Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Qupperneq 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. júlí 2006 | 11 Þ egar bókablað New York Times birti í maí síðastliðnum lista yfir bestu bandarísku skáldsögur síð- ustu 25 ára vakti það einkum at- hygli hversu fáir rithöfundar af yngri kynslóðum komust þar á blað. Listinn birti niðurstöðu könnunar sem blað- ið gerði meðal fjölda rithöfunda, gagnrýnenda og bókmenntaritstjóra sem spurðir voru hver væri besta bandaríska skáldsaga síðustu 25 ára og fékk skáldsagan Ástkær (Beloved) eftir Toni Morrison flest atkvæði. Í kjölfarið fylgdu skáld- sögur höfunda á borð við Don DeLillo, Cormac McCarthy, John Updike og Philip Roth, en Roth og DeLillo voru með flestu skáldverkin á lista. Í skrifum sínum um niðurstöðu könnunarinnar benti A.O. Scott m.a. á að allir ofangreindir höfundar væru fæddir fyrir seinna stríð, þ.e. upp úr 1930, og aðeins örfá- ir höfundanna á listanum væru undir fimmtugu. Þannig gætu þeir höfundar sem merkastir þykja í bandarískri skáldsagnagerð síðasta aldarfjórð- ungs tæpast talist fulltrúar ungu kynslóðarinn – en slíkir höfundar væru með öllu fjarverandi á listanum og mætti velta fyrir sér hvort niður- staðan benti til lægðar í bandarískri skáldsagna- gerð. Rithöfundurinn Lev Grossman tekur þessa spurningu til athugunar í grein sem birtist nýver- ið í Time Magazine, en þar lýsir Grossman eftir „rödd vorrar kynslóðar“ meðal bandarískra skáldsagnahöfunda. Þannig færir Grossman rök fyrir því að síðan árið 1991 hafi ekki komið fram höfundur í bandarískum bókmenntum sem fagn- að hafi verið sem rödd sinnar kynslóðar, líkt og gerst hafi með reglulegu millibili frá því snemma á 20. öldinni. Þannig megi í gegnum kynslóðirnar rekja samfellda slóð höfunda sem með skáldverk- um sínum orðuðu tilfinningar og tíðaranda nýrrar kynslóðar, veittu henni rödd sem miðlað var í gegnum skáldsagnaformið. Hér nefnir hann til hafi verið til sögunnar komi úr röðum hvítra karlamanna. Ef spurt yrði til að mynda um raddir kynslóðanna í sögu svartra Bandaríkjamanna kæmu nöfn Zoru Neale Hurston og Ralphs Elli- sons vafalaust upp ásamt Toni Morrison – og svo mætti lengi telja. Þá má taka upp spurningu A.O. Scott og velta fyrir sér hvort skáldsagnaformið sé enn sá mið- lægi miðill sem það áður var. Hvað ef „rödd kyn- slóðar vorrar“ sem Grossman lýsir eftir hefur splundrast í óteljandi raddir í hinu vaxandi sam- skiptarými bloggsins? Eða er kannski líklegra að við finnum rödd vorrar kynslóðar í höfundi nýj- asta tölvuleiksins sem unga kynslóðin þyrpist um? Grossman gengur ekki svo langt að hafna eiginleikum skáldsögunnar til þess að miðla tíð- aranda og vangaveltum, þó svo að vissulega hafi hún glatað miðlægni sinni í sjónrænu og marg- miðluðu fjölmiðlaumhverfi nútímans. Af niður- stöðu Grossmans má ráða að hann telji „rödd“ bandarískra samtímabókmennta ekki rúmast lengur í einum höfundi. Bókmenntir samtímans takist nú á við knýjandi umbyltingar hnattvæð- ingarinnar og hún feli í sér samræðu fulltrúa margvíslegra menningarheima um þá árekstra, þær mótsagnir og þá nýsköpun sem verður á landamærum þeirra. Raddir hins hnattvædda heims séu margar og splundraðar, og engin ein rödd sé fær um að „orða“ eða skilgreina þá reynslu. Eða ef til vill verður spurningu Grossm- ans einfaldlega svarað með tíð og tíma, þegar bókmenntafræðingar framtíðarinnar krýna eitt- hvert ungskáldið, sem ekki hefur enn komist inn á radar bókmenntaelítunnar, sem rödd „okkar“ kynslóðar. sögunnar skv. tímaröð höfundana F. Scott Fitz- gerald (The Great Gatsby), Ernest Hemingway (The Sun Also Rises), J.D. Salinger (The Catcher in the Rye), Jack Kerouac (On the Road), Joseph Heller (Catch-22), Kurt Vonnegut (Slaughter- house-Five), Jay McInerney (Bright Lights, Big City), Bret Easton Ellis (Less than Zero) og Douglas Coupland (Generation X). Frá því að Generation X kom út árið 1991 hafi hins vegar ekki bólað á rödd þeirrar kynslóðar sem nú lifi umbreytingatíma árdaga 21. aldar- innar. Vissulega standi nokkur nöfn upp úr þegar þeir sem þykjast hafa vit á bókmenntum tala um fremstu unghöfunda samtímans, nöfn höfunda á borð við David Foster Wallace, Johnathan Fran- zen, Jonathan Lethem og Michael Chabon, en enginn þessara höfunda geti hins vegar talist rödd kynslóðar sinnar, né sé hægt að líta á þá sem fulltrúa ungskálda – enda allir komnir á fimmtugsaldurinn. Grossman hefur ekki fyrr lýst þessu yfir en hann tekur að stinga niður varnöglum og leitast í því samhengi við að svara því hvers vegna ekki sé hægt að benda á einn tiltekinn höfund sem rödd bandarísks samtíma. Hvað ef bandarískir sam- tímahöfundar vilja ekkert með það hafa að kallast fulltrúar sinnar kynslóðar? Þegar betur er að gáð er nefnilega enginn skortur á góðum rithöfundum í bandarísku bókmenntalífi og ekki er endilega beint orsakasamhengi milli þess að skrifa „tíma- mótaskáldsögu“ og að skrifa góða skáldsögu. Þá megi spyrja hvernig höfundar öðlist sess sem „fulltrúar sinnar kynslóðar“ og kynslóðir hverra sé þar með talað fyrir? Þannig veki það athygli að allir þeir kanóníseruðu lykilhöfundar sem nefndir Raddir kynslóða Erindi Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ’Hvað ef bandarískir samtímahöfundar vilja ekkert meðþað hafa að kallast fulltrúar sinnar kynslóðar? ‘ Sjöunda og nýjasta skáldsagaDaniel Woodrells fær góða dóma hjá gagnrýnanda breska blaðsins Observer, sem segir hana stutta að hætti Woodrells en búa engu að síður yfir miklum, og á köfl- um allt að því ofsafengnum, krafti. Bókin nefnist Winter’s Bone og er sögu- sviðið Ozark- fjöllin sem komið hafa við sögu í þremur öðrum skáldsögum höf- undar og kynnir hann hér til sög- unnar Ree, 16 ára stúlku úr hinni ógnvekjandi Dolly- fjölskyldu, sem dreymir um að ganga í herinn – hina klass- ísku flóttaleið þeirra efnaminni frá lítt spennandi heimaslóðum. Winter’s Bone fetar að sögn gagn- rýnandans slóðina milli sigurs sak- leysisins og útrýmingar. Illska heimsins er þar vel skynjanleg en ekki síður sú staðreynd að enn ger- ast kraftaverk og þrátt fyrir jákvæð- an endi gerir hún lesandann óþægi- lega meðvitaðan um hversu fallvölt tilveran er.    Eftir tvo áratugi af sælkerafæðuog blóðugum drápum sest dannaðasta sakamálahetja Norð- manna í helgan stein, en rithöf- undurinn Gert Nygårdshaug ætlar að gera bókina Rødsonen sem út kemur nú í haust að þeirri síðustu um lög- regluforingjann og meistarakokk- inn Frederic Drum. Sögusvið Rødsonen er Nýja- Gínea og í þessari tíundu sögu um Drum eru það regnskógaglæpir sem tekið er á.    Bók metsöluhöfundarins PaulsKennedy um Sameinuðu þjóð- irnar fær ekki góða dóma hjá gagn- rýnanda Washington Post sem segir bókina svo leiðinlega og uppfulla af varkárni að hún hljómi líkt og hún væri skrifuð af skýrsluhöfundum stofnunarinnar – sem í raun gæti verið ekki fjarri lagi, enda á hún rætur sínar að rekja til „óháðrar“ skýrslu sem ósk- að var eftir í tilefni að því að 50 ár voru liðin frá ritun sáttmála Samein- uðu þjóðanna. Bókin nefnist The Parliament of Man: The Past, Pre- sent and Future og fer vel af stað og sú tilraun höfundarins að beina at- hygli að áður lítt þekktum hluta starfseminnar er lofsverð. Að mestu leyti er bókin hins vegar rituð líkt og frá sjónarhóli ritara samtakanna og skortir alveg á að þar sé nægri at- hygli beint að mannlega þættinum, þrátt fyrir að fjölmargar og tilþrifa- miklar slíkar sögur sé að finna innan stofnunarinnar.    Paddy Meehan er á næturvakt-inni hjá skoska dagblaðinu The Scottish Daily News, hún borðar af því að hún er stressuð og sætindin hverfa ofan í hana. Þéttholda vaxt- arlag hennar er karlkyns kollegum hennar sífellt tilefni nýrra brandara á meðan að Paddy bítur á jaxlinn – 21 árs gömul þá er hún eina fyrir- vinna fjölskyldu sinnar og verður að halda vinnunni sama hvað á dynur, en hún er heldur ekki smeyk við að svara fyrir sig. Rithöfundurinn Denise Mina kynnti Paddy fyrst til sögunnar í Field of Blood og í nýj- ustu bók hennar The Dead Hour gefst lesendum tækifæri til að rifja upp kynnin við þessa skemmtilegu konu í spennusögu sem endar með svo æsilegum hætti að telja má lík- legt að heil ritröð verka um Paddy Meehan sé væntanleg. Erlendar bækur Daniel Woodrell Gert Nygårdshaug Paul Kennedy Þ að var öllum ljóst þegar Goodbye Columbus kom út að þar færi full- þroska rithöfundur sem ætti eftir að láta mikið að sér kveða. Roth hlaut hin eftirsóttu National Book Award fyrir smásagnasafnið en samfélagi gyðinga í Bandaríkjunum var ekki skemmt. Roth var fljótlega úthrópaður fyrir and- gyðinglegan áróður í sögum sínum og skipti þá engu máli að Roth var og er gyðingur sjálfur. Zuckerman-þríleikur Philips Roths hefst á nóvellunni The Ghost Writer sem kom út árið 1979. Umfjöllunarefnið er, eins og í svo mörgum skáldsögum Roths, gyð- ingdómurinn, en einnig fer mikið fyrir spurning- unni hvað felist í því að vera rithöfundur og hver sú ábyrgð er sem rithöfundar verða að axla þeg- ar ritlistin er annars vegar. Skáldsagan segir frá Nathan Zuckerman, ungum og upprennandi rit- höfundi sem dvelst í sólarhring á heimili annars rithöfundar, E.I. Lonoff, eiginkonu hans Hope og ungrar stúlku sem hjónin hafa tekið að sér og reynist vera hin eina og sanna Anne Frank, eða það vill sögumaður alla vega sannfæra lesandann um. Samræður Lonoffs og Zuckermans eru dásamlega skrifaðar eins og Roths er von og vísa og þá sérstaklega þegar Lonoff og Zuckerman fikra sig á hálli braut kurteisishjalsins sem reyn- ist mörgum erfið við fyrstu kynni. Þegar líður á kvöldið og söguna sjálfa fer þó að örla á dýpri samræðu sem öðru fremur snýst um iðju rithöf- undarins. Stuttu eftir að skáldsagan kom út voru bókmenntafræðingar fljótir að eigna rithöfund- inum Bernard Malamud persónu E.I. Lonoffs og sjálfur viðurkenndi Roth í viðtölum að persóna Lonoffs væri eins konar bræðingur Malamuds og annars rithöfundar sem Roth dáði, Sauls Bellows. Hins vegar er margt í karakter Lonoffs sem rennir stoðum undir þá kenningu að ef Lonoff er byggður á Malamud og Bellow þá sé heldur stóran hluta af Roth sjálfum að finna í þeim bræðingi. Ágætt dæmi um það er þegar Lonoff útskýrir fyrir hinum unga Zuckerman hvað það raunverulega sé sem hann geri: „I turn sentences around. That’s my life. I write a sentence and then I turn it around. Then I look at it and I turn it around again. Then I have lunch. Then I come back in and write another sentence. Then I have tea and turn the new sentence around. Then I read the two sentences over and turn them both around. Then I lie down on my sofa and think. Then I get up and throw them out and start from the beginning.“ (18) Sannleikurinn er að þessi skondnu en um leið vægðarlausu vinnubrögð eru mjög lík þeim sem Roth hefur sjálfur viðurkennt að hann stundi og það sem meira er, Roth hefur sagt í viðtölum að fyrir hverja bók sem hann gefi út skrifi hann iðulega aðra sem endi í rusla- tunnunni. Þá segir ástkona Roths á þessum tíma, leik- konan Claire Bloom, í ævisögu sinni, Leaving a Doll’s House, að þrátt fyrir að Roth hafi ekki við- urkennt það opinberlega að Lonoff væri í raun hans annað sjálf hefði það skinið í gegn þegar hún las söguna. Sá hluti ævisögu Claire Bloom sem snýr að Roth er ákaflega upplýsandi um persónu rithöf- undarins, sem virðist eins og svo margir andans menn hafa verið gjörsamlega óþolandi í einkalíf- inu og líkari ofdekruðum krakka en fullorðnum manni. En ævisagan gefur manni einnig áhuga- verða innsýn í vinnubrögð Roths sem vaknaði ávallt mjög snemma til að skrifa og skrifaði svo fram að kvöldmat áður en hann lauk deginum með lestri skáldsagna. Þessi rútína var honum allt að því heilög og andleg heilsa hans var undir þessu vinnulagi komin, eins og Claire Bloom fékk að finna fyrir. Önnur frásögn Bloom frá því þeg- ar Roth vann að The Ghost Writer og varpar ljósi á vinnubrögð Roths segir frá því þegar hann kom einn daginn óvenjusnemma heim frá vinnu- stofu sinni og spyr Bloom hvort hún sé til í að lýsa því fyrir honum hvernig það sé að búa með rithöfundi uppi í sveit. Bloom segir í bókinni að hún hafi ákveðið að halda hvergi aftur af skoð- unum sínum enda orðin langþreytt á líferninu. Bloom ákveður að taka hann á orðinu og lætur allt flakka sem hingað til hafði farið í taugarnar á henni. Segir hún að þrátt fyrir að þau hafi bæði hlegið að loknu harmakveini hennar hafi Roth greinilega tekið hvert einasta orð til sín, því í skáldsögunni birtust þau nánast orðrétt af munni Hope, eiginkonu E.I. Lonoffs. Eins og þetta dæmi sannar hafa skilin milli eiginlegrar persónu Philips Roths og söguhetja hans nánast aldrei verið skýr og Roth hefur alla tíð alið á þessum sífelldu vangaveltum lesenda og gagnrýnenda. Annað lítið dæmi um þetta er að nokkrum árum eftir bókin kom út var gerð sjónvarps- mynd eftir The Ghost Writer og í hlutverk Hope var ráðin engin önn- ur en leikkonan og ástkona rithöf- undarins, Claire Bloom. Þessi ráða- hagur var eflaust undan rifjum Roths runninn, því annars hefði hann aldrei fallist á að Bloom tæki að sér hlutverk í myndinni. Þegar myndin var svo sýnd ýtti hún að sjálfsögðu undir grun lesenda Roths um að það sem gerðist í sög- um hans væri endursögn úr hans eigin lífi – sem er að vísu rétt, upp að vissu marki. Hins vegar reynd- ust tilgátur manna um að persóna Hope hefði að öllu leyti verið skrifuð með Claire Bloom í huga vera rangar, því eins og Bloom seg- ir í ævisögu sinni var persóna hennar byggð á skáldkonunni Janet Hobhouse sem Roth átti í ástarsambandi við ári áður en hann kynntist Bloom. Það sem gerir þessa Hobhouse enn merkilegri í huga aðdáenda Roths er að ári áður en Hobhouse lést árið 1991 hafði hún skrifað lyk- ilskáldsöguna The Furies sem kom út að henni látinni. Þar kemur Philip Roth við sögu og sam- kvæmt Claire Bloom eru lýsingar Hobhouse á Roth afar beinskeyttar en fyrst og fremst sann- leikanum samkvæmar. Lyginni líkast Bandaríski rithöfundurinn Philip Roth hefur verið í fremstu röð bandarískra rithöfunda allt frá því að smásagnasafn hans Goodbye Colum- bus kom út árið 1959. Í ár eru 25 ár frá því að fyrsta bók hans í Zuckerman-þríleiknum svo- kallaða kom út. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Skáldið Philip Roth

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.