Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Page 1
Laugardagur 29.7. | 2006 | 29. tölublað | 81. árgangur [ ]Seamus Heaney | Ljóðið Höfn úr District and Circle og þýðing Karls J. Guðmundssonar | 3Umhverfismál | Illugi Gunnarsson er hægri grænn og svarar Guðna Elíssyni | 8Týnda geimfarið | Helvíti er bara orð, raunveruleikinn er miklu verri | 10 Lesbók Morgunblaðsins „Suðar í takt við sinn eigin takt“ Ljósmynd/Heimir Björgúlfsson Heimir Björgúlfsson var í hópi útvalinna sem boðið var á vinnustofusýningu Jasons Rhoa- des í Los Angeles. Hér segir hann frá lista- manninum sem er Íslendingum að góðu kunnur frá sýningunni – sem Rhoades kallar Black-Pussy Soiree Cabaret Macramé og ræðir við hann um listina og Ísland – og ljós- myndirnar eru frá þessum litríka kabarett. M yndlistarmaðurinn Jason Rhoades fæddist árið 1965 í Newcastle í Kali- forníu í Bandaríkjunum og starfar í Los Angeles. Hann hefur í rúman ára- tug verið einn af framsæknustu myndlist- armönnum Bandaríkjanna með gríðarstórum innsetningum þar sem hann blandar saman ólíkum efnum og efniviði sem taka alltaf á einhvern hátt á amerísku neyslusamfélagi og með stórum einkasýningum eins og til dæmis í Deichtorhallen í Hamborg, Þýskalandi, Van Abbe Museum í Eindhoven, Hollandi og á Feneyjatvíæringnum hefur Jason Rhoades áunnið sér jafnvel stærra nafn í Evrópu en heimalandi sínu. Árið 2004 sýndi Jason Rhoades hér á Ís- landi í samvinnu við bandaríska myndlist- armanninn Paul McCarthy, bæði í samsýn- ingunni „Fantasy Island“ í Hallormsstaðarskógi og innsetninguna „Sheep Plug“ í Kling og Bang galleríi í Reykjavík. Undanfarna mánuði hefur Jason Rhoades haldið allsérstaka myndlistarsýningu í sinni eigin vinnustofu í Los Angeles sem hefur verið umbreytt í sýningarrými. Sýningin er nokkurs konar kabarett sem ber nafnið „Black Pussy Soiree Cabaret Macramé“ og er aðeins opin útvöldum boðsgestum á sér- stökum kvöldsamkomum. Gestir eru valdir af handahófi eftir ákveðinni pýramídareglu. Það er að segja nokkuð breiðum hópi fólks er raðað saman á hvert kvöld eins og til dæmis úr tískuheiminum, kvikmyndaiðnaðinum og ýmsu frægu fólki svo eitthvað sé nefnt. En sérstaklega er passað upp á að aðeins örfáir úr myndlistarheiminum séu á hverju ein- stöku kvöldi. Umrædd sýning er lokahlutinn af þríeyki sem samanstendur af sýningunum „Meccatuna“ í David Zwirner Gallery í New York árið 2003, „My Madinah“ í Sammlung Hauser & Wirth í St.Gallen, Sviss árið 2004 og svo „Black Pussy“ sem var skipt í tvennt milli Los Angeles og London. Þar sem fyrri hlutinn af verkinu var sýndur í Hauser & Wirth Gallery í London árið 2005. Kokteilar úr leðurstígvéli Þegar ég geng inn á sýninguna eitt kvöldið lítur þar allt út eins og mig hafði grunað eft- ir fyrri kynni af verkum Jason Rhoades, hálfgerð sprenging af mismunandi aðkeypt- um hlutum sem raðað er saman og útkoman er yfirþyrmandi skrautleg. Fyrst er gestum boðið í fordrykk í and- dyrinu sem er kallað Johnny Cash Gallery og nokkrir skúlptúrar standa þar á víð og dreif. Barþjónn blandar „Black Pussy“- kokteila eins og til dæmis kampavíni saman við Guinness-bjór og ýmsar Eftir Heimi Björgúlfsson | heimir@vacuumboys.com  4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.