Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Síða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 Í fyrirlestri sínum um hið marg- þvælda fyrirbæri, íslensku útrás- ina, í hádegisfundaröð Sagnfræð- ingafélags Íslands í byrjun þessa árs benti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á að skýringar á velgengni íslenskra fyrirtækja í útlöndum væri að miklu leyti að finna í menningararfleifð Íslendinga. Í þessu sambandi vísaði Ólafur Ragnar meðal annars til vinnusemi í gamla bændasamfélaginu, áhættunnar sem fylgt hefur sjósókn Íslendinga í gegnum aldirnar, traustsins sem ríkt hefur í okkar litla og skrifræðisfría samfélagi, víkinga- eðlisins, þess viðhorfs að virðing hljótist af því að leggja undir sig ný lönd, og Hávamála sem kennt hefði Ís- lendingum að mannorð er dýr- mætara en flest annað. Óhætt er að segja að söguskýringar í þessum anda séu nú komnar nokkuð til ára sinna. Lík- lega voru þær upp á sitt besta um miðbik 19. aldar en allar götur síðan, þó einkum og sér í lagi frá 8. áratug 20. aldar, hafa sagnfræðingar frekar haft tilhneigingu til að benda á rof í sögulegri þróun, tilviljanir í orsakatengslum, ómeðvitaða og órökrétta hegðun einstaklinga sögunnar og um fram allt þann margbreyti- leika sem einkennir viðfangsefni þeirra. Sam- kvæmt þeim skilningi hefur saga Íslands ekk- ert með samtakamátt að gera sem rekja má til þjóðmenningar eða sameiginlegrar reynslu Ís- lendinga, heldur er hún saga átaka og hags- munaárekstra. Slík saga hentar hins vegar afar illa í opinberar ræður eða þegar lagt er út frá velgengni í íslenskum peninga- og fyrirtækja- heimi. Það gefur auga leið að saga sem er í senn óreiðukennd og götótt er ekki sérlega sam- komuvæn enda er skírskotun í fortíðina í ræð- um valdhafa oft meira ætluð til skemmtunar og kannski stundum til skrauts. Fjalli valdhafar beinlínis um sögulega atburði, s.s. við tímamót eða afmæli, og nægir hér að nefna landnám Ís- lendinga í Vesturheimi og 100 ára afmæli Heimastjórnar, getur fræðileg nálgun við efnið að sama skapi komið í veg fyrir að fortíðin nái að þjóna því hlutverki sem henni er ætlað. Með öðrum orðum á sú sagnfræði sem stunduð er innan fræðasamfélagsins ekkert skylt við þá söguvitund sem birtist í ræðum og tali ráða- manna eða annarra sem vilja nýta sér söguna til að leggja áherslu á mál sitt. Þetta eru ein- faldlega heimar sem ná ekki saman. Og við því er ekkert að gera. En það er fleira lúið í söguvitund ráðamanna en túlkanir á atburðum fortíðarinnar. Sögu- skoðun sem byggir á hugmyndinni um samfellu í þróun þjóðarmenningar hefur í gegnum ald- irnar gegnt mikilvægu pólitísku hlutverki en þá hefur sögunni verið beitt annaðhvort til að rétt- læta gjörðir eða kröfur ákveðinna þjóðfélags- afla. Hér skiptir því öllu að einstaklingarnir séu stoltir af sögu sinni. Í eyrum þeirra sem ekki tilheyra þeim hópi sem ávarpaður er hverju sinni eða hafa hrist af sér hið tímabundna ástand sem þjóðarstolt er hljómar þessi sögu- skoðun hins vegar í besta lagi ekki annað en neyðarlegur þjóðarrembingur, í versta lagi óþolandi mont. Þó dægurmenning samtímans, brandaramenning íslenskra auglýsingastofa og fjölmiðla sé á góðri leið með að gera okkur ónæm fyrir slíkri sjálfumgleði og hafi grafið undan allri viðleitni til að horfa gagnrýnum augum á þessa sjálfsmynd er með öðrum orð- um óvíst hvernig þetta hljómar í eyrum þeirra sem hlýða á úr annarri átt. Ef slíkt mikillæti er alþjóðlegt fyrirbæri í þessum skilningi þurfum við líklega engar áhyggjur að hafa en ef við til- einkum okkur hátíðar- og samkvæmissögu- skoðun íslenskra ráðamanna er hugsanlegt að hér sé um að ræða séríslenskt vandamál: að ís- lenskt mont sé, líkt og útrás Íslendinga, menn- ingararfleifð. Örlög sem ekki verða umflúin. Og sjálfumgleðina þarf ekki einu sinni að rekja aft- ur til gullaldar Íslendinga heldur nægir að fara aftur rúmlega 100 ár eða til þess tíma þegar Ís- lendingar voru enn hjálenda Dana, höfðu um aldir verið eitt fátækasta land Evrópu og algjör eftirbátur í þeirri umbyltingu atvinnu- og lífs- hátta sem átt hafði sér stað í samfélögum víða í Evrópu. En hvernig gat þjóð sem svo var ástatt um orðið svona ánægð með sig? Sagan um yfirburði Íslendinga verður til Þeir sem tóku þátt í sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga á 19. öld vissu að eitt af því sem gerði Ís- land að verðmætri eign konungsríkisins í aug- um Dana var menningararfleifð þess. Það er því ekkert nýtt að Íslendingar séu stoltir af for- tíð sinni en á þeim tíma voru þeir auðvitað jafn- meðvitaðir um veika stöðu sína í þeirri nútíma- væðingu sem samfélög í Evrópu voru þátttak- endur í. Þessi ríki áttu það sameiginlegt með Íslendingum að eiga sér menningararfleifð en samfélagsþróun innan þeirra gerði það hins vegar að verkum að menning þeirra var óðum að fjarlægjast uppruna sinn og geta af sér það sem á þeim tíma var kallað lágmenning. Á með- an leiddi kyrrstaðan í íslensku samfélagi til þess að Íslendingar höfðu ekki til annars að hverfa til að stytta sér stundir en eigin menn- ingararf sem í samanburði við afurðir dægur- menningar hins kapítalíska samfélags var há- menning á mælikvarða menningarpostula þess tíma. Sú staðreynd að bókmenning var ein helsta afþreying Íslendinga á síðari hluta 19. aldar samræmdist ekki fyllilega framfarahugsun þess tíma en hún gerði ráð fyrir að menningar- og menntunarstig hverrar þjóðar héldist í hendur við efnahagslegar framfarir hennar. Og úr þessari þversögn varð til sú lífseiga saga að Íslendingar væru meðal best menntuðu þjóða Evrópu. Upphaf hennar má líklega rekja til sumarsins 1810 þegar þeir sir George Mack- enzie, James Bright og dr. Henry Holland, þá hirðlæknir Viktoríu drottningar, ferðuðust til Íslands til að stunda hér jarðfræðilegar rann- sóknir og fræðast um menningar- og menntun- arástand á Íslandi. Afrakstur ferðarinnar var bókin Travels in the Island of Iceland in the Summer of the Year MDCCCX. Meginframlag Holland til bókarinnar er kafli sem ber heitið „Present state of education and literature“ en þar segir meðal annars að þótt lífshættir Ís- lendinga séu nálægt því að teljast frumstæðir myndu hæfileikar þeirra og kunnátta sæma sér meðal fáguðustu hópa siðmenntaðra samfélaga. Það var að vísu ekki einstakt að Bretar eða aðr- ir Evrópubúar upphefðu menningu og lífshætti frumstæðra samfélaga á þessum tíma en að lit- ið væri svo á að henda mætti fólki sem byggi við frumstæðar aðstæður inn í menntamanna- klúbba í London var bæði nýtt og einstakt. Umfjöllun Hollands varð fljótlega ein megin- heimildin um íslenska menningu í hinum enskumælandi heimi og víðar í Evrópu enda má greina óm hennar í fjölmörgum textum sem gefnir voru út um Ísland upp frá þeim tíma sem hún kom út. Í bók James Nicol frá árinu 1840 segir að menntunarstig Íslendinga sé mjög hátt, að fræðaiðkun klassískra tungumála sé mjög almenn og að það veki furðu ferðamanna að rekast á menn úr lægstu stéttum samfélags- ins sem geti átt samræður á latínu. Það finnist varla önnur þjóð sem hafi jafn mikla þekkingu á atburðum líðandi stundar heima fyrir eða er- lendis. Árið 1860 skrifaði breski vísindamað- urinn Francis Galton að þrátt fyrir að vera ein- angraðir frá allri siðmenningu heimsins skorti Íslendinga ekki gáfurnar. Fredrick Metcalfe segir í ferðasögu frá sama ári að Íslendingar veki athygli sökum gáfna og hin forpokaða há- stéttarkona Caroline de Fonblanque segir frá því hvernig Íslendingar liggi yfir bókum á vet- urna, hvernig þeir hlaði huga sinn af öllum þeim lærdómi sem þeir geta og lesi af ástríðu sagnaarf sinn en séu jafnframt áhugasamir um erlendar bókmenntir og eigi gott með að læra tungumál. Og W.M. Banks segir Íslendinga vel menntaða þjóð og að í höfuðborginni veki menningarstig og lærdómur fullkomna furðu. Íslendingar hafi haft og hafi undarlega tegund af gáfum, nánast í líkingu við Grikki til forna og nú sé svo komið að skólar séu alls staðar, enska sé töluð þar sem fólk eigi síst von á og nægt sé magnið af bókum og dagblöðum. Frásagnir í þessum anda voru þó langt því frá bundnar við ferðabækur. Sögu þessa má finna í textum manna sem aldrei stigu fæti á Ísland en hún var meðal annars megin röksemd hins áhrifa- mikla þjóðfélagsgagnrýnanda Thomasar Carl- yle fyrir umbótum í breska þjóðbókasafninu í London árið 1849. Og að lokum fór það svo að hátt menntunarstig Íslendinga var orðin svo viðurkennd staðreynd að hana bar að skrá í handbækur um ástand ríkja heims. Árið 1880 kom út bókin The Progress of the World en þar segir meðal annars um Íslendinga að þeir tali latínu við gesti sína og að íslenskir bændur lesi Virgil og Hómer fyrir heimilisfólk sitt. Sagan sem réttlæting Þótt erfitt sé að meta hvaða áhrif umfjöllun um menntun Íslendinga á síðari hluta 19. aldar hafi haft á sjálfsmynd þeirra sem þjóðar er enginn vafi á því að hún hefur eflt einhverja þá í þeirri trú að staða þeirra í heiminum og veraldarsög- unni væri ef til vill stærri en ásýnd atvinnu- og lífshátta gaf til kynna. En einmitt fyrir þá sök að þessir þættir, menntunin og lífshættirnir, fylgdust ekki að var þessi skoðun umheimsins líkleg til að stíga Íslendingum til höfuðs eða í það minnsta ýta undir óþol útlendinga gagn- vart sterkri sjálfsmynd og stolti íslenskra bænda. Slík voru viðbrögð breska mannfræð- ingsins Nelsons Annadale sem ferðaðist til Ís- lands um aldamótin 1900. Tæplega hundrað ár- um eftir að bók Hollands kom út, nánar tiltekið árið 1905, var ástandið á Íslandi orðið einhvern veginn svona: Þegar hinn venjulegi Íslendingur á samtal við Evrópu- búa verður hann svo meðvitaður um mikilfengleika forfeðra sinna og menningarástand og dyggðir í ís- lenskum samtíma að hann hefur tilhneigingu til að láta það eftir sér að fara með ýkjur – Íslendingar voru stærstu hetjurnar, mestu skáldin, og fræknustu könn- uðir sem uppi hafa verið; þeir kenndu Kólumbusi að uppgötva Ameríku, bókmenntir þeirra voru án nokk- urs vafa þær bestu sem skrifaðar hafa verið; þeir sjálfir hugrökkustu menn sem heimurinn hefur þekkt; Thorvaldsen var Íslendingur, og hann var mesti lista- maður sem Evrópa hefur alið … [en] Auðvitað hefur Ísland aldrei skapað mikla list, eða mikinn listamann. Myndhöggvarinn Thorvaldsen er álitinn þjóðhetja … Samt var Thorvaldsen aðeins hálfur Íslendingur, þar sem móðir hans var dönsk; hann fæddist á sjó, sá aldrei Ísland og á Ítalíu listsköpun sína að þakka. Er þetta dæmi sönnun þess að þjóðarremb- ingur eða mont sé eitthvað sem Íslendingar geta þakkað eða kennt forfeðrum sínum um? Líkt og útrásareðlið? Ekki er víst að allir ís- lenskir sagnfræðingar myndu gangast við þeirri túlkun, jafnvel þó að þessi upplifun Annadales sé óþægilega kunnugleg: landa- fundir, skáldin og aðdáun á meintum Íslend- ingum. Bjarni Tryggvason geimfari, Ólafur Elíasson myndlistarmaður og fleiri „íslenskar“ nútímahetjur hafa nú leyst Thorvaldsen af hólmi. En samkvæmt samkvæmis- og hátíð- arsagnfræðinni er þetta óyggjandi sönnun þess að íslenska sjálfshólið er menningararfleifð, eitthvað sem við þurfum að varðveita. Og er hér þá komin réttlæting fyrir framsetningu þessa söguskóla: líkt og nota má víkingaeðlið til að réttlæta nýkapítalíska viðskiptahætti Ís- lendinga má nota grobb íslenskra kotbænda til að réttlæta sjálfsánægju yfir sterkri stöðu okk- ar í heiminum nú og í framtíðinni. En auðvitað að því gefnu að okkur sé sama um hvernig það hljómar í eyrum umheimsins. Höfundur er sagnfræðingur á Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. 101 árs gamalt íslenskt mont Söguskýringar Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um íslensku útrásina hafa vakið nokkrar umræður. Hér er spurt hvort ís- lenskt mont sé, líkt og útrás Íslendinga, menningararfleifð. Íslendingar „Þótt erfitt sé að meta hvaða áhrif umfjöllun um menntun Íslendinga á síðari hluta 19. aldar hafi haft á sjálfsmynd þeirra sem þjóðar er enginn vafi á því að hún hefur eflt ein- hverja þá í þeirri trú að staða þeirra í heiminum og veraldarsögunni væri ef til vill stærri en ásýnd at- vinnu- og lífshátta gaf til kynna. En einmitt fyrir þá sök að þessir þættir, mennt- unin og lífshættirnir, fylgd- ust ekki að var þessi skoðun umheimsins líkleg til að stíga Íslendingum til höfuðs eða í það minnsta ýta undir óþol útlendinga gagnvart sterkri sjálfsmynd og stolti íslenskra bænda.“ Myndin er tekin árið 1883 af Mait- land James Burnett. Eftir Sigrúnu Pálsdóttur sigrunpa@hi.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.