Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Qupperneq 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. júlí 2006 | 5 göngu þar sem skúlptúrarnir voru fluttir frá húsnæði Klink og Bank í Þverholti niður Laugaveg í sýningarrými Kling og Bang gallerís. Hvernig var það fyrir þig að sýna verkin þín á Íslandi, og hvernig var það til dæmis í samanburði við önnur Norðurlönd? „Ísland er frábært. Ég var í listaskóla með mörgum Íslendingum um miðjan áttunda áratuginn og þeir komu með sína sérstöðu inn í allt. Síðan fór Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarkona sem var þá búsett í Los Angeles að vinna fyrir mig sem breytti miklu. Íslendingar eru frábærir, þeir dvelja er- lendis en fara síðan alltaf aftur heim. Ísland er mjög í tísku núna. Mér fannst Reykjavík hreinlega eins og þorp, samt með fullt af flottu og töff fólki. Ég þekkti líka Ísland frá Dieter Roth. En það sem mér fannst ótrú- legt er að það er Evrópa en það er alls ekki eins og Evrópa, Ísland er eins og Bandarík- in.“ Nákvæmlega það sem ber mig að næstu spurningu, fannst þér vera meiri amerísk áhrif á Íslandi en annars staðar í Evrópu? „Já algerlega. Ísland hallar sér að Am- eríku en veit samt að það er í Evrópu. Mat- urinn er líka hræðilegur eins og amerískur matur, eins og steiktur fitugur mat- sölustaðamatur. En það er ótrúlegt að við náðum að gera fimm hundruð „Sheep Plug“- skúlptúra þar, það var áskorun. Í alla staði var það frábært. Og fleira fólk sá sýninguna mína þar en margar aðrar í Evrópu. Ég hef fengið mun meiri viðbrögð frá þeirri sýningu og frá fleira fólki en frá mörgum öðrum sýningum víða. Það er of mikið um að vera annars staðar í Evrópu, of margir sýningarstaðir úti um allt að mínu mati.“ Hafði eitthvað sérstakt áhrif á þig á Ís- landi, til dæmis birtan? „Ég var þar einu sinni um vetur og svo aftur um sumar, það er ástæðan fyrir því að ég gæti aldrei búið þar. Ég varð veikur af birtunni eftir ákveðinn tíma, hún var mjög erfið fyrir mig.“ En fannst þér eitthvað af yfirnáttúrulegu fyrirbærunum og sögunum áhugavert? „Mér var sagt frá því öllu og í fullri alvöru líka sem mér fannst skrítið.“ Ég held það sé aukaafleiðing af skamm- deginu á veturna. „Já, þú hefur örugglega rétt fyrir þér. Á svipaðan hátt var Múhameð spámaður í helli sínum og heyrði rödd Guðs. Það er sannað að margar af þessum gömlu spám spámanna eru orsök næringarskorts og hungurs. Á sama hátt hefur lítil dagsbirta og myrkur áhrif á þig. En allt Sögufyrirbærið er samt frábært. Það er þó innfætt menningarfyr- irbæri líkt og um frumbyggja í Ástralíu væri að ræða, það er svo alið upp í þér. Ég per- sónulega skil það ekki svo vel en það er í fínu lagi mín vegna. Ekki er ég að fara fram á að fólk skilji ástæðurnar fyrir öllu því sem ég geri, þannig, það er erfitt að fá tilfinningu fyrir því. En sumt er mjög vitlaust og flott. Ég komst heldur ekki mikið út í náttúruna, það er ekki svo auðvelt að komast frá þegar maður er sífellt að vinna. Ég meina þetta var eins mikið frí þar og það gat hugsanlega ver- ið, en samt.“ Sína eigin töfra … Í haust mun „Black Pussy“-verkið verða sýnt í New York. Ekki í hefðbundnu sýning- arrými, það er að segja ekki innan veggja neins gallerís eða stofnunar, en samt sem áð- ur að sögn Jasons eins og einn risastór skúlptúr. Sýningin verður í þar til fengnu húsnæði í Chelsea-hverfinu þar sem flestöll framsækin gallerí á Manhattan eru. Verið er að ganga frá sýningarstaðnum, flutningi á verkinu og undirbúningi útgáfu bókar í sum- ar sem áætluð er samhliða sýningunni í New York. „Við ætlum að reyna að gera einhvers konar bók. Við eigum einnig allar þessar hljóðupptökur frá kvöldunum hérna. En við ætlum að reyna að flokka allt efnið og þann- ig bækur geta verið áhugaverðar. Það er líka ákveðin goðsögn tengd þessu þannig, það verða ljósmyndir af verkinu og því sem fór fram svo þetta verður kaffiborðsbók, nokk- urs konar frægðarbók. Ég vil ekki gera hefð- bundna myndlistar- eða ljósmyndabók.“ Þetta er því mjög opin hugmynd ennþá? „Ég veit í raun ekki almennilega hvað það verður fyrr en við söfnum öllu efninu saman. Við söfnum myndum úr einnota myndavél- unum sem gestir hafa tekið, stafrænu mynd- unum sem við tókum sjálf og svo er líka ljós- myndari sem tekur myndir af kvöldunum. Ég meina þetta er „Bar Mitzvah“ (hefð- bundin skírnarveisla að hætti gyðinga) allt saman. Samdir litlir kaflar, já eins og „Bar Mitzvah“ einhvern veginn.“ Og þú sérð að þessi bók verði gefin út á sama tíma og sýningin verður í New York? „Ég vona það. Hvort sem það verður eitt bindi eða eitthvað annað í öðru formi. Vana- lega byrja ég á að gera fagmannlega áætlun um hvað á að gerast, svo kem ég aftur að því með tímanum og breyti eftir því sem við á og aðlaga aðstæðum hverju sinni.“ Vilt þú að bókin verði fáanleg fyrir hefð- bundna neytendur í ótakmörkuðu upplagi? „Ég held það, en ég fer samt fram og til baka með það. Við eigum ennþá eftir að ákveða það.“ Eftir sýninguna í New York verður verkið þá hluti af einhverju öðru, munt þú byggja eitthvað ofan á þennan gruni? „Þetta eru lokin á þríeykinu, hvort sem verkið stoppar þá eða verður sýnt einhver- staðar annarstaðar veit ég ekki enn. Eins og þessi sýning sem ég er að gera núna í Malaga er einskonar gervi „Black Pussy“- innsetning með marokkóskum og mexíkósk- um áhrifum. Þetta er einskonar uppskeruvél, gerð til þess að safna öllum þessum kvenkyn- skynfæraorðum. Þetta er samsettur skúlptúr til að uppskera. Helst vildi ég setja þetta í samhengi við einhvern, ég myndi vilja byggja hús utan um verkið og hafa sem ka- barett hjá einhverjum. Í hreinskilni sagt myndi ég vilja hafa það í einkaeigu, ég held það myndi ekki virka svo vel fyrir almenn- ing, en það fer allt eftir hugsanlegum op- inberum eiganda. Þetta snýst allt um að finna rétta fólkið til að varðveita verkin þín. Og ég sé ekki af hverju það ætti að vera ómögulegt. Þetta er það sem ég geri. Stundum veit ég hvað það er og stundum veit ég ekki hvað það er. Það sem raunverulega er fallegt er þegar það er að gerast. Gestir hér eru syngj- andi og ástríðufullir, við gefum þeim að borða, uppskerum orðin, og fólk gefur örlítið af sér. Ég lít þá í kringum mig og hugsa með mér „vá þetta er alveg kolruglað hérna – hvað er ég eiginlega að gera?“. Ég veit ekki hvað þetta er en þarna er þetta og suð- ar í takt við sinn eigin takt. Þegar það gerist hefur verkið sína eigin meiningu, sína eigin trú og sína eigin töfra. Það er í raun og veru töfrafangari. Ég trúi því að til að virkilega njóta listaverka þurfi maður að gefa smá af sínum eigin töfrum, og þá fái maður meira til baka. En þú verður að sleppa þér. Mér finnst of mikil list í dag vera ekkert annað en slæmt látbragð. Aðeins smávægilegar at- hugasemdir eða skraut. Það er engin helg- un,engin fjárfesting.“ Þú heldur ekki að það hafi alltaf verið svo- leiðis? „Nei, ég held ekki. Ekki þegar það var ekki eins auðvelt að laumast framhjá með hluti. Auðvitað er allt mögulegt í dag, ekki satt? En við sjáum samt listamenn laumast framhjá öllu, þeir hafa of lítið fyrir hlut- unum. Enginn segir neitt ef þú breytir um stíl. Þannig nærð þú árangri, þegar þú breytir um stíl og líkist öllu öðru. Við gerum það öll.“ Það er utanaðkomandi þrýstingur sem segir það … „Já, en ef þú ættir valkostinn að einfald- lega liggja í rúminu og vera nuddaður af dís- um, í gufubaði, í nuddpotti og með greipald- insafa.“ Ég myndi nú varla vera falur fyrir það. „Er það ekki? Ég held alltaf að allar þess- ar dísir eigi eftir að birtast og vera hér svo ég geti orðið fjölkvænismaður og búið í þess- um skrítna heimi sem ég hef búið mér til. Já, og ég hugsa síðan um eitthvað, hvað sem er, og læt það verða að veruleika. Það er eins og … það er íslenskt.“ Höfundur er myndlistarmaður. ’Óhefðbundinn tónlistarflutningur blandast innsetning- unni ásamt áhorfendum sem eru vel haldnir af alls kyns undarlegum mat og drykkjum, eins og til dæmis jógúrt sem blandað er saman við viskí sem drukkið er úr holaðri gúrku eða frosnum sojabaunadrykk í leðurstígvélum …‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.