Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006 sig tiltölulega illa miðað við vinnuna. – Þessi ljós eru að verða ansi fræg, hafa m.a. verið keypt til FNAC, listaverkasafns franska ríkisins … Við höfum líka selt þau einstaklingum og norsku fiskifyrirtæki sem hengdi þau upp á skrifstofunni hjá sér. Þorskurinn kemur að- allega frá Hrísey, en Fanney er þaðan. Hún hefur séð um að tæma hann og verka og ég hef svo saumað roðið saman, fest á járnnet og tengt ljósin. Síðan er spurningin hvað á að gera við fiskinn, fyrst keyptum við hann all- an, en nú fáum við að taka bara roðið. Í fyrsta skiptið í Danmörku fengum við gefins 19 þorska, við sátum uppi með tugi kílóa, frystum hluta og dreifðum meðal vina og vandamanna. Síðan þurftum við að kaupa meira og vorum orðnar góðar í að halda fiski- partí, þar sem við buðum þeim sem höfðu hjálpað okkur og styrkt í alls konar fiskrétti á verkstæðinu! – En púpurnar þínar, hvernig urðu þær til? Þær tengjast sýningunni „En Saga Blot?“ sem mér var boðið að halda í Norður- Atlantshafs Brygge í Kaupmannahöfn árið 2004. Ég kalla hana stundum „óléttusýn- inguna“ því ég vann hana meðan ég gekk með strákinn minn og hún þróaðist í að verða eins konar fæðingarferli. Sýningarrýmið var 250 fm stórt flæmi með götóttum stólpum. Þessi göt voru kveikja að hugmyndinni að tengja form saman með þræði sem var leidd- ur gegnum götin. Ég bjó til alls kyns púpur úr ýmsum efnum, sem voru flæktar í 1,5 km af íslenskum ullarþræði. Fyrst var komið inn í gang þar sem stóðu tvær púpur sem hægt var að setjast í, ein sem ég kalla Nilfisk (úr einangrunarslöngum) og heypúpa; þar gat fólk farið úr skónum í íslenska ullarsokka og byrjað að fylgja ullarþræðinum. Í salnum var ein stór, rauð móðurpúpa úr ull sem maður gat farið inn í og einnig plastpúpa sem hægt var að standa í. Margar af hinum voru með ljósi og sumar með geislaspilurum þaðan sem kom tónlist sérstaklega samin af danska múl- tíkúnstnernum T.S. Høeg, það var eitt hljóð- færi í hverri svo úr varð eins konar hljóm- sveit. Ég vildi að þemað væri um hafið, þarna í bryggjuhúsinu, svo að í síðasta herberginu var gúmmípúpa, sem er svolítið þangleg. Hún fæddi af sér uppstoppaðan sel með gas- grímu og á hjólum, sem fór í hringi á gólfinu. Við hendum alls kyns úrgangi sem sogast niður í jörðina og endar í hafinu, eitrum þannig fyrir fiskunum og selunum sem þurfa gasgrímu í táknrænni merkingu … Fjölbreytt efni í verkunum – Þú notar mjög fjölbreytt efni í verkin þín, eins og t.d. fjaðrir, bréfaklemmur, hjóla- slöngur, ull, hey, plast, pappír, silki, sílikon, tré, keðjur, límband, silfur, ál og steypu. Eru efni stundum kveikja að hugmyndum eða kemur hugmyndin fyrst og þú leitar að efni sem hentar? Hvorttveggja getur gerst, þetta er oft samverkun. Mér finnst gaman að nota endur- unnin efni, að nýta fiskinn, aflögu hjólaslöng- ur o.s.frv. – Nýlega tókstu átt í sýningunni „Glas- guldgummioggenbrug í Rundetaarnet“, gengur hún ekki einmitt út á endurvinnslu? Jú, flestir þátttakendur vinna með end- urnýtt efni og þetta kom vel út. Ég hannaði ljósakrónur úr bréfaklemmum, hjólaslöngum og plastkúlum sem eru notaðar til að gera skartgripi. Hluti af sýningunni verður settur upp í Hafnarborg í sumar. Fyrir mér var „óléttusýningin“ kveikja að því að ég fór meira að hugsa um endurnýt- ingu og um náttúruleg efni. Árið 2004 smíð- uðum við Fanney líka borð fyrir Saint Eti- enne hönnunartvíæringinn. Það var hluti af stóru hringborði gerðu af fólki frá tólf lönd- um, sem var eins og stór kökuhringur, hver gerði eina „sneið“ og svo var það sett saman í Frakklandi. Á þessum tíma vorum við hálf- blankar, svo við fundum alls konar efni – trjágreinar og plötu fyrir utan hjá mér – og það eina sem við keyptum var trélisti. Ofan á hvítmálað borðið settum við sand sem við lit- uðum bláan; í hann var hægt að skrifa skila- boð með trjágrein, t.d. „No war …“ Þetta var skipulagt af Belga og Ísraelsmanni og kons- eptið gekk út á frið. Enginn vissi hvað hinir voru að gera, en útkoman var mjög skemmti- leg. – Verkin þín bera oft íslensk nöfn, finnst þér vera litið á þig sem íslenskan hönnuð er- lendis og hefur það hjálpað þér? Stundum og stundum ekki. Það hjálpar mér ekkert sérstaklega mikið í Danmörku, frekar í Frakklandi eða á Ítalíu. Danir eru voða mikið fyrir Dani og fyrir gömlu meist- arana sína eins og Arne Jacobsen. Þeir eru hræddir við að breyta, en eru samt að reyna að styðja við unga hönnuði, sem eru ansi svekktir á ástandinu. Mér finnst Svíar vera að gera meira nýtt, þó þeir séu líka íhalds- samir, en þeir eiga heldur ekki eins mikið af gömlum, þekktum hönnuðum. Þar eru líka fleiri ung fyrirtæki sem gera út á nýja hönn- un. Þeir eru samt sem áður dálítið hræddir, maður þarf að fara á tíu þúsund fundi með þeim til að ákveða hluti. Frakkar segja meira já eða nei, af eða á, sem mér finnst persónu- lega þægilegra. Mikilvægt að vera á staðnum – Þú ert einmitt að vinna með tveimur frönskum fyrirtækjum, hvernig gengur það? Það gengur bara vel og á vonandi eftir að þróast meira. Frakkland er miðja vegu milli Danmerkur og Ítalíu og það hefur gefist mér vel. Ég ætti kannski að athuga með þýska markaðinn næst … – Hvað gerirðu til að koma þér á framfæri, sendirðu tillögur, tekur þátt í samkeppnum? Ég sendi t.d. Ligne Roset bréf með mynd- um og fékk síðan svar um hvað þeir vildu sjá. Fólk frá Christofle kom og skoðaði sýn- inguna á íslenskri hönnun í VIA í París og hafði síðan samband við mig. Það er mik- ilvægt að taka þátt í sýningum, að koma á staðinn og hitta fólk. – Hefurðu hugleitt að láta framleiða eftir þig hluti á Íslandi? Já, það væri gaman ef það væri möguleiki, en ég hef ekki reynt á það hingað til. Það gæti verið skemmtilegt að gera eitthvað úr íslensku sauðkindinni, stoppa hana upp og setja í hana ljós t.d. Svo getur maður boðið vinunum í kjötsúpu! En grínlaust myndi mig langa til að vinna eitthvað úr íslensku hrafn- tinnunni, hún er svo falleg. – Þú hefur áhuga á að setja upp sýningu Með fingurna í efninu Gúmmípúpa: Málmur, hjólaslöngur, 2004. Ljósakrónur: Úr bréfaklemmum, hjólaslöngum og plastkúlum, af sýningunni Glasguldgummioggenbrug, 2005.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.