Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.2006, Síða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. júlí 2006
Guy Ritchie hefur samþykkt aðleikstýra nýrri kvikmynd.
Myndin heitir Static og ku fjalla um
glæpamann sem er ranglega stungið
í steininn fyrir tilstuðlan siðspilltra
laganna varða.
Glæponinn sá er
staðráðinn í að
koma fram hefnd-
um á óvild-
armönnum sínum
en þarf á leið sinni
til réttlætis að
kljást við fjöldann
allan af spilltum
lögreglumönnum
og glæpahyski sem svífst einskis til
að þagga niður í honum.
Auk þess að leikstýra mun Ritchie
endurskrifa handritið að myndinni,
sem nýsjálenski leikstjórinn Brad
McGann skrifaði árið 2001.
Static verður fjórða glæponamynd
Ritchies sem áður hefur leikstýrt
Lock, Stock and Two Smoking Bar-
rels, Snatch og Revolver. Það er ef til
vill ekki að furða að Ritchie leiti aftur
í smiðju glæp-
onafrásagna,
en rómantíska
gamanmyndin
Swept Away frá 2002 fékk hræðileg-
ar viðtökur jafnt gagnrýnenda sem
almennings.
Static verður fyrsta mynd Richies
síðan Revolver leit dagsins ljós en
hún fjallaði einmitt einnig um glæpon
í hefndarhug eftir að hafa verið kom-
ið fyrir bak við lás og slá fyrir glæp
sem hann framdi ekki.
Þrátt fyrir að hafa ekki staðið und-ir væntingum eru teikn á lofti
um að Hulk muni snúa aftur á hvíta
tjaldið. Þetta
kemur fram í The
Guardian. „Fólk
vill sjá græna
gæjann aftur,“
fullyrti framleið-
andinn Ari Arad
við blaðamann
breska blaðsins.
Aðstandendur
framhaldsmynd-
arinnar lofa breyttu yfirbragði frá
fyrstu myndinni, sem óskars-
verðlaunaleikstjórinn Ang Lee stóð á
bak við.
„Mér fannst myndin alveg frábær
en hún náði ekki alveg að fanga anda
hasarblaðanna,“ útskýrði Arad. „Við
viljum gera mynd sem er meira í
þeim anda.“
Framhaldsmyndin, sem mun heita
Hinn ótrúlegi Hulk (e. The Incredible
Hulk), verður í leikstjórn Lois Later-
rier sem hefur m.a. leikstýrt Tran-
sporter og Unleashed. „Myndirnar
hans búa yfir húmor og dýpt ásamt
frábærum hasar,“ er haft eftir Kevin
Fiege, forseta Marvel Studios. „Þess-
ir eiginleikar verða nýttir til hins ýtr-
asta í Hulk.“
Ekki hefur verið tilkynnt hverjir
fara með aðalhlutverkin í myndinni.
Þrátt fyrir að hinn nýi James Bondhafi ekki einu sinni fengið sér
hristan Martini ennþá er nú þegar
búið að úthluta
honum nýju
verkefni. Fram-
leiðendur nýj-
ustu mynd-
arinnar um
njósnara hennar
hátignar sem
frumsýnd verður
í haust, Casion
Royale, hafa til-
kynnt að Daniel Craig muni fara með
hlutverk hins kvensama njósnara í
annarri James Bond-mynd sem ráð-
gert er að verði frumsýnd í maí 2008.
„Við gætum ekki verið spenntari
fyrir þeirri stefnu sem Daniel Craig
hefur tekið njósnarann í,“ sögðu
framleiðendurnir Michael G. Wilson
og Barbara Broccoli á fréttamanna-
fundi á vegum Sony Pictures. „Daniel
sótti í uppruna James Bonds og hefur
gert hann margslunginn tilfinn-
ingalega, dimmari og uppstökkari
007.“
Myndin sem stefnt er að 2008 verð-
ur sú 22. í röðinni um ofurnjósnarann
sem vill fá Martini-inn sinn hristan,
ekki hrærðan.
Vefútgáfa The Daily News sagði
frá.
Erlendar
kvikmyndir
Guy Ritchie
Hulk
Daniel Craig
Örðugt er að merkja upphaf listastefnueða listforms og óhætt er að segja að ís-lensk kvikmyndagerð sé engin und-antekning þegar að vandasömum skil-
greiningum og tímasetningum kemur. Sjálft
hugtakið „íslensk kvikmynd“ kann jafnvel að reyn-
ast vandmeðfarnara en maður skyldi í fyrstu ætla,
ekki síst ef spurt er hvernig best sé að skilgreina
það og fella að þjóðarhugtakinu án þess að umræð-
an týni sér í flækjum og útúrdúrum. Nauðsynlegt
er þó að spyrja þessarar spurningar þar sem engin
menningarafurð verður til á jafnóljósum þjóðern-
ismörkum og kvikmyndin. Þegar svara er leitað
má ætla að fyrst þurfi að
skilgreina þjóðar- og þjóð-
ernishugtakið nánar en þar
næst að skýra með hvaða
aðferðum hinu þjóðlega skal
blandað saman við kvikmyndahugtakið. Að lokum
þarf svo að finna leið að niðurstöðu sem virðir og
tekur tillit til þess flókna ferlis sem umlykur kvik-
myndagerð. Ekki reynist, með öðrum orðum,
mögulegt að forðast útúrdúra og flækjur. Stund-
um er því reyndar svo farið, ímyndar maður sér,
að um tiltölulega auðleyst verkefni er að ræða –
hver deilir um þjóðerni Magnúsar? Dregur ein-
hver í efa þjóðlegt mikilvægi hrafnsins fljúgandi?
Sænskir peningar koma kannski við sögu í
ákveðnum tilvikum en hvað tengir okkur nánar við
lifandi kviku íslensks þjóðernis en víkingar, hval-
reki og Helgi Skúlason með hjálm og boga?
Þó er ráð að staldra við og spyrja frekari spurn-
inga. Hvað er hægt að segja um þær nýlegu kvik-
myndir sem við fyrstu sýn virðast bera harla lítinn
þjóðarbrag, myndir sem skarta jafnvel erlendum
leikurum í aðalhlutverkum, líkt og nýjasta mynd
Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven? Pen-
ingarnir, líkt og aðalleikararnir, koma úr öllum
áttum en leikstjóri, tónlistarhöfundur og sumir
aukaleikarar eru íslenskir. Á móti kemur að
myndin á sér stað erlendis (enda þótt hið erlenda
umhverfi sé í raun íslenskt) og tal er á ensku. Erf-
itt er að festa hendur á veigamiklum íslenskum
skírskotunum í framrás myndarinnar. Hvað gerir
myndina þá íslenska? Það að Baltasar Kormákur,
leikstjóri myndarinnar, er íslenskur? Ég er hædd-
ur um að þau rök að leikstjóranum skuli eignuð
kvikmyndaverk, líkt og um rithöfund eða mynd-
listarmann sé að ræða, dugi skammt almennt séð
og alls ekki þegar rætt er um þjóðlegan uppruna
tiltekinna verka.
Þá skyldi heldur ekki látið ótalið að frásagn-
arformgerð myndarinnar fellur að bandarískri
fyrirmynd og myndin á því að mörgu leyti lítið
skylt við þá íslensku kvikmyndahefð sem fyrir
stendur. Hvaða hefð er nú það, má reyndar spyrja.
Einhver gæti verið fljótur til svars, jú, slík hefð
miðast við íslenskan veruleika og myndir sem um
hann fjalla. En ef þetta er hefðin, kvikmyndagerð
sem gerir þjóðfélagsmál, söguna eða þjóð-
armyndir, sum sé hinn íslenska veruleika, að við-
fangsefni og skilgreinir sig þannig sem íslenska,
þá má spyrja hvort frelsi sé til staðar til að gera
kvikmyndir sem ekki sýna séríslenskum viðfangs-
efnum áhuga en teljast samt til þjóðlegrar kvik-
myndagerðar. Svarið er augljóst. Að sjálfsögðu.
Hvað er hægt að segja um þau alvöruþrungnu
verk sem Friðrik Þór Friðriksson hefur sent frá
sér undanfarin ár, Fálka og Niceland, annað en að
hér séu á ferðinni mikilvæg sýnidæmi um íslenska
kvikmyndagerð, enda þótt þjóðarbragurinn sem
við eigum að venjast í íslenskum myndum sé víðs
fjarri? Kannski var það einmitt sú staðreynd að
ekki er um hefðbundna íslenska kvikmyndagerð
að ræða sem olli því að áðurnefndar myndir hlutu
fálátar viðtökur hér á landi. Aðrir annmarkar á áð-
urnefndri skilgreiningu blasa við. Hvað verður,
innan ramma slíkrar skilgreiningar, um erlendar
myndir sem taka íslenskan veruleika til umfjöll-
unar? Enn frekari efasemdir hljóta reyndar að
gera vart við sig. Hver er þessi „íslenski veruleiki“
sem íslenskar myndir eiga að gera skil og fjalla
um; jafnvel varpa ljósi á? Er það landsbyggð-
arsagan sem Nói albinói lýsir eða sá borgarlegi
veruleiki sem er sagt frá í Óskabörnum þjóð-
arinnar? Hvað með þann sérkennilega samslátt af
hvorutveggja sem myndir á borð við Veggfóður og
Nei er ekkert svar bjóða upp á? Staðreyndin er sú
að maður kemst skammt ef sögufléttur og frá-
sagnareinkenni eru notuð til að skorða og skil-
greina þjóðernislegar rætur verka, hvort sem er á
hvíta tjaldinu eða á prentaðri blaðsíðu. En eins og
áður segir eiga flokkunarvandamál sér hvergi líf-
legri tilvist en á sviði kvikmynda. Hvar byrjar
maður? Í peningunum? Með starfsfólkinu? Hörfar
maður í faðmlag frönsku höfundarkenning-
arinnar? Leikstjóri tiltekinnar kvikmyndar er
kannski rammíslenskur, hvað svo sem það nú þýð-
ir, en peningarnir koma annars staðar frá. En á
tímum Evrópusambandsins og hnattvæðingar þá
koma þeir, þ.e. peningarnir, nær alltaf annars
staðar frá.
Hvað er íslensk kvikmynd?
’En hvað tengir okkur nánar við lifandi kviku íslensks þjóð-ernis en víkingar, hvalreki og Helgi Skúlason með hjálm og
boga?‘
Sjónarhorn
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Þ
að má ef til vill segja að akademí-
an hafi verið fullfljót á sér að
skipa Altman í þennan flokk eft-
irlaunalistamanna, því aðeins
þremur mánuðum síðar sendi
leikstjórinn frá sér nýja kvikmynd
sem hæglega má telja til hans bestu verka og
sýnir svo ekki verður um villst að þessi merki
kvikmyndagerðarmaður er enn upp á sitt besta,
81 árs að aldri. Þetta er tónlistarmyndin A
Prairie Home Companion, sem kennd er við
vinsælan samnefndan útvarpsþátt sem skipar
sérstakan sess í bandarískri þjóðarsál. Þátt-
urinn, sem stýrt hefur verið af útvarpsmann-
inum, sagnamanninum og söng-
fuglinum Garrison Keillor í
rúmlega þrjátíu ár, er iðulega á
dagskrá á almenningsútvarps-
stöðvum á laugardagseftirmiðdögum, þegar
margur Bandaríkjamaðurinn er að sýsla eitt-
hvað með fjölskyldunni eftir vinnuvikuna. Hug-
myndin á bakvið þáttinn er einstök og sama er
að segja um stjórnanda hans sem býr yfir óvið-
jafnanlegri sagna- og kímnigáfu og hefur rödd
sem faðmar hlustandann og sefar. Þátturinn er
ávallt tekinn upp á sviði fyrir fullum sal áhorf-
enda og felur í sér blöndu af söng- og tónlistar-
atriðum, bröndurum og spunakenndum kynn-
ingum og innslögum Garrisons Keillors. Fast
aðsetur þáttarins er gamalt leikhús kennt við F.
Scott Fitzgerald í St. Paul í Minnesota, heima-
fylki Garrisons Keillors, en hinn æðrulausi og
kímni tónn þáttarins er sagður einkenni Mið-
Vesturríkjabúa. Auk reglulegs flutnings í Fitz-
gerald-leikúsinu flakkar Keillor með þáttinn og
fastagesti hans um ólíka staði innan Bandaríkj-
anna og stundum utan, en skemmst er að minn-
ast þess er Keillor og föruneyti heimsóttu Ís-
land í maí og tóku upp þátt í Þjóðleikhúsinu
með íslenskum gestum og tónlistarmönnum.
Útvarpsþáttur sem sögusvið
Í kvikmyndinni A Prairie Home Companion
sameina þeir Garrison Keillor og Robert Alt-
man krafta sína og úr verður eitthvað alveg
sérstakt – en fáir aðrir en Altman gætu fært
útvarpsþátt yfir í kvikmyndalegt rými með svo
áhugaverðum hætti. Þó svo að Garrison Keillor
hafi skrifað handritið að kvikmyndinni einn var
nálgunarleiðin mótuð í samvinnu Keillors og
Altmans. Þannig mun Keillor í fyrstu hafa
skrifað handrit að kvikmynd sem átti sér stað í
smábænum Lake Wobegon, ímynduðum stað í
Minnesota sem Keillor spinnur gjarnan sögur
sínar út frá. Þegar Keillor lagði handritið fyrir
Altman stakk leikstjórinn upp á því að þeir
breyttu algerlega um stefnu og gerðu sjálfan
útvarpsþáttinn að sögusviði. Keillor skrifaði þá
nýtt handrit sem spannar lifandi flutning á A
Prairie Home Companion-þætti frá upphafi til
enda, og leiksviðið er að sjálfsögðu sviðið í Fitz-
gerald-leikhúsinu með hljómsveit, sviðsmynd og
öllu tilheyrandi. Þessi rammi er síðan stökk-
pallur fyrir auðugt ímyndunarafl spunameist-
arans Keillors, en í handritinu er búin til
dramatísk saga í kringum þennan tiltekna þátt:
Stórfyrirtæki hefur keypt útvarpsstöðina sem
fjármagnað hefur þáttinn í 30 ár og hyggst
leysa hann upp og rífa Fitzgerald-leikhúsið.
Þátturinn sem áhorfendur fylgjast með er því
sá síðasti sem fluttur verður áður en pen-
ingamaðurinn sem fylgist með úr stúku skellir í
lás.
Ýmsar persónur koma við sögu í myndinni og
eru margar þeirra byggðar á raunverulegum og
uppspunnum fastagestum úr þáttunum. Einvala
lið leikara fer með hlutverk skemmtikraftanna,
en þeir skemmta og syngja í þættinum innan
um tónlistarfólk sem komið hefur fram með
Keillor í gegnum tíðina. Hér má m.a. telja Ke-
vin Kline, Meryl Streep, Lily Tomlin, Woody
Harrelson, John C. Reilly og Tommy Lee Jon-
es, sem fara á kostum í hlutverkum sínum. Ke-
vin Kline leikur hinn dularfulla einkaspæjara
Guy Noir, en sá færir andrúmsloft bandarísku
rökkurmyndarinnar inn í kvikmynd Altmans. Á
meðan leikarar á borð við Kline, Harrelson og
Reilly skila ískrandi skemmtilegum gamanleik
(en þeir tveir síðarnefndu túlka kúrekana
syngjandi Dusty og Lefty) lýsir Meryl Streep
upp sviðið með englasöng og persónutöfrum í
hlutverki söngdívunnar Yolanda Johnson. Og
allir með tölu syngja eins og englar.
Svanasöngur Prairie Home
A Prairie Home Companion ber öll helstu
einkenni Roberts Altmans sem kvikmyndahöf-
undar, hún kallast í senn á við fyrri verk hans á
borð við Nashville, MASH, The Player og Short
Cuts og er áhugaverð viðbót við hans fyrri
verk. Útvarpsþátturinn með sínum mörgu lit-
ríku persónum er efniviður sem getur talist
mjög í anda Altmans, en á sama tíma leitast
leikstjórinn við að láta kvikmyndina enduróma
og kallast á við það menningarfyrirbæri sem
sjálfur þátturinn er. Þannig rímar hin fljótandi
og skapandi kvikmyndataka, sem er aðalsmerki
Altmans, við spunakennda byggingu útvarps-
þáttar hins sagnaglaða Keillors. Leikstjórnin og
þáttastjórnin vinna saman að því að galdra
fram einstakt andrúmsloft á sviðinu sem er
jafnframt svo lifandi að mörkin milli kvik-
myndasalarins og áhorfendasalar Fitzgerald-
leikhússins mást út. Sögusviðið er opið og fljót-
andi rými, þar sem flakkað er frá dagskránni
sem vindur fram á sviðinu til persónanna bak-
sviðs sem bíða þess að stíga á svið eða hafa öðr-
um skyldum að gegna. Samtöl og samtalsbútar
koma og fara, fólk talar hvert ofan í annað eins
og í lífinu frekar en í leikriti – sem er annað að-
alsmerki kvikmynda Altmans. Þá þjónar hin
dramatíska saga sem myndar umgjörð kvik-
myndarinnar síður því hlutverki að búa til
„plott“ eða spennuframvindu, en að gefa þessu
tiltekna kvöldi með A Prairie Home Companion
aukinn dramatískan þunga. Myndin fjallar um
viðbrögð hinna margvíslegu listamanna og
starfsmanna þáttarins við óumflýjanlegum
endalokum þess sem þau eru öll hluti af, og
sem verður líkt og „metafóra“ fyrir hverfulleika
lífsins, og það tregafulla andartak er hið gam-
algróna og skapandi lýtur í lægra haldi fyrir
peningavaldi sem hvorki skeytir um hið sögu-
lega né listræna. Þótt ólíklegt sé að kvikmyndin
A Prairie Home Companion muni reynast
svanasöngur hins aldraða meistara Altamans er
ljóst að einhver blanda trega og yfirvofandi
endaloka svífur þar yfir vötnum.
Kvöldstund með Altman og Keillor
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
Robert Altman hlaut í marsmánuði síðastliðnum
heiðursóskarsverðlaun Bandarísku kvikmynda-
akademíunnar en þau verðlaun eru jafnan veitt
framúrskarandi listamönnum á sviði kvikmynda
sem ýmist eru komnir með annan fótinn (eða
báða) í gröfina eða hafa lagt starfið nokkurn
veginn á hilluna og tróna yfir fullbúnu æviverki
saddir lífdaga.
Reuters
Bráðlifandi Robert Altman