Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Side 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. maí 2006 ! Nýlega kom upp mál í Banda- ríkjunum sem fékk mig enn og aftur til að velta fyrir mér lyg- inni sem býr að baki hugtakinu „almenningsrými“. Orðið bend- ir til þess að um sé að ræða rými þar sem fólki sé frjálst að tjá sig á almannafæri en sann- leikurinn er að rýminu er stjórnað af ríkisvaldinu og hver samfélagsþegn verður að haga sér samkvæmt því. Gott og vel – það eru ákveðnar reglur sem almenningur hefur komið sér saman um og sumar þeirra eru ágætar (t.a.m. þær sem geta hindrað ofbeldi og skemmd- arverk). Hins veg- ar er til bálkur af óskráðum reglum sem finnast ekki í neinum lögum. Þær kemst hver sá upp á kant við sem reynir að haga sér „óeðlilega“ í almenningsrými. Það er til einföld tilraun sem allir geta reynt – að klæða sig furðulega upp og halda að næsta samkomuplássi. Ég hef heyrt vitnisburð fólks sem hefur unnið við trúðsstörf á almannafæri og hann er gjarnan ófagur – svo virðist sem almenningur gefi sér veiðileyfi á hvern þann sem dirfist að klæðast slíkri vitleysu. Þetta brýst helst fram í munn- legum árásum. Eitt sinn var kærastan mín íklædd búningi á vegum Götuleik- hússins úti á götu þar sem fjöldi bíla hægði á sér svo farþegarnir gætu betur æpt meiðyrði að henni. Sú bitra lífs- reynsla endaði með ljóðrænu réttlæti þegar einn ökumaður var of einbeittur við að æpa hástöfum „brenndu í hel- víti!“ til að hafa augu með umferðinni og klessti beint aftan á rassinn á bílnum fyrir framan. Enginn meiddist en nokk- uð var um hlátur. Það er mikið til af sögum af fólki sem lendir upp á kant við almenning vegna óvanalegrar hegðunar án þess þó að brjóta nokkur lög. Í besta falli veldur slík hegðun aðeins hljóðlátu fussi og sveii en í versta falli getur hún leitt til líkamsárása – eða, líkt og í til- viki fimm ungra kvenna í Ohio, til hand- töku og mögulegrar lögregluákæru. Atvikið má rekja til vefsíðu á vegum náunga sem kallar sig „Poster Child“ (www.qwantz.com/posterchild). Hann telur almenningsrýmið hafa verið yf- irtekið af auglýsingum þar sem hvorki er pláss fyrir list né frjálsa tjáningu og öllu leyfilegu efni er miðlað í gegnum auglýsingastofur. Af því tilefni hefur hann hvatt alla samfélagsþegna til að sýna andstöðu í verki með því að koma fyrir eða setja upp spurningabox eins og voru í gömlu Super Mario Bros.- tölvuleikjunum frá Nintendo – kassarnir sem hægt var að hoppa upp í og fá pen- ing, svepp, stjörnu eða önnur „power- up“. Á síðunni má finna leiðbeiningar að því hvernig setja má saman slík box ásamt fjölda ljósmynda frá áhugasöm- um sem hafa hengt gripina upp um bæi hvarvetna um heim og fylgst með fólki fyllast undrun og gleði eða einfaldlega hringja í yfirvaldið og kvarta – því hvað annað er hægt að gera þegar maður gengur fram á eitthvað sem lagast ekki að vanafestunni? Þetta hlaut að fara illa að lokum. Þegar fimm ungar konur settu upp Mario-kassa á víð og dreif um bæinn Ravenna í Ohio af tilefni fyrsta degi aprílmánaðar þessa árs endaði það með sprengjusveit og látum vegna áhyggna almennings gagnvart litríkum pappa- kössum sem gætu mögulega innihaldið sprengjur. Í fréttunum lýstu lög- reglumenn því yfir að í hættulegum heimi væri einfaldlega ekki hægt að láta svona. Engu að síður sluppu stúlkurnar við ákærur. Því hvet ég alla landsmenn til að fylgja fordæmi þeirra, sýna sam- stöðu, föndra kassa af öllum stærðum og gerðum og hengja upp í hvern staur – eða einfaldlega skapa eitthvað nýtt, koma því fyrir í næstu verslunarmiðstöð og reyna (löglega) að koma rýminu aft- ur til fólksins og úr klóm auglýs- ingastofanna. Meiri list á almannafæri! Áfram Maríó! Maríó kemur til bjargar! Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com Í nýlegu viðtali við blaðamanninn og ritstjórann David Remnick í banda- ríska sjónvarpsþættinum The Daily Show, hinni skemmtilegu skopstæl- ingu á hefðbundnum sjónvarps- fréttum sem Jon Stewart stjórnar á kapalstöðinni Comedy Central, kom ýmislegt athyglisvert fram varðandi stöðu fréttaflutn- ings af Hvíta húsinu. Remnick, sem hlaut Pu- litzer-verðlaunin árið 1994, er ritstjóri hins virta tímarits New Yorker og hefur gegnt þeirri stöðu síðan 1998. En þótt um krefjandi stöðu sé að ræða hefur Remnick ekki gefið sjálft blaðamannahlutverkið upp á bátinn, heldur sinnir því af ástríðu og skrifar reglulegar fréttagreinar fyr- ir tímaritið sem hann rit- stýrir. Hann var staddur í sjónvarpssal til að kynna nýútgefna bók sína, Reporting, safn greina sem hann hefur skrif- að undanfarinn áratug. Athyglisverðast í sam- ræðum þeirra Remnicks og Stewarts var þeg- ar talið barst að þeim margvíslegu vanda- málum sem þeir blaðamenn, sem fjalla um málefni Hvíta hússins, standa frammi fyrir hvern einasta dag, en vandamálin kjarnast e.t.v. í laumuspili og leynd ráðamanna en flestir eru sammála um að stjórn Bush sé sú þögulasta í manna minnum. Remnick hélt því fram að blaðamennska eins og hún hefur tíðk- ast hingað til í sambandi við forsetaembættið – blaðamenn mæta dag hvern á þar til skil- greinda blaðamannafundi með kynningarfull- trúa stjórnarinnar í Hvíta húsinu – sé gagns- laus orðin. Fundir þessir séu ekkert annað en sjónarspil, leikrit sem sett eru á svið til að hefta flæði upplýsinga. Gamalreyndir rann- sóknarblaðamenn, á borð við Seymour Hersh, líti á það sem tímasóun að sækja fundina og leiti annað eftir upplýsingum. Vert er að staldra við þessa staðhæfingu, ekki vegna þess að efast beri um sannleiksgildi hennar, heldur vegna þess að hún býður annars konar hugsun heim. Hvað ef sjónarspil og gam- anleikir hafa tekið við af hefðbundnum frétta- flutningi sem helsta vígi andófs bandarískrar menningar gagnvart ólýðræðislegum stjórn- háttum? Gamanleikir á borð við The Daily Show? Það sem rennir stoðum undir þessar hug- leiðingar er atburðurinn sem átti sér stað 29. apríl síðastliðinn, en þá var haldinn hinn ár- legi samfagnaður Hvíta hússins og fréttarit- ara er þar starfa. Um er að ræða risavaxna veislu þar sem kokkteilar og kjólar flæða um salinn en fátt fréttnæmt á sér stað. Þar til í ár, þegar pólitíski grínistinn Stephen Colbert var fenginn til að skemmta viðstöddum, en Colbert er orðin þekktur fyrir þátt sinn The Colbert Report sem framleiddur er af áð- urnefndum Jon Stewart, enda hóf Colbert feril sinn í þætti Stewarts. Skemmtiatriði Col- berts við þessar kringumstæður er nú orðinn einn umdeildasti fjölmiðlaviðburður ársins, og ekkert lát virðist vera á umtalinu og viðbrögð- unum. Í fyrstu fregnum sem bárust af viðburðum kvöldsins, en öll herlegheitin voru send út á C-SPAN sjónvarpsstöðinni (á netsíðu þeirra þar má sjá umrætt atriði með Colbert, og mæli ég með að allir sem hafa sítengingu gæði sér á atvikinu), var farið tiltölulega var- lega í sakirnar. Þeir sem á annað borð minnt- ust á Colbert héldu því fram að hann hefði hálfpartinn klikkað, að minnsta kosti ekki fengið góð viðbrögð, en margir fjölmiðlar slepptu algjörlega að tala um hann í frétta- flutningi sínum af kvöldinu, þ.á m. New York Times, Chicago Tribune og stórir sjónvarps- þættir. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að innan við viku síðar var framlag Colberts á allra vörum. Sérstaklega lífseig varð þó sagan um hversu misheppnað uppistand Colberts hefði verið – salurinn hefði verið algjörlega dauður meðan hann flutti atriði sitt. Þetta er að sumu leyti rétt – ef upptakan af uppistand- inu er skoðuð má sjá að fólk er hálf ringlað, það flissar og hlær en hættir síðan, líklega eftir að það gerir sér grein fyrir því að senni- lega sé það ekki góð hugmynd að láta í ljós of mikla ánægju yfir því sem fram fer. Það er jú verið að hæðast að yfirmanninum og allt er tekið upp. Sérstaklega áberandi er þó sú vantrú sem skín úr augum viðstaddra, er ein- hver virkilega að segja allt þetta frammi fyrir forsetanum, sem situr rúma tvo metra frá uppistandaranum, og þeim sjálfum? Þá kem- ur skýrt fram að Bush sjálfum finnst þetta ekki sniðugt, en nærmyndir af honum sýna brýrnar síga eftir sem líður á framsöguna. En hvert var innihald orðræðu Colberts? Jú, samkvæmt Todd Gitlin sem kennir blaða- mennsku við Columbia-háskóla í New York var hér á ferðinni svo hárbeitt gagnrýni að það kom öllum á óvart að hún skyldi eiga sér stað undir þessum kringumstæðum. Colbert tók fyrir helstu stefnumál Bush og fræga ósigra undanfarin ár, málefni sem fjölmiðlar eiga til að taka á með silkihönskum, og gerði óspart grín af þeim. Þetta gerði Colbert í formi oflofs, því persónan sem hann leikur í þáttum sínum er jú einstakur aðdáandi Bush. Niðurstaðan var hins vegar svo sláandi að sögur herma að samstarfsmenn Bush hafi gengið úr salnum og áhorfendum hafi mörg- um blöskrað. Þá var Colbert einkar gagnrýn- inn hvað frammistöðu hefðbundinna fjölmiðla varðar, og gæti það útskýrt dræma umfjöllun þeirra um hans eigin frammistöðu þetta kvöld. Mér segir þó svo hugur að Colbert hafi ekki lagt upp með prúðklædda gestina sem sinn markhóp – hann vissi að atburðinum yrði sjónvarpað og viðbrögð viðstaddra yrðu því hluti af gjörningnum, og þar eru viðbrögð sjálfs forsetans vitanlega mikilvægust. Það má því segja að Colbert hafi breytt kokkt- eilboði í þann andófsvettvang sem fjölmiðlar ættu að sjálfsögðu að vera, en það er að skoða hegðun ráðamanna ofan í kjölinn. Að þessu leyti hafði Remnick sennilega réttar fyrir sér en hann sjálfur hélt, og að raddir grínista eins og Stewarts og Colberts gegni æ mikilvægara hlutverki í fjölmiðla- og fréttalandslagi Colbert tekur völdin Fjölmiðlar Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ’Sérstaklega áberandi er þó sú vantrú sem skín úr aug-um viðstaddra, er einhver virkilega að segja allt þetta frammi fyrir forsetanum, sem situr rúma tvo metra frá uppistandaranum, og þeim sjálfum?‘ I „Sölutölur, staðsetning á tímabundnum sölu-listum, hafa aldrei skipt nokkru einasta máli í raunverulegu lífi, ég tala nú ekki um langlífi, bókmennta. Aldrei. Það er ekki nokkur vandi að sýna fram á það.“ Þetta segir Sigurður Páls- son skáld í bráðskemmtilegu viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar, og hann bætir við: „Nú, á sama tíma verða forlögin og allur mekanisminn að lifa af, ég veit það vel, þannig að sölulistasirkusinn og annar sirkus mun halda áfram. En gleymum okkur samt ekki alveg í samkvæmisleikjum.“ II Sigurður talar um stöðu bókmennta í sam-félaginu og bendir á að á tímum upplausnar í fjölmiðlun sé ágætt að muna að alvöru bók- menntatexti sé eilífur. Og hann er alls ekki á því að ljóðið, sem menn segja dautt með reglu- legu millibili, standi illa: „Það skyldi þó aldrei vera að landsliðið í ljóðlist væri bæði fjöl- breytilegra og sterkara en nokkurn órar fyrir, þá er ég bæði að tala um magn, þ.e. fjölda höf- unda, og gæði.“ III Sigurður bendir einnig á að í íslenskumbókmenntum sé ljóðið eina samhengið sem við höfum, það er í skáldskap. Og hann spyr hvort það sé virkilega einskis virði að leggja svolítið á sig til þess að taka þátt í þessu ævintýri ljóðlistarinnar sem sé kjarni ævintýrisins um samhengið. „Ef það er rétt að ljóðið sé dautt, þá er hjarta þess ævintýris dautt, ljóðlistin í öllum sínum fjölbreytileik sem hefur stöðugt haldið áfram að þróast. Í þeirri þróun felast lífslíkurnar.“ IV En viðtalið kemur á góðum tíma því íjanúar síðastliðnum voru liðin þrjátíu ár frá uppákomunni frægu í Háskólabíói þar sem listaskáldin vondu, eins og þau kölluðu sig, fluttu verk sín. „Þetta var hópur sem var mik- ið á móti því að vera hópur,“ segir Sigurður sem var í hópnum ásamt Steinunni Sigurð- ardóttur, Pétri Gunnarssyni, Þórarni Eldjárn, Guðbergi Bergssyni, Hrafni Gunnlaugssyni, Birgi Svan og Megasi. „Þessi samkoma var ótrúleg lífsreynsla – maður vissi ekki hvað var að ske,“ segir Sigurður en í bíóið komu 1.400 manns. Samt segir Sigurður að kynningar- trixin hafi bara verið tvö: Að muna eftir gamla fólkinu og að muna eftir börnunum. „Um þetta leyti var talað mikið um það í fjölmiðlum hve illa væri komið fram við gamla fólkið svo við auglýstum ókeypis inn fyrir ellilífeyr- isþega. Margir notfærðu sér það. Svo aug- lýstum við barnagæslu á staðnum sem var fá- heyrt í þá daga!“ V En hverju breytti uppákoman? „Þessiatburður vakti gríðarlegan áhuga ungs fólks sem var að íhuga að fara út á þessa braut, þetta framtak var köllunarhvetjandi. Löngu síðar hafa nokkrir vinir mínir sagt mér: Já, við vorum í salnum, þessi atburður var mikilvæg sönnun þess að skriftir væru einhvers virði. Einar Kárason var þarna, rúm- lega tvítugur, Einar Már sömuleiðis, Sjón líka, hann var fjórtán ára. Þannig mætti áfram telja. Þessi rokkstjörnukonsert bók- menntanna var hugljómandi fyrir þetta unga fólk sem var að máta sig við möguleikana í líf- inu.“ Neðanmáls Með Draumalandinu hefur Andri Snær fært hina lýðræðislegu um-fjöllun um stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksá nýtt stig. Bókin er ítarlega rökstudd gagnrýni á þessa stefnu. En það að setja fram rökstudda skoðun er ekki endir rökræðunnar. Það er miklu fremur upphaf. Rökin eru í raun forsenda þess að hægt sé að taka skoðunina – niðurstöðuna – til gagnrýninnar rannsóknar. Og nú er boltinn hjá fylgismönnum stóriðjustefnunnar. Boltinn er hjá Valgerði Sverris- dóttur, Geir Haarde, Halldóri Ásgrímssyni, Davíð Oddssyni, Árna M. Mat- hiesen, Þorsteini Hilmarssyni, Friðriki Sophussyni, Siv Friðleifsdóttur og fleirum. Ef þetta fólk ber einhverja virðingu fyrir lýðræðislegri umfjöllun – eins og það hefur stundum sagst gera – verður það að taka áskoruninni. Það er ekki hægt að sitja hjá, þegja, eða reyna að gera bókina tor- tryggilega án nokkurra raka. Lýðræðið kallar á rök, vegna þess að lýðræð- ið kallar á rökræðu. Það er ekkert lýðræði í því að meirihluti þumbist áfram og þegi í hel andstæðar skoðanir. Lýðræði kallar ekki bara á um- ræðu þar sem allir fá að tala en enginn þarf að hlusta. Lýðræðið kallar á rökræðu þar sem þeir sem fara með vald finna sig knúna til að svara rök- um með öðrum rökum, ekki þögn, og þar sem menn eru tilbúnir að beygja sig undir leikreglur rökræðunnar. Ólafur Páll Jónsson www.bokmenntir.is Lýðræði og rökræða Segir sig sjálft. Morgunblaðið/ÞÖK Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.