Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Síða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006 | 11 Gróðurhúsaáhrifin og hlýnunjarðar eru viðfangsefni sem hljóta sífellt meiri athygli meðal al- mennings á Vesturlöndum þrátt fyr- ir áhugaleysi núverandi Bandaríkja- stjórnar og bók og raunar sam- nefnd kvikmynd Al Gore, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, þykir líkleg til að kynda enn frekar undir áhugann beggja vegna Atl- antsála. Hefur sú athygli sem bókin og myndin hafa hlotið meira að segja vakið upp spurningar um það hvort Gore muni reyna við forsetaemb- ættið á ný. Bókin nefnist An Incon- venient Truth og leitast Gore þar ekki við að takast á við loftslagsbreyting- arnar í smæstu smá- atriðum að hætti fræðimanna heldur fjallar hann hér um viðfangsefnið á aðgengilegan hátt í bók sem New York Times segir auðskiljanlega, kvalafulla og sérlega áhrifaríka lesn- ingu. Gore takist einkar vel upp með að útskýra hlýnun jarðar og áhrifin sem hún hefur á viðkvæmt vistkerfi jarðar og bókin því vel til þess fallin að beina sjónum manna í enn frekari mæli að vandanum.    Nýjasta bók ástralska rithöfund-arins Peter Carey býr yfir sömu smitandi kætinni og sannfær- andi eirðarleysinu og hans fyrri skrif. Í bókinni Theft: A Love Story birtist enn á ný róstusöm rödd mannsand- ans, ljóðræn og orðljót, kristileg og gróf í sögu sem er tvinnuð saman með þeim sérstaka hætti sem Carey er ein- um lagið. Theft: A Love Story er gagnrýni á bæði listaverkaiðnaðinn og eins ástina og er að sögn gagnrýn- anda Daily Telegraph frábær lesn- ing, en þar segir frá listamanninum Butcher Bones, sem þekktur er á sínum heimaslóðum, og tilraun sem hann gerir til að stela sínum eldri verkum frá fyrrum eiginkonu sinni.    Hryðjuverk eru viðfangsefniJohns Updike í nýjustu skáld- sögu hans Terrorist og lagðist rithöf- undurinn á sig margskonar rann- sóknarvinnu fyrir bókina. Þar segir frá hinum 18 ára gamla Ahmad, syni bandarísks hippa og skipti- nema frá Egypta- landi, sem gerist öfgasinnaður múslimi og er að lokum fenginn til þess að sprengja upp Lincoln-göngin. Terrorist er 22. bókin sem Updike sendir frá sér og er um margt ólík hans fyrri verkum, hún fylgir til að mynda lauslega spennusagnaforminu, sem er eitt fárra bókmenntaforma sem Updike hefur ekki tekist á við áður, en á sama tíma fjallar hún um kynlíf, dauða, trúarbrögð og mennta- skólaárin – viðfangsefni sem hafa fylgt Updike allt frá hans fyrstu skrifum og því ósvikin Updike-saga.    Ískáldsögu sinni La ToucheÉtoile, eða stjörnuhnappurinn, ver hin 86 ára gamla franska skáld- kona og femínisti Benoîte Groult réttinn til að ákveða sjálf hvenær hún vilji deyja. Bókin situr þessa dagana á toppi franskra metsölulista og tekst Groult þar á við viðfangsefni sitt af þurrum húmor og harkalegum athugunum sem koma við kaunin á lesandanum að sögn gagnrýnanda danska blaðsins Information, sem segir Groult lagna við að græta les- andann með hjartnæmum og raun- sönnum lýsingum sínum á ellinni gegnum sögupersónu sína Alice, sem lesandinn samsami auðveldlega Groult sjálfri. Al Gore Peter Carey John Updike Erlendar bækur Harold Pinter fékk óvænta upplyftingu íÞjóðleikhúsinu nú á dögunum meðfrumsýningu á Fögnuði, leikriti hansfrá árinu 2000 sem fengið hefur þá greiningu að vera „eitt aðgengilegasta og fyndn- asta“ leikrit hans. Með þessari umsögn er sleginn sá gamli tónn að flest leikrita Pinters séu þung og óaðgengileg; illskiljanleg venju- legu fólki, alltof flókin og myrk til að hinn dæmigerði fulltrúi al- mennings hafi eitthvert gaman af þeim. Þetta er auðvitað hin mesta firra og í sjálfu sér smekksatriði hvað hverjum og einum finnst fyndið. Í tilefni af frumsýningunni lagði Þjóðleikhúsið það á sig að fá hingað einn þekktasta leik- húsgagnrýnandann úr breskri pressu Michael Billington og samferða honum var leikkonan Penelope Wilton sem leikið hefur í nokkrum verka Pinters og sumum þeirra undir hans leik- stjórn. Það var fengur að þessum gestum, Bill- ington er manna fróðastur um höfundarferil Pinters og skrifaði fyrir nokkrum árum ævisögu hans, ágætt verk sem upplýsir um tilurð leikrit- anna, rekur ævi skáldsins og tengir þetta saman í skilmerkilega heild. Billington flutti greinargott erindi um helstu einkenni á verkum Pinters, hvernig hann virðist sækja verkin í undirvitund sína og þannig skapa hið sérstaka andrúmsloft sem ríkir í þeim og orðið hefur aðdáendum hans tilefni til að tala um Pinteresku, stíl og andrúms- loft, sem ekki fer á milli mála hverjum tilheyrir. Billington átti síðan samtal við leikkonuna Vilton um reynslu hennar af því að leika í Pinter- leikritum og vinna með honum og það sem vakti hvað mesta athygli mína var skilyrðislaus áhersla hennar á virðingu við texta höfundarins, textinn væri endanlegur og sjálfur breytti Pinter aldrei textanum eftir að æfingar væru hafnar. Hún minntist þess að hann hefði einu sinni breytt kommu í punkt. Eflaust eru undantekningar frá þessu en kjarni hugsunarinnar er afdráttarlaus með öllu; að enginn breytir textanum nema höf- undurinn sjálfur og allra síst leikararnir eftir að æfingar eru hafnar. Leikstjórinn Sir Peter Hall tekur enn dýpra í árinni í grein um reynslu sína af að leikstýra frumuppfærslum á nokkrum verka Pinters en hann segir að vinnan með texta Pinters kalli á sams konar nákvæmni og með texta Shake- speares. Pinter sé skáld sem leggi mikla vinnu í hvert orð og hverja setningu og hljómfall textans sé jafnmikilvægt innihaldinu. Verkefni leikarans sé m.a. að ná tökum á hljómfallinu og því sé út í hött að velta því fyrir sér hvort orða megi setning- arnar á aðra og einfaldari vegu. Þegar unnið er með svona texta í þýðingum hverfur upprunaleg nákvæmni að nokkru leyti og vangaveltur um hvort tiltekin setning hljómi betur svona eða hin- segin verða oft tímaþjófar. Það er helst ef búið er að binda textann í stuðla og rím sem hann er lát- inn óáreittur. Virðing leikkonunnar og auðmýkt fyrir hlut skáldsins í tilurð leiksýningar var umhugsunar- efni og gerði á engan hátt minna úr starfi leik- arans en annars væri, þótt hún liti svo á að hlut- verk leikarans væri að túlka textann og ljá honum líkama sinn og rödd. Vel samið leikrit gæfi góðum leikara meira en nægilegt svigrúm til sköpunar og túlkunar. Óvæntur Fagnaður Erindi Eftir Hávar Sigurjónsson havars@ simnet.is ’ Leikstjórinn Sir PeterHall tekur enn dýpra í ár- inni í grein um reynslu sína af að leikstýra frum- uppfærslum á nokkrum verka Pinters en hann seg- ir að vinnan með texta Pinters kalli á sams konar nákvæmni og með texta Shakespeares.‘ B ók norska rithöfundarins og stríðs- fréttaritarans Åsne Seierstad, Bóksalinn í Kabúl, vakti strax mikla athygli er hún kom út á árinu 2002. Er þar um að ræða frásögn af lífi afganskrar fjöl- skyldu, sem er að átta sig á hinni nýju tilveru eftir fall Talibananna, um togstreituna milli gamalla en ekki alltaf góðra gilda og hins nútímalega og vest- ræna. Söguhetjan er bóksali í Kabúl, sem Seierstad kallar Sultan Khan, en heitir réttu nafni Shah Mohammad Rais. Hjá honum dvaldi Seierstad og í viðræðum þeirra er meðal annars komið inn á fjölmörg mál, sem ekki er venjan að hafa í hámæli í hinum íslamska heimi, samkynhneigð og kyn- ferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum. Bóksalinn í Kabúl hefur farið sigurför víða um lönd og selst í hundruðum þúsunda eintaka, til dæmis í 300.000 eintökum í Bretlandi þar sem Seierstad var sæmd Emma-verðlaununum en þau eru veitt árlega fyrir þær bækur, sem þykir hafa tekist að miðla sögu og viðhorfum ólíkra þjóða og menningarhópa víða um heim. Sjálf hefur Seierstad gert mjög víðreist eftir útkomu bókarinnar og í fjölmörgum fyrirlestrum hefur hún rætt um kynni sín af Afganistan og fólkinu, sem þar býr. Kom hún meðal hingað til Íslands í desember 2003 í tilefni af útkomu bók- arinnar hér. Hótar málaferlum Åsne Seierstad er sem sagt orðin nokkuð fræg fyrir bókina sína um bóksalann í Kabúl en það hlýtur þó að skyggja nokkuð á, að söguhetjan sjálf, Shah Muhammad Rais, bóksali í Kabúl, heldur því fram, að Seierstad fari oft með rangt mál og hafi ýmislegt eftir sér, sem hann hafi aldr- ei sagt. Fyrst eftir að bókin kom út ákvað Rais að fara í mál við Seierstad, hætti síðan við það en er nú aft- ur kominn með lögfræðing í málið. Undanfarna mánuði hefur hann dvalið í Noregi og Svíþjóð með fjölskyldu sinni og fyrir skömmu var honum boðið að vera heiðursgestur á Norsku bók- menntahátíðinni í Lillehammer. Var honum raun- ar falið að setja hátíðina, sem hófst síðastliðinn þriðjudag. Norskir fjölmiðlar hafa átt mörg viðtöl við Rais og ekki síst núna eftir að honum var boðið á Bók- menntahátíðina. Í þeim hefur hann endurtekið það, sem hann hefur áður sagt, að Seierstad hafi misnotað gestrisni hans og fjölskyldunnar og gert hann að uppsprettu alls konar frásagna, sem út af fyrir sig geti verið réttar, en bara alls ekki frá honum komnar. Verra sé þó hitt, að með bókinni hafi hún stefnt lífi hans og fjölskyldunnar í beina hættu og í raun hrakið þau frá Afganistan. „Okkur er ekki lengur vært í Kabúl. Þar hatast margir við okkur vegna bókarinnar og konan mín var að gefast upp. Við urðum í raun að flýja land- ið,“ sagði Rais í viðtali við Aftenposten og minnti á, að eftir mánuð myndi þó martröðin byrja fyrir alvöru en þá kemur bókin út í Afganistan, á dari, sem er eitt helsta tungumálið í landinu. Í Bóksalanum í Kabúl segir meðal annars frá giftri konu, sem á í ástarsambandi við annan mann, og Rais segir, að komi bókin fyrir sjónir fjölskyldu konunnar, megi hann alveg eins búast við dauða sínum á hverri stundu. Rais segir, að Seierstad hafi gert sér mikinn óleik með því að leyfa honum ekki að lesa hand- ritið yfir. Hefur Seierstad játað þá yfirsjón sína í viðtali við fjölmiðla en segist ekki geta gert annað en að biðjast afsökunar á því. Rais segir hins veg- ar, að slík afsökun breyti engu, eftir 30 ár sem bóksali í Kabúl sé hann nú landflótta maður. Hefur selt handritið óséð Rais hefur nú í smíðum bók með sinni eigin út- gáfu af því, sem þeim Seierstad fór á milli, í þá þrjá mánuði, sem hún var gestur á heimili hans í Kabúl. Ætlar hann einnig að gera grein fyrir um- ræðunni og ágreiningnum um Bóksalann í Kabúl og fjalla síðan nokkuð um skoðanir fólks á Norð- urlöndum um þetta allt saman. Hefur Damm- forlagið norska þegar greitt honum nokkuð á þriðju milljón ísl. kr. fyrir handritið óséð og það var vegna þessarar væntanlegu bókar, sem hon- um var boðið á Bókmenntahátíðina í Lillehamm- er. Það greiddi síðan aftur fyrir vegabréfsáritun til Noregs en áður hafði ósk hans um hana verið hafnað nema tryggt yrði, að hann reyndi ekki að verða um kyrrt í landinu. Þegar Rais setti Bókmenntahátíðina hafði hann ekki fleiri orð um en nauðsynlegt var og lét síðan konu sína, Suraya Rais, sem er aðeins 23 ára, fá hljóðnemann. Hafði hún ekkert gott að segja um Seierstad. „Fyrir flestar konur í Afganistan var valdatími Talibananna hreinasta martröð. Fyrir mig hefur tíminn, sem liðinn er frá útkomu bókarinnar, ver- ið enn verri,“ sagði Suraya meðal annars. Í viðurvist trölla Við þetta má síðan bæta, að á Bókmenntahátíð- inni ætlaði Rais að kynna dálítið ævintýri, sem hann hefur sett saman og að nokkru leyti í anda norskra þjóðsagna. Það er um tvö tröll, sem verða vitni að samræðum þeirra Seierstad og Rais í Kabúl, og um ýmsar hugleiðingar þeirra út frá því. Bóksalinn kveður sér hljóðs Bóksalinn í Kabúl, sem norski rithöfundurinn Åsne Seierstad gerði að umfjöllunarefni í sam- nefndri bók, var viðstaddur bókmenntahátíðina í Lillehammer í vikunni vegna bókar sem hann hefur sjálfur í hyggju að skrifa um sína hlið á þeirri sögu sem Seierstad sagði í bók sinni. Bók- salinn, sem heitir réttu nafni Shah Mohammad Rais, er mjög ósáttur við bók Seierstad og segist hafa þurft að flýja Afganistan vegna hennar. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Bóksalinn og höfundur hans Bóksalinn í Kabúl, Shah Muhammad Rais (lengst til v.), á leið til hádeg- isverðar ásamt Åsne Seierstad (önnur frá h.), föður hennar (aftastur) og móður (lengst til h.) og útgáfu- stjóra hennar hjá Cappellen, Anders Heger. Myndin var tekin á bókmenntahátíðinni í Lillehammer. Torbjørn Grønning/Dagbladet

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.