Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. maí 2006 | 11 Ísamantekt í blaðinu fyrir stuttu kom framað árlega berast hingað til lands um 40.900pakkar frá Amazon og sú ályktun dregin aðí þeim pökkum væru um 100.000 erlendar bækur. Vera má að í einhverjum hluta þessara pakka séu plötur, nú eða raftæki, fatnaður, hljóð- færi, snyrtivörur eða eitthvað enn annað af þeim 33 vöruflokkum sem Amazon selur. Líklegt þó að obbinn hafi verið bækur. Í greininni var bókabúðin mærð, svona rétt eins og menn syrgðu mjólkurbúðir þegar þær lögðust af, eða fiskbúðir, enda algengt að menn villist á formi og inntaki. (Gott dæmi um það er Dagur pappírsins sem haldinn er hátíð- legur ár hvert. Reyndar kallaður „Dagur bókar- innar“, en það er önnur saga.) Bókabúðir eru gagnlegar, þarfaþing jafnvel, en engin ástæða til þess að hafa þær innpakkaðar í steypu eða gler. Vissulega er gott að geta gengið inn í bókabúð, sest niður og fengið sér kaffi eins og í góðum slíkum verslunum í útlöndum og í þeirri ágætu bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum. Sú bókabúð er þó ekkert betri (eða verri) en hver önnur bókabúð á netinu hvort sem maður er að kaupa innbundinn áprentaðan pappír eða runu af rafboðum. Hví skyldum við syrgja steinsteypubókabúðir eða pappírsbækur? Bókabúðir eru eins ólíkar og þær eru margar. Það fer til að mynda ekki á milli mála þegar rölt er um Tottenham Court Road í Lundúnum að búðirnar þar eru ótrúlega ólíkar, Blackwells, hentar og sækja sér fróðleik og ráðleggingar til jafningja sinna, til þeirra sem skrifa um bækur sem þeir hafa lesið án þess að vera með háskóla- próf í bóklestri. Fróðleikur sá og ráðgjöf sem fæst í bókabúðum er ekkert endilega betri eða sannari en það sem sækja má á Amazon. Hvað segja tug- þúsundir íslenskra viðskiptavina Amazon annars um það? Við sem lesum, víst færri og færri en lesum meira og meira, kaupum bækur í bókabúðum, en ekki bara steinsteyptum bókabúðum. Við kaupum bækur á pappír og bækur á skjá. Allir þeir sem lesa reglulega lenda fyrr eða síðar í því að bókin sem þá langaði að lesa er ekki til í bókabúðinni (uppseld eða aldrei fengist) og þá leita þeir til Amazon. Eða Abebooks. Eða Powells. Eða Black- wells. Eða jafnvel á eBay, heimsins stærsta bóka- markað. Hví skyldum við syrgja bókabúðina sér- staklega? Bókabúðir munu lifa áfram og ekki ástæða til að ætla annað en þær bókabúðir sem stýrt er af festu og sveigjanleika muni vaxa og dafna. Skyndilega höfum við frelsið til að kaupa bækur hvar sem er hvenær sem er. Tökum því fegins hendi, nema hvað. Foyles, Waterstones og Borders. Í götunni er líka grúi af fornbókaverslunum og ýmsum sérversl- unum með bækur. Samt sem áður finnur maður ekki allt – hvar er ljóðasafnið hans Seferis? (Fann það á Amazon, ekki á Tottenham Court Road þrátt fyrir mikla leit.) Hvar er Casablancabréfið hans Tabucchis? (Fann það á Abebooks, ekki á Tottenham Court Road þrátt fyrir mikla leit. Kostaði líka bara 100 kall.) Álíka þróun hefur gengið yfir áður og menn kveinkað sér, en þá var það menningarelíta að barma sér yfir útgáfu á ódýrum bókum, kiljum, sem voru seldar í sjoppum, matvörubúðum, lyfja- verslunum eða þá í pósti – bókaklúbbar. Áður tengdust bækur æðri listum, voru viðfang manna sem voru með pappír upp á að þeir væru mennt- aðir (Menntaðir) og vísir, sátu á kaffihúsum og ræddu spekingslega um listir og menningu. Kilj- an frelsaði bókina, gerði hana að almenningseign, gerði milljónum kleift að lesa. Aðallega fyrir það þó að hún komst í sjálfsala, kjörbúðir, stórmark- aði, bensínstöðvar. Eiginlega út um allt. Bókabúðir verða áfram til en fólk kýs frelsið, kýs að kaupa bækur þegar því hentar þar sem því Hví skyldum við syrgja bókabúðir? ’Við sem lesum, víst færri og færri en lesum meira ogmeira, kaupum bækur í bókabúðum, en ekki bara stein- steyptum bókabúðum.‘ Erindi Eftir Árna Matthíasson arnim.blog.is En sú þögn. En sú dauðaþögn. Þetta getur ekki verið heilbrigð þögn. Þannig hljóðar síðasti textinn í nýrri bók Braga Ólafssonar, sem kom út 12. maí síðastliðinn. Titill bókarinnar er Fjórar línur og titill sem skírskotar til forms textanna sem er titill og fjórar línur, sem sé mjög knappt og iðulega njörvað niður af svo naumu efni að það nálgast þögnina. Það þýðir samt ekki að textarnir segi okkur eitthvað minna en aðrir textar, en þeir gera það kannski með öðrum hætti en flestir textar og þá helst með því að skapa mikið rými fyrir lesandann á milli lín- anna, en stundum eru þetta svo blátt áfram at- hugasemdir um hversdagsleikann að lesandinn getur ekki annað en hváð eins og þegar hann heyr- ir út undan sér tilkynningalestur í útvarpinu og finnst hann hafa misst af einhverju mikilvægu og spyr: Hvað var hann að segja? En það kemur aldr- ei neitt svar. Fuglinn sem hefur sig á loft af gráum kúpli götulampans vekur athygli hinna einkennisklæddu í ræstum bílnum við Einarsnesið. Titill þessa texta er Morgunvakt í Skerjafirði. Titill textans, sem vitnað var í fremst í greininni, er Einn um nótt sem setur dramatík hans í húmorískt samhengi. Titill og texti vinna þannig oft saman að því að setja eitthvert atvik í óvænt samhengi: Endurreisn helvítis eftir Leo Tolstoj. Verð: 25 aurar. Útgefin á Akureyri nítján hundruð og fjögur. Kostnaðarmaður og prentari Oddur Björnsson. Ráð og ljóð Sama dag og bók Braga kom út sendi Óskar Árni Óskarsson frá sér bókina Ráð við hversdagslegum uppákomum. Báðir eiga þessir höfundar tuttugu ára útgáfuafmæli um þessar mundir – eða reyndar í haust – og er það eins konar tilefni útgáfunnar. En þó að þeir séu búnir að vera að gefa út bækur í tuttugu ár og báðir lifað mörg önnur ár þá eru þeir eins og kálfar að vori í þessum bókum. Ráð við hversdagslegum uppákomum eftir Ósk- ar Árna er konseptbók eins og bók Braga, snúið er upp á húsráðahefðina og aðrar leiðbeiningavenjur sem varðeittar eru í alls konar handbókum og víð- ar. Hér eru því ekki aðeins að finna ráð til þeirra stendur til 7. júní í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Handhægar bækur Bækurnar tvær eru gefnar út í 299 eintökum hvor og þar af eru 99 tölusett og árituð af höfundum hvorrar þeirra. Þetta eru litlar og handhægar bækur, kannski eins og bækur þurfa að vera nú um stundir, bækur til að hafa í vasanum og grípa til þegar hversdagsleikinn verður yfirþyrmandi, þá getur til að mynda komið sér vel að lesa Heilræði handa fólki sem hefur lent illa í því: Við sjáum fyrir okkur strönd, pálmatré og kókóshnetur á víð og dreif í gullnum sandi, og sól yfir safírbláu hafi. En það reynist blekking. Þetta er bara mynd á upplituðu póstkorti sem hangir á ísskápnum. Ekki bugast því að í grænmetisskúffunni eru fjórar kartöflur. Smjörklípa og svolítið salt getur gert gæfumuninn. Og þó að búið sé að loka fyrir rafmagnið er enn gas á prímusnum. Eðlilega hringir enginn sími og líttu á það sem fríðindi. Þegar þeir koma að sækja þig haltu þá fullri reisn og berðu þig í alla staði eins og þú værir á leiðinni með blómavasa í brúð- kaup til góðra vina. sem halda heimili eða ala upp börn heldur einnig til dæmis Heilræði handa fólki sem hefur lent illa í því, Leiðbeiningar fyrir lágvaxna kennara, Drög að leiðarvísi fyrir sveimhuga, Leiðarvísir fyrir fót- stigin tunglför og Ráð til að velgja alþingis- mönnum undir uggum, sem gæti reyndar tilheyrt húsráðahefðinni: Takið fram stóran pott. Hálffyllið hann af vatni. Bætið lárviðarlaufi og fjórum bollum af salti útí. Afklæðið með- alstóran alþingismann og leggið í vatnið. Setjið pottinn á eldavélarhelluna, látið suðuna koma upp og sjóðið við hægan hita fram eftir degi. Textar Óskars Árna eru ekki jafn rígnegldir í formið og hjá Braga en samt veltur allt á því að textarnir séu meitlaðir, tálgaðir, nákvæmir eins og góð leiðbeining þarf að vera, það má ekkert fara á milli mála. Og það þarf heldur ekki að hafa neinar efasemdir um þessa texta. Eða ljóð. Við getum allt eins litið á þessar bækur sem ljóðabækur enda koma þær út á opnunardegi fjölljóðahátíðar Smekkleysu Orðið tónlist sem Bragi Ólafsson og Óskar Árni Óskarsson sendu frá sér bækur 12. maí síðastliðinn. Báðir eiga þessir höfundar tuttugu ára útgáfuafmæli um þessar mundir – eða reyndar í haust – og er það eins konar tilefni útgáfunnar. En þó að þeir séu búnir að vera að gefa út bækur í tuttugu ár og báðir lifað mörg önnur ár þá eru þeir eins og kálfar að vori í þessum bókum. Morgunblaðið/Einar FalurÓskar Árni og Bragi Báðir eru þeir búsettir í Vesturbæ Reykjavíkur og bækur þeirra fjalla reyndar báðar nokkuð um Reykjavík. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Konseptbækur fyrir hvunndaginn Nýjasta bók Marks Bowden,Guests of the Ayatollah, lítur til baka til þess tíma er Bandaríkja- menn áttu því ekki að venjast að vera kenndir við ill öfl af ýmsum andstæðingum í Mið-Austurlönd- um. Þess tíma þegar utanríkisstefna Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum var aðeins einn fjölmargra annarra mögulegra framtíðarvandamála. „Bandaríkjamenn nutu lengi þess munaðar að vita hvorki um né hafa áhuga á gremju smærri erlendra ríkja,“ skrifar Bowden í bók sinni og tek- ur til umfjöllunar gísladeiluna í Ír- an sem hófst árið 1979 og stóð í 444 daga. Rekur hann deiluna lið fyrir lið og byggir skrif sín á ítarlegum rannsóknum sem leiða að áhugaverðri niður- stöðu.    Tvær fjölskyldur bíða spenntar áflugvellinum í Baltimore eftir kóresku börnunum sem þær hafa ættleitt og móttökurnar minna á veglega afmælisveislu – blöðrur, myndbandsvélar og öll ættin á staðnum. Þessi nýjasta bók Anne Tyler, Digging to America, en margir kannast e.t.v. við höfund- inn fyrir Accid- ental Tourist sem einnig var kvikmynduð, er að mati Daily Telegraph eins konar svar við þeim óvinsældum sem Bandaríkin virðast sæta á stjórn- artíð George W. Bush Bandaríkja- forseta. Segir gagnrýnandi blaðsins Tyler hér virðast reyna að koma samlöndum sínum til varnar – þeir séu jú aðeins mannlegir eins og við hin. Bókin fær engu að síður ágætis dóma, hún einkennist af húmor og hlýju og sýni að jafnvel þrjóskustu karakterar séu færir um að breyt- ast.    Nýjasta spennubók Lee Child,The Hard Way fær góða dóma hjá gagnrýnanda New York Times sem segir höfundinn ná að fanga athygli lesandans frá byrjun án þess að virð- ast þurfa að reyna nokkuð á sig. Enn á ný er það fyrrum her- lögreglumaður- inn Jack Reacher sem fæst við mál- ið og að þessu sinni er hann fenginn til að leita uppi eigin- konu skuggalegs karakters, sem rænt hefur verið og krafist er lausnargjalds fyrir.    Enginn kann að búa til neitt full-komlega frá grunni. Þetta er ein uppáhaldssetninga þeirrar skrýtnu stéttar sem hagfræðingar eru, segir gagnrýnandi Daily Tele- graph og dregur fram eina af dæmisögum Tims Harfords í The Undercover Economist. Sagan sú fjallar um bolla af cappuccino-kaffi. Enginn einn einstaklingur hefur fulla kunnáttu á ferlinu eins og það leggur sig – hvernig baunirnar eru ræktaðar, brenndar, malaðar, kaffið lagað, kýrin mjólkuð, vörunum komið á markað, byggingarnar sem þær eru seldar og unnar í reistar eða vélarnar gerðar sem fram- leiðslan fer fram í. En samt er þetta eitthvað sem virkar svo einfalt og flest okkar taka sem sjálfsagðan hlut. Með sögum á borð við þessa nær Harford að mati blaðsins að fjalla um hagfræði á mjög svo að- gengilegan og ófræðimannslegan hátt og sýnir að hagfræðingar hugsa raunverulega öðru vísi en við hin – og þessi bók sé frábær kynn- ing á því hvers vegna. Mark Bowden Anne Tyler Lee Child Erlendar bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.