Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006 | 5 með íslenskum og erlendum hönnuðum á Ís- landi? Ég held að það gæti verið gaman að fá nýtt blóð inn. Hugmyndin byggist á að fá íslenska hönnuði til að vinna með erlendum kollegum, að skapa skilyrði til samvinnu. Flestir hönn- uðir heima hafa lært erlendis og þekkja því fullt af fólki sem þeir gætu unnið með. – Hver er þín sýn á íslenskri hönnun í dag? Mér finnst vera mjög margt sniðugt að gerast og hlutirnir eru að þróast ótrúlega hratt. En ég held líka að Íslendingar eigi alls ekki að vera bara á Íslandi, heldur eigi þeir að fara út sem gestanemar eða til að vinna í lengri eða skemmri tíma. Það er besta leiðin til að kynnast annarri menningu, bæði í list- um og hönnun. Þetta eru svo nýjar greinar á Íslandi, við eigum okkur enga hefð miðað við önnur Evrópulönd. – Hverju býrð þú helst að eftir nám er- lendis? Það er tvímælalaust verklegi þátturinn. Hluti af náminu er að vinna með fyrir- tækjum, að skoða verksmiðjur, og það er mikil áhersla lögð á praktík. Í dag vinna hönnuðir aðallega á tölvuforrit og eru rosa- lega góðir í þrívíddarteikningu, en mér finnst þeir fyrir bragðið missa tilfinningu fyrir efn- inu. Það er mikilvægt að kunna að teikna á tölvu, en ég held að það þurfi að fara til baka inn á vinnustofurnar, til að missa ekki niður handverkið og hæfnina til að búa til áþreif- anlega hluti. – Þú smíðar þínar prótótýpur sjálf, kanntu að logsjóða og svoleiðis? Ég geri yfirleitt allt sjálf, en læt stundum gera hluti fyrir mig ef mig vantar græjur. Ég lærði þetta allt í skólanum þó ég sé að sjálf- sögðu ekki eins góð og sumt atvinnufólk. Maður hefur meiri tilfinningu fyrir hlutnum ef maður gerir hann sjálfur, þá veit maður betur hvað er hægt að gera og biðja um. Að sjálfsögðu er dýrt að gera prótótýpur, en ef ég get ekki komið við hlutinn finnst mér hann ekki vera tilbúinn, þannig að ég bý alla vega til módel. Ef ég er t.d. að hanna lampa er mjög erfitt að sjá hvernig hann lýsir í tölvu, það þarf að setja saman peru, efni og rafmagn til að það komi „í ljós“. Svo er feiki- mikið af nýrri tækni og efnum í dag, það þarf að fylgjast vel með. Það er jafnvel hægt að búa til sín eigin efni! Ég held að hönnun í dag snúist um að vera opinn og vakandi fyrir nýj- ungum en jafnframt að vera með fæturna á jörðinni, fingurna í efninu og höfuðið mátu- lega mikið í skýjunum. www.doggdesign.com Höfundur er listfræðingur. Púsl: Ljósakróna, málmur, plast, 2001. Hekla: hnífapör, pússað stál, 2005 (framl. Christ- ofle). Fuglinn sem flaug og skildi tímann eftir einan; upplifun með lýsandi fiskum og fjöðrum, 2001, með Fanneyju Antonsdóttur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.