Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Side 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. júlí 2006 | 11 Þ ví ekki að hugsa sér Noru í Brúðu- heimilinu um stund sem kvenkyns Hamlet – konu sem stendur frammi fyrir ákvörðun lífsins, að vera eða vera ekki, frjáls, ófrjáls; að sitja kyrr í búrinu eða ferðast út í ókann- aða landið, jafngildi dauðans kannski, eða þess sem er verra en hann, og hún veit ekki hvað er, fyrr en þangað er komið. Í landið fyrir utan dyrn- ar á Brúðuheimilinu. Svikin af sínum afhjúpaða manni, ekki óskylt því hvernig Hamlet er svikinn af sínum nánustu. Og það kallar á ákvörðun upp á líf og dauða. Þönkum Noru og ákvörðun hennar er greini- lega ætlað að hafa uppeldislegt gildi fyrir viðtak- andann, en vangaveltur Hamlets um ákvörðun hins vegar tilvistarlegar og annað ekki. Hamlet er einn af stóru leyndardómum bókmenntasögunnar (eins og Hedda Gabler) og leyndardómur hefur ekki uppeldisgildi. Nora er því annað en leyndardómur, þótt hún leyni á sér lengi fram eftir verki sem nokkurs konar fórn- fús kvenhetja í klassískum stíl, sem þrælar myrkranna á milli fyrir búi sínu og berst fyrir manninn sinn bak við tjöldin. Þar sem augu hennar opnast fyrir lífslyginni, þar hefst uppeldi áhorfandans. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir íslenskt máltæki. Fullorðnir líka. Það að sýna fyrirmynd er öflug- asta kennsla sem til er, og Nora er fyrirmynd eftir beinum leiðum, enda er aðstaða hennar skiljanleg, tilfinningarnar, sem og ákvörðunin óbærilega um að yfirgefa börn, mann, heimili – skiljanleg. Nora er að sínu leyti jákvæð fyrirmynd, beinlínis til þess ætluð að konur hugsi sinn gang, til þess ætl- uð að opna augu þeirra fyrir því að þær eru ekki frjálsari en fugl í búri – algjörlega upp á karl- manninn og þjóðfélagið hans komnar. Makalaust að þessi villutrúarhugsun (árið 1879!) skyldi spretta úr hreinræktuðum sveitajarðvegi Noregs. (Enda færði höfundurinn sig í annan jarðveg, og bjó í sjálfskipaðri útlegð 27 bestu ár ævinnar). Svo byltingarkennd og skerandi er skarpsýni snill- ingsins að hann áttar sig á því og lætur Noru líka átta sig á þeirri sársaukafullu staðreynd að pabba- dúkkan og eiginmannsdúkkan sú er ekki vaxin því verkefni að ala upp sín eigin börn. Vel má halda því fram að frelsi einnar konu og allra, einstaklingsfrelsið, sé aðalefni bæði Brúðu- heimilisins og Heddu Gabler. En þótt Hedda sé ný kona sem sættir sig ekki við minna en frelsi, yrði seint hægt að nota hana sem fyrirmynd annarra kvenna eins og Noru. Ibsen gerir þó Kvenmann- inum í raun enn hærra undir höfði með persónu elskar (eða hefði hún haft fyrir því að rétta honum byssuna, ef hún elskaði hann ekki?). Að svo miklu leyti sem yfirleitt er hægt að botna í Heddu þá mætti ætla að hún stjórnaðist ekki síst af hefndarþorsta og leyndu stolti, eins og formóðir hennar Guðrún Ósvífursdóttir úr Lax- dæla sögu. Sú sem brosti þegar banamaður Bolla mannsins hennar þerraði spjótið með blóði Bolla í blæju hennar. Sú sem var alltaf stærri en atburð- urinn, hver sem hann var. Sú sem trúði syni sínum öldruð kona fyrir því hver var stóra ástin hennar, með orðunum: Þeim var ég verst er ég unni mest. (Já, hún lét drepa hann). Hedda drepur líka óbeint þann sem hún elskar og hún tortímir beinlínis því sem hún kallar barnið hans og Theu Elvsted, handritið, kastar því á eld. Mais Hedda sera toujours libre/ En Hedda verður alltaf frjáls. Stolt og óstýrilæti eru líka aðalsmerki sextíu ár- um eldri systur Heddu, Carmenar, söguhetju Prospers Mérimée, en Hedda er öðrum þræði villimær eins og sígaunastúlkan Carmen, þótt hún kasti ekki eggjum í veggi og stígi villtan dans. Reyndar spilar Hedda villtan dans á píanóið fáein- um mínútum áður en hún grípur byssuna og stytt- ir sér aldur. (Frelsisdansinn?) Carmen er konan sem kýs frekar að láta manninn sem hún er hætt að elska drepa sig en að vera áfram njörvuð við hann. Mais Carmen sera toujours libre (en Carmen verður alltaf frjáls) það eru hennar orð. Þegar Brack er búinn að króa Heddu af með vitn- eskju sem gefur honum vald yfir henni, segir hún: Þræll, já þræll! Nei, ég þoli ekki þá hugsun. Aldrei. Með öðrum orðum: Mais Hedda sera toujours libre. Frjáls frá hverju má þá spyrja. Nora endar á því að frelsa sig frá maka sínum, en Hedda endar á því að frelsa sig frá sjálfri sér. Eina leiðin til þess er dauðinn. Hvað bíður Noru er ekki vitað, en það er ekki endilega skárra en dauðinn. Lifandi dauði kannski. Að dauðinn sjálfur sé ekki það versta sem fyrir konu getur komið var að minnsta kosti sannfær- ing Khadoulu, söguhetju gríska skáldsins Alex- andros Papadiamantis. Þessi samtímamaður Ib- sens samdi einhverja þá hastarlegustu „kvenréttindayfirlýsingu“ sem hægt er að ímynda sér, með skáldsögunni Stúlkumorðinginn. Þar er það Khadoula gamla sem tekur málin í sínar hend- ur. Hún hefur allt lífið horft á konur seldar með heimanmundi í jafngildi þrældóms (já snýst ekki sjálft Brúðuheimilið ótrúlega mikið um peninga líka, þegar upp er staðið?). Khadoula sér ekki aðra lausn en þá að deyða stúlkubörnin sem hún nær til. Það er snilldarbragð hjá höfundinum að leiða lesandann auðsveipan inn í fullkomlega rökréttan heim þessarar mögnuðu kvenpersónu, sem á varla sinn líka. Og hún hefur þann frelsandi eiginleika að vera ekki minni maður en helstu karlkyns ill- menni. Khadoula er hins vegar yfir þau flest hafin að því leyti að henni gengur gott til; að frelsa til- vonandi konur frá því að lenda í ánauð. Fyrir þær velur hún frelsið í eilífðinni, en nýju konurnar, Nora og Hedda, verða að hjálpa sér sjálfar. Heddu en með Noru. Hedda er óskiljanleg, ein þversögn út í gegn, manneskjan í öllu sínu veldi – stærri en bókmenntirnar, stærri en lífið. Það er ekki hægt að koma á hana böndum, ekki hægt að smækka hana með útskýringum; bókmennta- legum, röklegum, sálfræðilegum – hvað þá að smella á hana endanlegri niðurstöðu. Og Hedda er ekki bara leyndardómur á við Hamlet, hún er líka jafnfætis flóknustu karlfólunum bókmenntanna, ógagnsæjum – lítilsigldum og stórbrotnum í senn. En það er mikið jafnréttisspursmál að kven- persónur hafi leyfi og getu til að vera jafn skraut- legar, dularfullar og „vondar“ og karlpersónur; að víddin í einni konu sé ekki minni en ein karl- mannsvídd. Hin mjúka kvenlega Nora er í upphafi „venju- leg“ kona og fórnfús, í samræmi við konur og kvenmynd aldanna. Hún er „góð“ og uppbyggileg, en Hedda er þvert á móti. Á vissan hátt gæti Hedda verið andsvar Ibsens sjálfs við Noru, karl- konan gegn kvenmanninum uppmáluðum. Ef Nora er djarft sköpunarverk, kvenbrúða sem ger- ir uppreisn hvað sem það kostar hana, þá er per- sóna Heddu Gabler enn djarfara sköpunarverk. Hershöfðingjadóttir, knapi og byssukona sem gengur í hjónaband á hlægilegum og lítilfjörlegum forsendum – meðal annars vegna þess að hún girnist tiltekið hús. Og sú litla karlkonusál er sad- isti, hárreytari og handritsbrennari, niðurrifs- manneskja í svo bókstaflegri merkingu að hún endar á því að tortíma sjálfri sér. Það er karlmað- urinn í Heddu sem eyðir henni, sá sem óttast hneykslið svo mjög að hann rekur sig út í ysta hneyksli, sjálfsmorð – eða má ekki halda því fram að óttinn við hneyksli sé frekar karllegt en kven- legt einkenni – enda hafi þeir úr hærra sessi að detta. Það er karlmaður, Brack dómari, sem hefur síðasta orðið í Heddu Gabler: Svona gerir maður ekki! Endurómandi nánast orðrétt það sem Hedda (karlmaðurinn í henni) hefur áður látið út úr sér. Það er óneitanlega spámannlegt hjá Ibsen að gera Heddu svo karlmannlega úr garði. Hún er ekki bara nýja konan heldur líka fyrirboði ennþá nýrri konu sem heldur áfram að bæta við sig eig- inleikum sem áður voru í karlmannlegri einka- eign. Hedda segist vera heigull. Hvers vegna ekki að taka hana á orðinu – annar eiginleiki sem er oftar notaður um karlmenn en konur – að minnsta kosti í ástum. Og væntanlega er það eitt böl Heddu að hún (karlmaðurinn í henni kannski!) er of mikill heigull til að giftast Lövborg, manninum sem hún Tvær nýjar konur Eitt markverðasta afrek Henriks Ibsens, og það sem virðist ætla að halda okkur einna lengst við efnið, er brautryðjandastarf hans við að skapa nýju konuna. Að hrinda þeirri gömlu út úr eld- húsi og kirkju, og taka af henni börnin, svo úr verður ný og flókin vera, í stríði við karlmann- inn, þjóðfélagið sem er hann, í stríði við sjálfa sig. Og bókmenntalega jafnfætis stórbrotnustu karlkyns söguhetjum. Ibsen Þönkum Noru og ákvörðun hennar er ætlað að hafa uppeldislegt gildi fyrir viðtakandann. Eftir Steinunni Sigurðardóttur steinunn@mac.com Höfundur er rithöfundur. Noam Chomsky er sá núlifandirithöfundur sem hvað oftast er vitnað í og raunar sjá áttundi vin- sælasti á slíkum tilvitnunarlistum í sögunni allri. Í kjöri á vegum tíma- ritsins Prospect var hann enn- fremur kjörinn sem sá hugsuður á heimsvísu sem hefði hvað mest áhrif. Í nýjustu bók sinni Failed States fjallar Chomsky um þau neikvæðu áhrif sem stórfyrir- tæki hafa á lýðræðið og raunar, svo vitnað sé í gagnrýnanda Daily Tele- graph, hvernig þau hafi gengið af lýðræðinu dauðu. Stórfyrirtækin hafi nefnilega lítinn áhuga á hinum hefðbundna lýðræðisstrúktúr. Og í Bandaríkjunum á síðustu áratugum hafi hin blekkjandi fyrirtækjamask- ína svo gjörsamlega náð að valta yfir kjörskipulagið að það sé orðið hlutverk einstaka sjónvarpsþátta á borð við Vesturálm- una að uppfræða al- menning um hvernig heilbrigt lýðræðisþjóðfélag líti út – reynist slíkt þjóðfélag einhvern tímann vera möguleiki á ný. Að mati Chomsky eru aðstæður nefnilega orðnar svo öfgakenndar að lýðræði er ekki lengur virkt í Bandaríkjunum, og í bók, sem Telegraph segir sannfær- andi rökfærða, fullyrðir hann að fyrirtækja-alræðishyggja sem full- komlega hafi einangrað sig frá al- menningi sé komin í þess stað.    Tveir konungar, klaufinn Dannyog hinn klóki frændi hans Howie, eru sameinaðir á ný í rúst- um evrópsks kastala. Howie ætlar sér að gera kastalann upp og breyta honum í lúxushótel. Nýjasta bók Jennifer Egan The Keep er samin í kringum drauga og færnina í að notafæra sér leikreglurnar og býr yfir skemmtilegum húmor höfund- arins, þó draugaleg sé að mati gagn- rýnanda New York Times. En draugaleiki bókarinnar er einmitt hennar besti og djöfullegasti kostur að mati gagnrýnandans.    H. P. Lovecraft, höfundurMountains of Madness var – í samræmi við smekk lesandans – annaðhvort framsýnn snillingur eða einn fáránlegasti rithöfundur sem uppi hefur verið. Rithöfundar á borð við Stephen King og Joyce Carol Oates hafa lofað Lovecraft og nú hefur ekki ómerkari höf- undur en Michel Houellebecq bæst í hópinn og segir hann í nýút- kominni ævisögu Lovecraft hann hvorki meira né minna en einn af mikilvægustu höfundum 20. aldar. Bókin nefnist H. P. Lovecraft: Against the World, Against Life og er bók Houellebecq að mati gagn- rýnanda Guardian frábærlega góð umfjöllun um alveg einstaklega slæman rithöfund.    Nýjasta bók Howard JacobsonKalooki Nights er ofsafengin, sprenghlægileg, þrasleg, skýr, helg og tragísk að sögn gagnrýnanda Daily Telegraph sem segir bókina einfaldlega falla í hóp bestu skáld- verka. Í Kalooki Nights segir frá Max Glickman, gyðingi sem er kvennamaður og teiknimynda- sagnahöfundur, sem skeytir ekki of mikið um trúna. En lífið breytist er Glickman rekst á æskuvin sinn Manny Washinsky, strangtrúaðan gyðing sem tekur á sig þjáningar hinna helgu og foreldramorð. Og í gegnum sameiginleg hjartansmál þeirra félaga, í góðu sem slæmu, skynjar Glickman þjáningar kyn- þáttarins. Eru þeir fáir, að mati blaðsins, sem næðu jafn vel og Jacobson að fjalla um jafn við- kvæmt mál og samskipti gyðinga við granna sína geta verið. Erlendar bækur Noam Chomsky Michel Houellebecq M yndasöguútgáfan Fantagrap- hics heldur upp á þrjátíu ára starfsafmæli sitt nú í sumar og er þar sannarlega um stór- viðburð að ræða því fyrir- tækið er leiðandi á sínu sviði. Að vísu hefur það stundum þurft að berjast í bökkum, enda er Fantagraphics staðsett á jaðri myndasögumarkaðarins, en í gegnum tíðina hefur fyrirtækið haft veruleg áhrif á þróun myndasagna vestanhafs. Einkum hefur útgáfan gegnt mikil- vægu hlutverki þegar kemur að færslunni frá allt að því einsleitri áherslu á frásagnartegundir sem kenna má við ofurhetju- sögur að persónulegri og að mörgu leyti djarfari tján- ingu innan miðilsins, tján- ingu sem í auknum mæli hefur leitast við að vera félagslega meðvituð og gagnrýnin. Til hliðar við meginstraum mynda- söguformsins hefur reyndar lengi mátt finna kraftmikla jaðarmenningu og Fantagraphics er aðeins einn afmarkaður kafli í þeirri sögu en gildi útgáfunnar er kannski fyrst og fremst fólgin í því að henni tókst að færa gildin og fagurfræðina sem einkenna jaðarinn í skipulegra umhverfi sem bauð bæði upp á ákveðið starfsöryggi fyrir listamenn- ina, öryggi sem fólst fyrst og fremst í skýrari og sanngjarnari höfundarréttarsamningum, og stór- aukinni dreifingu á viðkomandi menningar- afurðum. Segja má að hlutverk Fantagraphics sem eins- konar málsvara fyrir listgreinina sé sjálfskipað. unda á borð við Peter Bagge, skapara hinnar sígildu unglingaþroskasögu, Hate; bræðurna Gil- bert og Jaime Hernandez, en langlíf raunsæisri- tröð þeirra Love and Rockets, sem nú er um 20 bindi, er með því söluhæsta sem Fantagraphics hefur gefið út; Joe Sacco, höfund sjálfsævisögu- legra ferðasagna um stríðshrjáð svæði líkt og Palestínu og fyrrum Júgóslavíu; Chris Ware, Dan Clowes og Jessicu Abel. Ekki er að undra að bandaríska tímaritið Utne Reader hafi haldið því fram að Fantagraphics væri eins konar arftaki bókaútgáfunnar City Lights, að kraftinn og fjöl- breytileikann sem einkenndi útgáfustarfsemi síð- arnefnda fyrirtækisins á sjötta og sjöunda ára- tugnum, þegar „beat“-skáldin áttu sínar heimastöðvar hjá útgáfunni, væri nú að finna í myndasagnabransanum, nánar tiltekið hjá Fan- tagraphics. Þá er sjálfsagt að geta þess að í tilefni af stór- afmælinu er nú í sumar von á bókinni Comics as Art: We Told You So (Myndasögur sem list: Eins og við höfum alltaf sagt) sem nýtir sér form munnlegrar sögugeymdar (e. „oral history“) til að segja sögu Fantagraphics frá upphafi, en bókina tekur saman Tom Spurgeon. Spurgeon er einn af þekktari söguskýrendum myndasöguformsins en eftir hann liggja bækur á borð við Stan Lee and the Rise and Fall of the American Comic Book. Í nýju bókinni munu raddir áðurnefndra lista- manna hljóma, sem og stofnenda og aðstandenda fyrirtækisins, og verður þar vafalaust um forvitni- legan minnisvarða um mikilvæga bókaútgáfu að ræða. Árið 1976 hóf fyrirtækið, sem stofnað var af þeim Gary Groth og Mike Catron, útgáfu tímaritsins The Comics Journal en ritið þótti fljótt skapa sér ákveðna sérstöðu sökum áherslu sinnar á gildi myndasöguformsins sem alvarlegs listforms. Ekki dugði þó til að skrifa harðvítugar greinar og kynna athyglisverða listamenn til sögunnar á síð- um tímaritsins. Næsta skref var að hefja útgáfu á myndasögum sem uppfylltu þær kröfur sem að- standendur tímaritsins gerðu til formsins, og haf- ist var handa við myndasagnaútgáfu sem aðskilin var frá tímaritinu árið 1981. Fantagraphics fékk á sig orð fyrir að hafa uppi á því nýjasta og fersk- asta í myndasöguheiminum og gefa efnið út með glæsibrag. Eins og áður segir hefur þó gengið á ýmsu í rekstri fyrirtækisins. Nú síðast var Fanta- graphics hætt komið árið 2003 þegar dreifiaðili þeirra varð gjaldþrota. Fyrirtækið bjargaðist þó fyrir horn, að hluta til sökum þess að áhugamenn um myndasögur brugðust við neyðarkalli og sendu inn pantanir í gríð og erg. Þá var rekstrar- grundvöllur fyrirtækisins lengi vel bundinn vel- gengni útgáfu erótískra myndablaða (sem gefnar voru út undir fyrirtækjanafninu Eros) en sala þeirra var víst tryggari en annars efnis. Þegar litið er yfir höfundartal fyrirtækisins gefur að líta marga fremstu og mikilvægustu höf- unda í myndasögugeiranum, bæði nú um mundir sem og undanfarna áratugi. Fantagraphics tók til að mynda við útgáfu á verkum Roberts Crumbs, þessa myrka og kaldhæðna þjóðfélagsgagnrýn- anda og hefur búið þeim veglegan búning. Þá hef- ur fyrirtækið komið á framfæri og gefið út höf- 30 ára afmæli myndasögurisa Erindi Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.