Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 B ók Danans Claus Beck- Nielsen (f. 1963) Selv- mordsaktionen má stað- setja á mörkum fag- urbókmennta. Hún er skáldsaga, heimildasaga, ferðasaga og pólitískar hugleiðingar. Félagarnir Nielsen og Rassmussen, í jakkafötum með bindi, ferðast til Írak í þeim tilgangi að færa Írökum lýðræðið. Í rykmettuðu andrúmslofti eyðimerkurinnar á milli Kuwait og Írak virðist þessi hugmynd þó ekkert smellin heldur ein- ungis þung byrði. Og lýðræðið sem þeir fé- lagarnir ætla að færa íbúum Írak er sannarlega þung byrði, allstór gáróttur málmkassi sem á stendur: The Democracy destination Irak. Sjálfsmorðsaðgerðin er skrifuð í stíl skýrslu um löngu liðinn atburð sem, eins og segir á ein- um stað, gerðist „á þeim tíma mannkynssög- unnar þegar Bandaríki Norður-Ameríku um skamma hríð bjuggu yfir meiri hernaðarmætti en nokkur önnur þjóð í heiminum“ og ákváðu að nota ekki þessa yfirburði til að brjóta aðrar þjóðir undir sig heldur þvert á móti til að skapa nýjan og betri heim í samræmi við drauminn um New American Century. Ekki fylgir sögunni hvort þeir félagar hafi viljað styðja þennan draum þegar þeir í jan- úar árið 2004 ferðast um nokkrar helstu borgir Íraks, leita uppi félög og samtök, einstaklinga og hópa, stilla upp kassanum góða, þ.e. lýðræð- inu og ræða við fundarmenn um lýðræðið. Sjón- arhorn frásagnarinnar er bundið við Nielsen en Rassmussen er eins og skugginn hans, tækifæri til speglunar í einhverju kunnuglegu í þessum framandi heimi. Lesandinn fylgist með ferða- laginu, samskiptum við heimamenn og óttanum sem Nielsen finnur vaxa innra með sér verandi stöðugt í lífshættu. Það er þó ekki lífhræðslan sem að lokum fer með hann heldur örvæntingin. Örvænting vegna lýðræðisins, vegna ábyrgðar- innar sem hann tókst á hendur með því að ætla að færa Írökum lýðræðið. Á endanum skilur hann það eftir á tröppunum við háskólann í Bagdad; Írakar verða sjálfir að ákveða hvort þeir vilja það og hvernig þeir vilja fara með það. Sjálfsmorðsaðgerðin er spennandi frásögn sem býr yfir sterkum stíleinkennum glæpasög- unnar, húmorísk og sannfærandi. Sem heim- ildasaga um fjarlæga fortíð er verkið einkar trú- verðugt. Nielsen vísar til minnisbóka sinna og bloggsíðu, auk greina um „trúboðsförina“ úr dönskum blöðum. Þá er einnig vísað í greinar í erlendum blöðum og á fréttavefum á netinu. Hversu mikið frásögnin er skálduð og hversu mikið hún er sannleikanum samkvæmt er ekki gott að segja, en hitt er víst að verkið á erindi við samtímann. Ljóðabókin Livstil Thomas Boberg (f. 1960) var tilnefndur til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ferða- bókina Americas. Rejseminder árið 2000 en núna fyrir ljóðabókina Lifsstil. Fyrsta ljóðið í bókinni ber titilinn „Eftir vímuna“ og hefst þannig: „Fyrir utan kirkjuna stendur / djöfull- inn og togar í halann á sér.“ Ljóðlínurnar gefa tóninn fyrir það sem á eftir kemur: Evrópa er á heljarþröm og sjálft helvíti er jafnvel að finna í Danmörku sem er þátttakandi í stríði, þjakað af hryðjuverkaógn og vandamálum sem tengjast því að í landinu búa tvær þjóðir sem ekki hafa náð að sameinast. „Niðri í húsagarðinum stend- ur útlendingur [...] Tungumál hans hefur ekki verið þýtt yfir í veröld okkar, segir í einu ljóðanna og Boberg lýsir heimalandinu sem flugeldaverksmiðju sem er við það að springa. Eins og fram kemur í titli bókarinnar fjallar hún um lífsmáta; lífsmáta nútímafólks sem Boberg er ekki hrifinn af og stundum taka ljóð hans á sig mynd heimsósómakveðskapar: „Ég var bú- inn að gleyma hversu hræsnisfull þið eruð“ skellir hann fram í lesandann í einu ljóðanna og: „Ég tek fangelsi fram yfir það líf sem þið lifið.“ Það er lífsstíll sem hvílir á efnishyggju sem fer svo fyrir brjóstið á ljóðmælandanum. Kannski vill Boberg að ljóð sín séu af því taginu sem hann lýsir í ljóðinu Eitur: „Það er til ljóðlist sem er tungumálinu eitur. / Hún lýsir upp veröldina innan frá“ [...] „Það finnst enginn heimur utan tungumálsins, / því skal sækja það sem stendur fyrir utan / og sprauta því inn. / Þegar þú hefur verið bitinn / er það aðeins eitrið sem kemur til hjálpar.“ Framtíðarsýn skáldsins er dökk og í einu ljóðanna dreymir hann að Evrópa farist af slysförum. Við skulum vona að Boberg sé ekki berdreyminn. Skylda eða sköpun? Uppgjör eða uppgjöf?: Framlag Íslendinga Karitas án titils Báðar íslensku bækurnar sem voru tilnefndar í ár fjalla um samskipti kynslóða þó með ólíkum hætti sé. Hægt er að líkja Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur við hina breiðu evrópsku 19. aldar skáldsögu og slíkar sögur hafa verið að ryðja sér til rúms víðar á Norður- löndum og er í því sambandi talað um endur- komu rómantísks raunsæis. Bók Kristínar Marju er þó hvorki gamaldags né ber keim af endurvinnslu eldri hefðar. Um leið og hún sækir það besta til hefðarinnar, svo sem dramatíska fjölskyldusögu þar sem miklar ástríður geisa og átök eiga sér stað, er frásögnin rofin reglulega með lýsingum á listaverkum titilpersónunnar sem eru túlkun hennar á lífi sínu og sem verða æ óreiðukenndari og óhlutbundnari eftir því sem líður á frásögnina, enda þráir Karitas óreiðu listarinnar og að fá að virkja sköpunar- þrá sína til fullnustu. En það er einmitt þessi þrá sem hún fær ekki að uppfylla, því hlutskipti kvenna á þeim tíma sem hún lifir leyfir það ekki. Karitas án titils ber öll bestu höfundareinkenni Kristínar Marju, sprelllifandi frásögn af mót- sagnafullu fólki sem lesandinn hrífst af. Titil- persónan ræður þó ekki við aðstæður sínar og verður fórnarlamb ástarinnar og kvenhlut- verksins á tíma sem ekki kunni að tengja saman konur og list. Fólkið í kjallaranum Bók Auðar Jónsdóttur Fólkið í kjallaranum er sannkölluð uppgjörsbók, sögupersóna gerir upp eigið líf um leið og höfundur gerir upp kynslóð- ina sem ól hann upp, hippakynslóðina og Auði tekst að flétta þetta frábærlega saman. Hin eig- inlega saga spannar tæpan sólarhring. Ungt par, Klara og Svenni, halda matarboð. Eða öllu heldur Svenni heldur matarboð þannig að Klara hefur góðan tíma til að horfa á og horfa aftur í tímann og spyrja sig þráfaldlega hvers vegna hún er stödd í þessu matarboði sem henni kem- ur ekki við, á heimili sem hún kallar sitt en er það þó varla. Klara er alin upp við næmi hipp- anna foreldra sinna gagnvart hvers kyns órétt- læti og fær ríkulega samlíðan með þjáningum heimsins í veganesti út í lífið. Í matarboði eigin- mannsins, hins klára og góða bissnessmanns, verður Klöru tíðhugsað til matarboða foreldr- anna þar sem hún sjálf, systirin Embla og vin- konan Fjóla voru í stöðugri angist vegna djöf- ulgangsins og brjálæðisins sem áfengið leysti úr læðingi. En fortíðin sækir Klöru ekki aðeins heim í formi minninga. Öll fjölskylda hennar á eftir að tromma upp í einfaldri röð með misvís- andi skilaboð. Á endanum verður uppgjör milli fortíðar og nútíðar ekki umflúið og kemur þar við sögu fremur ógeðfelldur náungi sem býr í kjallaranum. Það er með öðrum orðum vert að gæta vel að kjallarabúum í lífinu. Yfirveguð uppgjör við nútíð og fortíð Mun hljóðlátara uppgjör einstaklings er inntak óvenju æsingalausrar skáldsögu Norðmannsins Öivind Hånes (f.1960), Pirolerne i Benedorm sem er að því leyti sérstæð að hún hefur ekkert með Norðmenn, Noreg eða norska sögu að gera heldur fjallar um breskan kjarnorkuverkfræð- ing. Í upphafi sögunnar er hinn hálffimmtugi Gordon staddur í Benidorm til að ganga frá sölu íbúðar látinna foreldra sinna. 20 ár eru liðin frá því að Gordon hætti að fylgja foreldrum sínum í sumarleyfi og varði þeim til fuglaskoðunar í enskum skógum. Það er því huggun í þessari skylduför til Benidorm að þar á að vera hægt að sjá hinn litríka fugl laufglóa og það ætlar Gord- on svo sannarlega að gera. En hann á eftir að sjá og upplifa fleira í þessari nýju Benidorm. Laufglóarnir í Benidorm er hljóðlát bók, frá- sögnin er íhugul og æsingalaus. Við fylgjumst með Gordon við óhefðbundnar aðstæður og fáum innsýn í reglubundið og tilbreytingarlaust líf einmana manns sem á sér enga ósk heitari en að hugsa allar hugsanir til enda, sem honum finnst hann ekki hafa gert síðan hann sem ung- lingur skaut starra til að ganga í augun á vini sínum. Heil hugsun hlýtur því að tengjast fugl- unum, frelsinu sem hann hefur aldrei þorað að taka sér en kemur nú til hans á Benidorm án þess að hann sé að leita að því. Þetta er saga um ást og sátt án þess að fyrir hendi hafi verið hat- ur og ósamlyndi. En þetta er líka saga um stúlku frá Kaliningrad sem lendir í vandræðum og hittir venjulegan mann sem er svolítið hræddur við bakteríur en lætur þá hræðslu, sem ýtir honum reyndar frá ástinni, ekki koma í veg fyrir að hjálpa þeim sem er hjálparþurfi. Það er einhver hressandi framandgerð yfir að- ferð sögu Öivind Hånes, við að skoða samtím- ann frá sjónarhorni þátttökuleysis sem hefur verið sæst á. Það dregur þó ekki úr gagnrýni sjónarhornsins eða öllu heldur er sú túlkun al- farið látin lesandanum eftir. Norðmaðurinn Edward Hoem (f. 1949) var nú tilnefndur í fjórða sinn. Hann hefur fengist bæði við ljóðagerð og leikritun en það er skáldsagan sem er hans höfuðgrein. Verkið Fars og mors historie má skilgreina sem skáldævisögu. Hér segir Hoem frá kynnum foreldra sinna, lífi þeirra fyrir þau kynni og eftir að þau rugla sam- an reytum. Sjálfur varpar hann fram spurningu til móður sinnar í upphafslínu verksins: „Mamma, elskar þú hann pabba?“ Hann er barn að aldri þegar hann spyr og hefur aldrei gleymt viðbrögðum móðurinnar sem hugsaði sig um og sagði síðan: „Ég var ekki hrifin af föður þínum þegar við byrjuðum að vera saman, en ég varð hrifin af honum, af því að hann er trygglyndur og trygglyndi er jafn mikilvægt og ást.“ Lýsingar Edwards Hoem á foreldrunum eru skrifaðar með aðferðum skáldskaparins þótt hann byggi á eins traustum sagnfræðilegum heimildum og honum er unnt. Hann lýsir föður sínum sem ungum guðfræðingi sem hjólaði um allar sveitir til að útbreiða boðskapinn og móður sinni sem ungri stúlku sem hreifst af þýskum hermanni, því fyrsti hluti sögunnar gerist á her- námsárunum. Þegar stríðinu lýkur, hún situr eftir einstæð móðir og á kannski ekki marga möguleika aðra en að taka hinum trygglynda guðfræðingi sem hún lærir að elska. Frásögn Hoem einkennist af miklum hlýleika og vænt- umþykju sem skilar sér vel til lesandans. Ef- laust er það rétt sem segir í umsögn norsku dómnefndarinnar um bók Hoem að aðeins sá sem hefur upplifað hernámsárin í Noregi geti skilið til fulls hversu mikið hugrekki þarf til þess að horfast í augu við og bera á borð fyrir al- menning fjölskyldusögu sem geymir vandræða- leg leyndarmál eins og ástarsamband við „óvin- inn“; yfirleitt reyni fólk að leyna eða þegja yfir Sögur úr fortíð og sam Hér er fjallað um bækurnar sem tilnefndar voru til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs í ár – aðrar en verk vinningshafans Göran Sonnevi sem kynnt var í síðustu Lesbók. Lotte Lotas Kristín Marja Baldursdóttir Auður Jónsdóttir Eftir Jórunni Sigurðardóttur og Soffíu Auði Birgisdóttur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.