Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Ásdís Nú er úti veður vott.... 2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006 ! Um kvöldið endurlas ég Útlegð eftir Saint John Perse og varð hugsað þvílíkt grunnsævi ég hefði synt um daginn. Eða öllu heldur þvílíkar óravíddir skildu að dýpi kvöldsins og grynningar vinnudagsins og á hve löngu bili ég lifði. Með þetta var ég býsna ánægður, maður getur alltaf við sig vídd- um bætt. Skildi hinsvegar talsvert minna í Útlegð en síðast þegar ég las hana, að því er mér fannst, svo ég tók að lesa franska textann með þýðingu Sigfúsar Daðasonar, en útgáfan er tvítyngd eins og Versl- unarráð. Höldum okk- ur frá efninu, gaman væri ef kæmi fram kynslóð sem stærði sig af því að ganga aðeins styttra en fyrirrenn- ararnir. Blaðapistlar eru yfirleitt plebba- legt pex sem má skipta í sympatískt pex og ósympatískt. Einhver fleytir kerlingar, enda geta ekki allir varpað hnullungum í sandinn eins og Perse svo þeir haldi áfram að sökkva. Einhversstaðar rakst ég líka á þá fullyrðingu að bækur væru til þess að nota þær. Því var ég ósammála. En höldum okkur frá efninu. Franski hljómurinn í Útlegð Saint John Perse var miklu betri – og þarf engum að koma á óvart, þýðing er aldrei frumtexti. Ná- kvæmlega þessi tegund ljóðlistar er erfið í þýðingu, abstrakt, vitsmunaleg og lýrísk í senn, en á íslensku hefur ekki verið sagt neitt abstrakt. Ekki bara hljómurinn heldur merkingin líka, rétt eins og í sum- um fræðitexta sem er erfiður á ensku en vill verða botnlaus á íslensku. Þess má geta að ég kann ekki frönsku. Ekkert er ánægjulegra en að lesa bækur á tungu- máli sem maður kann ekki. Á dögunum las ég einar sex eða sjö bækur eftir Portú- galann Pedro Paixão. Ég kann ekki portú- gölsku. Til er fólk sem furðar sig á L’art pour l’art, rétt eins og listin fyrir listina sé ný hugmynd, og botnar ekki í hvernig bókmenntir geti falið í sér eigin tilgang. En höldum okkur frá efninu. Paixão er ekki Perse enda koma bækur hans út í þúsund eintökum og hann hefur ekki fengið Nóbel fyrir þær. Kannski eru les- endur hans, þótt fáir séu, einmitt bestu lesendurnir. Það má læra margt af því að kasta tíma sínum á glæ en líka á því að lesa ef maður notar ekki bækur heldur leyfir þeim að lifa. Höldum okkur frá efninu. Kanntu ekki mannasiði? sagði ég við dóttur mína af einhverju tilefni. Hún sagði jú en bætti við að þótt maður kynni mannasiði væri ekki þar með sagt að maður þyrfti alltaf að nota þá. Það sama má segja um mál- frelsið, það er ekki þar með sagt að maður þurfi alltaf að nota það þótt það sé mik- ilvægt. Maður nokkur suður í álfum kaus að tala um „frelsi frá“ í stað „frelsis til“. Annars er tími bókmenntanna líklegast liðinn. Margt af því sem í staðinn kemur er rusl, annað er skárra. Egill Gilzeneg- ger hefur sent frá sér bók sem mætti ef til vill nota sem viðmið í kennslu. Á morgun verður pappírinn sem geymir þessi orð settur í tætara, hakkaður í strimla og sendur í endurvinnslu. Ekkert varir deg- inum lengur. Meðallíftími blaðapistla er sáralítill. Eftir sundurlausa viku í blaða- körfunni er þeim hent. Meðallíftími evr- ópskra bóka er um það bil þrír mánuðir, lengri á Íslandi því hér eru þær allar sendar á söfn. Merkilegustu skáldverk seljast hinsvegar ekki neitt, eða brotabrot af því sem líklegt er að Gilzenegger selji. En höldum okkur frá efninu. Það er ekki hægt að súta dauða bókmenntanna nema í eina eða þrjár vikur og eitt haf, svo er vænlegt að snúa sér einfaldlega að ein- hverju öðru, einhverju sem felur í sér fal- lega glötun. Verst nýtti tími mannsins er sá sem hann ver í að hugsa um hvað hefði getað orðið. Það var ekki Pedro Paixão sem sagði það. Ekki hefur Útlegð Perse orðið mér til neins gagns, enn síður stökk- pallur á framabrautinni, ég hef ekkert getað notað hana. Fólk skrifaði einu sinni bækur sem fjölluðu ýmist í stuttu og tal- málskenndu eða framandi og myndhömr- uðu máli um að því liði illa. Annað fólk sem ef til vill leið ágætlega las bækurnar og hafði gaman af. En höldum okkur frá efninu. Um kvöldið endurlas ég Útlegð eftir Saint John Perse og varð hugsað því- líkt grunnsævi ég hefði synt. Grunn- sævi Eftir Hermann Stefánsson hermannstefans- son@yahoo.com Einn af raunveruleikaþáttunum hér íSvíþjóð sem hefur fengið hvaðminnsta athygli sjónvarpsáhorf-enda er þáttur sem nefnist Topp- kandídatarnir (Toppkandidaterna) og er þar vísað til framtíðarstjórnmálamanna. Ekki þykir jafnmikið fútt í þessari þáttaröð og öðr- um raunveruleikasápum eins og Paradise Hotel, Robinson eða Big Brot- her en óhætt er að segja að það sé meira vit í henni. Þátttakendur voru sex krakkar um tvítugt, þrjár stelpur og þrír strákar að sjálfsögðu. Þau voru valin úr hópi umsækjenda og mark- miðið var að setja saman hóp þar sem stjórn- málaskoðanir af öllum skalanum kæmu fram, en það var dómnefnd Sænska ríkissjónvarps- ins sem valdi þátttakendurna eftir miklar pæl- ingar. Eftir þrettán þætti kom í ljós um síð- ustu helgi hver vann 250 þúsund sænskar krónur sem sigurvegarinn átti vel að merkja að vera búinn að eyrnamerkja einhverjum málefnum eða félagasamtökum sem vinna samkvæmt hans hugsjónum. Vinstriróttæklingur var meðal merkimiða sem settur var á sigurvegarann, hinn 23 ára gamla Petter Nilsson. Hann atti m.a. kappi við umhverfisvænan frjálshyggjumann og hægri- sinnaðan femínista og umræðurnar urðu oft nokkuð áhugaverðar. Í ljós kom að jafnöldrum þátttakendanna fannst það hins vegar ekki þar sem áhorf úr þeim hópi var lítið, líklega mest vinir og aðstandendur þátttakendanna. Dygg- asti áhorfendahópurinn var hins vegar fólk yf- ir sextugu. Svo virðist sem bæði áhugi og þátttaka fólks í stjórnmálastarfi fari minnkandi þótt rann- sóknir á Íslandi bendi ekki til þess. Kjörsókn fer minnkandi víðast hvar í kjölfar minnkandi áhuga og þátttöku. Þátttaka í starfi stjórn- málaflokka er einn af mælikvörðunum og hún er skv. rannsóknum aðeins meiri en t.d. á hin- um Norðurlöndunum. Þær niðurstöður eiga þó við fólk á öllum aldri en samkvæmt erlendum könnunum fer stjórnmálaþátttaka ungs fólks síminnkandi. Þótt áhuginn og þátttakan sé e.t.v. enn til- tölulega mikil á Íslandi er ekki víst að það haldist svo. Ég veit ekki hvernig áhuginn er hjá þeim sem nú eru að komast á kosninga- aldur en eitthvað segir mér að léttvæg af- þreying eigi frekar upp á pallborðið hjá meiri- hluta þess hóps en jafnrétti kynjanna, skipting landsins gæða, hagvöxtur, Evrópusamstarf og sjávarútvegur. Þáttur eins og Toppkandídatarnir gerir víst ekki mikið til að breyta þeirri tilhneigingu nor- rænna unglinga að verða fráhverf stjórn- málum. Þættinum var ætlað að vera keppni í að koma hugmyndum á framfæri, hugmyndum þátttakendanna um hvernig æskilegast sé að breyta samfélaginu. Keppendurnir áttu að keppa um trúnað og atkvæði áhorfenda með mælsku og þekkingu og sýna að þeir gæfu sig alla í verkefnið. Sigurvegarinn átti að vera sá sem áhorfendum fannst líklegastur til að verða góður stjórnmálamaður og málsvari þeirra í framtíðinni. Þættinum var ætlað að örva ungt fólk til þátttöku í stjórnmálastarfi og sýna fram á að á það væri hlustað. Þetta eru allt háleit markmið en þegar aðaláhorfendahópurinn eru ellilífeyrisþegar er ljóst að þeim varð ekki náð. Ég virðist hafa sama smekk og ellilífeyr- isþegarnir. Horfði reyndar á minna en helm- inginn af þáttunum og get ekki fullyrt um gæði þeirra en fannst hugmyndin þó áhugaverð. Petter var minn maður, virtist einlægur, segja það sem hann meinar og var ekki með eitt- hvert uppskrúfað hjal um ekki neitt. Petter er heldur enginn nýgræðingur í stjórnmálastarfi þrátt fyrir ungan aldur. Hann er ekki flokksbundinn en hefur tekið þátt í ungliðastarfi ýmissa vinstrisamtaka, tekið þátt í mótmælastöðum og -göngum gegn innflytj- endapólitík og stríði. M.a. vegna stjórnmála- þátttöku sinnar fékk hann ekki ferðaleyfi til Bandaríkjanna eins og hinir fimm þægu þátt- takendurnir sem fóru í höfuðstöðvar Samein- uðu þjóðanna í New York í einum þættinum til að kynnast alþjóðastjórnmálum og hitta stjörnurnar. Einn af mælikvörðunum á þátttakendurna voru fjárhagsáætlanir þeirra, þ.e. í hvað færi verðlaunaféð? Dýr í útrýmingarhættu, heim- ilislausir, börn og unglingar voru meðal þess sem keppendurnir nefndu þar að lútandi. En Petter ánafnaði verðlaunafénu til róttækra ungliðasamtaka, pólitískrar bókaútgáfu og Pirate Bay tónlistarveitunnar. Varla er því hægt að kalla Petter popúlista og ekki er hann orðinn stjarna eins og oft vill verða um sigurvegara raunveruleikaþátta, a.m.k. hér í Svíþjóð. En ég vona að hann eigi framtíðina fyrir sér í pólitík. Það er kominn tími á end- urnýjun. Toppkandídatarnir Fjömiðlar Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com ’Svo virðist sem bæði áhugi og þátttaka fólks í stjórnmálastarfi fari minnkandi þótt rannsóknir á Íslandi bendi ekki til þess.‘ I Enn velta menn vöngum yfir fyrirbærinuSylvía Nótt og hvernig hún endurspeglar menningarástand þjóðarinnar. Því spegill er hún. Yfirborðskennd, hégómleg, fjölmiðla- sjúk, illa máli farin og undirgefin. Á hinn bóg- inn er hún falleg, fyndin, hæðin, krúttleg og síkát svo hér er íslenska þjóðarsálin lifandi komin; eins og hún vill sjá sig í speglinum en á stund- um í erfiðleikum með að sætta sig við. Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen tekur tónlistarflutning Sylvíu alvarlega í grein sinni í Lesbókinni dag og segir lagið hennar skemmtilegt. Það er auðvitað Þorvaldur Bjarni sem á heiðurinn af því og hefði sann- arlega höfuðið verið bitið af skömminni ef inn- anhússreglur RÚV um Söngvakeppnina hefðu orðið til þess að laginu væri vísað úr keppn- inni. Þjóðin kaus Sylvíu í einu þjóðaratkvæða- greiðslunni sem fæst framkvæmd hérlendis; í sjónvarpsleikjum um dægurtónlist. II Til marks um leikjaþörfina eru „landvinn-ingar SAM-félagsins í Grafarvogi“. Sæ- björn Valdimarsson, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins, skrifar í dag í Lesbók um hvað sé fram undan í kvikmyndageiranum ís- lenska. Bæði nýjar kvikmyndir og ný kvik- myndahús. Í Grafarvogi „… eru framkvæmdir að hefjast við byggingu á nýju kvikmyndahúsi sem er að rísa við íþrótta- og afþreyingar- miðstöðina sem kennd er við Egilshöll. Bíóið verður búið allra nýjustu tækni sem völ er á og verður með fjórum, misstórum sýning- arsölum. Sá stærsti mun taka við á fimmta hundrað gestum, en alls mun kvikmyndahúsið geta boðið samtals um eitt þúsund sæti.“ Það er ekki ónýtt að eiga slík þægindi í vændum. III „Hinn 22. desember sl. voru 100 ár liðinfrá fæðingu rithöfundarins Stefáns Jóns- sonar,“ segir Ástráður Eysteinsson bók- menntafræðingur í grein um þennan öndveg- ishöfund. „Hann var á sinni tíð í fararbroddi þeirra íslensku höfunda sem skrifuðu bækur fyrir unga lesendur og hans er minnst fyrir merkilegt frumherjastarf á þeim vettvangi, til dæmis fyrir bækurnar um Hjalta litla, en einnig fyrir að yrkja barnavísur sem urðu fleygar og eru enn. Til voru þeir samtíma- menn hans sem töldu þessi skrif dragbít á stöðu hans sem „alvöru“ rithöfundar. Okkur kann nú að þykja þetta annarlegt viðhorf en Stefán fann sjálfur glöggt fyrir þessu, eins og sjá má í dagbókum hans. Hann vildi vera met- inn að verðleikum fyrir barna- og unglinga- bækur sínar en jafnframt var honum í mun að öðlast viðurkenningu sem höfundur bóka fyrir fullorðna lesendur. Fyrir þá skrifaði hann smásögur og tvær skáldsögur, Sendibréf frá Sandströnd (1960) og Veginn að brúnni (1962). Hér skal ekkert um það fullyrt hvort við- brögð upphaflegra lesenda við þessum síðast- nefndu verkum hafi mótast af vitund um að þau voru skrifuð af „barnabókahöfundi“. En vera kann að þetta hafi haft sitt að segja í langtímaviðbrögðum þess fólks sem helst mótar viðhorf okkar til bókmennta, í sögu jafnt sem samtíð. Stefán hefur ekki notið sannmælis fyrir þessi verk og sérstaklega á þetta við um skáldsöguna Veginn að brúnni sem hér er til umræðu.“ Það var sannarlega tími til kominn að Stef- án Jónsson fengi verðuga skoðun. Neðanmáls Hvaða mögulega hag hafa Íslendingar af veru bandarísks her-liðs á Íslandi? Hvers vegna er þetta lið svo mikilvægt að Ís-lendingar þurftu að lýsa yfir stuðningi við Íraksstríðið til að halda í herinn, eins og formaður þingflokks Framsóknarflokksins heldur fram að hafi gerst?Að sögn stafar Íslendingum álíka mikil hætta af ytri óvini og Liechtenstein eða Mónakó. Enginn nema blaða- menn Morgunblaðsins geta bent á neina ástæðu fyrir neinn óvin til að ráðast á Ísland. Ísland hefur fengið að vera í friði vegna þess að við erum vopnlaus þjóð sem tekur ekki þátt í hernaði. Öryggi Íslands stafar fyrst og fremst af því að við ógnum ekki öðrum. Þeir sem telja að öryggi fylgi vopnum og hernaðarmætti ættu að flytja til Bandaríkj- anna. En meira að segja þeir vita að öryggið er ekki meira þar. Þrátt fyrir allan herinn. Þegar áhugi Bandaríkjastjórnar á því að loka her- stöðinni á Miðnesheiði kom fyrst fram vorið 2003 fékk ríkisstjórn Ís- lands fágætt tækifæri til að hugsa málin upp á nýtt, m.a. út frá hags- munum Suðurnesjamanna. Að semja um brottför hersins og tryggja jafnframt að hersvæðin yrðu hreinsuð með bestu fáanlegri tækni og bætt fyrir þau mengunarslys sem þegar hafa átt sér stað. Þess í stað voru málin dregin á langinn. Þau mistök má ekki endurtaka. Vera bandarísks herliðs á Íslandi og tilvist varnarsamningsins hefur haft ýmisleg neikvæð áhrif á íslenska utanríkisstefnu. Herþoturnar fjórar voru ástæðan fyrir því að Íslendingar „öxluðu ábyrgð“ og eru með herlið í Afganistan, hermenn sem þegar hafa orðið til að saklaust fólk hefur látið lífið. Til þeirra er vitnað þegar ríkisstjórn Íslands skipar landinu í hóp árásarþjóða í Írak í trássi við alþjóðalög og án þess að eftir samþykki Alþingis sé leitað. Fyrir þessar fjórar orrustuþotur eiga Íslendingar að ganga í hóp þeirra villidýra í alþjóðamálum sem ógna öðrum þjóðum og hafa þegar valdið dauða hundraða þúsunda á undanförnum misserum. Þessu má nú breyta og hætta þátttöku í her- námi Afganistans og Íraks. sj www.murinn.is 15.3. Ekki meir, ekki meir! Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.