Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Síða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. maí 2006 | 5
F
yrir mjög mjög mjög mörgum
árum, löngu áður en Söngva-
keppni evrópskra sjónvarps-
stöðva varð ein af þremur
þjóðhátíðum Íslands, vissu ís-
lenskir menningarvitar ekkert
verra. Þessi keppni þótti ekki vera neitt ann-
að en innihaldslaust glys. Umbúðir utan um
ekki neitt. En síðan tóku allir keppnina í sátt
og menningarvitarnir ekkert síður en aðrir
og núna sitjum við uppi svolít-
ið svekkt því að íslenska fram-
lagið átti að gera gys að öllu
tildrinu en í ljós kemur að okk-
ur langar kannski ekkert til
þess að gera grín að þessari keppni. Eins og
Henry Higgins í My Fair Lady þá fórum við
að venjast henni og líkar bara ágætlega við
hana.
Aldrei þessu vant fékk íslenska framlagið
talsverða athygli fyrir keppni og aldrei þessu
vant varð það ekki að þjóðarsporti að ýkja at-
hyglina. Hún er einhvern veginn óumbeðin en
eðlileg vegna þess að íslenski keppandinn er
tilbúin persóna. Líf hennar er tilbúningur,
kærastinn og lífverðirnir eru líka tilbúningur
og framkoma hennar er tilbúningur.
Silvía Nótt hefur frá upphafi teygt veru-
leikann svolítið og reynt á þanþol hans, allt
frá því að hún birtist fyrst í þáttum sínum á
Skjá einum. Í fyrsta þættinum sem ég sá – og
sem ég held raunar að hafi verið fyrsti þátt-
urinn – heimsótti Silvía Kolaportið til að
skoða fátæka fólkið. Hún heimsótti líka tvo
þingmenn og varð alræmd fyrir að spyrja
Ágúst Ólaf Ágústsson hvort allir væru svona
feitir sem ynnu á Alþingi og hvort hann
þekkti nokkurn Gumma því hún hefði sko far-
ið í sleik við hann.
Þættirnir byrjuðu rólega en urðu smám
saman umtalaðri. Margir virtust ekki átta sig
á því að Silvía Nótt væri ekki alvöru persóna
enda er leikkonan á bak við gervið tiltölulega
ný í geiranum. Í síðustu jólaboðum var Silvía
orðin vel þekkt og margir skömmuðust mikið
yfir manneskjunni sem hefði sýnt Geirmundi
Valtýssyni lítilsvirðingu í frægu viðtali þar
sem í ljós kom að Silvía þekkti ekki eitt ein-
asta lag skagfirska sveiflukóngsins. Aðrir
bentu á að þetta væri nú bara leikur rétt eins
og Johnny National hefði ekki verið „alvöru“
persóna. Munurinn er kannski sá að Erpur
Eyvindarson er mun þekktari en Johnny
karlinn á meðan Ágústa Eva Erlendsdóttir,
móðir Silvíu, hefur haldið sig til hlés.
Steininn tók úr þegar Silvía Nótt gerði sér
lítið fyrir og vann undankeppni Evróvisjón
með laginu „Til hamingju Ísland“ þar sem Ís-
landi er óskað til hamingju með að hún hafi
fæðst hér. Þetta var í kjölfar mikils Silvíuæð-
is sem hófst á Edduverðlaunahátíðinni en þá
áttaði nógu stór hluti þjóðarinnar sig á gríni
Silvíu og gat skemmt sér yfir því að aðrir
skildu það ekki. Enda er grín oft skemmtileg-
ast þegar það skilst ekki alveg strax, á
augnablikinu rétt eftir að það skilst.
Þeir sem ekki skildu grínið ollu svo engum
vonbrigðum og urðu bálreiðir en söngkonan
sté á svið með tvo unga menn með sér og
höfðu þau í frammi kynferðislega tilburði. Í
Morgunblaðinu má sjá skýr merki þess dag-
ana á eftir að ýmsir hafa orðið reiðir. Spurt
er í grein eftir Ámunda Kristjánsson, bif-
reiðastjóra og áhugamann um vönduð vinnu-
brögð, sem birtist 1. mars: „Því kom þessi
stúlka ekki fram undir eigin nafni eins og
aðrir flytjendur? Kynnarnir hefðu þá eins
getað verið Nonni litli og Edith Piaf.“ Sömu
grein lýkur á orðunum: „Eigum við að bjóða
Evrópu upp á þá hörmung sem við kusum yf-
ir okkur? Svar mitt er: Nei.“
Önnur grein í sama blaði ber titilinn „Til
hamingju, lágkúra“ og fjallar um meinta ölv-
un Silvíu/Ágústu Evu Erlendsdóttur en höf-
undur hefur þar nokkrar áhyggjur af
drykkjuvandamáli Ágústu Evu þó að ekki sé
alveg ljóst hvort um er að ræða persónuna
Silvíu Nótt eða leikkonuna sjálfa.
Víkverja Morgunblaðsins er hreint ekki
skemmt yfir látalátunum í Silvíu Nótt og velt-
ir vöngum yfir því hvort hin íslenska þjóð-
arsál endurspeglist í stúlkunni: „Sé það rétt
horfir ekki vel fyrir íslenskri þjóð,“ segir Vík-
verji og hefur áreiðanlega verið þungur á
brún þegar hann stakk niður penna. Og í
bréfum til blaðsins skrifar Sigurbjörg sem er
ekki kát og telur að aðdáendur Silvíu séu
einkum börn, unglingar og „nokkrir miðaldra
karlar“ (í merkingunni: perrar) og telur atrið-
ið eiga betur heima í öldurhúsi í Las Vegas
en hér og nú.
Lætin hjöðnuðu en um leið fór broddurinn
svolítið úr gamninu því að það er erfitt að
hafa gaman af Silvíu ef hún móðgar engan.
Það liggur líka í loftinu að sjálfstraustið er
ekki með besta móti gagnvart öðrum Evr-
ópubúum, Grikkir eru víst orðnir móðgaðir og
þjóðin er farin að ókyrrast því að allir fjöld-
inn sem kaus Silvíu ætlaðist kannski ekki til
þess að neinn móðgaðist í raun og veru. At-
hygli hefur vakið að útvarpsstöðvar, sem hafa
auðvitað verið iðnar við að spila lag Silvíu,
hafa ekki síður spilað lagið sem varð í öðru
sæti og var sungið af Regínu Ósk. Kannski
eru það dulin skilaboð um að í keppninni hafi
verið tveir sigurvegarar; alvöru konan og
gervikonan?
En er Silvía Nótt bara gervi? Ljóst er að í
hugum margra landsmanna er Silvía raun-
verulegri en margt „alvöru“ fólk. Mikil reiði
braust út meðal barna og foreldra sem ætl-
uðu að hitta Silvíu á bensínstöð Esso við Ár-
túnshöfða nýlega en þá mætti Silvía ekki
„sjálf“ en önnur kona mætti að „leika“ Silvíu.
Veruleiki og ímyndun eru greinilega runnin
saman í þessari konu.
Silvía Nótt er kannski einn raunverulegasti
Íslendingur samtímans. Hún er bara svolítið
stór skammtur af raunveruleika. Hún er
sjálfhverf, gráðug og lifir eingöngu fyrir efn-
isleg gæði. Hún hefur lítinn skilning á eymd
annarra og þess vegna fer hún í Kolaportið til
að „skoða fátæka fólkið“ og vera flottari en
það. Hún hefur ekki áhuga á neinum öðrum
en sjálfri sér, hún er eitt stórt ÉG, hegðar sér
eins og ríkur spilltur krakki í Disney-mynd
sem kynnist öðrum börnum og lærir sitthvað
um lífið. Nema Silvía lærir sko ekki neitt.
Hún verður bara ýktari og ýktari, sjálfhverf-
ari og sjálfhverfari, og þó að hún sé ekki til er
engu líkara en að þjóðin skammist sín núna
svolítið fyrir þessa skálduðu persónu. Getur
manneskja sem ekki er til verið slæm „land-
kynning“?
Sjónvarpið hefur sýnt frá blaðamanna-
fundum og æfingum Silvíu í Aþenu og þar
hefur verið rætt við erlenda blaðamenn. Þeir
segja auðvitað að þeir átti sig á því að per-
sónan sé tilbúningur og grín en svo ræða þeir
í fúlustu alvöru um að hún mætti nú hegða
sér betur og koma fram við fólk af virðingu.
Þeim líkar ekki öllum grínið en það merkilega
er að þeir ræða þetta ekki eins og sjónvarps-
þátt – þeir segja ekki: Þetta er ekkert fyndið
– heldur eins og alvöru manneskju sem þeir
vonast til að bæti sig og verði almennileg. Og
við höfum áhyggjur. Aðdáendasíðunni silvia-
nott.com hefur verið lokað en þar segir:
„Þarna er hún að vera, þjóð og landi sínu til
fyrirmyndar en gerir okkur öll að fíflum.
Fólk er hneykslað og skilur ekkert í þessu.“
Eitt andartak hélt undirrituð að aðdáendas-
íðan væri hluti af gríninu en í Fréttablaðinu
18. maí er viðtal við raunverulega umsjón-
arkonu síðunnar. Þannig að síðan er raun-
veruleg eða virðist a.m.k. vera það.
Enginn hefur manneskju eins og Silvíu til
vegs og virðingar í orði kveðnu. En hún
stendur fyrir það sem við höfum í raun gert
að mynstri okkar. Sjálfhverfu, egóisma,
skeytingarleysi, efnishyggju, græðgi. Fréttir
snúast um peninga, fréttir eru sagðar af
veislum auðmanna, bílum auðmanna og hinu
ljúfa veraldlega lífi. Þær fréttir sem ekki snú-
ast um hina ríku snúast svo um hina fátæku
hinum megin á hnettinum sem við eigum að
hafa áhyggjur af í tíu sekúndur á dag.
Þegar Silvía mætir með þessa hráu efn-
ishyggju, berstrípaða fyrir utan nokkrar efn-
islitlar pjötlur sem engu skýla, verður fólk
móðgað því að skopstælingin ógnar lífsgildum
þess, ógnar efnishyggjunni og það angrar
fólk. Þessi ádeila þótti fyndin örstutta stund
en á ekkert heima í söngvakeppninni, enginn
vill í raun og veru horfast í augu við Silvíu
Nótt. Hún hefur eyðilagt partýið og fólki er
ekki skemmt. En kannski ættum við að leyfa
okkur að líða illa – og gera síðan eitthvað. Og
sjá til þess að Silvía Nótt verði ekki sannasta
myndin af okkur – Íslendingur númer eitt.
Íslendingur númer eitt
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
katrinja@hi.is
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Morgunblaðið/Eggert