mjög líflegur tími. Við reyndum að nýta rým- ið sem best og það sem það bauð upp á, svo spilaði maður bara af fingrum fram og hann- aði á staðnum,“ segir hún og hlær. „Við sner- um sviðinu þannig að fólk gengur inn í leik- myndina. Ég held að það skapi skemmtilega stemmningu.“ Halla verður með málverkasýningu í lista- sal EFTA í Brussel í maí og síðan í Turpent- íne Gallerí í september þar sem hún verður aftur með skúlptúra en minni í sniðum en fyrir norðan. Ljósmynd/Þórhallur JónssonHalla Gunnlaugsdóttir Maður má ekki festast í fortíðinni en það er gott að leita í aðferðir og tækni fyrri tíma. Þögnin verður nánast ónotaleg í stórborginni New York. Og fólk byltir sér um nætur. Samt kviknaði hugmyndin þar að sýningu Höllu Gunnarsdóttur „Svefnfarar“ sem verður opn- uð í Listasafninu á Akureyri í dag. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Alltaf verið heilluð af mannslíkamanum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.