Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. júlí 2006 ! Ég man þegar Anton Helgi Jónsson sendi frá sér bókina Ljóðaþýðingar úr belgísku. Hljómaði sannfærandi, titillinn, en svo reyndust þetta ekki vera neinar þýðingar heldur ljóð eft- ir hann sjálfan, enda ekkert mál til sem heitir belgíska. Samt áreiðanlega margir enn sem halda að svo sé. Því oft erum við svo fákunnug um tungur annarra. Í Belgíu eru töluð tvö aðalmál, eftir því sem ég kemst næst, flæmska (nær sam- hljóða hollensku) og franska. Ekki belgísk franska, heldur bara franska. Í Sviss eru aftur fjögur mál, þýska, franska, ítalska og rómanska. Þar er þýskan hins vegar svo frábrugðin þýsku Þýskalands að venjan er að tala um svissneska þýsku (s.s. Swiss German, Tedesco Svizzero). Eftir að hafa verið um skeið í Sviss, finnst mér þó nær lagi að tala beinlínis um svissnesku – því þetta er slík mál- lýska að Þjóðverjar skilja hana ekki. Hið furðulega er hins vegar að ritmálið er það sama. Blöð og bækur í þýskumælandi Sviss eru á háþýsku, en þegar fólkið opn- ar munninn kemur í ljós hið undarlegasta – að mínu viti reyndar fremur fallegt – mál. Og hvaða spennitreyja er nú það, að eiga öll dagleg samskipti, rifrildi, samn- inga, ástarjátningar, óráð og barnahjal á máli sem ekki er svo hægt að skrifa? Hvernig skrifar maður sendibréf? Hvernig yrkir maður ljóð? Er ekki ein- hver ótrúleg undirokun í því fólgin að þurfa að strekkja allar fréttir undir orða- forða stóra nágrannans, skrifa í fyr- irsögnum „toll“ þegar enginn í Sviss seg- ir „toll“ en allir segja „super“, svo ördæmi sé tekið. Ég átti erfitt með þetta, að horfa upp á vini mína í þessum geð- klofajakka. En þeir voru pollrólegir. Skildu ekki hvað ég væri að æsa mig, vildu ekki taka þátt í róttækri undir- skriftasöfnun minni um ritmál til handa Svisslendingum, sáu ekki óréttlætið. Hvers vegna? Vegna þess að þessu eru Svisslendingar vanir. Vanir því að veru- leikinn sé margklofinn af tungum. Lítið þið ekki á ykkur sem þrjár þjóðir, jafnvel fjórar? spurði ég ítölskumælandi Sviss- lending – sem mér finnst einmitt alltaf vera meiri Ítali en Svisslendingur. Nei, svaraði hann – og vildi meina að Sviss- lendingar hefðu alveg nógu mörg sam- kenni, þótt málsvæðin væru fjölskrúðug. Í Hollandi býr vinur minn Elmar, inn- fæddur. Hann talar samt ekki hollensku, hann er einn af 500 þúsund íbúum Hol- lands sem tala frísnesku, enda býr hann á Fríslandi – sem er sjálfrátt um margt en lýtur hollenskri yfirstjórn. Elmar skilur Hollendinga, en þeir skilja hann ekki á móti. Eitt núll fyrir hann. Rætur frís- nesku liggja aftur í aldir, fleiri hafa talað málið samanlagt en íslensku – og það virkar stórskemmtilegt. En þetta hafði ég eiginlega ekki hugsað út í. Ekki bein- línis. Og sama gildir í Katalóníu. Íslendingar sem ætla í sumarleyfi til Barcelona, jafn- vel Mallorca, æfa sig hróðugir í spænsk- unni til þess að geta slegið um sig: Por fa- vor, og eitthvað. En í Katalóníu er töluð katalónska og þá er betra að segja: Si us plau. Ellefu milljónir íbúa Spánar tala katalónsku, og það er ekki lítið. Miklar bókmenntir eru skrifaðar á því máli, ljóð ort, bækur þýddar yfir á katalónsku, dagblöð prentuð. Samt vitum við ekkert um þetta. Segjum bara por favor. Kannski – og mjög sennilega – er þetta einfaldlega ofvaxið okkar skilningi. Að í einu landi geti þrifist nokkur mál. Eða sama málið, samt nokkur þjóðarbrot. Eða ein þjóð, samt fleiri mál. Íslend- ingur, sem miðar allt út frá sjálfum sér, á bágt með að sjá hvað annað en tungumál geti haldið einni þjóð saman. Það væri beinlínis óhugsandi að á Íslandi væru þrír eða fjórir hópar fólks sem töluðu hver sitt tungumálið. Þá væri Ísland ekki lengur Ísland. Eða hvað? Gæti þetta ekki gerst eftir, segjum, tvö hundruð ár? Að hér væri almennt töluð háíslenska, pólska, enska og norðlensk mállýska? Maður skyldi aldrei segja aldrei. Og þangað til er óþarfi að mæla alla álfuna út frá okkar eigin, einföldu reynslu. Illt í tungunni Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is O furmennið hefur snúið aftur í þriggja tíma vel innpakkaðri moðsuðu. Þar hittir hann fyrir, fimm árum seinna, móður sína aldraða, gamla ritstjórann sinn, Lex Luthor og síðast en ekki síst hina geðþekku blaðakonu, Lois Lane. Eins og flestir muna var Lois þessi eina konan sem náði viðtali við Ofurmennið en um leið ást- um þess. Og það sem meira er, Ofurmennið varð ástfangið af henni. Þau sváfu meira að segja saman. Þar sem ég sat í ágætum bíósal með góðu fólki hvarflaði hugurinn frá hinu „heltannaða“ og „köttaða“ Ofurmenni og til hinnar erfiðu stöðu sem hin efnilega blaða- kona Lois Lane er í. Hún er að fara að taka við Pu- litzer-verðlaunum fyrir grein sem hún skrifaði með fyrirsögninni „Hvers vegna við þurfum ekki á Ofurmenninu að halda“. Ofurmennið yf- irgaf Jörðina nefnilega fyrir einum fimm árum til að heimsækja æskuslóðirnar á Krypton. En nú er hann kominn aftur og hefur engu gleymt. Ofurmennið lifir sem fyrr eðlilegu lífi sem Clark Kent sem starfar með Lois Lane á dagblaðinu Daily Planet þar sem hann hefur væntanlega samið um sveigjanlegan vinnutíma svo hann eigi betra með að bjarga heiminum. Það er þó alls ekki blaðamaðurinn Clark Kent sem er áhugaverður, enda gerir hann ekki handtak, nema vandræðast um ritstjórn- arskrifstofur eins og illa gerður hlutur. Lois Lane er hins vegar áhugaverð, svona útfrá blaðamennskuhugmyndafræði. Hún er nefni- lega í stöðu sem nokkrir íslenskir fjölmiðla- menn hafa lent í. Lois er eini blaðamaðurinn sem Ofurmennið vill ræða við. Hún hefur einstakan aðgang að honum. Hún ber umhyggju fyrir þessum Stál- manni á þann hátt sem enginn annar hefur fengið tækifæri til. Lois Lane hefur rætt við Ofurmennið, flogið með Ofurmenninu, snert Ofurmennið. Hún hefur einstaka þekkingu á fyrirbærinu. Lois Lane er Ómar Ragnarsson. Að mörgu leyti allavega, þótt Ómar Ragnarsson sé sann- arlega hressari en hún. Ómar Ragnarsson er maðurinn sem færði hinum venjulega Íslend- ingi aðra Flateyjarbók og það í heimsending- arþjónustu. Ómar Ragnarsson fór á flugvélinni sinni og kom til baka með hálendi Íslands. Eins og það lagði sig fyllti Ómar Ragnarsson sjón- vörp landsmanna af ævintýralegum nátt- úrumyndum. Og þjóðin elskaði þennan Ómar Ragnarsson fyrir að hafa gefið sér hálendi – og auðvitað Gísla á Uppsölum. Öll þessi reynsla Ómars Ragnarssonar af ferðum um hálendi Íslands hefur auðvitað skapað honum verðmæta sérþekkingu á mál- efninu. Og Ómar Ragnarsson hefur orðið ást- fanginn af landinu. Svo líður og bíður. Ómar Ragnarsson heldur áfram að flytja hálendið heim í stofu óáreittur. Allir eru glaðir að sjá þessa fínu náttúru og eru farnir að fíla hana nokkuð vel. Leggja leið sína jafnvel þarna uppeftir til að sjá dýrðina með eigin augum. Þegar líður að aldarlokum er Ómar Ragn- arsson enn á sömu slóðum. Umhverfið hefur hins vegar breyst, ekki á hálendinu, heldur í samfélaginu. Það sem áður var fallegt landslag er nú orðið pólitískt deilumál. Ómar Ragn- arsson er orðinn pólitískasti fjölmiðlamaður landsins. Það sem áður var frétt, fræðslumynd, er nú orðið áróður, pólitískur áróður. Þar skilja leiðir Lois og Ómars. Ég hef heyrt blaðamenn rífast um tilgang blaðamennsku. Annar vildi nota hana til að fræða og jafnvel bæta heiminn. Hinn ráðlagði þeim fyrri að fara í pólitík: blaðamennska væri til þess að lýsa heiminum eins og hann væri, punktur, segja sannleikann, punktur. Ómar Ragnarsson og þættir hans fyrir um það bil tveimur áratugum stækkuðu heiminn fyrir mörgum. Hjá honum sá fólk hluta af auð- æfum þjóðarinnar sem það hafði aldrei augum litið og það sem meira er, vissi ekki um. Það hefði aldrei gerst hefði Ómar Ragnarsson ekki sterkar taugar til umfjöllunarefnisins. Og örugglega vissi mannkynið lítið sem ekki neitt ef blaðamenn, listamenn, vísindamenn, fólk al- mennt, bæri ekki tilfinningar til þess sem það fæst við. Elskaði það – eins og Lois Lane elsk- ar Ofurmennið. En nú verð ég að hætta. Heimurinn þarfnast mín. Eða þannig. Ofurmennið snýr aftur Fjölmiðlar Eftir Sigtrygg Magnason sigtryggur@islenska.is ’Lois Lane er Ómar Ragnarsson. Að mörgu leytiallavega, þótt Ómar Ragnarsson sé sannarlega hressari en hún. Ómar Ragnarsson er maðurinn sem færði hinum venjulega Íslendingi aðra Flateyjarbók og það í heimsendingarþjónustu.‘ I Fyrir Sunnlendinga, var vikan sem senner á enda vikan sem sumarið kom. Það var nú meiri léttirinn eftir óhófsúrkomu síðustu vikna. Fimmtudagsmorgunn reis bjartur og blíður, og í Hádegismóum sást ekki eitt einasta ský á himni. Allt breytist; birtan, viðmótið, lífsandinn, takturinn; vinnandi fólk eykur hraðann örlítið til að ná fyrr út og missa ekki af tækifærinu; þeir sem þegar eru komnir út, hægja á ferðinni, njóta hvers stigins spors, fá ósjálfrátt svolítið sólskin í mjaðmirnar og njóta þess að teyga í sig dýrmæt andartök. II Vinnufélagi hafði orð á því að ef viðbara gætum reitt okkur á – þó ekki væru nema þrjár vikur á ári með slíkri tíð, væri strax betra að þreyja rest. Þessi hug- mynd er heillandi þótt erfitt sé að ímynda sér hvers konar ógnarviðbúnað samfélagið þyrfti að hafa við vikurnar þrjár. Kannski að duttlungar náttúrunnar í veðri og vindum verði einhvern tíma hamdir. III Enn er skrifað í Lesbók um tamninguefnislegu náttúrunnar í þágu manneskj- unnar og þá umræðu sem skapast hefur um ólík viðhorf landsmanna – í dag skrifar Óskar Valtýsson um bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið. Lesbók mun fylgjast með þessari umræðu og ólíkum sjónarmiðum af áhuga. IV Haldi einhver að graffarar séu fyr-irbæri sprottið úr 20. öldinni, þá leiðir Þórgunnur Snædal lesendur í sannleikann um það, að á miðöldum var fólk að rista veggi rúnum, – jafnvel kirkjuveggi. Spurningin er því hvort nokkuð hafi breyst fyrir utan það hvað I love Ása er er lítilmótlegt í samanburði við krassandi ástarjátningu ókunnugs manns í Noregi um 1200. Hann risti játninguna á kefli, sem hann faldi undir gólfi í húsi í Bergen. Á keflið skrifaði hann: Ann ek svá konu manns, at mér þykkir kaldr eldr. En ek em vinr vífs þessa. Hinum megin stendur nafn konunnar: Ása. Skyldi Ása nokkurn tíma hafa fengið að sjá? V Stríð eru á dagskrá í dag; Björn Bjarna-son skrifar bratta grein um kaldastríðs- umræðuna hér á landi, en Elísabet Jökuls- dóttir sprettir úr ljóðrænunni í Ljóði um Líbanon. Stríð Ibsenkvennanna, Noru og Heddu Gabler, eru Steinunni Sigurðardóttur yrkisefni og innri sem ytri stríð sterkra stelpna rata í grein Dagnýjar Kristjánsdóttur um unglingabækur Jacqueline Wilson. VI Lesbók kemur þó í friði og biður umleið fyrir; – þó ekki sé nema þriggja vikna sumri. Neðanmáls Öll heimsbyggðin stóð á öndinni þegarfranski knattspyrnumaðurinn ZinedineZidane skallaði ítalska leikmanninn Marco Materazzi í framlengingu á úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu. Það er talið að á bilinu tveir til þrír milljarðar manna hafi séð at- vikið sem mun væntanlega fara í sögubækurnar sem eitt alræmdasta atvik knattspyrnusögunnar. […] Ef atvikið er skoðað gaumgæfilega kemur í ljós að skilaboðin sem það sendi til heimsbyggð- arinnar voru einkum tvíþætt: Í fyrsta lagi að of- beldi borgar sig ekki í knattspyrnu. Óháð þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á ung hjörtu sáu allir leikmann brjóta með grófum hætti af sér, vera vís- að af leikvelli og lið hans tapa úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í kjölfarið. Það er varla hægt að finna betri kennsluefni til að sýna ungum upp- rennandi knattspyrnumönnum að ofbeldi borgar sig ekki í knattspyrnu. Í öðru lagi að munnlegar svívirðingar og rasismi borgar sig hins vegar í hví- vetna. Eftir því sem best verður að komist sagði Materazzi ítrekað við Zidane að hann væri sonur hryðjuverkahóru og var þar að vísa til alsírsks uppruna hans. Skilaboðin til ungra upprennandi knattspyrnumanna eru ótvíræð. Þeir sáu leik- mann reita annan til reiði með rasisma og svívirð- ingum um fjölskyldu hans, komast algjörlega upp með það og verða heimsmeistari í kjölfarið. Andri Óttarsson www.deiglan.is Zidane og lærdómurinn Reuters Spennuþrungið augnablik... Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.