Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. júlí 2006 Leikkonan Scarlett Johanssonmun leika aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd sem gerð verður um ævi Anne Boleyn, síðari eiginkonu Henry VIII Englandskonungs. Það er BBC sem framleiðir myndina sem kemur til með að heita The Other Boleyn Girl og er byggð á skáld- sögu Philippa Gregory og fjallar um valdabaráttu innan Boleyn fjöl- skyldunnar, þá sérstaklega milli Anne og yngri systur hennar Mary en Mary var hjákona konungs og eignaðist með honum tvö börn. Joh- ansson mun leika Mary en Anne verður leikin af Natalie Portman. Gert er ráð fyrir að myndin komi til með að kosta litlar 20 milljónir punda og henni verður leikstýrt af Justin Chadwick sem áður stýrði BBC þáttaröðinni Bleak House. Ástralski leikarinn Eric Bana mun að öllum líkindum leika konung- inn sjálfan og munu tökur hefjast í október á þessu ári. David Thomp- son, stjóri kvikmyndaarms BBC, sagði í viðtali á dögunum að aldrei fyrr hefðu jafn margar stórstjörnur sóst eftir að leika í kvikmyndum BBC.    New Line Ci-nema sem framleiðir kvik- myndina Snakes on a Plain, sem skartar engum öðrum en Samuel L. Jackson í aðal- hlutverki, hefur ákveðið að falla frá sérstakri gagnrýnendasýningu sem hefð er fyrir að halda þegar nýjar myndir eru frumsýndar. Kvikmyndin hefur þegar fengið mikla gagnrýni fyrir tit- ilinn sem mörgum þykir heimskuleg- ur og framleiðendur myndarinnar líta svo á málið að skoðanir gagnrýn- enda komi þeim ekki við. Gitesh Pan- dya hjá BoxOfficeGuru.com segir að ákvörðunin muni ekki koma niður á myndinni. „Árangur myndarinnar mun eingöngu velta á almenningi og dómar gagnrýnenda munu engin áhrif hafa, hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. Þessi ákvörðun gæti þvert á móti vakið meiri athygli á kvikmyndinni.“    Bandaríski heimildamyndaleik-stjórinn Linda Ellman, sem nú leggur lokahönd á heimildamyndina On Native Soil og fjallar um hryðju- verkin 11. september 2001 í New York, sagði í viðtali á dögunum að hún óttist að þær myndir sem nú eru í framleiðslu og fjalla einnig um hryðjuverkin, muni í krafti skáld- skaparins skyggja á mynd hennar og það sem raunverulega gerðist þenn- an örlagaríka dag í New York. „Ég vona að sannleikurinn týnist ekki inn- an um allan skáldskapinn. Ég er alls ekki á móti því að menn ímyndi sér og skáldi ákveðna hluti við gerð kvik- mynda um hryðjuverkin en mér finnst mikilvægt að það sem raun- verulega gerðist komi líka fram því að það sem gerðist var sannarleg hrikalegt.“ Á Ellman þar væntanlega við kvikmynd Olivers Stone World Trade Center sem fjallar um tvo lög- regluþjóna sem lokast inni í rústum annars turnsins. Öfugt við Stone hef- ur Ellmann stuðst nær eingöngu við skýrslu sem Bandaríkjaþing lét gera um voðaverkin og mun heim- ildamyndin fylgja atburðunum nán- ast í rauntíma. Erlendar kvikmyndir Scarlett Johansson Samuel L. Jackson Linda Ellman É g vona að þú hafir komið auga á mig í fréttamyndinni frá óeirð- unum í Detroit nýlega þar sem ég fékk skurð á höfuðið.“ Þannig hefst bréf Felix Otria til kvik- myndagyðjunnar Gretu Garbo á 4. áratugnum. Felix þessi hafði slegist í hóp með verkamönnum Ford-verksmiðjanna í Detroit, sem átt höfðu í langvinnum deilum við yfirvöld, í von um að verða festur á filmu í upptökum fréttamanna. Honum til óvæntrar – ef ekki sársaukafullrar – ánægju varð hann mið- punktur óeirðanna sem fylgdu í kjölfarið. „Sá hluti óeirðanna sem ég missti af meðan kylfurnar dundu á mér var í frétta- myndinni og ég verð að segja að mér sýnist þetta hafa verið meiri háttar uppþot með brunaslöngum, táragassprengjum og ég veit ekki hverju. Ég fór ellefu sinnum á myndina á þremur dögum og ég held að það sé óhætt að segja að enginn annar, hvorki óbreyttir borgarar né lögreglumenn, hafi skorið sig eins úr hópnum og ég gerði, svo mér datt í hug að þú kæmir þessu á framfæri við kvik- myndafélagið sem þú vinnur hjá og athugaðir hvort þeir sendu ekki eftir mér og gæfu mér tækifæri.“ Bréf Felix er í raun smásaga eftir bandaríska rithöfundinn William Saroyan sem birtist í smá- sagnasafninu hans The Daring Young Man on the Flying Trapeze sem út kom árið 1935. Fyrir nokkr- um árum var um helmingur sagnanna gefinn út hérlendis undir heitinu Kæra Greta Garbo í þýð- ingu Óskars Árna Óskarssonar. Óskar Árni kann nú reyndar sjálfur einnig heilmargt fyrir sér í ör- og smásagnagerð og vert að geta þess hér að í sum- um sagna hans blandast gullöld Hollywood og ís- lenskur raunveruleiki. Í Lakkrísgerðinni er t.a.m. að finna örsöguna „Bíó“ þar sem sýnd er amerísk kúrekamynd með Kirk Douglas á húsgafli í porti bak við efnalaugina: „Við sátum límd við kassana þangað til stafirnir THE END birtust á hús- veggnum í sama mund og tunglið kom siglandi undan skýjabakka og kveikti ljós á himnum.“ Í sög- um bæði Saroyan og Óskars Árna verður hvers- dagsleikinn oft sem af öðrum heimi. Garbo sjálf var auðvitað (sem) af öðrum heimi. Franski bókmenntafræðingurinn Roland Barthes sagði hana vera eins konar platónska frummynd mannverunnar og lýsti ennfremur „eðli hennar sem persónu af holdi og blóði sem steig niður af himnum, þaðan sem allir hlutir verða til og eru full- komnaðir í hinu skýrasta ljósi,“ (þýð. Tryggvi Már Gunnarsson). Hefði mátt ætla að Barthes lýsti Hollywood-stjörnu sem goðsögn, eftirlíkingu, framsetningu, ímynd hvers konar. En ekki Garbo aldeilis – hún er frummynd en ekki eftirmynd. Það er ekki að ástæðulausu að Saroyan skyldi láta Felix skrifa til Garbo en ekki einhverrar ann- arrar leikkonu. Þótt hún komi ekki við sögu að öðru leyti en því að bréfið sé stílað til hennar er áhrifa- máttur sögunnar fólginn í fjarlægðinni sem að- skilur hina guðdómlegu Garbo og særða draum- óramanninn Felix. Þótt Felix líkist að eigin sögn Ronald Colman og Rudolph Valentino velkist les- andinn ekki í vafa um að hann muni aldrei fara með hlutverk elskhuga Garbo á hvíta tjaldinu. Það er ekki einungis samfélagsleg misskipting ríkra og fá- tækra sem skilur á milli Garbo og Felix heldur einnig óyfirstíganlegt bil guðdómlegrar frum- myndar og veraldlegrar eftirmyndar. Barthes skrifaði um Garbo tuttugu árum á eftir Saroyan og síðan er liðin hálf öld. Á þeim tíma hef- ur fjarlægðin á milli okkar og Garbo stigmagnast. Að sjá hana baðaða ljósum í svarthvítri nærmynd á hádramatísku augnabliki er ekki ólíkt því að skyggnast inn í guðdómlegan heim, fjarri hvers- dagslegu amstri okkar heims. Það er enginn sam- gangur á milli þessara tveggja heima, en hægt er að fylgja fordæmi Felix og láta sig dreyma. „Hver veit, kannski kemur að því að ég eigi eftir að leika hetjuna í kvikmynd á móti þér.“ Þinn einlægur, Björn Norðfjörð Kæra ungfrú Garbo ’Þótt Felix líkist að eigin sögn Ronald Colman og RudolphValentino velkist lesandinn ekki í vafa um að hann muni aldrei fara með hlutverk elskhuga Garbo á hvíta tjaldinu. ‘ Sjónarhorn Eftir Björn Ægi Norðfjörð bn@hi.is Fáar aðrar kvikmyndategundir grund-valla tilvist sína í jafnmiklum mæli áþeirri spennuþrungnu fagurfræði semhæfileiki kvikmyndaformsins til að setja fram hreyfingu í tíma framkallar. Hvort sem litið er til klassískra sýnidæma um svokallað „frumstætt“ skeið kvikmyndasögunnar á borð við bresku stuttmyndina Rescued by Rover sem gerð var af þeim Lewin Fitzhamon og Cecil Hepworth árið 1905 eða fullgildrar kvikmyndaklassíkur eins og Birth of a Nation (1915) eftir D. W. Griffith þá eiga þessi verk það sameiginlegt að fanga æsileg umsvif lík- ama í tíma og rúmi á máta sem engu öðru list- formi reynist mögulegt. Fyrrnefnda myndin, sem lýsir því hvernig heimilishundurinn Rover kemur barni sem hefur verið rænt til bjargar, leggur til dæmis ofuráherslu á að sýna hvernig hundurinn hreyfist ofurhratt en líka með skýrum tignarbrag í gegnum fjölbreytilegt um- hverfi sitt, en myndin kemur nútímalegum áhorf- endum kannski dálítið kynlega fyrir sjónir sökum þess að hasarinn hreyfist viðstöðulaust í vinstri átt á tjaldinu fyrri helming myndarinnar, en til hægri þann síðari (en þannig var þeim skila- boðum komið áleiðis að fyrst væri hundurinn að hlaupa frá heimilinu, en sneri svo aftur heim). Í epískri borgarstríðsmynd Griffiths reynast styrj- aldarmyndskeiðin sérlega eftirminnileg, en þar nýtir leikstjórinn sér hversu áhrifaríkt það er að sjá fjöldann allan af líkömum hreyfast hvern í samhengi við annan líkt og um eins konar yf- irnáttúrulega samstillingu sé að ræða, enda þótt grimmúðugt blóðbað sé í raun að eiga sér stað á tjaldinu. Hreyfanleiki og árekstur hluta og manna, samband og átök einstaklinga við um- hverfi sitt, hið mannlega form fest á filmu á ögur- stund – þetta eru byggingareiningar kvikmynda- listarinnar. Hin ólíku sjónarhorn kvikmyndatökuvélarinnar, áþreifanlegur lík- amleiki þess sem ber fyrir sjónir á tjaldinu, hæfni tækninnar til að hafa áhrif á tímaskynjun áhorf- enda – þetta eru meðulin og aðferðirnar sem í gegnum tíðina hafa skilgreint töfra og mátt kvik- myndarinnar. Í þessum skilningi eru kannski all- ar myndir hasarmyndir, a.m.k. ef hinu mannlega formi bregður fyrir á tjaldinu, en kvikmynda- flokkurinn sem kenndur er við hasar leggur aug- ljóslega sérstaka áherslu á að rækta þessa þætti og setja fram á sem áhrifamestan hátt. Það er síðan annað mál að í kvikmyndaumræð- unni eiga hasarmyndir við ákveðið ímynd- arvandamál að stríða. Þær eru sjaldan teknar al- varlega nú orðið né álitnar fínt kvikmyndaefni, þótt undantekningar eftir leikstjóra á borð við Quentin Tarantino, Chan-wook Park eða Takeshi Kitano sé auðvitað hægt að nefna. Viðhorf þetta hefur sennilega að hluta til mótast af því að sem tegund hafa þessar myndir reynst kjarna marga þá þætti sem hvað berlegast eru vinsældamiðaðir í kvikmyndaframleiðslu. Ég myndi reyndar halda því fram að eðli hasarmyndarinnar sem slíkrar hafi tekið miklum breytingum undanfarin ár með tilkomu stafrænnar tækni og þeir þættir sem segja má að formið hafi lengi nýtt til að framkalla hughrif – en fyrst væri þar að telja æsileik hreyf- ingarinnar, þá spennu sem meistarar formsins frá Harold Lloyd til Jackie Chan hafa náð að skapa í samskiptum sínum við umhverfið – hafi nú vikið fyrir annars konar fagurfræði. Hin nýja fagurfræði lýtur að þeirri allsherjar ummyndun veruleikans sem boðið er upp á í krafti tölvu- tækninnar. Frá því um miðjan tíunda áratuginn hefur ímyndin sjálf, sá „veruleiki“ sem er kvikmynda- ður, verið mótanlegur á áður óþekktan hátt. George Lucas, James Cameron og fleiri risar kvikmyndaiðnaðarins hafa sýnt að ímyndina er hægt að laga nær fullkomlega að óskum kvik- myndagerðarmannanna; myndramminn er orð- inn að málverki á tölvuskjá þar sem ekkert, ekki minnsta smáatriði, reynist tilviljunum háð. Hér hefur vissulega opnast nýtt og forvitnilegt svið fyrir listsköpun en á sama tíma er hætt við að lok- að sé fyrir það sem lifandi og óvænt getur talist í gerð kvikmynda. Afrakstur þeirra sem lengst hafa gengið í gerð hreyfanlegra tölvumálverka gefur heldur ekki til kynna að þessi vinnuaðferð sé hin endanlega lausn á þeim vandamálum sem steðja að kvikmyndagerðarmönnum, en hér næg- ir kannski að vísa til þeirrar hörmungarreynslu sem það var að sitja í gegnum forsögumyndirnar í stjörnustríðsseríunni eftir Lucas. Öllu skemmti- legri vinnu við hreyfanleg tölvumálverk gefur hins vegar að líta í kvikmyndum Richards Linkla- ter, Waking Life (2001) og A Scanner Darkly (2006) en í myndum þessum er í raun málað yfir „hefðbundna“ leikna kvikmynd og óhætt er að segja að aðferðin framkalli allsérstæða sjónræna upplifun. Þeirri spurningu má þó varpa fram hvort kraft- vaki stafrænu byltingarinnar sé ekki smám sam- an að þurrka út það sem upphaflega og í gegnum tíðina hefur verið helsta aðdráttarafl has- armynda, en það er mannslíkaminn á hreyfingu í tíma og rúmi. Þessi spurning hvarflaði í öllu falli að mér þar sem ég gekk út af frönsku has- armyndinni Banlieue 13 (Úthverfi 13) eftir Pierre Morel, en mynd þessari var lýst af bandarískum kvikmyndagagnrýnanda á þann veg að hún væri, „safaríkari en allir sumarsmellirnir frá Holly- wood samanlagðir“. Ein helsta ástæðan fyrir hrifningu þessa tiltekna gagnrýnanda, sem og annarra sem um myndina hafa fjallað, er sú að hér er hvorki tölvugrafík né vírar notaðir við gerð hasaratriðanna heldur leitast myndin við að skapa hrifmagn í gegnum hreina loftfimleika, áhættuatriði og líkamlega samhæfingu. Myndin sækir grunnhugmyndir til „parkour“-menning- arkimans, en þar er á ferðinni ákveðinn hreyfing- arstíll í borgarumhverfinu sem fram kom í út- hverfum Parísar á níunda áratugnum þar sem markmiðið var í raun að vera óstöðvandi. Iðk- endur hlupu, stukku og sveifluðu sér í gegnum borgarfrumskóginn á hámarkshraða, þeir voru uppi á þökum, fóru niður eftir rennum, í gegnum glugga, stokkið er niður stigaganga, hálfpartinn flogið í gegnum bílageymslur. Þetta eru ein- staklingar sem hafa samlagast borgarumhverfinu fullkomlega, fyrir þeim er um náttúrulegt um- hverfi að ræða og frelsið er táknað með óheftri hreyfingu líkamans um borgina, hér gefur að líta borgarlíkamann í allri sinni dýrð. Myndin skartar David Belle í aðalhlutverki, en Belle var einn af upphafsmönnum „parkour“, og atriðin sem sýna hann á flugi um borgarumhverfið án hjálpar klippitækni eða stafrænna brellibragða eru vissu- lega „safarík“ – hér gefur að líta borgarveruna í bókstaflegum líkamlegum átökum við umhverfi sitt. Og það skiptir óneitanlega máli að gam- aldags ljósmyndatækni „staðfestir“ að það sem fyrir augu ber eigi sér stað í veruleikanum, áhorf- andinn er gerður að sjónarvotti. Það er einmitt þessi innbyggði sannfæringarmáttur kvikmynda- tækninnar sem tengir fagurfræði áðurnefndra mynda, allt frá þeirri sem fjallaði um hundinn Ro- ver yfir til Lloyds og fram til Chan og David Belle, við styrkleika kvikmyndaformsins sem slíks. Umsvif hreyfingarinnar Ef reynt er að eigna kvikmyndaforminu sér- kenni sem geta e.t.v. útskýrt hvers vegna ákveðnar kvikmynda- og frásagnategundir virð- ast henta forminu vel og njóta stöðugra vinsælda er ekki endilega langsótt að stinga upp á hreyf- ingu í tíma sem sérkenni og þess vegna has- armyndum sem eins konar frumverulegum og sí- vinsælum kvikmyndaflokki. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson @wisc.edu Úthverfi 13 Atriðin sem sýna David Belle á flugi um borgarumhverfið án hjálpar klippitækni eða staf- rænna brellibragða eru vissulega „safarík“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.