Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. maí 2006 | 7 komdu í gegnum mig gegnum dýnuna undir okkur gólfið komdu í gegnum gólfið gegnum loftið gegnum hæðina fyrir neðan gegnum gólfið og loftið gegnum kjallarann gegnum gólfið gegnum jarðlögin jarðlag eftir jarðlag gegnum moldina gegnum grjótið gröfnu líkin og komdu aftur uppum jarðlögin grjótið moldina gröfnu líkin gólfin hæðirnar loftin dýnuna og þú kemur í gegnum mig aftanfrá plastfætur glenntir til austurs og vesturs þrái marbletti ör þrái og þá er þó ekkert til einskis kona í fínflauelskjól hræki og veit vil þungan málm þjáist bráðna saman við steinsteypu steingráa gluggalausa hlið austurbæjarskóla iðnskóla verkfræðivit framhaldslíf vil sólgula rót undir svörtu hári sem feykist festist og klístrast líkgrænan háls magran og langan leðurfrakka sem flaksast í roki þrái þá er eitthvað eftir stúlka í andvara liðast skollitt hár húðin ung myrði og veit húðin ung en inní því eitthvað slímugt og bólgnar þrýstir og kvelur þjáist og veit þrái að spýta slími sem lifir einsog eitthvað sem enginn hefur séð eitthvað sem enginn veit en hefur eitthvað sem allir hata að hafa eitthvað sem enginn skilur og allir hata að leka og drjúpa raða litlum borðum um hægindastóla um mjúkt hold vafið um ekkert lakkspreyjað ljónshöfuð undir því grisjur um ekkert öll röðum við litlum borðum um hægindastóla ekkert svartar fléttur engar fjaðrir svartir hanskar skór leður mintugrænt vatt um búkinn; snjógalli sú svarta lá á bakinu níðstöng með höfði jésúss krists við höfðalagið presturinn togaði í rennilásinn skurðaðgerð svartir dílar komdu á mig annars sker ég þennan háls í sundur hann er ungur þessi háls komdu annars sker ég það verður þér að kenna ég sker komdu annars sker ég og sker gat í andrúmsloftið opna rifu í loftið hann sker allt þessi hnífur förum gegnum rifuna komdu með mér gegnum gatið komdu í gatið sjaldgæfur vökvi í lítilli krukku í innanávasa og glóir við hjarta þitt þú ert engu líkt bjarg mér frá þessu ekkert kom hvað sem þú ert ólögulegt óskiljanlegt sem nálgast yfir flötinn margarma kona verður blátt fílshöfuð verður stytta af maríu mey verður ekkert karlmaður grætur í felum felustaðurinn kista úr viði sem flæðir ofaní henni sag úr biblíusögu mótmæli skynsemi hæðni lífsvisku mótmæla á innsoginu afturábak heima hjá sér mótmæli: ber eld að boru útglenntri sóðalegri jaskaðri merkingarlausri og bíð eftir eldi og bíð satan grætur tjöru heilagur api leitar lúsa í hári mínu fíngerðu ljósu finnur ekkert komdu án þín er ég ekkert komdu á mig slími inní mig hjá mér inní mig framhjá mér því án þess er ég ekkert nema þurr hola gapandi svört merkingarlaus hola verslunin var björt einsog dauðinn ég skein einsog kúpa í moldu og keypti mér rúllur rúllur með hári með kjöti með bómul og leggjum af dúkku keypti salt til að meiða holdið mitt unga alþakið örum ég þrái, það er svolítils virði, meiri sársauka í mín sár sá mann sem var strengdur á pramma holdmjúkur snjáður munnurinn galopinn kvikur og blaffraði sænskur fáni við stöng tilli með örmjóum æðum og sinum lítill og harður dúaði á mjólk minna brjósta mótmæli: mótmæla borðum og stólum mótmæla grátandi stinga hönd í slím tala afturábak á innsogi mótmæla tei teppum ilmböðum hata spúa eitri inní springa mótmæla litlar litríkar spennur á borði litlar litríkar spennur og dúa um hægindastóla ekkert í þessum heimi sæki lítið kjötstykki í glerborð ber það heim og steiki og treð öll troðum við ekkert þurfum við en troðum og býsnumst þráum og viljum og það er svolítils virði Kynlíf og dauði Höfundur er ljóðskáld og hefur sent frá sér eina bók, Kjötbæinn (2004). Eftir Kristínu Eiríksdóttur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.