Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Side 15
Morgunblaðið/Kristinn Hulda Hákon Munir Kjarvals í porti Bananananas. HULDA Hákon nam listir þegar Nýi express- jónisminn var hafður í hávegum á níunda ára- tug síðustu aldar. Ólíkt meirihluta kollega hennar sem leituðu til expressjónisma eða tjá- stíls, eins og hann þýðist yfir í Íslenska tungu, hreifst Hulda af höggmyndalistinni en gekkst samt við malerískum gildum. En höggmyndir og lágmyndir hennar eru jafnan grófmálaðar og hafa í sér hispursleysi expressjónismans. Ég hef lengi dáðst að frjálsleika í verkum Huldu sem jafnan virka óheft og blátt áfram. Hulda hefur verið á meðal vinsælli mynd- höggvara landsins um árabil og um þessar mundir má finna tvær sýningar á verkum hennar í Reykjavík. Annars vegar í 101 gall- erí og hins vegar í Bananananas. Sýningin í 101 galleríi nefnist „Ebita“ (þýðir; Raunvirði) og ku listakonan hafa sótt innblástur sinn í dýraríkið og í bronsskúlptúr sem margir kannast við á hafnarbakka Reykjavíkur sem sýnir tvo sjómenn gá til veðurs. Sýningin skiptist í texta eða prósa á veggj- um sem ritaðir eru með gullmáluðu bronsi og kynjaverur eða hluti sem standa á gólfi. Eru höggmyndirnar hrárri en ég hef áður séð hjá listakonunni og litaðar með hvítum tónum. En glysgjarnir gylltir textar eru ágætis mótvægi við hráleikann þannig að hinn forni dúalismi Appolós og Díonysusar vegur þungt í heild- armyndinni. Frásögnin er órökræn þannig að maður stýrir því nokkuð sjálfur hvert hún leiðir mann. Textar og fígúrur eru þá inngangur fyrir manns eigin fantasíur. Fyrir mitt leyti stendur draugalegt andrúmsloft sterkt upp úr sýningunni sem fékk mig til að hugsa til ex- pressjónista á borð við Kathe Köllwitz og Edward Munch. Disney-yfirbragð sýning- arinnar skilur hana aftur á móti frá dramatík gamla expressjónismans, minnir jafnvel á brúðumyndir Tim Burtons, þannig að ég fann mig í frekar barnslegum heimi, óraunveruleg- um og skemmtilegum. Einhversstaðar leynist þó hnyttin þjóðfélagsádeila í verkunum, t.d. um sjómennsku, hjátrú og viðskipti, sem kem- ur aftan að manni og ég verð að viðurkenna að ég er enn að reyna að fatta en grunar þó að ég fatti aldrei þar sem Hulda spilar á til- finningalega upplifun frekar en rökræna túlk- un. Umfjöllunarefni Huldu á sýningunni í Ban- anananas, Munaskrá Kjarvals, er mun skýr- ara en í 101 gallerí og einskorðast við muni sem Jóhannes Kjarval heitinn átti og eru geymdir hjá Reykjavíkuborg, þótt ágrein- ingur sé um hver eigi þessa muni í dag. Hulda hefur kópérað skrásetningu hlutanna á MDF plötur og hengt upp í porti Bananananas. Eins og með textana í 101 galleríi virkar skriftin sem sjálfráð (gestural) teikning sem rammar inn rýmið. En innihald þeirra er á margan hátt ómerkileg skriffinska og er kóm- ískt að hugsa til þess að prjónuð skóinnlegg úr ull, Muriel vindlakassi, naglbítur o.fl. sem Kjarval átti skuli skráð, skjalfest og geymt í einhverjum af 350 kössum eins og hvert ann- að menningarverðmæti. Máske gætu þessir hlutir nýst ef vinnustofa meistarans yrði end- urgerð og gerð að safni. Það eru vissulega til fordæmi fyrir slíku. Má því líta á þennan gjörning Huldu sem tilraun til að gera port- rettmynd af Kjarval en að sama skapi er hún að gera létt gys að goðsögninni. Þótt sýningarnar tvær virki nokkuð ólíkar að sjá eru þær hvor um sig samheldin þannig að heildarmyndin steypist fyrst yfir mann og síðan fer maður að rýna í hvern hlut eða texta fyrir sig. Listakonunni tekst að skapa ein- staka stemningu í hvorri sýningu fyrir sig. En kannski er það svo reimleikinn sem tengir þær að lokum saman, Eitthvað sem einu sinni var en lifir samt áfram sem draugar nú- tímans, ímynd, fantasía eða goðsögn. Draugar nútímans Jón B.K. Ransu MYNDLIST 101 gallerí og Bananananas 101 gallerí er opið fimmtudag til laugardags frá 14– 17. Sýningu lýkur 15. apríl. Bananananas er opið fimmtudag til laugardags frá 15–17 og sunnudag frá 14–16. Sýningu lýkur 19. mars. Hulda Hákon Ebita Frá sýningu Huldu Hákon, í 101 Galleríi. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006 | 15 Tónlist Lesbók mælir með tónleikum Kammer-sveitar Reykjavíkur ásamt franska gler- hörpuleikaranum Thomas Bloch um helgina og á þriðjudaginn, þar sem leikin verða verk eftir Mozart, C.P.E. Bach, Arvo Pärt og norska tónskáldið Jan Erik Mikaelsen. Á tónleikunum gefst kostur á að hlýða á þetta sjaldgæfa hljóðfæri, sem komst mjög í tísku á miðri 18. öld. Vinsældir þess dvínuðu þó snögglega í kjölfar sögusagna um að fólk yrði sturlað af því að hlýða á leik glerhörpu. Áheyrendum geta reynt hvort það er satt á þrennum tónleikum á næstunni; á tón- leikum í Duus-húsum í Keflavík í dag kl. 15, í Salnum í Kópavogi annað kvöld kl. 20 og þriðjudaginn 21. mars kl. 20.30 í Þorláks- hafnarkirkju. vakið hafa athygli austan hafs og vestan. Hátíðinni lýkur sunnudaginn 26. mars. Myndlist Ýmislegt er á seyði í myndlistarlífi borg-arinnar að vanda og auðvelt fyrir áhugamenn um sjónlistir að rölta skemmti- legan rúnt um myndlistarlandslagið í mið- borginni þessa helgi. Full ástæða er þó til að gæta að því sem leynist utan borg- armarkanna – opnun á sýningu á verkum þeirra Þórs Vigfússonar, Rúríar og Elinu Brotherus í Gerðarsafni á morgun er án efa heimsóknarinnar virði. „Tærleikar“ heitir sýningin sem vísar til þess er verk þessara þrigga listamanna hverfast um og agaðri framsetningu þeirra sem einnig einkennist af skerpu og naumhyggju. Leiklist Mælt er með því að leikhúsáhugafólkbregði sér í Hafnarfjarðarleikhúsið og sjái Viðtalið eftir Lailu Margréti Arn- þórsdóttur og Margréti Pétursdóttur. Hér er fjallað um heim hinna heyrnarlausu og gefum Maríu Kristjánsdóttur leiklistar- gagnrýnanda orðið: „Leikstjóranum, Margréti Pétursdóttur, tekst afskaplega vel að sameina heimana tvo, þeirra heyrnarlausu og heyrandi, í sýningunni, þar sem táknmál og talmál renna saman í framvindunni á eðlilegan og látlausan hátt. Stofa Helgu Rúnar Pálsdóttur er einföld og rammíslensk og þess er gætt í allri umgjörð að athyglin beinist eingöngu að leikurunum. Þeir standa sig allir með mikilli prýði og – eðli- lega kannski – er alveg sérstakt mjúkt áreynsluleysi í leik táknmálsleikara. Ákaflega fallegur og sérstæður er líka samleikur þeirra Elsu Guðbjargar Björnsdóttur og Tinnu Hrafnsdóttur í eintölum dótturinnar þar sem íslenskt táknmál og íslenskt mál renna ljóðrænt saman í eina persónu.“ Kvikmyndir Lesbókin á sannarlega ekki í erfiðleikummeð að mæla með kvikmyndaskemmt- un þessa vikuna því í gangi er stórmerkileg kvikmyndahátíð í Regnboganum sem ber yfirskriftina Hinsegin bíódagar Kvikmyndahátíðin er haldin annað hvert ár og á dagskránni eru leiknar kvikmyndir og heimildarmyndir auk þess sem boðið er upp á úrval stuttmynda á sérstökum sýn- ingum, enda er vaxtarbroddinn í kvik- myndagerð lesbía og homma ekki síst að finna í stuttmyndagerð sem á hátíðinni er kynnt undir heitunum Strákar með strákum og Stelpur með stelpum. Allar sýningar hátíðarinnar verða í Regn- boganum við Hverfisgötu og boðið er upp á úrval nýrra og nýlegra kvikmynda sem Lesbók Hæ Maja. Hinsegin bíódagar fara fram í Regnboganum. Lesarinn Down with Superwoman The guide for everyone who hates housework Shirley Conran Það eru ekki margar bækur semég les aftur og aftur. Hvað þá svo oft að það stórsjái á þeim. Blettótt, í rifinni kápu og hundseyru á annarri hvorri blaðsíðu. Það merki- lega við þessa bók er tímasparnaður- inn við að lesa hana; hún er stútfull af heilræðum um hvernig snúa má hversdaglegustu verkefnum sér í hag. Og krækja sér þannig í tíma til þess að lesa bækur í ögn sparilegri kápum. Down with Superwoman kom fyrst út fyrir þrjátíu ár- um, höfundurinn er breskur blaðamaður, rithöfundur og hönnuður sem lætur sér ekkert óviðkomandi í þessari sjálfshjálparbók hversdagshetjanna. Breskur uppruninn leynir sér ekki í textanum en kannski er það einmitt hann sem gerir lesturinn svona skemmtilegan, blandan af breskum húmor og hyggju- viti. Guðrún J. Bachman Guðrún Bachman Dagbókarbrot Magnús Hj. Magnússon 1873–1916 Kraftbirting- arhljómur guðdómsins: dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar skáldsins á Þröm / Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998. Sunnudagur 18. janúar 1900Stillt veður, þikkt lopt. Fjarska frost. All-mikið af hafís ofan undan Keflav. Um morg. kvað ég Ept- irmæli eptir Guðna sál. í Bæ, mann Guðrúnar Sig- urðardóttur og undir hennar nafni, hafði ég heyrt á henni að mikið langaði hana til að fá kveðið eptir hann. Guðni sál. var hið mesta mikilmenni, ljúfmenni og drenglyndur, og er því áreiðanlega satt sem í ljóðunum stendur um kosti hans. Fór Guðný vestur að Gelti, og sendi ég með henni Eptirmælin til Guð- rúnar í Bæ. Fekk ég bréf frá Friðriki barnakennara Guðjónssyni í Tröð í Álptafirði, oddvita Súðavík- urhrepps; hafði ég skrifað honum, og beðið hrepps- nefnd Súðavíkurhrepps á ný, um leyfi til að mega giptast, gegn því að ég borgaði 40 kr. árlega af sveitarskuld minni, uns hún væri alborguð, en ekki var hreppsnefnd Súðavíkurhrepps fús á að gjöra það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.