Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Page 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 | 7 H eyrst hefur að leikhúsið sé dautt, það hafi enga sam- félagslega þýðingu lengur; leikhúsið sé ekki lengur sú móralska stofnun, sá hæsti- réttur sem almenningur og valdhafar taki mark á. Já, samtími okkar er svo rækilega svið- settur að maður hlýtur að spyrja sig hver sé tilgangurinn með hefðbundnu, borgaralegu leikhúsi sem leitast við að spegla líf manna og fletta ofan af mistökum og misgjörðum þeirra? Er hægt að ætlast til þess af áhorf- endum, að þeir uppgötvi í hverri leiksýningunni eft- ir annarri haldbetri sann- leika en þann sem þeir hafa þegar sett saman í huga sér eftir lestur bóka, blaða og tímarita og eftir að þeir hafa séð sjónvarp og kvikmyndir, vafrað um á netinu og hlustað á útvarp? Varla. (Það flækir málið enn frekar, að fjölmörg atvik úr okkar undarlega þjóðlífi eru eðlilega svo mikið „leikhús“ að þau þurfa ekki frekari úrvinnslu við í þjóðleikhúsi, borgarleikhúsi eða hjá sjálfstæðum leikhópum.) Sviðsetning samtímans hefur það í för með sér að gagnrýni, sem sett er fram í leiksýningum og beinist gegn stórfyr- irtækjum, markaðsvæðingu – svo dæmi séu tekin – fer fyrir ofan garð og neðan, enda hafa markaðsöflin fyrir löngu tileinkað sér leikræna framsetningu og nota hana til upp- hafningar á starfsemi sinni. Þau hafa stolið glæpnum, því þrátt fyrir að leikhúsin hafi vikið til hliðar sem dómstólar samfélagsins hin síðari ár, hefur leiklistin sannarlega far- ið sigurför um heiminn. Hún er nú órjúf- anlegur hluti af starfsemi stórfyrirtækja, stjórnmálaflokka og samtaka af ýmsum toga. Fjandsamleg yfirtaka fyrirtækja á hinu leikræna formi hefur í skyndi máð út mörkin milli raunveruleika og skáldskapar sem og mörkin milli þátttakenda og áhorf- enda. Þannig geta starfsmenn og við- skiptaaðilar Actavis Group orðið bæði þátttakendur og áhorfendur daginn sem fyrirtækið býður þeim til kynningarfundar í Borg- arleikhúsinu og blastar lagi U2, „A Beautiful Day!“, um leið og sýndar eru svipmyndir úr hvunn- degi fyrirtækisins á risa- stórum skjá. Og gestir Ís- landsbanka stíga inn í þar til gert leikhús bankans í Laugardalshöll; svífa um gólf í galaklæðnaði við undirleik stórsveitar, hvíla lúin bein í „koníaksstofu“, líta við á diskóteki í hlið- arsal og fara á klósettið til þess að uppábúnir þjónar geti úðað á þá köln- arvatni. Í lok sýningar eru konurnar leystar út með gjöfum og allir halda heim á leið eftir að hafa leikið öll hlutverkin í „sýning- unni“ og verið í ofanálag áhorfendur að öllu saman. Hinn leikræni þáttur mannlífsins er semsé inn- tak allra hluta um þessar mundir. Í samfélagi okkar ríkir svo djúpstæð trú á framsetningu og ásýnd að leikræn gagnrýni á hið sama nær ekki að ögra. Nema hún sé flutt út á stræti og torg og reki uppruna sinn annað en til hins hefðbundna leiksviðs: Silvía Nótt. Umræðan síð- ustu daga um framgöngu hennar er skólabókardæmi um þau áhrif sem vel heppnað leikhús getur haft. Menn undrast mjög, að ekki skyldu fleiri kjósa Birgittu Haukdal til þátttöku fyrir Íslands hönd í Júróvisjón, því Birgitta sé svo ein- læg, falleg og sönn í því sem hún taki sér fyrir hendur. Bíðum við: Að Birgitta Hauk- dal sé andhverfa Silvíu?! Persóna Birgittu er jafn „sviðsett“ og Silvía Nótt, þótt ásýnd hennar sé önnur. Hið sama má svo segja um alla keppendur sem vildu til Aþenu að syngja fyrir Ísland: Þeir settu hver upp sína grímu, enda voru þeir komnir til þess að selja okkur eitt stykki lag. Ágústa Eva Erlendsdóttir rekur eina raunverulega pólitíska leikhús landsins um þessar mundir. Silvía Nótt fer á djammið, með þeim Homma og Namma, og lifir ein- mitt þessu spennandi lífi sem allir hljóta að þrá innst inni (?). Silvía hittir í mark hjá þjóðinni með ýktri leikpersónu vegna þess að við trúum öll á það sem hún stendur fyr- ir. Silvía Nótt er upphafning á „skotheldri“ markaðssetningu í afþreyingu, í listum og viðskiptum og henni hefur tekist að fá okk- ur öll með í leikinn. Við leikum hlutverk hinna ímynduðu aðdáenda stjörnunnar og kjósum hana 70 þúsund sinnum sama kvöld- ið: Hið sanna þjóðleikhús. Meðal annarra orða … Leikhúsið – hvern- ig ætlar það að bregðast við? Við munum náttúrlega áfram setja á svið sýningar á stórum sviðum og litlum, á nýjum sviðum; í kassa og í blakkboxum. Við munum líka halda áfram að setja á svið sýningar sem deila á kapítalisma, stórfyrirtæki, markaðs- væðingu o.s.frv. Og það eru gerðar tilraunir og sumar þeirra heppnast meira að segja: Nemendaleikhús LHÍ sýndi fyrr í vetur frá- bært verk eftir Hugleik Dagsson; „Forðist okkur“. Í því ýkti höfundurinn veruleikann á ekki ósvipaðan hátt og Silvía hefur gert og náði til áhorfenda fyrir vikið. Auðvitað er leiklistin annað og meira en leikrænir tilburðir. Listgreinin er áköf glíma við tímann og mannlega tilvist; alda- gömul aðferð mannsins til þess að gera sér grein fyrir stöðu sinni í veröldinni hverju sinni, vega hana og meta. Og þrátt fyrir að manninum sé það eðlislægt, að viðhafa leik- ræna tilburði sjálfum sér til framdráttar; þrátt fyrir að þannig megi auðveldlega aug- lýsa og selja vörur, þjónustu og jafnvel per- sónu sína, þá á leikhúsfólk ekki að láta í minni pokann fyrir hinum leikgerðu tímum. Leiklistin ögrar ekki áhorfendum sínum um þessar mundir, en hún gæti gert það ef leik- húsfólk fylgir dæmi Silvíu Nóttar og gerir borgina alla að leiksviði; afgreiðslusali banka, skrifstofubyggingar, bílastæði … Við verðum klárlega að finna nýjar leiðir til þess að þoka leikhúsinu upp úr núverandi krísu – yfir í aðra og meira spennandi krísu. Samtíminn settur á svið Morgunblaðið/Eggert Sylvía Nótt „Umræðan síðustu daga um framgöngu hennar er skóla- bókardæmi um þau áhrif sem vel heppnað leikhús getur haft.“ Um fyrirtækjaleiklist, áhorfandann sem leik- persónu og Silvíu Nótt (en ekki hvað?!) … Eftir Bjarna Jónsson leifsgata@yahoo.com Höfundur er leikskáld og stjórnarmaður í Félagi leikskálda og handritshöfunda. U ndanfarnar vikur hefur farið fram á síðum blaðanna og víðar afar sérkennileg um- ræða um ensku og tvítyngi þar sem hver „sérfræðing- urinn“ af öðrum hefur stigið stoltur fram á ritvöllinn til að lýsa skoðunum sínum á því hvort Íslendingar eigi að verða tví- tyngdir, hvort íslenskan sé að deyja eða ekki og hvort við eigum að gera ensku að öðru op- inberu máli hér á landi. Í þessari umræðu virð- ast margir óhikað þora að halda fram eldhús- speki af ýmsu tagi eins og hún sé eitthvað tengd staðreyndum málsins. Fáfræðin um máltöku, mismun tungumála, og raunar það hvað tungumál er, virðist vera svo algjör að manni blöskrar, ekki síst þegar hámenntaðir menn á öðrum sviðum en tungumálum ræða um þau eins og þeir viti allt sem vita þarf um tungumál. Grundvallarmisskilningurinn virðist liggja í því að menn telja tungumál vera einhvers kon- ar táknróf, einfalt kerfi sem miðlar skilaboðum um landsins gagn og nauðsynjar. Svo er ekki. Tungumálið er enn flóknasta uppfinning mannsins og felur ekki aðeins í sér einföld skilaboð heldur geymir það hreinlega þekk- ingu okkar á heiminum, það er í raun aðgangur okkar að heiminum. Það er einnig áhrifavaldur okkar á heiminn og það er aðeins með tilstilli tungumálsins sem við getum gert það sem við gerum sem menn. Það er t.d. ekki hægt að læra stærðfræði án þess að tala tungumál, en það er hægt að tala tungumál án þess að kunna stærðfræði. Það hefur heldur ekki reynst mögulegt að láta tölvur taka við þýðingum þrátt fyrir að milljörðum dala hafi verið veitt í tilraunir til þess, einmitt vegna þess að menn áttuðu sig ekki á því að tungumálið er svo miklu stærra viðfangs en einföld skilaboða- skjóða. Án tungumálsins værum við sann- arlega apar. Það þarf að benda á nokkur grundvall- aratriði máltöku og tvítyngis til að menn átti sig á þeim villigötum sem umræðan er á. Tvítyngi er ekki hægt koma á með ákvörðun menntamálayfirvalda. Þetta hefur verið reynt í ríkjum þar sem eru fleiri en eitt opinbert mál og gengur ekki. Það stafar einfaldlega af því að grundvöllur máltöku fer ekki fram í skólakerf- inu heldur í samskiptum foreldra og barna. Þetta ætti nú ekki að vera neinum hulið og jafnvel þótt ýmislegt bætist við í máltökunni á öðrum sviðum, t.d. í leikskóla, við sjónvarps- áhorf og síðar í skólakerfinu, fer máltakan sjálf fram á heimilinu. Móðurmálið verður til og tali foreldrar tvö tungumál og noti þau heima fyrir þá er hugsanlegt að börnin verði tvítyngd. Ef foreldrarnir vinna ekki markvisst að því getur hins vegar farið svo að börnin verði það sem kallað hefur verið hálftyngd á tveimur málum. Það er því stórfurðulegt að sjá menn tala um að gera Íslendinga tvítyngda nema menn vilji þvinga alla foreldra í landinu til að tala tveimur tungum við börnin sín og þar af annað málið ensku (og það má spyrja sig hvernig ensku). Það gæti reynst örðugt að skylda alla foreldra í landinu til að tala sitthvort tungumálið við börnin sín. Og það væri heldur alls ekki nóg, því viðbótin við grundvöll máltökunnar er í textum sem börnin fá lesna fyrir sig heima og í leikskólum, sjónvarpsefni sem þau neyta á grundvelli móðurmálsins á meðan þau eru ólæs og síðast en ekki síst í öllu umhverfinu, börnin eiga einnig sitt tungumál á leikvellinum og það verður erfitt fyrir tvítyngissinna að vera með enska mállögreglu til að banna þeim að nota íslensku nema helminginn af leiktím- anum. Enn undarlegra er að heyra áköll um aukna enskukennslu allt niður í 1. bekk í grunnskóla til þess að gera þau tvítyngd. Það er í sjálfu sér ekkert órökrétt ósk vilji menn bæta ensku- kunnáttu landsmanna, en jafnvel þótt börnin læri ensku í skóla frá sex ára aldri (áður en þau eru læs!) verða þau ekki tvítyngd. Og hvar eru kennararnir? Halda menn að hægt sé að fá mörg hundruð kennara með ensku að móð- urmáli til að kenna börnum hér á landi? Ekki myndu íslenskir kennarar fara neitt nálægt því að gera börnin tvítyngd, jafnvel þótt þeir fengjust, en það þyrfti gríðarlegt átak í mennt- un enskukennara til að geta meira að segja lát- ið sig dreyma um að kenna ensku allt niður í 1. bekk. Þetta er slík fásinna að það er furðulegt að menn skuli vera að ræða þetta á þessum nótum. Því er hins vegar ekki að leyna af þessari umræðu að það fer fram einhvers konar bar- átta um stöðu íslensku í samfélaginu og það er vel hugsanlegt að mislukkaðar tvítyng- istilraunir myndu enda með því að Íslendingar yrðu einmitt hálftyngdir á ensku og íslensku, að einhvers konar enska yrði notuð í atvinnulíf- inu og að einhvers konar íslenska yrði notuð í heimilislífinu. Annað eins hefur þekkst víða og oftast endað með því að til verður eitthvert pidgin afbrigði tungumálanna eða því að tungumálin skipti mönnum í stéttir. Málið er það að enska er að vissu leyti orðin annað opinbert mál í landinu, það eru þegar merki um það í löggjöfinni að íslenska sé víkj- andi mál (sbr. flugmál og staðla) og það er í raun gert ráð fyrir að allir sem ljúka grunn- skóla séu sæmilega færir á ensku og eftir það eru mörg viðfangsefni skólanemenda í bókum á ensku. Meira að segja tölvuleikir barna eru að miklu leyti á ensku og þau verða þar af leið- andi fyrir bæði jákvæðum og neikvæðum áhrif- um af þeim. Það sem er að gerast hefur verið kallað umdæmisvandi íslenskunnar, en hann felst í því að íslenska er ekki notuð á æ fleiri sviðum, af því að menn tíma ekki eða nenna að íslenska viðfangsefnin. Það er þessi þróun sem leiðir til hálftyngis en ekki tvítyngis. Gott dæmi um þessa tilfinningu fyrir ensku má sjá í kvikmyndum og sjónvarpi þar sem enska er orðin hið opinbera mál í raun. Það er ekki aðeins að titlar sjónvarpsefnis og kvik- mynda séu ekki þýddir heldur eru meira að segja titlar mynda af öðrum málum en ensku ekki þýddir á íslensku heldur ensku. Tvö dæmi nægja: The Downfall (Der Untergang) og The Motorcycle Diaries (Diarios de motocicleta). Enska er svo ráðandi að íbúum landsins var ekki treyst til að taka við titlum myndanna á móðurmáli sínu. Þessi aðgerð hefur tekist með markvissum vilja dreifingaraðila og sjónvarps- stöðva sem líta á ensku sem einhvers konar gæðamerki þess sem þeir selja. Þetta viðhorf er svo ríkjandi að einn spyrjenda Kastljóssins spurði verkefnisstjóra kvikmyndahátíðar sem hann var að spjalla við fyrir nokkru hvort ekki væri erfitt að vera með þessar myndir á „er- lendum“ málum, og skýrði svo að hann ætti við á öðrum málum en ensku. Nei, auðvitað ekki, það var enskur texti á þeim! Ég hef á undanförnum árum rannsakað hlutverk móðurmálsins í samfélagsgerðinni, hver áhrif þess voru að menn tóku þau upp í menningu og menntun í stað latínunnar og komst að því að móðurmálshreyfingin, sem ég hef nefnt svo, hafði meiri áhrif til útbreiðslu þekkingar og lýðræðisþróunar en öll sú latína sem lærðir menn mæltu á miðöldum. Móð- urmálið er nefnilega sá grunnur sem flestir hafa til að tjá sig og sé það viðurkennt sem al- mennur mælikvarði samfélags á viðkomandi málsvæði þá nær þekkingin og valdið til fleiri en áður. Sé hins vegar notað eitt mál til að elda og annað til að breiða út þekkingu þá verða miklu fleiri útilokaðir frá þeirri þekkingu, jafn- vel þótt margir læri erlenda málið að einhverju marki. Hitt er einnig víst að tvítyngi verður ekki til í samfélögum, aðeins í fjölskyldum. Hálftyngi getur hins vegar orðið til í stórum þjóðfélögum og spillt fyrir möguleikum þeirra til að komast til mennta og menningar. Dæmin má auðveld- lega finna í nýlendum Evrópubúa um víða ver- öld. Í Afríku varð franska og enska oft op- inbert mál en móðurmálin lifðu í skugga þessara mála og hefur það ástand vafalaust orðið til að seinka menntun almennings í þess- um löndum. Í Norður- og Suður Ameríku urðu hins vegar nýlendumálin algjörlega ofan á og fengu ekki aðeins stöðu opinbers máls heldur „sigruðu“ þau mál innfæddra og eru nú talaðar enska, spænska og portúgalska af miklum meirihluta íbúa. Þetta eru móðurmál þegn- anna og það er lykilatriðið, þeir eru ekki hálf- tyngdir. Umræðan undarlega sýnir þó kannski eitt og það er að Íslendingar standa vissulega á krossgötum og að þeir geta nú valið milli þess að tala móðurmál sitt mjög vel og önnur tungu- mál misvel, eða að tala aðeins tvö tungumál misvel. Tvítyngdir verða Íslendingar aldrei. Undarleg umræða um ensku og tvítyngi Eftir Gauta Kristmannsson Höfundur er aðjúnkt í þýðingarfræðum við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.