Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006 | 3 V íða í gömlum kirkjum í vest- anverðri Evrópu má oft sjá sér- kennilegt mannsandlit umvafið laufi. Þetta mannsandlit er venjulega skorið út í tré eða höggvið í stein, oft á lítt áber- andi stöðum í kirkjunum. Þetta andlit umvafið laufi hefur verið þekkt frá ómunatíð en aldrei að því er virðist hefur það haft nokkurt sérstakt nafn. Það er ekki fyrr en 1939 að andlitið fær nafn á ensku; ,,The Green Man“ sem einfaldlega má kalla græna manninn á íslensku. Á síðustu ára- tugum hafa allmargar bækur og greinar verið skrifaðar um græna manninn. Hann er til í ýms- um tilbrigðum, í táknfræði kirkjunnar, í bygg- ingarlist og skreytilist svo eitthvað sé nefnt. Græni maðurinn er einnig skógarmaður, líklega fyrirmynd Hróa hattar og eitt algengasta nafn á breskum bjórkrám er sótt til hans. Á íslensku hefur ekkert verið fjallað um þetta sérkennilega og dularfulla andlit eða tákn, en finna má græna manninn hérlendis á nokkrum stöðum ef vel er að gáð. Uppruni græna mannsins Í raun er lítið vitað upprunalega merkingu græna mannsins, enda margt á huldu um upp- runa hans og merkingin breytileg frá einu menningarsvæði til annars og frá einu tímabili til annars. Þó er algengasta skýringin á græna manninum sú að hann sé heiðið tákn um líf, dauða og endurfæðingu. Hann minnir á hlut- verk Freys í heiðinni goðafræði og á skylt við fornra trú á heilög tré og skógarlunda. Sumir telja græna manninn erkitýpu, sammannlega undirvitund líkt eins og sálgreinirinn Carl Jung lýsti, aðrir líta á græna manninn sem tákn lífs- orkunnar. Nú hefur græni maðurinn orðið tákn um áhuga fólks á verndun náttúru og leitar mannsins að sjálfum sér í íhugun. Græni mað- urinn er talinn sameiningartákn á milli heið- innar fortíðar og kristins samtíma. Heimildum ber ekki saman um uppruna græna mannsins. Jafnvel er talið að hann hafi fylgt mannkyninu frá upphafi vega og bent á að græni maðurinn komi fram í Mesópótamíu á þriðja árþúsundi fyrir Krists burð.1) Á fyrstu öld eftir Krist kemur græni maðurinn fyrir í skreytilist Rómverja á húsum og súlum um allt rómverska ríkið frá Tyrklandi til Rínarfljóts. Á Englandi, þar sem hann er algengur í kirkjum, kemur hann ekki fram á sjónarsviðið fyrr en á 12. öld. Raunar er hefðin fyrir því að móta mannshöfuð umvafið laufblöðum eldri í Evrópu en frá tímum Rómverja. Benda má á að skreyti- list Kelta byggist á flóknu kerfi sveiga og vafn- inga sem minna á jarðargróða. Í elstu skreyti- list Kelta má sjá í þessum formum höfuð manna og dýra sem jafnvel geta hvort tveggja verið dýra- eða mannsandlit. Það er þess vegna sem uppruni græna mannsins er oft talinn meðal Kelta. Í fornum handritum má einnig sjá skreytingar, andlit án allra persónueinkenna umvafin miklum gróðri. 2) Græni maðurinn, stundum kallaður andlitið í laufinu, skiptist nokkuð í fjóra flokka eftir gerð. Í fyrsta lagi þar sem andlitið verður að laufum. Í öðru lagi andlit sem ælir eða spýtir út úr sér trjágreinum eða laufi. Í þriðja lagi það sem kall- ast ,,blóðsuguandlit þar sem augu og greinar brjótast ekki aðeins út um munn heldur einnig augu og eyru. Og í fjórða lagi sú gerð af græna manninum sem margir kalla ,,Jack in the Green“ sem kalla má upp á íslensku; Jóa í gras- inu. Þar er andlit græna mannsins einfaldlega umgirt laufblöðum. Ekki er þó hægt að segja að það séu skýrar línur á milli þessara gerða græna mannsins og til er að þessar fjórar gerðir blandist saman. 3) William Anderson sem skrif- aði allýtarlega bók um græna manninn telur að aðeins megi tala um þrjár gerðir andlitanna. 4) Sameiginlegur með öllum þessum andlitum er samruni manns og jarðargróða, áminning um að allt hold er hey. Græni maðurinn sýnir hringrás lífsins, dauða, rotnun og síðan endurfæðingu eða upprisu. Græni maðurinn er upphaflega heiðið tákn sem varð hluti táknfræði og skreyti- listar kirkjunnar. Hann varð að sameining- artákni á milli heiðinnar fortíðar og kristins samtíma. 5) Laufásinn meðal talsmanna Krists Laufás við Eyjafjörð er einn þekktasti kirkju- staður norðanlands. Þar hefur verið kirkju- staður frá upphafi kristni á Íslandi og þar hafa einnig fundist kuml úr heiðnum sið. Í Laufási hafa löngum setið, og svo er enn, vel menntaðir hefðarklerkar, oft tengdir biskupum og bisk- upssetrum landsins á einn eða annan hátt. Sjálf jörðin er eftirsótt hlunnindajörð í fögru um- hverfi Eyjafjarðar. Einn merkasti torfbær landsins er í Laufási. Kirkjan í Laufási, sú er nú stendur, er frá árinu 1865 byggð að tilhlutan séra Björns Hall- dórssonar sem þá sat staðinn. Meðal gripa í eigu kirkjunnar er voldugur predikunarstóll í bar- okkstíl með ártalinu 1698. Á stólnum eru fimm hliðar. Á miðbiki stólsins eru fimm spjöld þar sem eru mjög hátt útskornar myndir af guð- spjallamönnunum fjórum ásamt Kristi í miðið. Á þremur listum sem aðskilja útskornu mynd- irnar eru síðan skorin út mannsandlit, umgirt stílfærðu laufi. Einnig eru á neðsta hluta pre- dikunarstólsins svipuð útskorin andlit. Alls eru því útskornu andlitin átta. En talan átta er í kristinni dulspeki tala endurnýjunar. Margir skírnarfontar eru átthyrndir. Hér í félagsskap guðspjallamannanna, talsmanna Krists, er græni maðurinn kominn, listilega útskorinn. Samkvæmt hefðinni sýna andlitin eða andlits- grímurnar, ýmiskonar svipbrigði, engin tvö andlit eru eins. Víða erlendis má finna græna manninn út- skorinn á predikunarstólum þannig að græni maðurinn í Laufási, sem vel mætti nefna Lauf- ásinn upp á íslensku, á sér hliðstæður. Það sem hefur vakið athygli manna sem fjallað hafa um græna manninn að hann er þar að finna á meðal guðspjallamannanna sem nefndir hafa verið talsmenn Krists, þeir sem vitnuðu um ævi hans og störf og boðuðu endurkomu hans. Það hefur verið notað sem dæmi um mikilvægi græna mannsins hvert virðingarsæti hann hefur. Og á predikunarstólnum í Laufási eru hvorki fleiri né færri en átta andlit græna mannsins, Laufáss- ins, sem horfa á til safnaðarins og minna á tilvist sína. Græni maðurinn, Laufásinn, á predik- unarstólnum góða í Laufáskirkju er gerður af slíku listfengi að kunnáttumaður hefur aug- ljóslega verið þar að verki. Predikunarstóllinn er gerður af manni sem nauðaþekkti hefðina á bak við græna manninn. En hvort sá Lauf- ásklerkur sem lætur smíða þennan predik- unarstól hefur vitað um tilvist græna mannsins og hlutverk hans í skreytilist og táknfræði kirkjunnar er annar handleggur og verður þeirri spurningu seint svarað. Sá prestur sem sat Laufás á þeim tíma sem predikunarstóllinn góði barst kirkjunni var sr. Geir Magnússon (1698-1737) Hann var í Laufási frá 1689 til æviloka eða í 47 ár. Sr. Geir sem hafði lokið guðfræðiprófi í Kaupmannahöfn var þekktur húmanisti, átti allgott bókasafn og að hans frumkvæði voru gerð sum bestu listaverk í lok 17. aldar og í upphafi þeirrar 18. á Norður- landi. Listelskari maður hefur ekki búið í Lauf- ási seinni aldir, nema ef vera skyldi Björn Hall- dórsson. 6) segir Hörður Ágústsson listfræðingur um sr. Geir. Sr. Björn Halldórsson telur predikunarstól- inn útlenda smíð. Um þennan predikunarstól hefur verið nokk- uð fjallað. Árið 1868 skrifaði sr. Björn Hall- dórsson (1823-1882) í Laufási skýrslu um gripi í eigu Laufáskirkju og sendi til Þjóðminjasafns- ins. Þar segir hann meðal annars: ,,Heyrt hef ég þau ummæli, að Illugi nokkur Jónsson, bóndi í Nesi um aldamótin 1700, hinn mesti þjóðhagi og skurðmaður, hafi gjört þennan predikunarstól með hans umbúnaði og ýmislegt fleira viðhafn- arsmíð í Laufáskirkju. En líklegra þykir mér þó, að útlenskt verk sé á stólnum og dreg ég það meðal annars af því, að smiðsins er alls eigi get- ið í biskupsvísitasíunni 1701, en þar er predik- unarstóllinn, og himninum uppi yfir fyrst lýst, og Illugi einn meðal þeirra, er skrifað hafa undir vísitasíuna. 7) Skáldið, presturinn, smiðurinn og listamaðurinn, sr. Björn Halldórsson sem oft hafði talað til sóknarbarna sinna úr stólnum góða áttaði sig á því að stóllinn sá var ekki gerð- ur af íslenskum höndum. Græni maðurinn eignaður íslenskum manni Ekki nægðu ummæli sr. Björns Halldórssonar um uppruna predikunarstólsins í Laufáskirkju þáverandi þjóðminjaverði, Matthíasi Þórð- arsyni þegar hann var á yfirreið um landið árið 1912 og kom í Laufáskirkju. Hann lýsir stólnum í mörgum orðum, segir m.a. ,,...á brúnunum eru breiðir útskornir listar með afskræmdum and- litum. Að ofanverðu eru stafirnir GMS (þ.e. séra Geir Magnússon) og neðantil er ártalið 1698. Predikunarstóll þessi er að ýmsu leyti merk- isgripur, myndirnar sumar, einkum andlitin á brúnunum allvel gerð. 8) Þjóðminjavörður taldi predikunarstólinn í Laufáskirkju íslenskan, gerðan af sama manni og predikunarstóllinn í Draflastaðakirkju í Fnjóskadal. Í nýlega útkominni bók, Mynd á þili, íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld eftir Þóru Kristjánsdóttur list- og sagnfræðing er fjallað um predikunarstólinn í Laufáskirkju. Þar full- yrðir Þóra Kristjánsdóttir og vitnar þar til Harðar Ágústssonar listfræðings að predik- unarstóllinn í Laufáskirkju sé eftir Illuga Jóns- son, bónda og snikkara í Nesi í Höfðahverfi þann sem sr. Björn Halldórsson Laufásklerkur hafði talið að ekki hefði smíðað stólinn. Rök þeirra listfræðinganna eru þau að Illugi snikk- ari hafi hugsanlega haft aðgang að fornu ís- lenska miðaldaskinnhandriti sem kallað hefur verið Íslenska teiknibókin. En þar er að finna ýmsar myndir sem eiga að hafa verið Illuga uppspretta hugmynda að ,,þeim sérkennilegu kynjadýrum og afkáralegu skreyti“, svo notuð séu orð Þóru en þessi andlit eru augljóslega græni maðurinn. 9) Röksemdir Þóru Kristjáns- dóttur er ekki annað en hugleiðingar og vanga- veltur og breytir litlu þótt hún þakki Herði Ágústssyni sérstaklega fyrir hugmyndina um að Illugi sé smiðurinn. M.a. segir Þóra að ,,Hörður Ágústsson gælir við þá hugmynd að Illugi hafi ef til vill fengið teiknibókina góðu hjá Hólmfríði Sigurðardóttur...“ 10) Það er alveg óvíst að Illugi Jónsson snikkari í Nesi hafi nokkru sinni barið íslensku teiknibókina augum og hafi svo verið þá er víst að þaðan hefur hann ekki fengið hugmyndina að græna manninum, enda eru andlitin í teiknibókinni með allt öðrum hætti en andlitin á predikunarstólnum. Þóra Kristjánsdóttir list- og sagnfræðingur þekkir greinilega ekki hefðina á bak við græna mann- inn og leitar því langt yfir skammt í útskýr- ingum sínum, segir að það sé ,,verðugt verk- efni“ að leita eftir áhrifum þessara gömlu teikninga á list hans. Þau sérkennilegu kynja- dýr og afkáralegu skreyti, sem mönnum hefur fundist einkenna stíl Illuga og vera angi af síð- barokkstíl samtímamanna hans úti í Evrópu, gætu verið ættuð úr teiknibókinni og umbreytt af Illuga. 11) Það hefði verið eðlilegra að andlit- in í teiknibókinni hefðu fyrst verið borin saman við útskurðinn á predikunarstólnum og þá hefði komið í ljós að það er ekkert skylt með græna manninum og teikningunum í teiknibókinni. Það er augljóst að í Laufáskirkju er græni mað- urinn lifandi kominn, frábært dæmi um slíka hefð frá þeim blómatíma hans í Vestur-Evrópu. Þess má að lokum geta að Laufáskirkja var helguð Pétri postula í kaþólskum sið á Íslandi. En bent hefur verið á að græni maðurinn er einna algengastur í kirkjum sem einmitt voru helgaðar Pétri postula og í kirkjum allra heil- agra. 12) Í Hítardalskirkju þar sem sér- kennilegt andlit höggvið í stein hefur fundist og fræðimenn hafa ekki fundið skýringu á gæti mjög vel verið andlit græna mannsins, en í Hítardal var allra heilagra kirkja í kaþólskum sið.13)  Heimildaskrá/ tilvísanaskrá: 1. Mike Harding. A little Book of the Green Man. Aurum Press. London, 1998. Bls 12. 2. Jeremy Harte. The Green Man. Jarrold Publishing, Nor- wich, 2001. 3. Mike Harding. A Little Book of the Green Man. 4. William Anderson. Green Man. The Archetype of our One- ness with the Earth. Campassbooks. HarperCollins Publishers. London 1990. Bls. 88. 5. Sama heimild. Bls. 133. 6. Hörður Ágústsson. Laufás við Eyjafjörð. Staðurinn. Hið ís- lenska bókmenntafélag. 2004. Bls. 62. 7. Þóra Kristjánsdóttir. Mynd á þili. Íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld. Jpv útgáfa og Þjóðminjasafn Íslands. Reykjavík 2005. Bls. 80. 8. Sama heimild. Bls 78. 9. Sama heimild. Bls. 82. 10. Sama heimild. Bls. 82. 11. Sama heimild. Bls. 82. 12. Mike Harding. Slóðin er: http://www.mikeharding.co.uk/ greenman/charts.html 13. Anne og David Owen, Wilmcote, Stratford-upon-Avon, Bretlandi, félagar í ,,The Company of the Green Man ,veittu greinarhöfundi ýmsar ábendingar um efni er varðar græna manninn. Græni maðurinn í Laufáskirkju Hann hefur verið kallaður Græni maðurinn eða andlitið í laufinu. Hér er hann hnyttilega kallaður Laufásinn. Útskorin andlit á prédik- unarstólnum í Laufási í Eyjafirði benda til tengsla við heiðni, fornar hugmyndir um hringrás náttúrunnar, líf og dauða. Eftir Karl Smára Hreinsson karlsmari@simnet.is Höfundur er magister og leiðsögumaður. Andlit í laufi Hér sést græni maðurinn betur á predikunarstólnum í Laufási. Laufásinn Græni maðurinn er skorinn út í lóð- réttu stafina undir efri og neðri brík predik- unarstólsins, alls 8 andlit. Græni maðurinn Skorinn út í áttstrendan stein- skírnarfont í St. Lawrence church í Evesham í Worcesterskíri á Englandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.