Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Page 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. júlí 2006 H öfundurinn virðist býsna glöggur á samfélag og nátt- úru en sér hlutina eilítið í svarthvítu, sem aftur auð- veldar honum að leggja fram einfaldar og skýrar lausnir um hvernig gera skuli Ísland að hug- mynda- og hönnunarveitu vel menntaðra ungra Íslendinga sem í framtíðinni muni standa undir stórum hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar og gjörbylta öllu atvinnulífi. Andri Snær telur að ef stjórnvöld og atvinnu- líf hefðu á undanförnum áratugum sýnt menntunarmálum nægjanlegan áhuga: ,,væri fyrsti hópurinn einmitt núna að ljúka dokt- orsnámi og landa alþjóðlegum milljarðasamn- ingi fyrir Geimferðastofnun Íslands, alþjóðlegt 300 manna fyrirtæki sem tæki þátt í hönnun, þróun og smíði á fjarskiptahnöttum fyrir al- þjóðlegan sjónvarps- og símamarkað.“ Benda má á að á aðeins áratug hefur fjöldi þeirra sem stunda háskólanám tvöfaldast og sömu- leiðis hefur orðið veruleg fækkun í hefð- bundnum framleiðsluiðnaði, þ.m.t. fiskveiðum og -vinnslu. Innleiðing tækninýjunga þ.á m. nýjunga sem eru ávöxtur íslensks hugvits og háskólamenntunar hafa valdið mikilli fram- leiðniaukningu og hagkvæmni í greininni sem gert hefur það að verkum að þeim sem starfa beint við fiskiðnað hefur fækkað úr 16.000 í 9.000 manns á síðasta tíu ára tímabili.1 Fyrir áratug voru skráðir doktorsnemar í íslensk- um háskólum einungis 7 en eru nú 160 eða ríf- lega 2000% fleiri. Að auki er vitað um 115 doktorsnema erlendis nú um stundir en að öllum líkindum eru þeir miklu fleiri.2 Ann- aðhvort hefur þessi staðreynd farið framhjá höfundi Draumalandsins eða þá þróunin er of hæg að hans mati er valdi því að dráttur verði á að hið niðurbælda íslenska hugvit og vís- indaþekking verði á meðal þjóðanna sú eft- irsótta vara sem hún á skilið. Jafnframt er fullyrt að ef snúið verði af nú- verandi óheillabraut orkufreks iðnaðar muni óspillt íslensk náttúra draga að smekkvísa og vel stæða ferðamenn í hundruða þúsunda vís er sæki í mikilfenglegustu náttúru í heimi. Ekki virðist þó örla fyrir kvíða hjá höfundi varðandi náttúruspjöll af völdum stóraukins ferðamannaiðnaðar í Draumalandinu og auk- ins ágangs búfjár í viðkvæmri og gróð- ursnauðri náttúru landsins. Mun uppblástur, rofabörð, ferðaleiðir, reiðtroðningar og seingróin sár torfæruhjóla í viðkvæmri há- fjallatúndru landsins sjást á gervihnatta- myndum eða mun íslenskt hugvit hámenning- arsamfélagsins sjá fyrir því að svo verði ekki? Ættjarðarást og þjóðernishyggja? Andri Snær kynnti nýlega hugmyndir um að á Íslandi mætti koma á fót fræðasetri kring- um fornhandrit sem laði að tugi þúsunda áhugasamra útlendinga og veiti hundruðum manna vinnu – Íslendingum geri ég ráð fyrir og fyrirtækið muni velta milljörðum. Drauma- landið verður semsagt hámenningarsamfélag án jafnoka og er ekki laust við að fallega inn- pökkuð framtíðarsýnin fylli brjóstið lofti og víma ærlegs þjóðarstolts slævi raunveru- leikaskyn lesandans eitt augnablik. Fyrr en varir taka þó viðvörunarbjöllur að klingja og innihald og framsetning hugvekjunnar verður býsna kunnugleg þegar líður á lesturinn og óþarfi er að velta vöngum lengi til að átta sig á samsvörun við margkveðin stef þjóðern- ishyggju. Einangrunarstefna og einlægur ótti við erlend áhrif er oftar en ekki fylgifiskur slíkra hugmynda ásamt staðfastri vissu um að innlendir samverkamenn, sannkallaðir land- ráðamenn, rói að því öllum árum að selja land og þjóð á vald hinna illu og eyðandi afla – oft- ast ímyndaðra og lítt áþreifanlegra. Andri Snær heldur því staðfastlega fram að stórkostleg hætta sé til staðar og eins gott sé að grípa til aðgerða hið fyrsta. Fullyrðir höf- undur að ,,helstu náttúruperlur Íslands hafi verið á brunaútsölu síðustu 30 ár án þess að þjóðinni hafi verið gerð grein fyrir hvað var til sölu eða í hvað orkan átti að fara. Hefur Andri Snær það eftir bandarískum verkfræð- ingi er sagðist hafa: ,,séð íslenska sendimenn á hótelbarnum sitja um yfirmenn fyrirtækis sem hafði vægast sagt skelfilegt orðspor. Hann orðaði það svona: ,,Eins og 13 ára stelp- ur að reyna við Mike Tyson“. Ekki er ofsögum sagt að flest element ætt- jarðarástar og þjóðernishyggju séu til staðar í þessari hugvekju Andra Snæs enda vel skil- greind aðsteðjandi hætta og raunverulegur eða ímyndaður óvinur kjarni slíks málflutn- ings. Fullvissa um eigið ágæti og mikilfeng- leik lands og náttúru, ásamt hógværum vangaveltum um yfirburði Íslendinga á svið vísinda og menningar verði Draumalandið að veruleika, minna á hugmyndir Þjóðverja um Þriðja ríkið og yfirburði þýsks samfélags og menningar – Þúsund ára ríkið. Eins og muna má voru í kjölfar ófara Þjóð- verja í Fyrri heimstyrjöldinni endurvaktar háleitar og rómantískar hugmyndir um Stór- Þýskaland (Großdeutschland) þar sem sam- eina átti hinar germönsku þjóðir Evrópu und- ir eitt ríki – ríki hámenningar og umfram allt ríki hinnar germönsku þjóðar. Meðal meg- instoða þeirra kenninga var andstaða við vinstrimennsku hverskonar og alþjóðavæð- ingu markaðshagkerfa (The Nazis combined racist anti-semitism with anti-Communist ideology and regarded the leftist movement as well as international market capitalism as the work of conspiratorial Jewry).3 Lítillátar vangaveltur höfundar um hreint og fagurt Ísland, vegsömun þjóðararfs ís- lenskrar menningar og svo ofurtrú á hlut- verki vel menntaðra íslenskra vísindamanna í samfélagi þjóðanna, er sem herkvaðning og samblástur til baráttu fyrir hinum óvefengj- anlega og réttsýna málstað, hinu nýja mik- ilfenglega Íslandi Draumalandsins. Svokölluð stóriðjustefna og sú lágmenning sem henni fylgir sé blettur á ásjónu lands og þjóðar og beri að víkja. Svo viss er höfundurinn um réttmæti eigin skoðana og rangindi öndverðra að hann telur viðhorf sín eiga víðtækan hljómgrunn meðal almennings – aðeins þurfi að spyrja rétt og ef það dugi ekki verði að upplýsa landslýð um þá óheillabraut sem misvitrir stjórnmála- og embættismenn hafi vísað landi og lýð árum saman. Lýðræðislegar kosningar segi ekkert um vilja almennings þrátt fyrir að meirihluti fulltrúa á löggjafarþinginu sé fylgjandi núver- andi atvinnustefnu og sumir hverjir sæki um- boð sitt til kjósenda beinlínis vegna þeirrar afstöðu. Í blaðagrein fyrir ekki löngu kom fram hjá höfundi að nánast allir stjórn- málaflokkar landsins að einum undanskildum bæru ábyrgð á stóriðjustefnunni. Semsagt fulltrúar ríflega 80% kjósenda telja nýtingu náttúruaðlinda landsins rökrétta og eðlilega. Er líklegt að kjósendur séu á annarri skoðun eða hvað? Þetta er galin staða að mati höfundar og koma verði skikki á málin hið fyrsta annars fari illa. Andra Snæ og þeim sem samsama sig kenningum hans líst ekkert á tafsamt ferli lýðræðisins og vilja aðgerðir strax. Skapaðar verði viðhlítandi aðstæður í fyrirmyndarsam- félagi Draumalandsins og farvegur plægður fyrir sköpunargáfu hinnar afburðagreindu og hæfileikaríku íslensku þjóðar sem við núver- andi aðstæður á fáa aðra kosti en heilaslak- andi láglaunastörf í stóriðjuverum misvel þokkaðra erlendra risasamsteypa. Rétt er að benda á að af 470 starfsmönnum Alcan í Straumsvík eru aðeins 100 ófaglærðir en aðrir með fagmenntun af einhverju tagi, þar af 70 háskólamenntaðir stjórnendur og sérfræð- ingar.4 Höfundur einblínir á hversu óverðug störf í áliðnaði séu þannig að líklega telur hann lítið pláss fyrir ófaglærða verk- smiðjuþræla í Draumalandinu. Einangrunarstefna og hræðsluhyggja Tortryggni í garð útlendinga og sú skoðun að þeir eigi helst ekki að vera virkir þátttak- endur í íslensku atvinnulífi er eitt þjóðern- ishyggjustefið sem ákaft er spilað. Í bókinni er fullyrt að bæði stjórnmálamenn og emb- ættismenn séu handbendi landráðafyrirtækj- anna og með sameiginleg sterk hags- munatengsl sem öllu skuli fórnað fyrir, náttúru jafnt og íslenskum hagsmunum al- mennt. Jafnvel standi til að beita varnarliðinu gegn náttúruverndarfólki ,,Stjórnmálamaður hefur hugsað sér að verja aðgang stórfyr- irtækis á borð við Rio Tinto að óspilltu og jafnvel vernduðu landi á Lowest Prices með vopnavaldi. Ómögulegt er að átta sig á því hvort höfundurinn sé að bulla eitthvað út í loftið eða tala í alvöru – í bókinni virðast skil- in milli draums og veruleika afar óljós vægast sagt. Viljandi eða óviljandi tekst höfundi svo vel að bregða upp dökkri og neikvæðri mynd af núverandi ástandi að stofnuð hefur verið hreyfing um kenningarnar og leiðir til að hrinda þeim í framkvæmd – helst strax því skammur tími sé til stefnu, landið að farast og kosningar í nánd. Margir málsmetandi taka boðskapnum án gagnrýni og leggjast á árar með þeim sem hæst láta – Ísland fyrir Íslend- inga. Það ástand sem er að skapast minnir um margt á meistara Joseph McCarthy sem tókst að blása til skefjalausra nornaveiða í Banda- ríkjunum á miðri síðustu öld. Þar endurvakti hann hræðsluáróður sem kenndur var við Rauðu hættuna (Red Scare) sem upphaflega kom til nokkrum áratugum áður eða í kjölfar sprengjufaraldurs í Bandaríkjunum eftir fyrra stríð. Sá faraldur varð þess valdandi að máttarstólpar samfélagsins þá, ærðust af ætt- jarðarást, taugveiklun og hræðslu við inn- lenda landráðamenn og ekki síður útlendinga (prominent men of business and politics fla- red up in a surge of patriotism, often involv- ing violent hatred of communists, radicals, and foreigners).5 Í áróðursstríði því sem kennt er við McCarthy (The Second Red Scare) létu sóma- kærir góðborgarar McCarthy hræða úr sér líftóruna með yfirgengilegum martraðaáróðri um aðsteðjandi hættu sem reyndist ekki til staðar. Margir sem áttu sér einskis ills von lentu í skotlínu ofstækisáróðursins og margir létu glepjast af hræðsluáróðrinum og lýð- skruminu og tóku þátt í ósómanum. Eftir að rykið settist kepptist hver um annan þveran að skrúbba af sér ofstækisstimpil þjóð- hverfrar hræðsluhyggju og múgæsingar. Þeim sem hæst létu á meðan á orrahríðinni stóð og stunduðu sakbendingar og samsær- iskenningasmíð tókst sá þvottur seint eða aldrei. Margir málsmetandi Íslendingar líta á bók- ina um Draumalandið sem Biblíu sannra nátt- úruverndarsjónarmiða og framsýnna viðhorfa til nýrra þjóðfélagshátta þar sem ,,úreltum at- vinnuháttum og náttúruverndarsjónarmiðum verði kastað fyrir róða“. Allt er það gott og blessað þó það kunni að vera ábyrgðarhluti að fljóta með kenningasmíðinni staf fyrir staf og síðu fyrir síðu, gagnrýnislaust þrátt fyrir að- málstaðurinn geti í sjálfu sér verið göfugur. Máttur martraða Það er alkunna hvernig hræðsluáróðri og þjóðernishyggju er beitt í alþjóðastjórn- málum og þá í nafni málstaðar sem oftar en ekki er vafasamur og nærir þann afkima mannssálarinnar er sér heiminn í einföldu ljósi, þ.e. við og svo hin. Nýlega horfði ég á forvitnilega þáttaröð frá BBC sjónvarpsstöð- inni, The Power of Nightmares. Þar er lýst þaulskipulögðum aðferðum og beitingu mar- traðaáróðurs í þeim tilgangi að hræða al- menning til fylgis við tilteknar skoðanir og aðgerðir öfgahópa eða stjórnvalda. Margt í þeirri þáttaröð á sér samsvörun í Drauma- landinu, það mikla að ég leyfði mér að ís- lenska titil þáttaraðarinnar og nota sem fyr- irsögn á þetta greinarkorn. Ekki vil ég þó gera Andra Snæ upp jafn- útpæld og skipulögð vinnubrögð og lýst er í umræddri þáttaröð heldur tel ég að einlæg aðdáun hans á því sem íslenskt er, sterk þjóð- erniskennd og brennandi hugsjónaeldurinn geri það að verkum að hann máli skrattann á loft og veggi – landið sé við það að sökkva vegna manngerðra landspjalla er jafnast á við mestu náttúruhamfarir Íslandssögunnar. Andri Snær vísar á og nafngreinir þá er hann telur ábyrga. Svo illa innrættir séu þeir ábyrgu að ,,Menn taka ekki á sig krók til að friða heldur leggja þvert á móti heilmikið á sig til að friða ekki. Fórna skal Þjórsárverum vegna þess að eftir 30 ár er ekki víst að það muni borga sig að fórna þeim.“ Jafnframt skilgreinir hann þá sem unnið hafa að upp- byggingu raforkuiðnaðar á Íslandi sem flugu- menn erlendra stórfyrirtækja sem að hans mati eru ekkert annað en ótíndir umhverf- issóðar. Af óskýrðri illmennsku og sjálfseyð- ingarhvöt steypi þessir aðilar sjálfum sér og landinu í glötun, ,,Í bæklingnum Lowest energy prices!! er mynd af fólki sem situr og nýtur lífsins í heitri sundlaug, grunlaust um að einmitt á þeirri stundu hafi góðhjartaður kontóristi tekið meðvitaða ákvörðun um að kúka í laugina. Það er segin saga að þegar ídeólógían hittir fyrir ídealistann og sá skil- greinir og vísar á meinta sökudólga fer gam- anið að kárna. Opinberar sakbendingar og ráðleggingar um hæfilegar refsingar til handa þeim er luma á skaðlegum skoðunum setja hroll að manni – Drekkjum Valgerði. Hernaðurinn gegn landinu – hernaðurinn í sálinni! Svo svæsinn er höfundurinn í samsæriskenn- ingunum að lesa þarf aftur og aftur heila kaflahluta til þess að átta sig á samhenginu og því hvort rétt sé skilið. Ef skipt er út orð- unum iðnaðarráðuneyti, Orkustofnun, Lands- virkjun og stóriðjufyrirtæki og sett inn í stað- inn orðin Al-Kaeda, Afganistan, Sómalía og Írak og George W. Bush skipt inná í stað höf- undar,verður samsuðan í raun spreng- hlægileg en heldur svört þó. Reyndar tvinnar höfundur svo hressilega saman bölmóði og sakfellingum við súrrealískar vangaveltur og eigin spunafrasa að halda mætti ef maður ímyndar sér áfram að Bush tali í höfundar stað að sá hafi farið baukavillt í lyfjaskápnum hjá frú Lauru og tekið inn einhverja ólyfjan fyrir upplesturinn. Einhvers staðar bakvið sveimar svo fyrrum orkumálastjóri í líki Osama bin Laden – höfuðpaurinn og hug- myndafræðingurinn – hryðjuverkamaðurinn. Eru núverandi forseti Bandaríkjanna og höfundur Draumalandsins að grafa í sama svartholi óttahyggju? Bush hræðist hryðju- verkamenn en Andri Snær íslenska ráðamenn og ameríska herinn ,,Íslandssagan væri auð- vitað önnur og betri ef hryðjuverkafólkið sem sprengdi stífluna við Mývatn og bjargaði Lax- árdal árið 1970 hefði verið ,,teppalagt með B-52 vélum. Hernaðurinn gegn landinu fær alveg nýja merkingu í þessu ljósi. Hver veit nema orrustuþoturnar fjórar verði búnar GoreTex-skynjara í framtíðinni“. Það á ekki að gera grín að þessu, þetta er ömurlegt. Áróðurinn gerist varla geggjaðri og fylgj- endum málflutnings höfundar fjölgar dag frá degi ef trúa má fréttum og upphrópunum landsþekktra Íslendinga um dásemdir kenn- inga Draumalandsins. Svo stolist sé í stílbrögð höfundar má halda áfram; Twin Towers – Norðlingaalda, Ground Zero – Hálslón, gæsahreiður með ungum, dún og alles í bræðsluofna Rio Tinto. Gefum Alcoa og Alcan framtíð barnanna okkar og þau með. Terror alert – we have God on our side! Ein áhrifaríkasta setning bókarinnar og jafnframt fáránlegasta er: ,,Þjóð sem kann ekki að meta fyrirbæri eins og Mývatn og Þjórsárver og er ólæs á slík verðmæti er eins og Ítali sem sér Colosseum aðeins sem hent- ugt efni í vegfyllingu.“ Við hverja á höfund- urinn eiginlega eða er þetta bara stílæfing sem hefur þann eina tilgang að hrekkja og særa – allt fyrir málstaðinn? Ég er sammála Andra Snæ að fara þarf nærgætnum höndum um viðkvæma náttúru Íslands enda er hún tímabundið í umsjá okkar og arfur til kom- andi kynslóða. Þó þarf að gæta hófstillingar í málflutningi og forðast að stilla heiðvirðu fólki á sakabekk og draga fram áratugagamlar álitsgerðir sem settar voru fram á meðan al- menn viðhorf til landnýtingar og nátt- úruverndar voru allt önnur en í dag. Slík framkoma er ekki aðeins ámælisverð heldur ber þeim sem fram setur ófagurt vitni. Að njóta og nýta Flest álitamál eiga sér margar hliðar og virða þarf öndverðar skoðanir séu þær settar fram af sanngirni og án ofstopa og upphrópana. Þegar deilt var um hvalveiðar við Ísland fyrir áratug eða svo og ýmsir, þ.á m. undirritaður töldu óskynsamlegt að stunda hvalveiðar samhliða hvalaskoðun, sagði hrokkinkollur, núverandi seðlabankastjóri; ,,njótum og nýt- um.“ Það voru gáfuleg ummæli og öðrum til eftirbreytni. Svo að lokum sé vitnað í höfund bók- arinnar: „Ég var alveg sannfærður um að það kæmi til kjarnorkustyrjaldar áður en ég næði ung- lingsaldri. Mig dreymdi það þegar ég var tíu, ellefu og tólf ára, ég las greinar í Mogganum, sá The Day After í sjónvarpinu, skoðaði öft- ustu síður símaskrárinnar um viðbrögð við geislavirku úrfelli.“ Ætlar hinum hugumstóra rithöfundi Draumalandsins að ganga illa að hrista af sér martraðaskelfingu bernskuáranna? Hefur ótt- anum tekist að persónugera kjarnorku- sprengjuna í orkumálastjóranum fyrrverandi og að hin nýju kjarnorkuveldi martraðanna séu iðnaðarráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun? Hríslast óttablandið svart- nætti um sálartetrið? Er þetta ólæknandi og viðvarandi ótti eða má vinna bug á þessu? Ef ekki má segja; Mikill er máttur martraða! Hvet ég þá sem kost eiga að lesa bókina um Draumalandið og mynda sér skoðun á því hvort þar sé að finna þær sjálfshjálp- arleiðbeiningar við hræðslu sem fullyrt er í bókartitli að hún innihaldi eða hvort í raun og veru sé með bölmóði um hnignun náttúru og samfélags verið að hræða og mana almenning til fylgilags við tilteknar skoðanir, að mínu mati svolítið þröngsýnar og öfgakenndar. Máttur martraða Eftir Óskar H. Valtýsson oskarv@lv.is Höfundur er fjarskiptastjóri Landsvirkjunar. Ný bók Andra Snæs Magnasonar hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Flestir sem tjá sig um Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, hlaða höfund og ritverk lofi enda eru sumir kaflar hennar afburða- lesning þrátt fyrir að aðrir séu síðri. Augljóst er að umfjöllunarefnið er höfundi hjartans mál og bráðskemmtilegar vangaveltur um endurreisn íslensks landbúnaðar og aft- urhvarf til fyrri atvinnuhátta, ásamt spá um búferlaflutninga stórs hluta þjóðarinnar úr borg í sveit á komandi áratugum, gefa bók- inni heillandi og rómantískt yfirbragð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.