Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Síða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. maí 2006 | 13
Tónlistaráhugamenn hafa fylgstspenntir með hverju skrefi
Kevins Shields, fyrrum leiðtoga My
Bloody Valentine, allt síðan að sú
gæðasveit gafst upp fyrir um fimm-
tán árum eða svo. Hvert skref er
reyndar of-
mælt, því að
spennan hefur
snúist um hvort
að Shields væri
að fara að gera
eitthvað yfir
höfuð. Það síð-
asta markverða
sem hann kom
nálægt var að
semja nokkur
ósungin lög fyrir kvikmyndina Lost
in Translation en alltaf bíða menn
eftir plötu, hvort heldur frá honum
sem sólólistamanni eða My Bloody
Valentie. Nú berast fregnir af því
að hann sé búinn að endur-
hljóðblanda lög eftir Bow Wow
Wow, sveit þá er Malcolm McLar-
en setti saman eftir Sex Pistols-
ævintýrið. Lögin eru
tvö og munu birtast í
næstu mynd Sofiu
Coppola (leikstjóra
Lost in Translation) sem ber heitið
Marie Antoinette og byggist á ævi
keisaraynjunnar frönsku. Þannig
að … við bíðum enn eftir alvöru
efni!
Hinn 6. maí síðastliðinn léstGrant McLennan, annar af
forvígismönnum áströlsku sveit-
arinnar The Go-Betweens. Hann
var aðeins fjörutíu og átta ára. Með
brotthvarfi McLennans er óhætt að
segja að ein af helstu kanónum
ástralskrar
dægurtónlistar
sé horfin af
braut og var
Go-Betweens
ein af merk-
ustu sveitum
Ástralíu og
reyndist einkar
áhrifamikil
þegar fram í
sótti. Sveit sú
gaf út fyrstu breiðskífu sína árið
1981 en fór í tíu ára frí árið 1989.
Sveitin sneri hins vegar aftur árið
2000 og gaf út þrjár plötur, sú síð-
asta, Oceans Apart, kom út í fyrra
og þykir af mörgum vera það besta
sem sveitin gaf út nokkru sinni.
Eftir McLennan liggja þá fjórar
sólóplötur. Dánarorsökin er talin
vera hjartaslag en McLennan lagð-
ist til svefns í heimabæ sínum,
Brisbane, og kvartaði yfir því að
vera eitthvað slappur. Félagi hans í
Go-Betweens, Robert Forster, hef-
ur lýst því yfir að með brotthvarfi
McLennans sé Go-Betweens einnig
úr sögunni.
Breski tónlistarmaðurinn CatStevens stakk af frá við-
sjárverðum popplendum árið 1979
en tveimur árum
fyrr hafði hann
tekið sér ísl-
amstrú. Tók
hann sér þá
nafnið Yusuf
Islam og hefur
hann ekki sinnt
tónlist síðan. Í
haust verður
þögnin hins veg-
ar rofin, því þá
er væntanleg
flunkuný plata með listamanninum.
Nákvæmara væri þó að segja að
poppþögnin verður rofin, því að út
hafa komið plötur með Islam, en
hafa þær allar verið af trúarlegum
toga. Með þessari nýju plötu, sem
gefin verður út af Polydor, vonast
Islam til að brúa bil á milli íslams
og vestursins, en spenna á milli
þessara menningarheima hefur ver-
ið að aukast reglubundið að und-
anförnu. Upptökustjórnandi plöt-
unnar er Rick Nowels, sem hefur
unnið með Dido og Madonnu á
meðal annarra.
„Ég er í þeirri stöðu í dag að
geta verið einskonar túlkur á milli
þessara heima,“ hefur Islam sagt.
„Það er mikilvægt að ég reyni að
beita mér fyrir því að brúa bilið á
milli þeirra.“
Erlend
tónlist
Grant McLennan
Kevin Shields
Yusuf Islam
Kathleen átti heima í klaustri og var aðlæra að verða nunna. Ég kynntisthenni í gamlárspartíi sem henni varleyft að fara í. Hún yfirgaf Drottin fyr-
ir mig.“
Þannig sagði Tom Waits frá fyrstu kynnunum
af eiginkonu sinni Kathleen Brennan í viðtali
stuttu eftir að hann kvæntist henni í ágúst 1980.
Auðvitað er þetta haugalygi eins og margt sem
Waits lætur hafa eftir sér í
viðtölum – einhvern tímann
laug hann því að blaða-
manni að hann væri læknir!
Hið sanna er (sennilega) að
þau kynntust þegar Waits var að vinna að tónlist-
inni við kvikmyndina One From the Heart eftir
Francis Ford Coppola en Kathleen var hand-
ritalesari hjá 20th Century Fox. Hún átti eftir að
breyta miklu í lífi og tónlist Waits, allt frá því þau
kynntust hefur hún starfað með honum að tónlist-
inni. Hún er líka eins konar akkeri í lífi hans, eftir
að þau kynntust hætti hann fljótlega ruglinu og
gerðist ábyrgur fjölskyldufaðir.
Heartattack and Vine kom út um svipað leyti og
þau Waits og Kathlenn giftu sig. Hún er síðasta
platan sem hægt er að telja til hins einstaklega
frjóa upphafstímabils á ferli Waits. Þar er að finna
frábær lög í sama anda og á fyrstu plötunum,
nema hvað strengjaútsetningarnar sem höfðu
verið nokkuð áberandi fram að þessu eru horfnar.
Nefna má titillagið, Jersey Girl, og Ruby’s Arms.
En það var One From the Heart sem breytti
ferli Waits. Hann vann tónlistina undir sterkum
áhrifum frá krafti og áhuga Coppolas. Crystal
Gayle söng lögin ásamt Waits. Fyrirfram myndi
maður halda að það gengi engan veginn upp en út-
koman er ótrúlega flott. Á plötunni eru nokkur af
bestu lögum Waits, Old Boyfriends, Take Me
Home og Broken Bicycles. Textarnir í Little Boy
Blue og You Can’t Unring a Bell eru mjög vand-
aðir.
Myndin fékk ekki góðar viðtökur en tónlist
Waits var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hann
mætti í samkvæmið en Leslie nokkur Bricusse og
Henry Mancini hrepptu styttuna fyrir tónlistina
við Victor/Victoria sem enginn man lengur.
En meginefni þessa pistils er áttunda platan
sem Waits sendi frá sér árið 1983, Swordfish-
trombones, fyrsta platan sem hann gaf út undir
merkjum Island Records en Asylum-útgáfan
sagði honum upp þegar hún heyrði efnið sem hann
vildi setja á þessa plötu, það var einum of til-
raunakennt og skrýtið. En þetta var í raun bara
eðlilegt framhald af því sem hann hafði verið að
gera, ekki síst á One From the Heart. Hér hefjast
tilraunir hans með notkun ólíklegustu hljóðfæra
eins og marimbu, sekkjarpípu, sagar, harmonikku
og högga á stóla og yfirleitt á alla hluti, „það er
hægt að berja í alla hluti“ lét hann hafa eftir sér.
Og útkoman? Ef útgefandi hefur einhvern tím-
ann haft rangt fyrir sér þá er það Asylum í þessu
tilfelli. Frá og með þessari plötu tók aðdáenda-
hópur Waits nefnilega að vaxa meira og meira;
eftir því sem tónlist hans varð furðulegri því fleiri
hlustuðu á hana. Þetta virtist ganga þvert gegn
öllum kenningum um popptónlist en tónlist Waits
tókst kannski að yfirstíga lögmál poppsins. Þegar
hlustað er á Swordfishtrombones verður manni
reyndar ljóst að maðurinn er hreint út sagt snill-
ingur. Lög eins og Underground, 16 Shells From
A 30.6, In the Neighbourhood, titillagið, Down,
Down, Down og Gin Soaked Boy … ha! ég er orð-
laus. Allt saman lög sem munu aldrei gleymast.
Og svo hyllingin til ástarinnar og Kathleen í
Johnsburg, Illinois: „She’s my only true love/she’s
all that I think of“. Og hlustið á textann í orða-
djassinum Frank’s Wild Years en Waits átti
stuttu síðar eftir að gefa út frábæra plötu með
sama heiti sem söngleikur var reyndar gerður við.
Sverðfiskabásúnur
Poppklassík
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
L
angt hefur liðið á milli sólóskífna
Donalds Fagens. The Nightfly
kom út árið 1982, tveimur árum
eftir að Steely Dan hafði lokið sér
af með Gaucho. Kamakiriad kom
þá út árið 1993 og nú, þrettán ár-
um síðar, Morph the Cat.
Á plötunni hagnýtir Fagen sér krafta þeirra
sem hafa spilað inn á síðustu tvær plötur Dan en
sveitin sneri úr útlegð árið 2000 með plötunni
Two Against Nature, plata sem er fyllilega sam-
bærileg við fyrri afrek tvíeyk-
isins, þ.e. Donalds Fagens og
Walters Beckers. Everything
Must Go, sem út kom 2003, er
einnig afbragð og eiga þeir félagar því enn eftir
að gera slaka plötu. Eftir endalok Dan áttu Beck-
er og Fagen báðir í basli, Fagen glímdi við alvar-
lega ritstíflu árin ellefu sem liðu á milli The
Nightfly og Kamakiriad á meðan Becker glímdi
við öllu alvarlegra vandamál, heróínfíkn. Í dag
virðast þeir í miklu stuði hins vegar og það hillir
undir að þeir skelli sér í hljóðver á þessu ári til að
hljóðrita nýja Steely Dan-plötu.
Fullkomnun
Tónlistin á Morph the Cat kemur engan veginn í
opna skjöldu, hljómurinn liggur mjög nálægt
Everything Must Go, þrátt fyrir að þetta sé sóló-
plata frá Fagen. En þannig hefur Steely Dan lagt
upp með tónlist sína á þessu seinna skeiði sínu og
Fagen fylgir þeirri nálgun. Two Against Nature
hljómar þannig eins og hún hafi verið hljóðrituð
ári eftir að Gaucho kom út, nokkurn veginn frosin
í tíma. Hljómur og stíll Steely Dan er hins vegar
það einstakur að orð eins og „gamaldags“ eða
„hallærislegt“ eiga ekki við í þeirra tilfelli.
Hryggjarstykkið í ferli Dan, Aja, er kennslubók-
ardæmi um hvernig á að gera fullkomlega út-
hugsaða plötu þar sem legið er yfir hverju smáat-
riði án þess að sálinni í tónlistinni sé fórnað um
leið.
Fullkomnunarárátta Fagens og Beckers í
hljóðverinu er alþekkt og nútíma goðsögur hafa
sprottið upp um þessa hegðun þeirra, þar sem
heilu vikunum er eytt í að ná rétta sneril-
hljómnum fyrir tiltekinn lagakafla. Einhvern
tíma á Becker eða Fagen að hafa sagt við upp-
tökumann: „blástu á sleðann“ eða „blow the
fader“. Sleðar á upptökuborðum eru notaðir til að
hækka eða lækka í ákveðnum hljóðfærum og eftir
að hafa fært sleðann annaðhvort aðeins of hátt
eða aðeins of lágt í lengri tíma var gerð tilraun til
þess að blása á hann til að jugga honum upp í
hina réttu stöðu.
Fagen hefur sagt að umgjörð og inntak Morph
the Cat hafi verið of persónulegt og því hafi hann
ekki viljað blanda Becker í málin. Móðir Fagens
dó t.d. árið 2003 og hafði sá atburður talsverð
áhrif á þróun plötunnar. Hann viðurkennir þó að
á stundum hafi það verið erfitt að vera án sálu-
félagans Beckers. Stundum hafi hann spurt út í
loftið: „Hvað finnst þér Walter?“ en ekkert var
svarið eðlilega. Þeir hafa hins vegar ekki rætt
saman um Morph the Cat enn. „Við tölum ekki
svo mikið saman um tónlist,“ segir Fagen í sam-
tali við The Times. „Steely Dan er svona stráka-
hljómsveit, lítið talað en því meira unnið.“
Á Morph the Cat lokar Fagen þríleik sem hann
hóf með The Nightfly. „Sú plata var óður til
æskuáranna,“ er haft eftir honum. „Kamakiriad
snerist nokkurn veginn um það að vera kominn á
miðjan aldur og þessi plata snýst um endalok.“
Fagen og Becker eru þekktir fyrir eitraðan,
hárbeittan húmor og kaldhæðna, jafnvel napra,
lífssýn og endurspeglast þetta í textum þeirra.
Morph the Cat er engin undantekning, eða eins
og segir á vefsíðu Fagens: „Morph the Cat er
fremur hefðbundið […] meistaraverk sem tekst á
við ástina, dauðann og varnir heimalandsins …“
Á alvarlegri nótum hefur Fagen staðfest að þar
sem sólóplötur hans tengjast það mikið standi til
að gefa þær allar saman út í boxi.
Fóstbræður
Walter Becker ku þá vera að vinna að sólóplötu
um þessar mundir (hans fyrsta og eina á þeim
vettvangi er 11 Tracks of Whack, frá 1994).
Fagen túraði Morph the Cat í mars, og er það í
fyrsta skipti sem hann gerir slíkt. Þá hefur verið
tilkynnt um sumartúr Steely Dan og með í för er
enginn annar en Michael McDonald, fyrrum
Doobie-bróðir en hann söng bakraddir á nokkr-
um af fyrstu plötum Dan.
Fyrir þá sem aldrei fá nóg af kaldhæðnu fóst-
bræðrunum er rétt að benda á plötuna Piano
Jazz: McPartland/Steely Dan. Þar kíkja þeir
Fagen og Becker í heimsókn í útvarpsþátt
Marian McPartland og renna í gegnum nokkra
djassstandarda og svo líka Dan-lög. Skemmtilegu
spjalli er skotið inn í, og byrja þeir á að snupra
stjórnandann með því að leika lag eftir Duke Ell-
ington sem hún vissi ekki að var til! („Limbo
Jazz“). Mjög fín sunnudagsplata, þar sem hægt
er að sameina tvær nautnir; að hlusta á talað mál
í útvarpi og að hlusta á ljúfa djasshljóma.
Blástu á sleðann
Menn hafa að undanförnu verið að lýsa þriðju
sólóplötu Donalds Fagens, Morph the Cat, sem
hliðstæðu við Aja, hið „fullkomna“ meistaraverk
Steely Dan. Þó að slíkur samanburður sé lang-
sóttur dylst engum að Fagen – og félagi hans í
Dan, Walter Becker – eru á blússandi stími um
þessar mundir.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
xxxxxxxxxxxxxxxxxxDonald Fagen Á Morph the Cat lokar Fagen þríleik sem hann hóf með The Nightfly. „Sú plata var óður til
æskuáranna,“ er haft eftir honum.