Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Page 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. maí 2006 | 15 Leiklist Við mælum með því að leikhúsáhugafólk fari að sjá uppfærslu Þjóðleikhússins á Fagnaði eftir Harold Pinter. Þetta er nýjasta verk Pinters, sem hefur satt að segja ekki fengist mikið við leikritaskrif síðustu ár þrátt fyrir að hafa fengið nóbelsverðlaun í bókmenntum á síðasta ári ein- mitt fyrir leikritaskrif. Fagnaður er hins vegar snilldarverk og uppsetning Stefáns Jónssonar leikstjóra falleg. María Kristjánsdóttir sagði í dómi sínum að lokasena sýningarinnar væri „ein fallegasta mynd sem ég hef lengi séð á þessu sviði“. Og ennfremur segir María: „Þetta er skýr, hrein, falleg, fyndin sýning, tónlist Sig- urðar Bjólu styður það og þýðing Elísabetar Snorradóttur hljómar vel, persónusköpun ágæt.“ Tónlist Lesbókin sér ríka ástæðu til að mæla með tón- leikum búlgarska kvennakórsins Angelite sem hingað er kominn á vegum Listahátíðar en tón- leikarnir fara fram í kvöld og á morgun í Hall- grímskirkju. Angelite er á meðal þekktari söng sveita í heim- inum á sviði heims- og þjóðlagatónlistar en kór- inn hefur starfað frá árinu 1987. Þessi sérstaki hljómur kórsins byggist á aldagamalli sönghefð frá Balkanskaga. Myndlist Það verður enginn svikinn af því að kíkja á sýn- ingu Finnboga Péturssonar í Galleríi i8 á Klapparstíg. Í innsetningu sinni býr hann til tengingu milli heimsins sem við höfum fyrir augunum og draumaheimsins. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann: „Á milli þessara heima liggur lína, sem er auðvitað loðin þegar við förum í þetta ferðalag milli þeirra. Innsetn- ingin er þetta ferðalag.“ Sýningin stendur til 1. júlí. Kvikmyndir Lesbókin mælir með hinni umdeildu kvikmynd Da Vinci lyklinum þessa vikuna. Í dómi Sæ- björn Valdimarssonar segir meðal annars: „Á hinn bóginn er Da Vinci lykillinn útlitslega lýta- laus, framleiðslustjórnun og listræn stjórnun, búningar og sviðsmunir, allir þessir þættir eru augnayndi. Jafnvel gersemar, líkt og „lyk- ilsteinninn.“ Kvikmyndatakan er fagmannleg, einkum í fjölmörgum atriðum innadyra þar sem lýsingu er beitt af kunnáttusemi. Best af öllu er tónlist Hans Zimmer, hrífandi tónaflóð með trúarlegar vísanir í bland við spennuþrungnar stemmur og seiðandi miðaldamyrkurtóna.“ Lesarinn Rip it up and start again: postpunk 1978–1984 e. Simon Reynolds. Faber and Faber 2005. Bókin sem ég var að lesa er eftir enska tónlist- arblaðamanninn Simon Reynolds. Í henni rekur hann sögu ‘Post-punk’tímabilsins frá 1978–1984 (eftirpönkárin). Þetta er vanmetið tímabil í tón- listarsögunni sem hefur hingað til lítið verið sinnt. Í raun var þetta merkilegur tími tilrauna- mennsku þar sem hinar ólíkustu stefnur höfðu áhrif á kynslóðina sem var búin að fá nóg af rokki og diskói og var búin að mjólka allt sem hún gat úr pönkinu. Reynolds er mjög vandvirkur og skemmtilegur penni. Hann rekur sögu helstu hljómsveit- anna og ekki síður hug- myndafræðina sem var oft mikilvægari en tónlistin sjálf. Það er jafn grátbroslegt að lesa um ofstækisfulla til- raunagúrúa sem þróuðust yfir í glanspoppið (Human League, Adam Ant) eins og að kynnast popp- stjörnum sem máluðu sig vandlega út í horn þangað til enginn gat hugsað sér að hlusta á þá lengur (Johnny Rotten/Lydon, Dexys Midnight Runners). Bókin er ekki síður góð heimild um þjóðfélagsástandið og hugsunarháttinn sem ein- kenndi þessi ár. Helsti ljóðurinn er hve Reyn- olds einblínir á Bretland og Bandaríkin í um- fjöllun sinni, en það er nokkuð sem vill verða þegar menn fjalla um tónlist á annað borð. Gam- an þó að lesa kaflann um Kukl sem átti eftir að þróast yfir í Sykurmolana. Stórskemmtileg lesning og stórmerkileg fyrir þau okkar sem muna eftir PIL, Throbbing Gristle, Heaven 17 og þaðan af gleymdari hljómsveitum. Óttar Proppé Dagbókarbrot Úr dagbókum Thomasar Mertons munks, rit- höfundar og friðarsinna í The Intimate Merton: His Life from His Journals (1999). Bæn til guðs 20. maí 1961: Að vera vinur Þinn er einfaldlega að þiggja vin- áttu Þína vegna þess að hún er vinátta Þín. Þessi vinátta er líf Þitt, andi sonar Þíns. Þú hef- ur kallað mig hingað til þess að vera sonur Þinn: Til þess að endurfæðast, aftur og aftur, í ljósi Þínu, í vísdómi, í umhugsun, í þakklæti, í fátækt, og í bæn. Lesbók mælir með… Fagnaður „María Kristjánsdóttir sagði í dómi sínum að lokasena sýningarinnar væri „ein fallegasta mynd sem ég hef lengi séð á þessu sviði“.“ Óttar Proppé NÚ STENDUR yfir í Hafnarhúsinu hin árlega útskriftarsýning Listaháskóla Íslands. Að þessu sinni sýna 70 nemendur úr myndlist- ardeild, hönnun og arkitektúr. Þrívíð hönnun og grafísk hönnun eru spyrtar saman í sal safnsins á neðri hæð. Farin hefur verið sú leið að hólfa ekki rýmið niður heldur búa til heildarstemningu með stafaflúri á súlum og er það vel til fundið. Þarna kennir ýmissa grasa: Sumir hönnuðir vinna með fagurfræði hversdagslífsins og hanna nýtt viðmót fyrir sjónvarp eða leiðakort fyrir strætó. Sófapúðar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir, reiðhjólið er hugsað upp á nýtt líkt og umhverfisvæn raf- magnsbifreið. Borgarskipulag og náttúra koma við sögu: Hannaður hefur verið grasi vaxinn steypuveggur þar sem gert er ráð fyrir hinu líf- ræna í umhverfi okkar og meðfærilegt tjald tekur örskotsstund í uppsetningu. Hugsað er fyrir gjafavörum í bland við grótesku: Hægt er að kaupa súkkulaðitær eða hnúa handa elsk- unni sinni undir yfirskriftinni „Ég vil éta þig“ eða gefa 8 ára börnum og eldri fiskbein til að smíða „módel“ sem minnir á skrímsli úr Alien. Síðastnefnda verkið er fagurfræðilega á mörk- um frjálsrar myndlistar og hönnunar eins og litríkt bútasaumsteppi þar sem unnið er með reynslu kvenna og ímyndarheim ungra stráka. Þar er handverkið í fyrirrúmi líkt og í mynst- urbók fyrir prjónavettlinga þar sem sótt er í þjóðlega hefð. Dálítið er unnið undir þjóðlegum áhrifum í verkum fatahönnuða í E-sal safnsins á efri hæð þar sem rík efniskennd og fjölbreytileg form- skynjun nýtur sín í mikilli hugmyndaauðgi. Þar er nokkuð um rúmfræðileg mynstur og rúm- fræðilega „uppbyggingu“ efna sem myndar skemmtilegt samspil við útskriftarverkefni arkitektúrnema sem er hinum megin í salnum og felst í hönnun alþjóðahúss á Landakotstúni. Þar má skoða tillögur sem gera ýmist ráð fyrir hefðbundnum, nokkurn veginn „ferhyrndum“ byggingum en aðrar endurspegla tilraunir með ólík form. Þar er mismikið tillit tekið til um- hverfisins en vonandi munu hinir ungu framtíð- ararkitektar með tímanum draga skyn- samlegar ályktanir af skipulagsmistökum sem við blasa. Reyndar eiga allar tillögurnar það sameiginlegt að gera ráð fyrir lágreistum bygg- ingum, sumar eru jafnvel að miklu leyti nið- urgrafnar. Ein tillagan sker sig úr fyrir straumlínulögun sem minnir á ævintýraleg hí- býli Barbapabba. Myndlistardeildin teygir sig vítt og breitt um ganga og sali líkt og eitt verkið –„eldtunga“ úr korndeigi – sem hlykkjast um rýmið. Deigið er ómótað og hefur sig á táknrænan hátt í anda hinna nýútskrifuðu myndlistarnema. Þar má fyrst og fremst greina áhrif frá straumum og stefnum í alþjóðlegri samtímamyndlist á kostn- að sögulegrar vitundar eða vísunar í staðbundið umhverfi: Nemendurnir virðast forðast vísun í náttúru Íslands og sækja ekki í menningar- hefðir en hið nýlega endurhannaða Þjóðminja- safn Íslands er dæmi um óþrjótandi brunn á þeim vettvangi. Annarleikinn, rými og sjálfsskoðun myndlist- armannsins hafa verið áberandi í myndlistinni og endurspeglast slíkar áherslur á útskrift- arsýningunni. Eitt verkið miðlar ferskri sýn á sjálfið; „sjálfsmyndir“ sem teiknaðar hafa verið af öðrum, svo sem öðrum myndlistarnemum, ólærðu fólki og börnum – og felur það í sér könnun á hinu sjálfsprottna og fagurfræðilegri framsetningu. Verk sem fjalla um annarleikann hafa á sér fantasíukenndan blæ með áherslu á frásögnina, teikningu og jafnvel klippitækni í anda súrrealistanna. Lítið er um málverk á sýn- ingunni og eru þau af óhlutbundnum toga þar sem gerðar eru tilraunir með efnisáferð og tækni. Innsetningarformið er áberandi á sýn- ingunni þótt erfitt sé að vinna með rými þar sem svo mörg verk eru saman komin. Þar eru hlið við hlið jafnólík verk og afbökuð líkams- form, sem úr vellur mjólkurlitur vökvi eða ann- að torkennilegt innihald, og varasöm „aðstaða“ fyrir hjólabrettafólk, smíðuð úr timbri, sem fel- ur í sér ótal hindranir. Nokkuð er um mynd- bandsverk og ljósmyndir. Þar er m.a. unnið með ytra rými. Ummyndun rýmis er umfjöll- unarefni myndbandsverks þar sem skurð- gröfur skera í landslag, sem gæti verið á Kára- hnjúkum, og í borgarbyggð. Eitt ljósmynda- verk fjallar um það hvernig einstaklingar skapa sér eigið rými og leita síns staðar í tilverunni og hversdagsleikanum. Ummyndun efnisveruleik- ans á sér stað í verkum sem minna á kælikassa annars vegar og gróðurhús hins vegar. Sýningarstjórar hafa skapað sterka heildar- umgjörð um fjölbreytt verk. Útskriftarnema skortir hvorki metnað, fagmennsku né andríki. Þeir hafa dafnað í gróðurhúsaumhverfi skólans undanfarin 3 ár og útskrifast nú með BA-gráðu í myndlist, hönnun eða arkitektúr. Næsta verk- efni er framhaldsnám eða tilraun til að festa rætur í hörðum markaðsheimi og þá er gott að hafa í huga að í lífríkinu þrífast ólíkar jurtir og það er þrautseigjan sem gildir. Deig í mótun MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Til 25. maí 2006. Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands Anna Jóa Morgunblaðið/Eggert Farin hefur verið sú leið að hólfa ekki rýmið niður heldur búa til heildarstemningu með stafaflúri á súlum og er það vel til fundið, að mati Önnu Jóa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.