Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 27. maí 2006 | 11
Þegar litið er um öxl þarf ekki að koma áóvart ef maður spyr um hvað hitamálið íkringum dönsku skopmyndirnar hafi íraun snúist. Ljóst er að margflóknar
samtímalegar átakalínur skárust á síðum Jyllands-
Posten en á sama tíma virtist misskilningur og mis-
túlkun áberandi í málinu öllu. Í nýlegri forsíðugrein
sem bandaríski myndasöguhöfundurinn Art Spieg-
elman skrifaði fyrir tímaritið Harpers bendir hann
einmitt á að danska skopmyndamálið hafi að
minnstu leyti snúist um eðli og hlutverk teikni-
mynda. Hann líkir upprunalegu skopmyndunum
við það sem Alfred Hitchcock kallaði McGuffin en
þar vísaði leikstjórinn til
hlutar eða atburðar sem
skipti engu máli í sjálfu sér
heldur þjónaði einvörðungu
því hlutverki að koma sög-
unni af stað. Sjálfur er
Spiegelman sennilega þekktasti myndasöguhöf-
undur Bandaríkjanna og því er einkar athyglisvert
að fylgjast með viðbrögðum hans við því að mynda-
söguforminu sé hálfpartinn hrundið út á leiksvið al-
þjóðlegra stjórnmála.
Samanburður Spiegelmans á skopmyndunum
við McGuffin er að mörgu leyti alveg hárréttur.
Skopmyndirnar voru upphaflega pínulítill snjóbolti
sem varð að snjóflóði en þar var um að ræða ferli
sem ritstjórar danska dagblaðsins gátu engan veg-
inn hafa átt von á (að öðru leyti er ekki hlaupið að
því að geta sér til um ætlun þeirra). Ríflega hundr-
að manns hafa látist og hátt í þúsund slasast í mót-
mælum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Byggingar
stóðu í björtu báli og fánar voru brenndir á torgum.
Ritstjórar hafa verið reknir og handteknir. Skop-
myndateiknarar með milljón dollara sér til höfuðs
eru í felum. Evrópusambandið og Sameinuðu þjóð-
irnar hafa léð máls á nýjum reglugerðum sem ann-
að hvort myndu að einhverju leyti takmarka mál-
frelsi eða vernda trúarbrögð fyrir fjandsamlegri
umræðu á opinberum vettvangi. Slík hefur hræðsl-
an verið í kjölfar viðbragðanna við skopmyndunum.
Í þessu samhengi er ljóst að upphaflegu teikni-
myndirnar hafa fallið rækilega í skuggann af eft-
irköstunum.
Þetta er nokkuð sem Spiegelman vill leiðrétta.
Honum finnst ekki sjálfsagt að skopmyndirnar
sjálfar týnist í orrahríðinni, né finnst honum sjálf-
sagt að fjallað sé um þær fullum fetum af aðilum
sem hafa ekki séð þær. Þannig gagnrýnir hann til
að mynda New York Times harðlega fyrir að end-
urprenta ekki myndirnar, en ákvörðun sína skýrðu
ritstjórar blaðsins á eftirfarandi veg: „Það er ekki
venja NY Times að ráðast á trúarlegar táknmynd-
ir … að auki er auðvelt að lýsa myndunum með orð-
um“. Blaðið lýsti myndunum reyndar ekki, bendir
Spiegelman á, nema með einni eða tveimur und-
antekningum. Með sjálfsritstýringu sem þessari,
vill Spiegelman meina, er myndunum léður kraftur
og dulmagn í mun meira mæli en ef almenningur
gæti einfaldlega barið hversdagsleika þeirra aug-
um. Þess má geta að bandarískir fjölmiðlar, bæði
prent- og ljósvakamiðlar, voru allajafna mjög var-
færnir þegar kom að endurprentun skopmynd-
anna, og gerðu það í minna mæli en kollegar þeirra
í Evrópu.
En það sem mesta athygli vekur við grein Spie-
gelmans er einmitt að stórum hluta hennar er varið
í nákvæma greiningu á skopmyndunum, hverri á
fætur annarri, en þær eru allar endurprentaðar í
greininni. Þar kemst hann að ýmsum óvæntum nið-
urstöðum. Hann fjallar til að mynda með nokkurri
virðingu um skopmynd Kurts Westergårds, en í
hugum margra er hún orðin eins konar táknmynd
fyrir dönsku skopmyndirnar í heild. Hérna sjáum
við raunsæislega teiknaða mynd af brúnaþungum
Múhameð en í stað túrbans situr sprengja á koll-
inum á honum. Spiegelman vitnar til dæmis í út-
skýringu Westergårds sjálfs á mynd sinni og segist
taka hana trúanlega enda þótt, bætir hann við, ansi
margir múslímar virðist ekki gera það. Hins vegar
er Spiegelman einkar harðorður í garð þeirra Peter
Bungård og Erik Abild Sørensen en gagnrýnir þá
einkum á fagurfræðilegum forsendum fyrir illa
unnar skopmyndir. Þá er enn öðrum teiknaranum,
Lars Refn, hrósað í hástert sem er vel skiljanlegt
þar sem hann sneri skemmtilega á Jyllands-Posten
í mynd sinni, en hún sýnir danskan nemanda sem
stendur frammi fyrir skólatöflu og bendir með
kennarapriki á setningu sem þar er skrifuð á arab-
ísku. Þýdd þýðir hún: „ritstjórar Jyllands-Posten
eru afturhaldssinnaðir æsingarmenn“. Það er
margt athyglisvert í þessari grein og er ekki síst
áhugavert að velta fyrir sér þeim spurningum sem
Spiegelman varpar fram varðandi þau gríðarlega
eldfimu áhrif sem skopmyndirnar hafa haft.
Art Spiegelman
og dönsku skopmyndirnar
Erindi
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
’Með sjálfsritstýringu semþessari, vill Spiegelman
meina, er myndunum léð-
ur kraftur og dulmagn í
mun meira mæli en ef al-
menningur gæti einfald-
lega barið hversdagsleika
þeirra augum.‘
Franska skáldkonan Fred Varg-as, sem íslenskir spennusagna-
lesendur kannast e.t.v. við fyrir bók-
ina Kjallarinn sem kom út hér á
landi í fyrra, sendi á dögunum frá
sér bókina Dans
les bois éternels.
Þessi nýja bók
Vargas, sem er
fornleifafræð-
ingur að mennt,
rataði beint í
efsta sæti met-
sölulista frönsku
bókabúðarinnar
Fnac og var
fyrsta upplag hennar 150.000 eintök
og hefur glæpasaga sjaldan eða
aldrei verið prentuð í jafnstóru
fyrsta upplagi í Frakklandi. Í Dans
les bois éternels
liggja tveir
glæpmenn í valn-
um, hjörtur er felld-
ur í Normandie, nýliði í lögreglunni
yrkir einsog hann andar og rétt-
arlæknisfræðingur nokkur er for-
vígiskona kaffibolla með dropa af
möndlumjólk í.
Manolo Follana, sem er upp-fullur af allskyns fóbíum, rek-
ur hönnunarfyrirtæki í spænskri
hafnarborg. Eftirmiðdagsstund á
kaffihúsi einu greinir vinur Manolos,
læknirinn Tenis, hann með HIV-
veiruna í sérkennilegum samkvæm-
isleik þar sem þátttakendur eru
neyddir til að gefa blóð. Og í kjölfar-
ið fer Manolo að velta fyrir sér elsk-
hugum sínum í gegnum tíðina og
ákveður í stað þess að tilkynna þeim
fréttirnar þá skuli hann flokka þá
eftir kossastíl. Bók Worms Can
Carry Me to Heaven eftir Alan
Warner er ekki jafn tilraunakennd
og fyrir verk Warners en býr engu
að síður yfir sterkum höfundar-
einkennum hans, m.a. í dæmisögum
Manolos þar sem kynlífi og dauða er
blandað saman oft með ansi kyn-
legum afleiðingum.
Nýjasta skáldsaga FrederickReuss, Mohr, er að sögn gagn-
rýnanda New York Times full sárs-
auka og fegurðar, auk hæfilegs
skammts af hæðni. Sagan er þó við-
kvæmnisleg og sögusviðið Þýska-
land og Kína á miðjum fjórða áratug
síðustu aldar, en þar segir frá Max
Mohr, sem Reuss byggir raunar á
raunverulegum karakter, konu hans
Käthe og dóttur þeirra Evu. Við
upphaf sögunnar er Max læknir og
rithöfundur sem skrifar kaldhæðn-
islegar skáldsögur og leikrit sem
afla honum nokkurra vinsælda á
þriðja áratugnum. Með komu nas-
ista til valda eru verk Max hins veg-
ar brennd og fordæmd sem úrkynj-
uð gyðingsskrif og fyllist Max í
kjölfarið rótleysi og flytur Max til
Sjanghaí þar sem hann hyggst byrja
upp á nýtt. Hann lofar þá að senda
eftir konu sinni og dóttur þegar
hann er búinn að koma sér fyrir í
nýja landinu. Lýsingar Reuss á lífi
kvennanna í Þýskalandi, þar sem
þær smám saman missa vonina um
að heyra nokkurn tímann frá Max
aftur, og svo á lífi hans í Sjanghaí
minna á ríkulega skreytt málverk að
sögn gagnrýnandans, sem segir
Reuss tefla þar skemmtilega á móti
hvort öðru settlegu lífi mæðgnanna
og svo rótleysi Max.
Rithöfundurinn Peter Høeg, semnaut mikilla vinsælda fyrir
bókina Lesið í snjóinn sem einnig
var færð í kvikmyndaformið í Holly-
wood, fær
blendna dóma hjá
gagnrýnanda In-
formation fyrir
nýjustu bók sína
Den stille pige.
Segir gagnrýn-
andinn höfundinn
ekki ná sömu list-
rænu hæðum og
hann gerði með
Lesið í snjóinn til þess sé bókin of
ójöfn. Stórkostlegar persónulýs-
ingar og framandlegt umhverfi, já
jafnvel þegar hluti sögusviðsins er í
Kaupmannahöfn, njóti sín engu að
síður jafn vel í skrifum Høeg og áð-
ur.
Erlendar
bækur
Fred Vargas
Peter Høeg
B
eloved eða Ástkær eftir
Toni Morrison er besta
skáldsagan sem komið
hefur út í Bandaríkjun-
um síðustu 25 ár. Þetta
er niðurstaða könnunar
sem New York Times Bookreview lét
gera nýlega og birti síðastliðinn sunnu-
dag. 124 rithöfundar, gagnrýnendur og
bókmenntaritstjórar tóku þátt í könn-
uninni og mátti hver og einn þeirra
velja eina bók. Ástkær hlaut 15 at-
kvæði, önnur varð Underworld eftir
Don DeLillo með 11 at-
kvæði, í þriðja til
fjórða sæti urðu Blood
Meridian eftir Cor-
mack McCarthy og Rabbit Angstrom
eftir John Updike og í fimmta sæti varð
American Pastoral eftir Philip Roth.
Veldi kynslóðar Roths og félaga
Hér kemur í sjálfu sér fátt á óvart.
Samt eru þessir höfundar eiginlega all-
ir komnir á efri ár. DeLillo er yngstur
þeirra, fæddur 1936, en hin eru fædd á
tveggja ára bili, Morrison 1931, Updike 1932,
Roth og McCarthy 1933.
A.O. Scott ritar grein um könnunina í New
York Times Bookreview, en hann vinnur nú að
bók um bandarískar skáldsögur frá seinna stríði
og segir koma á óvart hversu ráðandi þessi kyn-
slóð sé í bókmenntalífi Bandaríkjanna, ekki síst
vegna þess að hinar fjölmennu kynslóðir eft-
irstríðsáranna séu ekki áberandi í niðurstöðum
könnunarinnar en hafi, bæði í Bandaríkjunum og
annars staðar, gert sig gildandi í dægurmenning-
unni og í síauknum mæli í viðskiptalífi og pólitík.
Scott segir að bestu rithöfundarnir sem fæddir
eru eftir stríð virðist nánast kerfisbundið fyrirlíta
tilraunir hinna eldri (og sumra af yngri kynslóð-
inni) til þess að skrifa miklar skáldsögur um stóra
samhengið í heiminum og sögunni. Þessar yngri
kynslóðir séu írónískar, óframfærnar og séu
hrifnar af alls konar sniðugheitum.
Aðeins tvær bækur eftir höfunda af þessari
kynslóð eftirstríðsáranna hlutu meira en tvö at-
kvæði, Housekeeping eftir Marilynne Robinson
og The Things They Carried eftir Tim O’Brien.
„Þetta eru brilljant bækur,“ segir Scott, „en þær
eru líka varfærnar, stuttar og nákvæmar. Þær al-
hæfa ekki, þær skrá.“
Roth með flest atkvæði
Það undirstrikar veldi kynslóðarinnar sem fædd
er upp úr 1930 og er nú komin yfir sjötugsald-
urinn að meðal 22 efstu bókanna í könnuninni á
Philip Roth sex bækur en í könnuninni voru sjö
bóka hans nefndar með alls 21 atkvæði (bækurnar
eru American Pastoral, I Married a Communist,
The Human Stain, Sabath’s Theater, The Count-
erlife, Operation Shylock og The Plot Against
America). Ef spurt hefði verið hver væri besti rit-
höfundur síðasta aldarfjórðungs hefði Philip Roth
því væntanlega orðið fyrir valinu. Don DeLillo á
þrjár bækur á meðal 22 efstu í könnunni, auk
Underworld eru þar White Noise og Libra.
Scott bendir á að í svipaðri könnun sem gerð
var árið 1965 hafi allt annað verið upp á ten-
ingnum, á þeim lista hafi varla verið hægt að finna
höfund sem var kominn yfir fimmtugt.
Invisible Man eftir Ralph Ellison var
þá valin besta bókin og meðal annarra
bóka efst á listanum voru The Advent-
ures of Augie March, Herzog, Lolita,
Catch 22 og Naked Lunch.
Scott veltir því fyrir sér hvort þetta
geti merkt að það sé farið að halla und-
an fæti hjá bandarískum bókmenntum,
þær séu enn eitt fórnarlamb sjöunda
áratugarins. Það sé þó einnig hugs-
anlegt að bókmenntastofnunin í
Bandaríkjunum sé síðasta athvarf
þeirra sem bera virðingu fyrir hinum
eldri á tímum sem dýrka ungdæmið.
En burtséð frá öllum þessum vanga-
veltum vekur það sannarlega athygli
hversu fáar bækur eftir höfunda sem
eru undir fimmtugu eru á þessum lista.
The Corrections eftir Jonathan Fran-
zen fékk eitt atkvæði, Infinite Jest eft-
ir David Foster Wallace fékk ekkert,
en hann má telja sporgöngumann DeLillos, og
heldur ekki The Fortress of Solitude eftir Jona-
than Lethem og Richard Powers, sem skrifar ein-
mitt stórar og miklar skáldsögur, fékk eitt at-
kvæði.
Bókmenntaelítan og markaðurinn
Og það vekur líka athygli að fjöldi yfirgripsmik-
illa, sögulegra, jafnvel póstmódernískra og „erf-
iðra“ skáldsagna í efstu sætum þessa lista stang-
ast verulega á við það sem einn af ritstjórum New
York Times Bookreview, Rachel Donadio, segir í
grein í sama tölublaði og könnunin er birt, að út-
gefendur verði nú um stundir að laga sig að mark-
aði sem vilji ekki annað en fljót- og auðmelt-
anlegar bækur eða bækur sem hægt sé að koma í
fréttirnar með einhverjum hætti. Sennilega er
það til vitnis um að bilið á milli bókmenntaelít-
unnar í Bandaríkjunum, sem tók þátt í könn-
uninni, og hins almenna lesanda og bókakaupanda
(markaðarins) er mikið. Og það er auðvitað gömul
saga og ný.
Ástkær besta skáldsagan
Sigurvegarinn er Ástkær!
„Hér kemur í sjálfu sér fátt á óvart.
Samt eru þessir höfundar eiginlega
allir komnir á efri ár. DeLillo er
yngstur þeirra, fæddur 1936 en hin
eru fædd á tveggja ára bili, Morrison
1931, Updike 1932, Roth og McCarthy
1933.“ Myndin er af síðu í New York
Times Bookreview, 21. maí sl.
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
New York Times Bookreview birti um
síðustu helgi niðurstöður könnunar á
því hver sé besta skáldsaga Bandaríkj-
anna síðustu 25 ár. Niðurstaðan kem-
ur ekki mjög á óvart en leiðir samt í
ljós að ákveðin kynslóð rithöfunda
virðist nánast einráð vestra.