Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006
Leikkonan unga Keisha Castle-Hughes, sem tilnefnd var til
Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í
kvikmyndinni Whale Rider árið
2004, mun leika
Maríu mey í kvik-
myndinni Nati-
vity, en tökur á
myndinni hefjast
á Ítalíu hinn 1.
maí. Myndin seg-
ir sögu Maríu og
Jósefs áður en
Jesús Kristur
fæddist og fjallar
um ferðalag
þeirra frá Nas-
aret til Betlehem. Fjölmargar per-
sónur úr Biblíunni koma fyrir í
myndinni, svo
sem Heródes
konungur, Jó-
hannes skírari og
vitringarnir þrír. Leikstjóri mynd-
arinnar er Catherine Hardwicke
sem gerði meðal annars myndina
Thirteen árið 2003. Stefnt er að
frumsýningu Nativity hinn 1. des-
ember næstkomandi.
Leikarinn Benicio Del Toro munleika Úlfamanninn í endurgerð
kvikmyndarinnar The Wolf Man frá
árinu 1941. Del
Toro, sem fædd-
ist á Púertó Ríkó
og fékk Ósk-
arsverðlaunin
fyrir hlutverk sitt
í Traffic, mun
leika hlutverk
manns sem
breytist í varúlf
eftir að hafa verið
bitinn af úlfi. Vonast er til að tökur á
myndinni geti hafist á næsta ári og
stefnt er að frumsýningu hennar
sumarið 2008. Ekki hefur verið
ákveðið hver leikstýrir myndinni en
handritshöfundur verður Andrew
Kevin Walker sem meðal annars
skrifaði handrit að kvikmyndunum
Seven og Sleepy Hollow. Uppruna-
lega myndin gerðist í Englandi sam-
tímans en endurgerðin mun gerast á
Viktoríutímabilinu.
Harrison Ford er tilbúinn til þessað skella sér aftur í sitt uppá-
haldshlutverk og hefja tökur á
fjórðu myndinni um fornleifafræð-
inginn og æv-
intýramanninn
Indiana Jones.
Þetta kemur
fram í viðtali
sem þýska
tímaritið Fit for
Fun tók við
leikarann. „Ég
og Steven
Spielberg erum
komnir með
handrit sem
okkur líkar báð-
um mjög vel.
Ég hugsa að við
getum hafið tökur mjög fljótlega,“
sagði Ford í viðtalinu. Síðasta kvik-
myndin um Indiana Jones kom út
árið 1989 og hét Indiana Jones and
the Last Crusade. Þar fór Sean
Connery með hlutverk föður Indi-
ana Jones, en ekki er vitað hvort
hann leikur í fjórðu myndinni. Ford,
sem er orðinn 63 ára gamall, segist
treysta sér fullkomlega til þess að
leika hlutverkið. „Ég þarf kannski
að æfa mig svolítið með svipuna til
þess að koma í veg fyrir að ég slasi
mig og aðra,“ sagði leikarinn.
Demi Moore mun leika ásamtþeim Kevin Costner og Willi-
am Hurt í spennutryllinum Mr. Bro-
oks. Myndin fjallar um mann, sem
leikinn er af
Costner, sem á
sér morðótt hlið-
arsjálf, sem leik-
ið er af Hurt.
Moore leikur
lögreglukonu
sem rannsakar
morðin, en áttar
sig fljótlega á
því að hún getur orðið næsta fórn-
arlamb. Tökur á myndinni hefjast í
Louisiana í apríl, en leikstjóri mynd-
arinnar er Bruce Evans.
Erlendar
kvikmyndir
Benicio Del Toro
Harrison Ford
Demi Moore
Keisha Castle-
Hughes
Það kom mér svosum ekkert á óvart aðversta myndin í hópi tilnefninga tilbestu myndar ársins skyldi hljóta Ósk-arinn, þ.e. kynþáttaátakadramað
Crash. Það að þessi meingallaða og yfirborðs-
kennda kvikmynd skuli hafa hlotið verðlaun um-
fram gullmola á borð við Brokeback Mountain er
enn eitt dæmið um hversu lítið mark er takandi
á Óskarsverðlaununum – einu er þó hægt að
treysta: Besta myndin vinn-
ur aldrei.
Nógu furðulegt þótti mér
að Crash skyldi yfirleitt vera
tilnefnd. Og þó. Crash hefur
ýmsa Óskarsvæna þætti,
m.a. það að taka fyrir málefni sem brennur á
bandarísku þjóðarsálinni, en Óskarsverðlaunin
hafa í gegnum tíðina ekki síður snúist um að
kjósa menn og málefni en myndir. Crash er einn-
ig gerð eftir uppskrift sem virðist orðin samnefn-
ari „listrænna meginstraumsmynda“, þ.e. að
tefla fram breiðu persónusafni (fulltrúum ólíkra
þjóðfélagshópa) og fá vel valda og þekkta leikara
í sem flest hlutverkanna, leikara sem fyrir vikið
fá Óskarsglýju í augun og setja sérstakt púður í
túlkun sína.
En það kaldhæðnislegasta við það að Crash
skuli hafa hlotið Óskarsverðlaun í krafti fram-
lags síns til baráttunnar gegn kynþátta-
fordómum er sú bagalega staðreynd að hún á
slíka viðurkenningu síst skilið. Að mínu mati ein-
kennist kvikmyndin nefnilega af yfirborðslegri,
tilgerðarlegri og á köflum fordómafullri umræðu
um kynþátta- og stéttaátök í bandarísku sam-
félagi. Yfirborðskenndri og tilgerðarlegri vegna
þess að persónurnar virðast fæstar af holdi og
blóði, heldur birtast þær allar sem málpípur og
holdgervingar tiltekinna „viðhorfa“ í umræðunni,
og þá er unnið út frá umræðu sem er á ein-
staklega lágu plani, er einfölduð og jafnvel hlaðin
fordómum. (Gagnrýnandi New York Times lýsti
þessu sem svo að allar persónur hefðu nákvæm-
lega tvær hliðar; aðra jákvæða og hina neikvæða,
þ.e. önnur táknaði tiltekin rök og hin táknaði
mótrökin.)
Þetta kemur skýrast fram í umræðu mynd-
arinnar um fordóma gegn blökkumönnum í
bandarísku samfélagi. Þar er svörtum persónum
teflt fram sem nokkurs konar prófsteini á til-
teknar fordómahlaðnar kenningar um ástæður
þess að blökkumenn tilheyri fátækustu og
lægstu stéttunum og búi í hrörlegustu hverf-
unum, með hæstu glæpatíðnina. Persóna í mynd-
inni, háttsettur aðili innan lögreglunnar, les yfir
starfsbróður sínum og minnir hann á þá fordóma
sem almennt eru ríkjandi gagnvart blökkumönn-
um, þ.e. að erfið samfélagsstaða þeirra sé þeim
sjálfum að kenna en ekki þeirri staðreynd að
svartir eru almennt útilokaðir frá forréttindum
samfélagsins. Samkvæmt þessu viðhorfi eru for-
dómarnir ekki ástæða bágrar samfélagsstöðu
blökkumanna, heldur afleiðing þeirra eigin
gjörða. Þeir séu svo meingallaðir að þeir velji
sjálfir að stefna lífi sínu í dópneyslu, glæpi og
loks glötun, með því að berjast ekki nógu vel
gegn aðstæðum sínum.
Í stað þess að mótmæla, kryfja og þar með
varpa ljósi á þessa fordómakenningu styður
kvikmyndin hana með því að láta tvær svartar
persónur „sanna“ tilgátuna. Þar fylgjumst við
með tveimur bræðrum, annar hefur rifið sig upp
úr erfiðum uppeldis- og félagslegum aðstæðum
og gerst mikilsvirtur rannsóknarlögreglumaður,
hinn ástundar smáglæpi og steypir sér að lokum
(sjálfur) í glötun, þrátt fyrir margítrekaðar við-
varanir bróður síns. Síðan er teflt fram þriðju
svörtu persónunni, vel stæðum og fáguðum
blökkumanni, sem látinn er segja við smákrimm-
ann að hann skammist sín fyrir hegðun hans (og
þá fyrir hönd kynþáttar þeirra).
Það er mér hrein ráðgáta að kvikmynd sem í
gegnum eigin rökræðu miðlar svo staðlaðri og
yfirborðskenndri hugmyndafræði skuli vera
fagnað sem merku framlagi til umræðunnar um
ójöfnuð og kynþáttaátök í Bandaríkjunum.
Kannski er svarið einfalt, þ.e. að myndin eigi vin-
sældir sínar að þakka því á hversu yfirborðs-
kenndan hátt hún tekur á flókinni umræðu og
hversu einföldum lausnum hún teflir fram: Að
allt snúist þetta einfaldlega um val einstaklings-
ins – því þurfi lítið að gera til að auka jöfnuð í
samfélaginu.
Fordómar undir fögru skinni
’Kvikmyndin styður fordómakenninguna.‘
Sjónarhorn
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
S
amdrátturinn sem hófst 2004 í bíó-
aðsókn, hélt áfram með auknum
þunga víðast hvar í fyrra. Íslenskir
kvikmyndahúsaeigendur geta verið
ánægðir með sinn hlut, sem var
svipaður í fyrra og undanfarin ár,
Englendingar og Danir sóttu í sig veðrið, bíófor-
kólfar þessara þjóða ætla sér engu síður að gera
betur í ár líkt og aðrir.
Nýtt kvikmyndahús í Grafarvogi
Engar stórbreytingar eru fyrirsjáanlegar á
kvikmyndahúsrekstri eða bíómyndadreifingu í
Reykjavík, líkt og undanfarin ár eru það þrír að-
ilar sem halda nánast utan um bíómarkaðinn.
SAM-félagið, sem á og rekur m.a. Sambíóin á
Reykjavíkursvæðinu og á nokkrum stöðum úti á
landi; Sena, sem komst fyrir skömmu í eigu fjöl-
miðlarisans Dagsbrúnar, á hennar könnu eru
m.a. Smárabíó og Regnboginn í
Reykjavík og Borgarbíó á Ak-
ureyri. Þriðji aðilinn er Laug-
arásbíó sem á og rekur sam-
nefnt kvikmyndahús.
Einu umtalsverðu breytingarnar á bíólands-
laginu á höfuðborgarsvæðinu eru landvinningar
SAM-félagsins í Grafarvogi. Þar eru fram-
kvæmdir að hefjast við byggingu á nýju kvik-
myndahúsi sem er að rísa við íþrótta- og afþrey-
ingarmiðstöðina sem kennd er við Egilshöll.
Bíóið verður búið allra nýjustu tækni sem völ er
á og verður með fjórum, misstórum sýning-
arsölum. Sá stærsti mun taka við á fimmta
hundrað gestum, en alls mun kvikmyndahúsið
geta boðið samtals um eitt þúsund sæti.
Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri inn-
kaupa- og dreifingarsviðs SAM-félagsins, segir
að vonir standi til að Sambíóið í Grafarvogi verði
opnað í október-nóvember, með Flags of Our
Fathers. Einni af stórmyndum ársins, og tekin
var í Krýsuvík og Sandvík á Reykjanesi í sumar
sem leið. Reynt verður að fá leikstjórann, Clint
Eastwood, til að vera viðstaddan frumsýn-
inguna. Hann undi sér einkar vel á „landinu
bláa“, en Flags of Our Fathers var tekin að
miklu leyti hér heima, tökudagarnir urðu 27,
sem er há tala því tækninni fleygir fram og töku-
tími hefur styst verulega með hverju árinu sem
líður.
Sýningin á Flags of Our Fathers, leiðir hug-
ann að því að myndir sem teknar eru að ein-
hverju leyti á Íslandi, ganga mikið mun betur
hér heima en í nágrannalöndunum. Nýjasta
dæmið er Batman Begins, sem filmuð var á sín-
um tíma í Skaftafelli og víðar. Íslenskar aðsókn-
artölur voru a.m.k. fjórfalt hærri en í öðrum
Evrópulöndum. Sama máli gildir um aðrar bíó-
myndir sem komið hafa við sögu hér heima á
framleiðsluferlinum.
Bond myndirnar A View to a Kill og Die Anot-
her Day, gengu hlutfallslega langbest á Íslandi
af Evrópulöndum, sama máli gegnir um æv-
intýramyndina Lara Croft: Tomb Raider, það
má gera því skóna að nýja myndin hans Eastwo-
ods á örugglega eftir að ganga vel í landann.
Hjá Senu eru menn mjög ánægðir með að-
sóknina, líkt og keppinautar þeirra hjá Laug-
arásbíói og SAM-félaginu. Sem fyrr segir er
Sena nú hluti Dagsbrúnarveldisins og er í við-
ræðum við tvo aðila um byggingu á nýju kvik-
myndahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Líta þær við-
ræður mjög vel út að sögn Björns Sigurðssonar
framkvæmdastjóra Senu. Hann gat þess líka að
fyrirtækið stefndi að því að fara af krafti inn í ís-
lenska kvikmyndaframleiðslu.
Vantar vinsælar, íslenskar bíómyndir
Báðir, Björn og Þorvaldur, kvörtuðu undan litlu
framboði á íslenskum bíómyndum. Ef innlendir
kvikmyndagerðarmenn hitta naglann á höfuðið
er metaðsókn tryggð, en slíkt hefur tæpast gert
síðan Hafið, eftir Baltasar Kormák, var sýnd ár-
ið 2002. (Þetta sanna einnig aðsóknartölur er-
lendu myndanna sem teknar voru hérlendis.) Þá
er verið að ræða um aðsóknartölur yfir fimmtíu
þúsund, slíkur fjöldi breytir miklu fyrir alla við-
komandi og styttist vonandi í að hann fari að láta
sjá sig í kvikmyndahúsum á ný.
Vonir eru bundnar við stórmyndina Bjólfs-
kviða – Beowulf & Grendel, eftir Sturlu Gunn-
arsson, sem verður frumsýnd síðar á árinu, líkt
og Börn og foreldrar eftir Ragnar Bragason.
Tökur eru að hefjast á tveimur myndum sem
hugsanlega verða tilbúnar fyrir áramót; Köld
slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs Björnssonar,
og Mýrin, þar sem Baltasar Kormákur heldur
um stjórnartaumana. Sú síðarnefnda er nokkuð
örugg um að ná til fjöldans, þar sem hún er
byggð á metsölubók Arnaldar Indriðasonar um
Erlend rannsóknarlögreglumann, sem er með
ólíkindum vinsæll hérlendis sem víðar. Þá gerði
Baltasar síðasta, umtalsverða kassastykkið og
stýrði að auki 101 Reykjavík (’00), sem féll í góð-
an jarðveg hjá bíógestum.
Að ári verða að öllum líkindum frumsýndar
nokkrar, íslenskar myndir, m.a. Óvinafagnaður í
leikstjórn Friðriks Þórs, Veðramót eftir Guð-
nýju Halldórsdóttur, Astrópía, leikstjóri Gunnar
B. Guðmundsson og The Good Heart eftir Dag
Kára. Í þessum hópi spái ég að leynist a.m.k.
tvær topp-aðsóknarmyndir.
Bandaríkjamenn á bensíngjöfinni
Kvikmyndaiðnaðurinn í Bandaríkjunum er að
hleypa af stokkunum víðtækum rannsóknum til
að reyna að draga úr minnkandi aðsókn í kvik-
myndahús, leita ráða til að bæta framleiðsluna
og almennt að kanna hvað það er sem þarf til að
lokka áhorfendur í auknum mæli inn í kvik-
myndahúsin.
Þar vestra kom nýlega fram í leynilegri skoð-
anakönnun sem kostuð var af kvikmyndaver-
unum, að yngri bíógestir eru ekki nándar nærri
jafntrúir og tryggir kvikmyndahúsunum og þeir
eldri. Niðurstaðan hefur aukið enn á áhyggjur
kvikmyndaframleiðenda og bíóeigenda, sem
voru ærnar fyrir. Það er deginum ljósara að
Hollywood þarf að stíga fastar á bensíngjöfina
og finna leið til að stöðva óheillaþróunina, helst á
þessu ári og ekki síðar en á því næsta. Þar hugga
menn sig við að 1,4 milljarðar seldra miða á síð-
asta ári er góð viðbót við lágmarkið, 900 millj-
ónir, sem var náð árið 1970. En það dugar
skammt. Sem kunnugt er, eru Sony og fleiri raf-
eindarisar að hanna nýja, stafræna tækni sem
skilar miklu betri myndgæðum á tjaldið og von-
andi fleiri gestum í salinn. Aðalvandamálið er
samt sem áður nú sem nokkru sinni fyrr: Það
vantar einfaldlega betri myndir.
Sóknarhugur í kvikmyndageiranum
Á árinu 2005 dróst bíóaðsókn verulega saman,
með undantekningum líkt og hérlendis, en hvar-
vetna ætla menn að gera betur í ár.
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@-
heimsnet.is Morgunblaðið/ÞÖK
Arnarfell Kvikmyndin Flags of our Fathers verður opnunarmynd nýja kvikmyndahússins í Grafarvogi með haustinu.