Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Side 8
Manstu þegar við sátum í sólskininu á veitingastaðnum við sjóinn í Líbanon, og borðuðum krabba, sverðfiska og sardínur, og það var hlegið svo mikið, og skálað svo mikið og talað svo mikið. Eða í Biblos þarsem Fönikíumenn höfðu hreiðrað um sig og ég settist inní einn reitinn og hitti þar konu úr fortíðinni og spurði hana um hvað lífið hefði snúist fyrir fimm þúsund árum og hún sagði: Við erum að bíða eftir betri tíð. Og þarna fann ég hjartastein í gömlu leikhúsi, hvítan hjartastein og annað hjarta inní honum, og nú er hann í hjartasteinasafninu mínu en hjarta mitt grætur fyrir Líbanon. Við gengum um göturnar og allir svo kátir að sjá okkur, fórum í flóttamannabúðirnar og gátum ekki tekið með okkur sársaukann svo hann elti okkur, skoðuðum fjöldagröfina sem ég hélt að væri bara í fréttunum, heimstískuna á torgum, stimamjúka þjóna og fagrar byggingar, sumar með kúlnagötum, og uppí hæðirnar að Maríustyttunni sem gnæfði yfir Beirut. Og þarna hitti ég á götuhorni amerískan hermann sem hafði farið úr hernum tilað giftast Arabastúlkunni sinni og afgreiða í búðinni hennar, en aðallega tilað brosa og laða að kúnnana, við þræddum fjallvegi þarsem kúrðu lítil þorp og fólkið talaði biblíumál, ég drakk heilagt vatn í klaustri, það kom auðvitað dúfa og úlfaldar í eyðimörkinni, enn mátti finna rómverska guði önnum kafna í sínum rústum, og allstaðar komu börnin þjótandi einsog eldibrandar með slæður og klúta, og brosin sín frá hjarta til hjarta. Nú rignir yfir þau sprengjunum og flísarnar skerast inní hjartað, ég hef komið til Líbanon þessvegna grætur hjarta mitt, og þú þekkir mig. Höfundur er skáld Elísabet Jökulsdóttir 8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. júlí 2006 S amtökin eru tileinkuð Georges Méliès, einum frumkvöðla fantasíunnar á bernskuárum kvik- mynda, og árlega kjósa stærstu hátíðirnar sig- urvegara sitt í hvoru lagi sem fá að keppa um „gyllta Méliès-inn“ á lokahátíðinni – styttu sem sýnir karl- inn í tunglinu með geimskip fast í aug- anu úr frægu atriði Le Voyage dans la Lune frá 1902. Þegar þetta er skrifað hafa allar hátíðirnar nema ein kosið sína „silfur Méliès“ og stefnt er á að aðalgripirnir verði afhentir í Finnlandi í ágústlok – einn fyrir kvikmynd í fullri lengd og annar fyrir stuttmynd. Ég fékk tækifæri til að upplifa eina stærstu og elstu hátíðina frá EFFFF sem haldin var í 22. sinn í Amsterdam 19.–26. apríl. Amsterdam Fantastic Film Festival – eða AFFF – hófst árið 1984 sem tveggja nátta „mini-festival“ undir titlinum The Weekend of Terror. Þetta var framtak hryllings- og fant- asíuáhugafólks sem hafði hópað sig saman til að deila brennandi áhuga sínum á efni sem erfitt var að nálgast hjá meginstraumnum. Þessar uppá- komur uxu með hverju ári og tóku að bæta við sig efni frá ólíkum heims- hornum og ólíkum geirum. Það var ekki fyrr en árið 2000 sem hryllings- helgarnar breyttu endanlega um form og urðu að skipulagðri hátíð- arstarfsemi. Engu að síður virðist há- tíðin enn þjóna sama tilgangi og hún gerði fyrir rúmum tuttugu árum – að veita áhugasömum tækifæri til að komast í harðfengið efni, fara yfir um af ævintýralegum hryllingi og hitta síðan aðra nörda af sama stofni til að deila reynslunni. Verandi sjálfur einkar áhugasamur um slíkar kvik- myndir sat ég aleinn kvöld eftir kvöld í ólíkum kvikmyndahúsum og lét mata mig á ævintýraefni. Þegar öllu var yfir lokið var ég farinn að kannast við fjöl- mörg andlit áhorfenda, en sum hver ferðuðust einsömul líkt og ég. Þrátt fyrir ýmsar viðbætur – s.s. barnadagskrá, kvikmyndanámskeið (með þekktu kvikmyndagerðarfólki) og stuttmyndakeppni – lifir gamla hryllingshelgin enn góðu lífi sem einn- ar nætur gaman undir nafninu The Night of Terror – tryllinótt sem hefst á miðnætti á laugardagskvöld og stendur undir sunnudagsmorgun. Þetta hryllingskarnival ber enn yf- irbragð Weekend of Terror þar sem subbuskapur og skuggaleg ofbeld- isfíkn ræður ríkjum. Samkvæmt hefð- inni eru nokkrar hryllingsmyndir sýndar í röð og aðeins grófustu sora- fíklarnir tóra allan tímann. Því miður tókst mér að missa af þessari lífs- reynslu í ár en af lýsingunum að dæma – og háværri röð sem náði langt út á götu – var mikið um læti og drykkju. Það hlýtur að vera hálf- skuggalegt að sitja næturlangt með áhorfendum sem hlæja yfir úrkynjuðu ofbeldi og æpa meiðyrði að hverri ein- ustu persónu á skjánum – einkum og sér í lagi að hverri einustu konu sem birtist, ef marka má vitnisburði kunn- ingja minna. En það þarf ekki heilt kvikmyndahús af fullum hryllings- lúðum til að upplifa þá stemningu – hvað eftir annað sat ég með áhorf- endum sem hlógu og klöppuðu af ein- skærri kátínu undir yfirgengilegu of- beldi og ofurýktum dauðasenum. Það er ágætt í litlum skömmtum og á ein- hvern furðulegan hátt þótti mér það þægilega traustvekjandi. Það er kannski ein ástæðan fyrir vinsældum slíkra hátíða meðal áhugafólksins – staðfesting á því að við erum ekki ein á báti þegar allt kemur til alls. Samkvæmt heimasíðu EFFFF sækja u.þ.b. 600.000 manns sam- bandshátíðirnar á ári hverju. Engu að síður var ég aldrei viðstaddur fullt hús – jafnvel þótt gjarnan væri um frum- sýningar að ræða. Hins vegar voru nokkrar uppseldar sýningar sem ég vissi af en var ekki viðstaddur. Eitt skiptið var fyrrnefnd tryllinótt, þar sem röðin lak út um allar trissur. Ann- að var þemasýning á Rocky Horror Picture Show, þar sem allir voru klæddir í búninga og sungu og döns- uðu með. Ég stóð fyrir utan og beið eftir næstu mynd þegar skrúðganga af villtum áhorfendum marseraði út úr salnum. Það tók næstum hálftíma að tæma og hreinsa salinn en skrípaleik- urinn fyrir utan nægði sem skemmtun á meðan á því stóð. Þriðja skiptið var „Master Class“ með b-mynda kóng- inum Roger Corman. Þangað fjöl- mennti ungt kvikmyndafólk til að svala forvitni sinni um hvernig hægt er að gera prýðismyndir fyrir engan pening og meistarinn sjálfur sat fyrir svörum. Þrátt fyrir að hafa misst af því fékk ég tækifæri að virða leikstjór- ann fyrir mér í eigin persónu þegar hann sat á sviði í lifandi spjalli við tvo hollenska spekúlanta. Corman er ný- orðinn áttræður og á að baki hálfrar aldar feril og kvikmyndir úr öllum átt- um sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa verið gerðar fyrir lítinn sem eng- an pening. Hann var aðalgestur hátíð- arinnar í ár og honum voru veitt heið- ursverðlaun fyrir afrek sín. Slík verðlaun hafa verið veitt árlega síðan 2000 og hafa áður farið til risa á borð við Dario Argento, Peter Jackson, Ray Harryhausen, Wes Craven, Lloyd Kaufman og hins hollenska Paul Ver- hoeven. Auk heiðursverðlaunanna og silfur Méliès-verðlaunanna eru gefin áhorfendaverðlaun („Silver Scream Awards“) og þrenn „Black Tulip Aw- ards“ sem fara til bestu kvikmyndar, bestu frumraunar og bestu stutt- myndar. Af sigurvegurunum vil ég að- eins nefna þann sem fer að keppa til gullsins í Finnlandi en það var sænska vísindaskáldskaparverkið Storm eftir Måns Mårlind og Björn Stein. Þess má til gamans geta að nýleg kvik- myndaaðlögun Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson var tilnefnd en komst ekki áfram. Það kenndi ýmissa grasa á hátíðinni og ég var ánægður að hafa kynnst þessum sérstaka menningarkima. Jafnvel þótt aðaláherslan væri á hryll- ingsmyndir í Amsterdam þetta árið var af nógu að taka fyrir alla unn- endur frumlegrar og óbeislaðrar kvik- myndagerðar. Verkin koma frá ólíkum löndum, eru af ólíkum fjárráðum og ferðast frjálslega um landamörk geiraskiptingar. Að undanskildum hreinum vísindaskáldskap, hryllingi og ævintýralegu augnkonfekti má nefna alls kyns teiknimyndir, sálfræ- ðitrylla, goðsöguskrímsli, austurlensk slagsmál, heimildamyndir – og meir- aðsegja fyrstu rómantísku kvikmynd- ina sem fjallar um uppvakning sem nærist á mannakjöti. Öll eiga þessi verk það sameiginlegt að teygja á mörkum ímyndunaraflsins og í leiðinni á mörkum hefðbundinnar kvikmynda- gerðar. Fantasían hefur lengi verið griðastaður listamanna sem vilja reyna að troða nýjar slóðir og gera til- raunir með nýja tækni og ný form. Í þessum skilningi er „fantasían“ gríð- arlega vítt hugtak og vonandi munu ræturnar sem tengja saman allar ólíku EFFFF-hátíðirnar halda áfram að vaxa og dreifa úr sér til fleiri landa. Frá rótum ævintýralandsins Til eru samtök kvikmyndahátíða í Evr- ópu sem kallast „European Fantastic Film Festivals Federation“ – eða EFFFF – þar sem yfir tuttugu hátíðir í fimmtán löndum hafa sameinast og myndað kerfi til að dreifa og sýna æv- intýralegar og hugmyndaríkar kvik- myndir af öllum toga, meginstraums jafnt sem óháðar. Hátíðirnar beinast allar að fantasíunni og stór hluti henn- ar birtist í hryllingsgeiranum. Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com Sænska ævintýrið Fantasían er griðastaður listamanna sem vilja reyna að troða nýjar slóðir. „Storm“ eftir Måns Mårlind og Björn Stein fékk aðalverðlaun hátíðarinnar í Amsterdam og verður ein kvikmyndanna sem keppir um gullið í Finnlandi í ágúst. http://www.afff.nl http://www.melies.org Ljóð um Líbanon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.