Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006 | 7 F yrir rúmlega tíu árum lá leið okkar Bjarna Bjarnasonar rit- höfundar oftar en ekki niður að Tjörn í miðbæ Reykjavík- ur. Við vorum hugsandi skáld og tókum okkur helst of hátíð- lega. Hugsunin var þó skýr og þráin einlæg: Við vildum nærast á listsköpun sem við gæt- um deilt með öllum öðr- um – og það helst á stundinni. Við vildum lifa í núinu og verða listamenn núsins. Morgundagurinn skipti ekki máli, á morgun gætum við allt eins verið dauðir og frægðin ekki það sem skipti okkur mestu máli. Efst í huga okkar var að geta lif- að á listinni og tengjast öðrum gegnum sköp- un okkar eins fljótt og auðið var. Við vorum auðvitað ekkert annað en snillingar. En þó þrá okkar væri hrein og bein, reyndist okkur öllu erfiðara að koma ávöxtum hennar á framfæri og miðla henni til allra sem fóru á mis við listina. Spjallrásir á netinu voru þá ekki þróaðar eins og nú og bloggsíður ekki komnar í tísku. Við vildum því gefa út bækur sem allir hefðu tök á að lesa og umfram allt: Skilja hinn áríðandi boðskap sem við höfðum fram að færa – en sem þegar allt kom til alls var auðvitað ekki frá okkur kominn heldur hinum guðdómlega anda sem blés hann okk- ur í brjóst ævinlega með jafn óvæntum hætti og var hafinn út fyrir mannlega fjötra og efn- iskvaðir hins daglega lífs. Ólík örlög Ekki þarf að lýsa örlögum okkar Bjarna þeg- ar leiðir skildu. Þau þekkja flestir sem fylgj- ast með bókmenntum. Bjarna biðu ýmis og virt bókmenntaverðlaun, (þó það vilji gleym- ast í dag), mín sjö ára útlegð í París, þar sem ég skrifaði bara 20 bækur og stóð fyrir sama fjölda myndlistarsýninga, án nokkurra mark- verðra viðurkenninga. Bitur reynsla af sveiflukenndum við- brögðum frústreraðra útgefenda, sem sögðu já og nei á víxl, í bland við listræna sérstöðu, og ekki síst frumlega en umfram allt óhóf- lega sköpun, fyrir utan allt annað sem ég læt hér ónefnt en skiptir mestu máli þegar upp er staðið, urðu til þess að ég tók mér nabískt vald í hendur, (en það gerist þegar maður verður sinn eigin herra og meistari, húsbóndi og gúrú) og varð sjálfur í einni svipan útgef- andi, skáld, hugsjónamaður, bókari, sölumað- ur, myndlistarmaður, stuðningsfulltrúi á sam- býli sem þáði mánaðarleg laun en sótti líka um listamannalaun, sjósundmaður, kennari í glermálun og númeralógíu, kvikmyndagerð- armaður, kattavinur, munkur og jógaiðkandi – og það meira að segja í andlegum skilningi sem hugleiðir í þægindastól úr ekta leðri, en um leið umhverfissinni og einlægur bjart- sýnismaður… Og og og – því má heldur ekki gleyma – þar að auki og allt í senn: Vinur Gunnars Dal og Geirlaugs Magnússonar í sömu andránni. Ja hérna, hvernig var allt þetta hægt, spurðu menn hver annan. Sumir kölluðu mig kraftaverkamann. Aðrir spáðu því að ég myndi springa úr ofvirkni á hverri stundu. Samt fannst mér ég vera latur. Og í samræmi við dapurlegan dóm samvisk- unnar létu laun erfiðisins á sér standa. Ef eitthvað var stækkaði gatið í buddunni. En það sem verra var: Vofa ódauðleikans sem við Bjarni óttuðumst allra mest forðum daga reis nú hærra og hærra yfir höfði okkar. Myndum af mér í blöðunum fjölgaði í takt við umsókn- irnar um listamannalaunin og öll neiin og voru í öfugum takti við afköstin – jafnvel gæðin. Fylgdu frægðinni þá engin fríðindi? Sumir tóku af mér ómakið og kvörtuðu undan auk- inni misskiptingu í þjóðfélaginu, aðrir að þeir skyldu ekki fá listamannalaun o.s.frv. Enn aðrir runnu á rassinn með allar hugsjónir sín- ar þegar þeir fengu annaðhvort himinháar stöðumælasektir eða styrkina sem þeir höfðu sótt um í 20 ár og vissu aldrei hve lengi þeir fengju að njóta. Á sama tíma möluðu pen- ingamennirnir gullið sitt. Sem betur fer. Ríkið fékk þá meira í kassann og vonir listamann- anna jukust á nýjan leik. Meira að segja Kal- man fékk bókmenntaverðlaunin, svo boð- skapur hans fékk nú hljómgrunn. Þá var ekki öll von úti enn. Sumir auðkýfinganna – eða kannski var það bara einn – voru (var) meira að segja svolitlir (lítill) hugsjónamenn (maður) og gáfu (gaf) listamönnunum peninga með táknrænum hætti. Nú voru menn löngu hættir að rífast um hugmyndafræði, kommúnisma og kapítalisma, nasisma og rasisma, búddisma eða taoisma, nyhilisma eða kredduisma, egos- entrisma eða collectivisma, masókisma eða nautnaisma, tantrisma eða skírlífsisma, kaffi- isma eða teisma, bílaisma eða gönguisma, virkjanaisma eða náttúruisma, lífræntrækt- aðafæðuisma eða skyndibitaisma og þráttuðu um það hvernig ætti að fjármagna ofurtrú manna á tilkomumiklum verksmiðjum og vél- um eða hvort fleiri en eitt blað ætti að ráða ríkjum á fjölmiðlamarkaðnum eða hvort og hvenær allir stjórnmálaflokkarnir yrðu eins og bara spurning um það eitt hver styddi hvern og hvaða ávinning hann hefði af því. Sumir vildu að vísu ennþá berjast með Heimsyfirráðahernum, því hann hafði völdin og peningana. En aðrir sáu lengra og heimt- uðu jafnrétti á öllum sviðum, líka á hugs- anavirkjunum, svo ekki sé talað um jafnrétti hinna allra leyndustu afkima kynjanna tveggja, ef ekki þriggja, jafnvel fjögurra. Borgin studdi umhverfisvæn viðhorf en tímdi ekki að splæsa í grænar tunnur til að flokka ruslið og sat uppi með allt blaðafárið í kring- um meinta barnanauðgara sem dómstólarnir voru hættir að ráða við, hvað þá skatt- fjárdráttinn, svo ekki sé talað um allar aug- lýsingarnar og fyrirsætu- og Hollywood- leikkonupistlana sem komu í stað menning- argreinarkorna Súsönnu Svavars og Skáldaspírukynningardagskrárviðleitninnar (en það voru vikuleg upplestrarkvöld í litlu rými sem bara um það bil 999.999.999 manns mættu reglulega á). Framtíð listamannsins Og inni í ódauðlega listasetrinu sit ég nú ásamt kettlingum tveimur: Kali (í höfuðið á gyðju tilfinninga, innblásturs og hinnar hreinu þrár) og Kunda (eftir Kundalini, lífs- orkunni og frumkraftinum sjálfum), þar sem við skiptumst á að klóra okkur í höfðinu, en líka annars staðar og spyrjum okkur: Hvern- ig gat þetta farið á þennan veg? Höfðu Íslendingar ekki lengur þörf fyrir frumlegt flæði skapandi nýrra listamanna? Nema þeim hafði tekist hið ómögulega: Að kjafta sér gat í gegnum þagnarmúr hinna óánægðu með stælum einum saman og ein- hverjum ímynduðum en kannski líka verð- skulduðum hæfileikum sem enginn féllst á að samþykkja nema að þeir fengju útrás á besta pappír í bestu umgjörð harðbandsins, ef ekki stálbandsins (því ekkert álbókband dugði í jafn framsækna útgáfu) og með best heppn- uðustu auglýsingaherferðinni og fallegustu bókarkápunum og lýsingarsterkustu gagn- rýnisröddunum í óvæntri menningarstand- pínu jólanna, svo vel féllu í hillu með sömu gervipottablómunum og sömu marglímdu postulínsvösunum og kannski sömu frí- merkjasafnbókunum, að ógleymdum öllum svarthvítu römmunum með myndunum af langlanglanglanglanglanglanglangafa og langlanglanglanglanglanglanglangömmu. Hver yrði framtíð listamannsins sem hélt að hlutverk hans skipti máli, að staða hans væri jafn þýðingarmikil og staða lögmannsins og læknisins, eða kennarans eða jafnvel dag- mömmunnar? Bar að greiða listamönnum laun? Og ef svo var hver átti þá að greiða þau? Allir hinir skattborgararnir sem voru upp til hópa hætt- ir að lesa bækur og höfðu allar afsakanir í heimi að þurfa ekki að lesa bækur og sem þar að auki sáu ekkert svo afskaplega merki- legt í þeim, þá sjaldan þeir lásu þær yfir jóla- steik og hvítöli, en gleymdu þeim þess á milli, enda hurfu þær jafnharðan og þær birtust á verslunarborðum hátíðarstandpínunnar og risið féll á Þursinum? Gat Listamaðurinn þá – ekki sætt sig við það göfuga hlutskipti að verða enn eitt ódauðlega skáldið sem ann- aðhvort svalt heilu hungri, eða skuldaði of mikið, eins og snillingurinn Mozart sem gaf heiminum milljón falt meira á einu sek- úndubroti en hann hefði fræðilega nokkurn tíma getað sólundað á þúsund lífsskeiðum, þó hann endurholdgaðist trekk í trekk á sama tilverusviðinu (sem kom auðvitað aldrei til greina af hans hálfu). Eða yrði hlutskipti listamannsins okkar (auðvitað bara þeim ímyndaða í þessari grein) það sama og lang- flestra annarra listamanna, að komast ekki einu sinni í tæri við ódauðleikann, heldur lifa í dauðaleiknum – eða lekanum – dag frá degi og láta klappa sér eða umbuna sér með hrós- yrðum fyrir að tjá sig illa, eða helst ekkert, og fyrir að eyða dýrmætri sköpunarorku í að rífast og skammast, þó mest út í sjálfa sig og umfram allt að gæta þess að vera aldrei sam- mála öðrum listamönnum heldur einangra sig út í horni, í von um að geta einhvern tíma skrifað góðan texta, eða búið til fallega mynd, eða góða tónlist, en vita innst inni, að þótt slíkt kraftaverk ætti sér stað – eða væri í raun og veru alltaf að eiga sér stað – þá skipti það engu máli, því að hvort sem það félli öðrum í geð og yrði jafnvel frægt á end- anum væri hann sjálfur raunverulega dauður – eða lifandi dauður, sem er jafnvel enn verra – og þeir sem hann samdi verkið fyrir fjarri góðu gamni eða þá slæmu gamni og búið að raka saman öllum peningunum sem fékkst fyrir verkið (eða hefði getað fengist fyrir verkið) og setja í sameiginlegan „úrelding- arsjóð“ sem hafði verið stofnaður rétt fyrir kosningar og sem enginn vissi fyrir víst hvaða hlutverki gegndi og var þar að auki orðinn fyrir langalöngu úreltur. Snillingar augnabliksins Hér er fjallað um ódauðleikann og hlutverk menningar og lista hér og nú. Eftir Benedikt Lafleur Höfundur er rithöfundur og útgefandi. Julie Taymor ræðst ekki á garðinn þarsem hann er lægstur í sínu nýjastaleikstjórnarverkefni, heldur er húnmætt í Metrópólitan-óperuna með eina af frægari óperum Mozarts, Töfraflautuna, í nýstárlegum búningi eins og við var að búast. Taymor er margt til lista lagt því ásamt því að leikstýra er hún einnig leikmyndahöfundur, búningahöfundur og grímu- og leikbrúðu- hönnuður. Hún á auk þess að baki nokkrar markverðar kvikmyndir svo sem Titus eftir samnefndu leikverki Shakespeare og Frida sem fjallar um hina víðfrægu mexíkönsku listakonu Fridu Kahlo. Sjónrænar brellur Töfraflautan er ævintýraópera í tveimur þátt- um og gerist í ímynduðu Egyptalandi og segir frá prinsinum Tamino og fuglafangaranum Papageno sem sameiginlega taka að sér að frelsa prinsessuna Paminu dóttur Nætur- drottningarinnar úr höndum hins illræmda Sa- rastro. Hin trúarlegi og táknfræðilegi heimur Moz- arts fær sín einkar vel notið í þessari stór- glæsilegu sýningu Taymor þar sem sjónrænar brellur svo sem fljúgandi fuglar og dansandi birnir ásamt hinni glitrandi Næturdrottningu heilla augu og eyru. Töfraflautan er huglægt ævintýri um andlegt og kynferðislegt þroska- ferli Tamino og Paminu. Í þessari uppfærslu segist Taymor hafa leitast við að draga fram í sviðsljósið dýptina í persónunum og forðast þannig hina stöðluðu og fullkomnu ímynd æv- intýraheimsins sem fegrar og veruleikaskerðir persónurnar. Hún segist vera í hópi þeirra sem aðhyllist töfraheim óperunnar en hafi líka viljað afhjúpa hina myrku hlið verksins sem falin er í sakleysislegri umgjörð annars snúins texta en aftur á móti sé auðkennd í hárfínum blæbrigðum tónlistarinnar. Stökkpallinn inn í túlkun sína á verkinu fann hún í ráðandi kjarna yrkisefnisins. Hún uppgötvaði að talan 3 var gegnumgangandi stef í verkinu, fyrst í forleiknum þar sem þrír strengir hljóma í full- komnum samhljóm, andarnir þrír, konurnar þrjár, píramídinn og hin heilaga þrenning. En áður en hún sökkti sér í að skoða tilvísanir í frí- múrararegluna og goðsagnaheim sögunnar varð hún heltekin af þríhyrndri ímynd kvik- sjárinnar sem fullkomins píramídalaga far- artækis sem hýst gæti bæði hið innra sem ytra landslag Töfraflautunnar. Við hönnun leik- myndarinnar var gengið út frá byggingarlist og rúmfræði og hannaðar voru þrjár kviksjár í viðbót, ferhyrnd, lítill hringur og stór sem ým- ist voru notaðar saman eða í sundur, allt eftir mismunandi senum. Snilldarlausn sem undir- strikaði hið einfalda og hreina form sem með töfrum sínum og áhrifamætti tryggir að Flaut- an leikur bæði á táknrænum og veraldlegum nótum sem gefur sýningunni aukna vídd og kraft. Persónur Töfraflautunnar lúta hér sam- svarandi lögmáli og leikmyndin í samspili hins mennska og þess táknræna sem sótt er í frum- efni jarðar og himintunglin. Stef Paminu er vatn, Tamino er eldur, Papageno og fuglarnir loft, Monostatos og hans losti er jörðin, Næt- urdrottningin er máninn og Sarastro sólin. Valinn maður í hverju rúmi Hér var valinn maður í hverju rúmi og var sér- staklega framúrskarandi söngur Nætur- drottningarinar, í höndum Erika Miklósa, sem er jú stjörnuatriði óperunnar og ávallt beðið með eftirvæntingu. Líkamsburður söngv- aranna er hér samofinn úr náttúrulegum hreyfingum og stílfærðum tilþrifum sem kom vel út í fínlegum skiptingum í leiktúlkun sem undirstrikaði tilfinningastef óperunnar, glettn- ina og loftkennt yfirbragð tónlistarinnar. Hér er á ferðinni mögnuð óperuuppfærsla frá Met- rópólitan og Taymor sem vonandi mun eiga sér framhaldslíf á fjölunum. Töfraheimur óperunnar Uppfærsla á óperu Mozarts, Töfraflautunni í Metrópólitan-óperunni í New York hefur vakið athygli. Uppfærslan er nýjasta leik- stjórnarverk hinnar virtu leikstýru og fjöl- hæfu listakonu Julie Taymor. Hinnar sömu og gerði garðinn frægan með söngleiknum The Lion King sem slegið hefur aðsóknarmet leikhúsa bæði í New York og London og er enn sýndur fyrir fullu húsi áhorfenda, enda þar á ferðinni stórkostleg leikhúsveisla. Eftir Pálínu Jónsdóttur palina@sjonlist.com Höfundur er leikkona, búsett í New York. Ljósmynd/Metrópólitan-óperan Töfraflautan á Metrópólitan Hin trúarlegi og táknfræðilegi heimur Mozarts fær sín einkar vel notið í þessari stórglæsilegu sýningu Taymor þar sem sjónrænar brellur svo sem fljúgandi fuglar og dansandi birnir ásamt hinni glitrandi Næturdrottningu heilla augu og eyru.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.