Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. júlí 2006 V elgengni Jóhönnu Katrínar Rawlings og Harry Potter bóka hennar er öllum kunn og það eru ekki aðeins börn og bók- menntafræðingar sem gleypa í sig hverja nýja bók um galdra- strákinn með kringlóttu gleraugun. Mig minnir að Potterbækurnar hafi verið vin- sælasta lesefnið á fyrsta farrými lesta og flug- véla fyrir tveimur árum og sjá má rígfullorðið fólk niðursokkið í Potterbækurnar í lestum og rútum erlendis. Bækur Philipp Pullman hafa verið lesnar upp til agna af öll- um kynslóðum og túlkaðar fram og til baka. Narnia- bækur C.S. Lewis og klass- íkerar eins og Pétur Pan og Lísa í Undralandi hafa komið til okkar í óteljandi formum – „ým- ist buff eða steik eða glás“ eins og skáldið sagði og nýjum og nýjum stjörnum skýtur upp í fantasíubókum og vísindaskáldsögum fyrir börn og unglinga. Oft má sjá í þessum bókum harðari samfélagsádeilu og pólitískara tiltal en sjá má í bókmenntum fyrir fullorðna. Það er sennilega í barna- og unglingabókunum og sakamálasögunum sem við fáum snörpustu gildisumræðu í bókmenntunum í dag. Jacqueline Wilson Í Englandi eru bækur Jacqueline Wilson enn vinsælli en bækur J.K. Rawlings. Þær hafa selst í yfir 10 milljónum eintaka og eru mest lánuðu barna- og unglingabækurnar á bóka- söfnunum bæði þar og víðar. Jaqueline Wilson fæddist í Bath í Englandi árið 1945 en ólst upp í Kingston-on-Themes og býr þar enn. Hún er fráskilin og á eina dóttur. Faðir hennar vann hjá bænum og móðirin var líka útivinnandi og lítið um peninga í kotinu. Jacqueline var einkabarn og byrjaði snemma að búa til ímyndaða leikfélaga og vini. Heim- ilislífið var ekki alltaf friðsælt því að faðirinn átti til ofsafengin reiðiköst og sambandið á milli móður og dóttur var frekar kalt. Í viðtali við blaðið Guardian (29.9. 04) segir Jacqueline Wilson að þeim móður hennar, þá 81 árs, komi orðið betur saman: „hún er orðin tiltölulega ánægð með mig núna“ segir hin fræga dóttir sem hefur fengið fjölmörg bókmenntaverðlaun og var kosin lárviðarskáld barnanna 2005– 2007. Jacqueline Wilson hafði skrifað í meira en tuttugu ár, sakamálasögur og barnabækur, þegar hún sló í gegn með bókunum um Tracy Beaker árið 1991. „Einu sinni var lítil stelpa sem hét Tracy Beaker. Þetta hljómar asanalega, eins og upp- hafið á asnalegu ævintýri. Ég hata ævintýri. Þau eru öll eins. Ef maður er mjög góður og mjög fallegur með sítt ljóst hár þá getur maður sópað saman smáösku eða sofið smástund í höll með kóngulóarvefjum og þá á kannski prins leið hjá og þá verður maður hamingjusamur til dauðadags. Og það er gott og blessað, ef mað- ur er dyggðablóð og fallegur líka. En ef maður er óþekkur og ljótur á maður ekki sjens … Ég hef stappað niður fótunum og öskrað mikið um mína daga. Og ég hef mjög oft verið læst inni.“ Svo mælir Tracy Beaker, tíu ára sem býr á upptökuheimili af því að mamma hennar getur ekki haft hana hjá sér, föður sinn hefur hún aldrei þekkt. Hún er stundum tekin í fóstur en venjulega skilað aftur af því að hún er ofstopa- full og á erfitt með að einbeita sér og þó að sag- an af Tracy endi vel er það hvorki einföld né endilega varanleg lausn sem okkur er gefin. Til þess eru vandamálin sem eru til umræðu of al- varleg. Samt er engan bilbug á Tracy að finna. Hún er fyndin og uppátektasöm eins og svo margar söguhetjur Jacqueline Wilson. Kok- hreysti þeirra minnir svolítið á Möggu Stínu, sögumann sem allir lesendur elska í bókinni Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Á íslensku hafa komið út ser- íubækurnar Stelpur í stuði, Stelpur í stressi, Stelpur í sárum og stöku bækurnar Vinkonur að eilífu og Lóla Rós. Drykkkja, ofbeldi og geðveiki Lóla Rós (2003) segir frá því hvernig mamma Janey vinnur peninga á skafmiða og ákveður að segja pabbanum ekki frá því. Hann kemst að því og gengur í skrokk á henni eins og hann er vanur en í fyrsta sinn gengur Janey, 12 ára, á milli og í fyrsta sinn ber faðirinn hana líka. Þá ákveður móðirin að strjúka með börnin tvö og þau taka lestina til London. Þau taka öll upp ný nöfn til að undirstrika að nýtt líf sé hafið, Janey velur sér nafnið Lóla Rós. Þó nafnið sé stórbrotið hlífir það eigandanum ekki við því að þurfa að aðlagast nýjum skóla, passa litla bróður sinn og hlúa að mömmu sinni sem er barnaleg og brotin manneskja. Peningarnir gufa fljótt upp, mamman fær sér vinnu á krá en hún hagar sér eins og glyðra, drekkur og daðrar á milli þess sem hún iðrast, grætur og biður Lólu að fyrirgefa sér hvað hún sé vond móðir. Sagan er sögð í fyrstu persónu og Lóla er bæði fyndin og hugrökk stelpa sem nær um- svifalausu sambandi við lesandann. Sagan af henni flokkast undir „vandamálasögur fyrir börn/unglinga (ca 10–12 ára) en í sögum sínum talar Jacqueline Wilson aldrei niður til barna og ungir lesendur kunna að meta það að talað sé við þá um hluti sem, því miður, eru alltof al- gengir í samfélagi nútímans. Lóla Rós verður að taka að sér hlutverk móður móður sinnar, hún er ábyrgi aðilinn í fjölskyldunni og það er ekki fyrr en í harðbakkann slær að hún „bregst“ móðurinni og kallar á hjálp. Þetta myndi söguhetjan Dolphin, 10 ára, aldrei gera móður sinni í bókinni Tattóveraða mamman (The illustrated Mum). Hún tilbiður móðurina og tekur alltaf málstað hennar gegn eldri systurinni Star sem gagnrýnir móðurina harðlega og þolir ekki hinn skrautlega, mynd- skreytta líkama hennar, þolir ekki geðhvörfin, drykkjuna, ruglið og óttann sem þær systurn- ar búa við. Veruleiki Dolphin litlu breytist úr vondu í verra megnið af bókinni og fullorðnum lesanda er oft nóg boðið. Á meistaralegan hátt dregur Jacqueline Wilson upp myndina af meðvirkni barna sem þurfa að lifa við öryggis- leysi og umönnunarbrest. Móðir Dolphin er sjálf alin upp á upptökuheimili og hún getur ekki að því gert hvernig hún er. Hún á líka sína góðu spretti, leikur góða móður ef sá gállinn er á henni og leikur við stelpurnar eins og lítil vin- kona ef hún er í því horninu. Stelpurnar eru framlenging á henni sjálfri, ábyrgð hennar á þeim er ekki meiri eða öðruvísi en ábyrgð hennar á sjálfri sér. Það er því ekki furða þó að eldri systirin Star noti tækifærið þegar pabbi hennar skýtur allt í einu upp kollinum og ákveði að flytja til hans. Eftir situr Dolphin litla sem þá hefur misst sína raunverulegu móður – eina sambandið innan fjölskyldunnar við einhvers konar eðlileika. Eins og venjulega verður eitthvað til að brjóta upp hið illa mynst- ur barninu í hag. Gelgjur Bækurnar um hina ómótstæðilegu Ellíu taka fyrir ýmis af þeim vandamálum sem brenna á unglingsstelpum; einkum til stráka og viðhorfs til líkamans og því næst stráka og viðhorfs til líkamans. Í Stelpur í stressi fer sögumaður okkar, Ellí, í megrun og missir stjórn á henni smám saman og megrunin er að breytast í lyst- arstol þegar gripið er inn í hana. Upphaf máls- ins er að Ellí fer að kaupa jólagjafir með bestu vinkonum sínum Mögdu og Natalíu og þær þvælast inn í samkeppni um fyrirsætustarf. Ein ergileg stelpa í biðröðinni spyr Ellí hvað hún sé að þvælast þarna fyrir svona feit og ljót – hún muni aldrei eiga sjens. Heim komin ákveður Ellí að hætta að borða og nokkrum vikum síðar finnst henni hún enn vera spikfeit, hún er orðin máttfarin, hugsar ekki um annað en mat, einangrar sig og keppir ómeðvitað við stelpu sem er orðin fárveik af lystarstoli, varla neitt nema beinin. Sálfræðingurinn Louise J. Kaplan segir að sjálfsmynd stelpnanna sem lenda í þessum hremmingum á gelgjuskeiðinu sé of bundnin mæðrum þeirra og þegar lík- amlegur þroski þeirra sé að breyta þeim í kon- ur, mál til komið að skilja sig frá mæðrunum og velja sér mann eins og þær (þó ekki þann sama) geti dæturnar ekki afborið aðskilnaðinn og kjósi heldur að afturkalla kvenleikann, neita að yfirgefa bernskuna. Þær neita að láta bernskunni lokið og syrgja hana, neita að við- urkenna að ekkert af því sem hefur gerst verð- ur aftur tekið og engu verður aftur lifað. Í Ellí- ar tilfelli dó móðir þegar Ellí var lítil og unglingsstelpan getur ekki leyft sér að losa sig frá henni af því að það væru slík svik við hana. Í bókinni er töluverð umræða um lystarstol en hin sálfræðilega mynd Ellíar fest í und- irtextum bókarinnar og fullorðinn lesandi fær trúlega meira út úr þessum bókum en börnin. Og þó virðast þau furðunösk á þjáningar ann- arra barna. Einelti Í bókinni Óþekkum stelpum (Bad Girls) er ein- elti til umræðu. Emma White er 10 ára, lítil og bústin og mamma hennar lætur hana vera í af- ar hallærislegum og gamaldags blúndufötum í skólanum. Þetta bætist við fléttur og gleraugu og vesalings Emma á sér ekki viðreisnar von. Hún er lögð í einelti af þremur stelpum, ein þeirra var áður vinkona hennar og hefur því allar upplýsingar um líf hennar og drauma. Leiðtogi stelpnanna er Karólína ofurtöffari og daginn sem upp úr sýður veitast þær þrjár að Emmu og stríða henni á foreldrum hennar sem eru gömul og hallærisleg. Þau höfðu gefið upp alla von um barn þegar „kraftaverkið“ þeirra fæddist og móðirin ofverndar hana eins og hún sé fimm ára en ekki tíu. Í þetta sinn reynir Emma að kaupa sér stundarfrið með því að ljúga, segja að hún sé ættleidd, hin raunverulega móðir hennar sé fyrirsæta og gömlu hjónin hindri móður og dóttur í að hittast. Þessu bunar hún upp úr sér og samstundis gerist tvennt: sektarkenndin yf- ir svikunum við mömmuna hellist yfir hana og vinkonan fyrrverandi afhjúpar lygarnar á staðnum. Píningarnar í skólanum versna en þá hefur Emma kynnst nýrri stelpu í næsta húsi, vandræðaunglingi sem tekur hana undir sinn verndarvæng. Hún heitir Tanja og milli þeirra Emmu verður til vinátta sem minnir meira á ástarsamband en rólega vináttu. Þessum tilfinningaríku stelpnasamböndum lýsir Jacqueline Wilson víða, t.d. í bókinni Vin- konur að eilífu. Þar flytur besta vinkonan burtu og litla söguhetjan, Gemma, neitar að taka aðskilnaðinn gildan. Valdaleysi barnsins yfir eigin lífi og aðstæðum er efni í langa um- ræðu og í raun er uppreisn Gemmu litlu eins og frumsagan af eldri og fegurri söguhetjum eins og Öldu í Tímaþjófi Steinunnar Sigurð- ardóttur sem neitar að gefa sína „grand passion“ upp á bátinn og neitar að versla við samfélagið um að fái maður ekki þann sem maður vill núna geti maður samið um að fá annan jafngóðan seinna. Sama þema en frá öðrum sjónarhóli er tekið upp í bókinni Ferða- töskukrakkinn (The Suitcase Kid, 1992) þar sem Andrea neitar í raun að viðurkenna skiln- að foreldranna sem deila forræði yfir henni. Hún er viku til skiptis hjá þeim í þeirra nýju fjölskyldum og er bókstaflega að klofna í tvennt yfir tvöföldum aðlögunarvandamálum og tilfinningunni um að hún eigi í raun hvergi heima. Þó að þetta sé ekkert fyndið er Andy litla mjög skemmtilegur sögumaður og bókin skemmtileg. Allt fer vel að lokum vegna þess að Andy Pandy tekur til sinna ráða og kemur sér upp þriðju fjölskyldunni sem er hennar eigin. Undantekning frá hinum farsæla endi eru þó örlög Tönju í Óþekkum stelpum því að Emmu til mikillar hrellingar er hún búðaþjóf- ur. Þegar þær fara saman í búðir og Tanja er staðin að verki eru allir búnir að fá nóg, telpan er fjarlægð af nýja fósturheimilinu og út úr lífi Emmu. Spennan er byggð upp í sögunni á mörgum plönum og spennan í hinum unga sögumanni líka. Alla söguna bíður Emma og lesandinn til dæmis eftir að ofsækjendur henn- ar segi hinni viðkvæmu og ofverndandi móður Emmu frá svikum og afneitun dótturinnar á henni – en það gerist ekki. Hvað eftir annað varð mér hugsað til Sögunnar af Hjalta litla eftir Stefán Jónsson sem lýsti börnum af sams konar innsæi og Jacqueline Wilson og þó að langt virðist vera milli Borgarfjarðar á öðrum áratug tuttugustu aldar og London hundrað árum seinna falla bæði Hjalti og margar af sterku stelpunum hennar Jacqueline Wilson undir það sem kallað hefur verið „hin hæfu börn“. „Hæfu börnin“ eru vitsmunalega og til- finningalega fær um að velja og hafna því sem ekki er gott fyrir þau ef þau eru styrkt og studd af „hæfum uppalendum“. Þau geta haft vit fyrir fullorðnum. Sumir segja að þessi hug- mynd um hið hæfa barn komi sér afar vel fyrir foreldra sem vilja ekki taka að sér hlutverk foreldranna yfirleitt en það er önnur umræða. Síðustu tvo áratugina hefur bilið á milli fullorðins- og barnabóka verið að minnka. Það er hvergi slakað á listrænum kröfum til rithöfunda sem skrifa fyrir börn og faglegur metnaður þeirra stendur ekkert að baki metnaði þeirra sem skrifa fyrir fullorðna. Og um leið fjölgar þeim fullorðnu les- endum sem fylgjast jöfnum höndum með því sem gerist í barna- og unglingabókum og því sem gerist í bókmenntum fyrir fullorðna. Það er lesið þvert á og yfir kynslóðabilið, „cross reading“ hefur þetta verið kallað. Og hvernig ber að skilja þetta? Er kynslóðabilið líka orðið minna? Eftir Dagnýju Kristjánsdóttur dagny@hi.is Höfundur er bókmenntafræðingur. Stelpur í stressi Þannig sér og teiknar Ellí sjálfa sig, frá upphafi bókar til söguloka. Sterkar stelpur og listin að lifa af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.