Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 1
Laugardagur 18.3. | 2006 | 81. árgangur | 11. tölublað [ ]Græni maðurinn | Hann er forn og rammheiðinn en tengist hugmyndum kristninnar | 3Íslendingar í Feneyjum | Íslenskir óperusöngvarar í Valkyrjum Wagners | 8Ný kvikmyndahús | Enginn bilbugur á íslenskum bíóeigendum | 12 Lesbók Morgunblaðsins D ögg lætur sig skipta flest sem viðkemur daglegu lífi og teiknar hluti sem eru bæði hreinir í formi og hafa eitthvað sérstakt og persónulegt við sig. Jafnframt setur hún upp nýstárlegar og frumlegar sýningar sem jaðra við innsetningar eða gjörninga. Nýlega voru kynnt stílhrein stálhnífapör eftir hana hjá hinu gamalgróna og virta franska fyrirtæki Christofle, svo og nýr lampi hjá Ligne Roset sem er vinsæll framleiðandi þar í landi, en Dögg hefur þegar hannað fyrir þau aðra lampa, vasa, gólfteppi og matarprjóna. Í tilefni þess var Dögg tekin tali í París og spurð nánar út í feril hennar, framleiðsluaðferðir og viðhorf til sköpunar. Dundaði og fiktaði sem barn – Hvað varð til þess að þú lagðir fyrir þig hönnun? Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað skapandi, ég var mikið að teikna, lita og leira þeg- ar ég var krakki. Ég þótti frekar innhverf og alveg til 7 ára aldurs talaði ég lítið við fullorðna utan fjölskyldunnar. Ég dundaði mér við að búa til hluti, taka sundur hjól og fikta. Var eiginlega svona strákastelpa, sem vildi gjarnan leika mér með strákum og átti stóran bróður sem mér fannst mikið til koma. – Finnst þér að hönnunar- heimurinn í dag sé strákaheimur? Já, ég var t.d. í Köln um daginn á stórri sýningu og þar voru eiginlega eingöngu karl- menn. Hönnunarheimurinn er frekar erfiður og konur fara kannski meira út í listgreinar. Samstarfsaðili minn hjá Ligne Roset, franska fyrirtækinu sem ég vinn með, kvartaði yfir því um daginn hvað lítið væri af konum í fag- inu. Kannski gefumst við fyrr upp, þetta er rosalega harður heimur. Ég reyni samt að halda mínu striki, ég veit ekki hvað annað ég ætti að gera! – Þú fórst í nám til Ítalíu, af hverju? Mig langaði til að læra ítölsku, sem hefur alltaf heillað mig, og að kynnast annarri menningu. Þar er margt að ger- ast í listum og hönnun, en ég var samt ekki viss um hvað ég vildi læra, svo ég byrjaði á að taka tungumálanámskeið í Flór- ens. Kannski fór ég út í iðn- hönnun vegna þess að það er svo opið fag og getur leitt til margs. Ég hefði þess vegna verið til í að læra skúlptúr t.d. Maður getur blandað saman list og hönnun, ég hef oft verið á mörkunum þar á milli. Sumir segja að ég sé of listræn, en aðrir að það sem ég geri sé list með of mikl- um hönnunarblæ. – Eins og innsetningin Fuglinn sem flaug og skildi tímann eftir einan sem þú vannst með Fanneyju Antonsdóttur. Hvernig varð sú hugmynd til? Við unnum hana fyrir sýningu sem hét „Livsrum“ og var haldin í Kunstindustri- museet í Kaupmannahöfn 2001. Þetta er ár- leg sýning sem er yfirleitt hugsuð fyrir hús- gagnahönnuði, en í þetta sinn var hún frekar opin og hvatt til þess að hönnuðir og lista- menn ynnu saman. Við Fanney – sem hefur lært keramik, er fatahönnuður og teiknar – vorum saman á vinnustofu og skemmtum okkur við að þróa þessa hugmynd. Það stóð bara til að þetta færi einu sinni upp, en inn- setningin endaði með að fara til Bandaríkj- anna, Frakklands, Svíþjóðar, Noregs og Ís- lands og birtist á mörgum sjónvarpsstöðvum í Evrópu, Japan og víðar. Fiskilamparnir vinsælu – Þið haldið áfram að vinna saman og fram- leiðið einstaka fiskilampa, er ekki talsverð vinna að tæma og undirbúa fiskana? Jú, svo sannarlega, við erum næstum orðn- ar leiðar á þessu! Við höfum íhugað að fá ein- hvern með okkur ef framleiðslan heldur áfram, þetta er svo tímafrekt og borgar Með fingurna í efninu Dögg Guðmundsdóttir iðnhönnuður er búsett í Danmörku og starfar víða um heim, undir nafninu Dögg Design. Eftir Ásdísi Ólafsdóttur asdis@club- internet.fr  4 Púpur: Af sýningunni En Saga Blot? Nordatlantens Brygge, Kaupmannahöfn, 2004. Dögg Guðmundsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.