Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Síða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. maí 2006
Íjúníhefti bandaríska kvikmyndatímaritsinsPremier gefur að líta athyglisverða greineftir Tom Roston, einn af ritstjórumblaðsins, en hann gerir stöðu kvikmynda-
gagnrýni þar í landi að umfjöllunarefni. Eitt af
því sem kemur fram í greininni er að bandarísku
kvikmyndaframleiðslu- og dreififyrirtækin leitast
nú í auknum mæli eftir að
stýra umfjöllun fjölmiðla
um kvikmyndir, en þetta er
einkum gert með þeim
hætti að gagnrýnendum er
ekki boðið á forsýningar.
Afleiðingin er sú að fjölmiðlum og kvikmynda-
gagnrýnendum þeirra er ekki unnt að birta
gagnrýni um viðkomandi myndir á sama tíma og
þær eru frumsýndar, en slíkt hefur löngum tíðk-
ast í bandarískum fjölmiðlum. Litið er á slíka
umfjöllun sem mikilvæg þjónustu við lesendur.
Það liggur svo í augum uppi að myndirnar
sem þannig er haldið frá gagnrýnendum eru
verk sem ekki er búist við að hljóti jákvæða um-
fjöllun. Þannig getur það skipt máli, ímyndar
maður sér að kvikmyndafyrirtækin hugsi, að of-
urauglýst mettunardreifingin fái tækifæri til að
breiða úr sér og blómstra, a.m.k. helgina sem
myndin er frumsýnd, og ná til grunlausra áhorf-
enda áður en gagnrýnendur hefja upp raust sína
og fá tækifæri til að skemma stemmninguna.
En hér má spyrja að minnsta kosti tveggja
spurninga. Hversu áhrifamiklir eru gagnrýn-
endur þegar að vinsældum kvikmynda kemur?
Og, er ekki hætt við að raddir virðingarverðra og
sérfróðra gagnrýnenda týnist í kakófóníu int-
ernetsins og bloggsins? Hér má reyndar bæta
þriðju spurningunni við, en hún myndi snúa að
því hvort það sé ekki bara hið besta mál að um-
ræðan um kvikmyndir sé lýðræðisvædd á þann
hátt sem til að mynda bloggið bíður upp á.
Hvað fyrstu spurninguna varðar, þá held ég að
það hafi löngum þótt sannindi að kvikmynda-
gagnrýnendur hafi lítið bolmagn andspænis inn-
byggðu aðdráttarafli hinna ýmsu „stórsmella“,
og þá sé mótstöðuafl orðræðu þeirra gagnvart
risavöxnum auglýsingaherferðum harla lítið.
Þannig kemur það málinu hreinlega ekkert við
hvernig dóma Da Vinci Code fær, eða þá nýjasta
Harry Potter-myndin; svona verk eru hafin yfir
þyngdarsvið gagnrýnenda. Hins vegar hefur því
verið haldið fram að umfjöllun fjölmiðla hafi heil-
mikið að segja um gengi „minni“ og svokallaðra
listrænna mynda. Hér á landi skiptir umfjöllun
fjölmiðla til að mynda auknu máli fyrir gengi ís-
lenskra mynda, en undanfarin ár og áratugi hafa
þær smám saman færst úr flokki „stórmynda“ –
þ.e. mynda sem fólk verður að sjá sama hvað
tautar og raular – yfir í að teljast bara enn einn
valmöguleikinn á markaðnum.
En hefur þá ekkert breyst? Jú, fjölmiðlaum-
hverfið er orðið víðfeðmara og með internetinu
verða til nýir samskiptamöguleikar. Og vissulega
er það rétt að óteljandi kvikmyndasíður eru til
þar sem áhugamenn um kvikmyndir láta í ljós
skoðanir sínar. Ég held þó að þetta fyrirbrigði
eigi meira skylt við það sem áður fyrr var kall-
aður almannarómur og beinist að því hvernig
orðspor ákveðinna mynda verður til manna á
milli, en er ekki það sama og fagleg kvikmynda-
rýni.
En það sem greinin í Premier fjallar einmitt
um er hvernig fagleg kvikmyndarýni á undir
högg að sækja. Fjölmiðlar hafa löngum notið
ákveðinnar sérstöðu í menningarlífinu, bæði sem
þrýstimælir fyrir sviptingar og vettvangur fyrir
ritstýrð boðskipti (en sú staðreynd að hefð-
bundnum fjölmiðlum er ritstýrt er hér lykilatriði
sem skilur þá frá blogginu og ýmsum vefsíðum)
en það að kvikmyndafyrirtæki kjósa í auknum
mæli að fara í kringum fjölmiðla, forðast þá
hreinlega, gefur hugsanlega til kynna að staða
fjölmiðla í víðara samhengi sé að veikjast, enda
þótt ég vilji forðast að gefa kvikmyndagagnrýni
of mikið vægi í samhengi hlutanna. Það er síðan
ekki óskylt mál að saga faglegrar umfjöllunar
um kvikmyndir er ekki ýkja löng, enda um ungt
listform að ræða, en í ljósi þess að kvikmyndin
hefur löngum átt undir högg að sækja gagnvart
ófaglegu snakki er vert að gefa þessari þróun
gaum, og mikilvægt er að umræðan færist ekki
afturábak í krafti tækninýjunga og í breyttu fjöl-
miðlaumhverfi.
Kvikmyndagagnrýni í krísu
’Þannig kemur það málinu hreinlega ekkert við hvernigdóma Da Vinci Code fær, eða þá nýjasta Harry Potter-
myndin; svona verk eru hafin yfir þyngdarsvið gagn-
rýnenda.‘Sjónarhorn
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
E
ndurgerð kvikmyndarinnar The
Poseidon Adventure (1972) var
frumsýnd um síðustu helgi í
Bandaríkjunum. Upprunalega
myndin tilheyrði svokölluðum
hamfaramyndum sem nutu mik-
illa vinsælda á fyrri hluta áttunda áratugarins.
Þótt þær hafi í raun ekki verið ýkja margar
skipa þær mikilvægan sess í kvikmyndasögunni
enda gerðar á miklum tímamótum í Hollywood.
Hamfaramyndirnar, sem flestar voru rándýrar
í framleiðslu, gerðust allajafna á nokkrum svið-
um þar sem persónur af öllum stigum samfélags-
ins komu við sögu. Áhorfendur fengu að kynnast
þeim við leik og störf jafn-
framt því sem gefið var til
kynna að miklar hamfarir
eða stórslys væru í vænd-
um. Meginviðfangsefni myndanna laut svo að
sjálfum hamförunum og baráttu persónanna fyr-
ir lífi sínu. Airport reið á vaðið árið 1970 þar sem
sprengja jók ennfrekar á spennuþrungið and-
rúmsloft flugvallar. The Poseidon Adventure
fjallaði tveimur árum síðar um skemmtiferðaskip
sem hvolfdi eftir árekstur við ægistóra flóðöldu.
Að öðrum tveimur árum liðnum fylgdu svo í kjöl-
farið Earthquake og The Towering Inferno en sú
síðarnefnda hafði einfaldlega skipti á sökkvandi
skemmtiferðaskipinu og brennandi skýjakljúf.
Líkt og Sigurður Finnsson hefur bent á í grein
sinni „Enn er heimurinn
að farast“ sóttu hamfaramyndirnar æði margt
til hinna epísku stórmynda 6. og 7. áratugarins
og mætti taka sem dæmi Ben-Hur (1959),
Spartacus (1960) og Cleopatra (1963). Báðar
voru seríurnar mótspil Hollywood við síauknum
vinsældum sjónvarpsins en gríðarlegur íburður,
breiðmynd, litur og svakalegar fjöldasenur þess-
ara mynda skópu upplifun sem sjónvarpið bjó
ekki yfir. Hvað þetta varðar má segja að ham-
faramyndirnar hafi verið nokkuð gamaldags, en
fortíðarhyggju þeirra sjáum við ekki síður í leik-
aravalinu. Burt Reynolds og Dean Martin í Air-
port, Ernest Borgnine og Shelley Winters í The
Poseidon Adventure, Charlton Heston og Ava
Gardner í Earthquake, og loks William Holden,
Jennifer Jones og sjálfur Fred Astaire í The
Towering Inferno.
Samtímis þessu blómaskeiði hamfaramynd-
anna átti sér einnig stað í kvikmyndum leikstjóra
sem Robert Altman, Sam Peckinpah, Mike
Nichols, Arthur Penn, Dennis Hooper og Stanley
Kubrick uppgjör við hefðbundin framleiðslugildi
Hollywood. Í því ljósi eru hamfaramyndirnar
vissulega hálfgerðar tímaskekkjur. En það sem
gerir þær ekki síst áhugaverðar er að þær horfa
ekki aðeins aftur til hins sígilda skeiðs Holly-
wood heldur einnig fram til hinnar svokölluðu
nýju Hollywood og stórsmellsins sem hún inn-
leiddi. Hamfaramyndirnar eru nefnilega að
mörgi leyti forverar mynda á borð við Jaws
(1975), Star Wars (1977) og Superman (1978),
sem oftar en ekki eru taldar hafa innleitt stór-
smellinn upp á eigin spýtur, þar sem tæknibrell-
ur og hasar ráða ríkjum. Þessi tengsl koma bein-
línis fram í tónlistinni en hinn afkastamikli John
Williams samdi ekki aðeins tónlistina fyrir Jaws,
Star Wars og Superman heldur einnig The
Poseidon Adventure, Earthquake og The Tower-
ing Inferno. Hamfaramyndin er kannski eig-
inlegur forveri hasarmyndarinnar sem tók end-
anlega öll völd í Hollywood á níunda áratugnum
og heldur henni enn í heljargreipum.
Í víðfeðmri úttekt á Hollywood-myndum átt-
unda og níunda áratugarins í Camera Politica
greina Michael Ryan og Douglas Kellner heil-
mikla hægrisveiflu þar sem gildi ’68-kynslóð-
arinnar og mannréttindabarátta kvenna og
blökkumanna eru fótum troðin. Á meðal dæma
þeirra eru hamfaramyndirnar en bjargvætturinn
sem birtist í þeim var undantekningalaust hvít
karlhetja sem tók málin í eigin hendar. Í The
Towering Inferno voru það Paul Newman og
Steve McQueen sem björguðu þeim sem bjargað
varð úr kljúfnum á meðan framakonan Faye
Dunaway var fullkomlega ósjálfbjarga og til
einskis nýt rétt eins og kynsystur hennar.
Newman og McQueen eru reyndar brjóst-
umkennanlegir í hlutverkum sínum enda betur
þekktir fyrir að leika andhetjur hverskonar.
Gene Hackman túlkaði aftur á móti af mikilli
sannfæringu bjargvættinn úr The Poseidon Ad-
venture sem í fullkominni holdgervingu aftur-
haldsgilda Nixon-stjórnarinnar var prestur í
þokkabót. Kannski hefur það haft áhrif á það að
hún skyldi verða fyrir valinu þegar kom að end-
urgerð hamfaramyndar. Kannski útilokaði ellefti
september hinar lykilmyndirnar, en í bæði
Earthquake og The Towering Inferno (sem er
reyndar tileinkuð föllnum slökkviliðsmönnum)
má sjá persónur falla út um glugga skýjakljúfra
og í Airport sprengir hryðjuverkamaður
sprengju um borð í flugvél – þótt Hollywood sé
reyndar hikandi byrjuð að fjalla um atburði
dagsins. Líklega eru það þó líkindin við Titanic
sem skipt hafa mestu enda var í titli endurgerð-
arinnar látið duga nafn skipsins Poseidon.
Það er þó varla út í hött að velta því fyrir sér
hvort endurkoma Poseidon standi í einhverju
sambandi við þá öfgafullu hægrisveiflu sem átt
hefur sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum
árum – Bush yngri verandi enginn eftirbátur
Nixon. Ef rétt er til getið er skútan sú þó full-
seint á ferð. Forseti Bandaríkjanna sekkur
dýpra og dýpra í skoðanakönnunum og nú um
síðustu helgi sökk Poseidon til botns í jómfrúar-
ferð sinni um miðasölur bandarískra kvikmynda-
húsa.
Poseidon sekkur á ný
Poseidon nefnist endurgerð hamfaramyndar-
innar The Poseidon Adventure frá 1972 en sú
nýja var frumsýnd um síðustu helgi og sökk til
botns í miðasöluslagnum vestra. Hér eru rifjaðar
upp þekktar hamfaramyndir frá upphafstímum
stórmyndanna.
Eftir Björn Norðfjörð
bn@hi.is
The Poseidon Adventure Myndin fjallaði um skemmtiferðaskip sem hvolfdi eftir árekstur við ægistóra flóðöldu.
Gene Hackman var í aðalhlutverki.
Naomi Watts mun leika aðal-kvenhlutverkið í nýjustu kvik-
mynd kanadíska leikstjórans David
Cronenberg, en
myndin heitir
Eastern Prom-
ises. Watts,
sem tilnefnd
var til Ósk-
arsverðlauna
fyrir frammi-
stöðu sína í
kvikmyndinni
Mullholland
Drive leikur
Önnu, hjúkr-
unarkonu á
sjúkrahúsi í Lundúnum sem dregst
inn í undirheima borgarinnar þegar
hún fer að rannsaka mál látins sjúk-
lings. Viggo
Mortensen mun
leika aðalkarl-
hlutverkið í
myndinni, en hann hefur áður leikið
í kvikmynd í leikstjórn Cronen-
bergs, hinni margrómuðu A History
of Violence.
Tökur á myndinni hefjast í nóv-
ember en þá mun Watts hafa nýlok-
ið við að vinna að kvikmyndinni
Funny Games sem er í leikstjórn
Michael Haneke. Um er að ræða
endurgerð á hans eigin kvikmynd
frá árinu 1997, en myndin var á
þýsku og verður nú gerð á ensku.
Hún fjallar um fjölskyldu sem lendir
í klónum á tveimur geðsjúkum
mönnum í sumarfríi.
Kvikmyndin Da Vinci-lykillinn erfrumsýnd í 3.735 kvikmynda-
húsum í Bandaríkjunum um helgina,
auk 12.213 kvikmyndahúsa í 79 öðr-
um löndum. Þrátt fyrir að myndin sé
afar umdeild og hafi fengið slæma
dóma á kvikmyndahátíðinni í Cann-
es er búist við því að henni muni
vegna vel um helgina, og er gert ráð
fyrir því að hún muni hala inn á
bilinu 50 til 80 milljónir dollara.
Myndin er bönnuð innan 13 ára í
Bandaríkjunum og höfðar til eldra
fólks sem ekki er vant að fara á kvik-
myndir fyrstu sýningarhelgina, en
það er hins vegar ekki talið hafa
áhrif í þessu tilfelli. Talið er að það
muni verða til þess að aðsókn að
myndinni muni haldast góð næstu
vikurnar.
Bandaríski leikarinn Sidney Poitier var heiðraður á kvik-
myndahátíðinni í Cannes á fimmtu-
daginn fyrir að hafa brotið múra fyr-
ir svarta
leikara í
Hollywood.
Poitier, sem er
79 ára gamall,
varð fyrsti
svarti leik-
arinn til þess
að fá Ósk-
arsverðlaun
fyrir bestan
leik í aðal-
hlutverki, en
það var fyrir
kvikmyndinar Lilies of the Field ár-
ið 1964. Í ávarpi þakkaði Poitier for-
eldrum sínum, sem voru verkamenn
á Bahama-eyjum, en hann þakkaði
einnig þeim leikstjórum sem fengu
hann í hlutverkin á sínum tíma.
Hann kallaði þá „menn sem breyttu
út af venjunni sem var ekki lýðræð-
isleg, ekki við hæfi Bandaríkjanna,
og ekki manneskjuleg.“ Poitier hef-
ur meðal annars leikið í myndunum
In the Heat of the Night, The
Defiant Ones, A Patch of Blue og A
Raisin in the Sun.
Erlendar
kvikmyndir
Sidney Poitier
Tom Hanks og Audrey Tautou
í Da Vinci-lyklinum.
Naomi Watts