Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Qupperneq 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Þegar ég hóf störf sem blaðamaður áMorgunblaðinu árið 1999 voru rit-stjórar og aðstoðarritstjórar ís-lenskra dagblaða allir karlar, en satt að segja datt mér ekki annað í hug en að það myndi breytast áður en ég færi að hafa af því miklar áhyggjur. Á þeim tíma var ég nýskriðin út úr háskólanum og, eins og gjarnan á við um ungar konur á þeim stað í lífi sínu, á þeirri skoðun að jafn- rétti kynjanna kæmi næst örugglega og nokkurn veginn af sjálfu sér með kyn- slóðaskiptum. Við sem fæddumst í kringum kvennafrídaginn og höfðum kvenforseta fyrir augum og eyrum alla okkar barnæsku og ung- lingsár, vorum að sjálfsögðu sannfærðar um að okkur yrðu allir vegir færir. Glerþakið svo- kallaða var eitthvað sem tilheyrði áttunda og níunda áratugnum, rétt eins og rækjukokkt- eilar og ísblóm, en þegar við yrðum sjálfar fullorðnar: glætan að það yrði ennþá ójafn- rétti. Það tók tíma að átta sig á því og horfast í augu við að sennilega varð þetta ekki alveg eins og við gerðum ráð fyrir. Og enn er stund- um langþægilegast að stinga hausnum bara í sandinn og segja, já já, við höfum það nú alveg ágætt samt. En öðru hverju er líka gott að horfast í augu við staðreyndir. Og nú ætla ég að taka saman nokkrar staðreyndir um þann bransa sem ég hef unnið innan undanfarin sjö ár. Í sumar var kona í fyrsta sinn ráðin aðstoð- arritstjóri dagblaðs á Íslandi. Ef æðstu stöður dagblaðanna á Íslandi eru skoðaðar eins og þær liggja fyrir núna er staðan svona: Á Morgunblaðinu er karl ritstjóri, tveir karlar aðstoðarritstjórar og karl fréttaritstjóri. Á Fréttablaðinu eru tveir karlar ritstjórar og að- stoðarritstjórarnir eru tveir, kona og karl. Rit- stjóri Blaðsins er karl. Þetta eru alls níu stöð- ur, karlar skipa átta þeirra, kona skipar eina. Ef ég hefði skrifað þennan pistil fyrir tveimur mánuðum hefði staðan verið átta núll. Áður en DV lagði upp laupana sem dagblað nú í vor, voru ritstjórar þess tveir karlar sem höfðu tekið við af tveimur öðrum körlum í árs- byrjun. Fyrsti ritstjóri Blaðsins var karl, við starfi hans tók svo annar karl fyrr á þessu ári og enn annar karl nú í sumar. Eins og þessar sviptingar bera með sér er ekki hægt að kenna leifum af gamalli samfélagsskipan um einokun karla á ritstjórastólum íslenskra dagblaða. Þessir menn voru ekki ráðnir fyrir áratugum heldur á undanförnum mánuðum og árum. Ef við skoðum bara það sem hefur gerst frá árinu 2001, þá hafa tveir karlar verið ráðnir aðstoðarritstjórar og einn karl fréttaritstjóri á Morgunblaðinu. Fjórir karlar hafa verið ráðn- ir ritstjórar Fréttablaðsins, einn karl og ein kona aðstoðarritstjóri. Sex karlar hafa verið ráðnir ritstjórar DV, og þrír karlar ritstjórar Blaðsins. Vissulega eru margar konur starf- andi innan blaðanna sem blaðamenn, frétta- stjórar og í öðrum ábyrgðarstöðum, en það er einmitt í samræmi við lögmál glerþaksins ekki svo forsögulega, að konur komast ákveðið langt en síðan ekki lengra. Það eru fáeinar vikur síðan ein kona bættist í hóp aðstoðarrit- stjóra dagblaðanna, starf ritstjóra er enn al- farið frátekið fyrir karla. Jafnvel þó horft sé framhjá jafnréttissjón- armiðum er í raun stórmerkilegt að í öllum þeim ritstjórahrókeringum sem hafa átt sér stað á íslenskum dagblaðamarkaði á und- anförnum árum, að engum hafi dottið í hug að prófa að fela konu starf ritstjóra. Hvað þá þeg- ar litið er til þess að blöðin sem um ræðir hafa á köflum átt í verulegum vandræðum – bæði með ríkjandi ritstjórnarstefnu og það verkefni að reyna að marka sér sérstöðu – og því virki- lega þurft á því að halda að gera eitthvað nýtt og róttækt. Ég veit að mikil umræða hefur átt sér stað innan blaðamannstéttarinnar og vinnustað- anna sjálfra um jafnréttismál og í þeim um- ræðum fá jafnréttissjónarmið yfirleitt tals- verðan hljómgrunn. Fólk virðist almennt sammála um mikilvægi þess að jafnrétti sé í heiðri haft, bæði fyrir andann á vinnustaðnum og fyrir útkomuna – blöðin sjálf. En þegar lítið sem ekkert breytist vaknar sú spurning hvort viljinn sé raunverulega til staðar. Hann þarf nefnilega að sýna á borði, en ekki bara í orði. Karlar eru ritstjórar ’Eins og þessar sviptingar bera með sér er ekki hægt aðkenna leifum af gamalli samfélagsskipan um einokun karla á ritstjórastólum íslenskra dagblaða. Þessir menn voru ekki ráðnir fyrir áratugum heldur á undanförnum mánuðum og árum. ‘Fjölmiðlar Eftir Birnu ÖnnuBjörnsdóttur bab@mbl.is Afstaða manna til hættunnar sem stafar af hlýnun jarðar sökum gróð-urhúsaáhrifa er mjög mismunandi. Margir eru sannfærðir um aðgróðurhúsaáhrifin muni hafa alvarlegar afleiðingar á næstu áratug- um og öldum á meðan aðrir telja alls óvíst að gróðurhúsaáhrifin séu til stað- ar hvað þá að þau hafi alvarleg áhrif. Það er í sjálfu sér eðlilegt að skoðanir séu skiptar um jafn flókið mál. Það er hins vegar nokkuð undarlegt hversu sterk fylgni virðist vera milli afstöðu fólks til gróðurhúsaáhrifanna og al- mennra stjórnmálaskoðana viðkomandi. Hægrimenn virðast einhverra hluta vegna vera mun vantrúaðri á gróðurhúsaáhrifin en vinstrimenn. Þetta er einkennilegt þar sem um hreina vísindaspurningu er að ræða. Það er vita- skuld eðlilegt að hægrimenn og vinstrimenn greini á um hvernig samfélag mannanna eigi að bregðast við gróðurhúsaáhrifunum ef þau eru til staðar og munu valda verulegum usla. En af hverju skyldi afstaða manna til þess hvort gróðurhúsaáhrifin séu á annað borð til staðar ráðast af stjórmálaskoð- unum þeirra? Ég hygg að ástæðan sé að hluta þessi: Hægrimenn jafnt sem vinstrimenn vita að ef gróðurhúsaáhrifin eru til staðar munu þau líklegast leiða til þess að hlutverk ríkisins í samfélaginu mun vaxa. Þessi vitneskja litar afstöðu hægri- og vinstrimanna til vísindanna sem þeir lesa. Hægrimenn gefa nið- urstöðum þeirra sem efast um gróðurhúsaáhrifin meira vægi en þau eiga skilið á meðan vinstrimenn gera hið gagnstæða.Þetta er vitaskuld af- skaplega bagalegt fyrir vitræna umræðu um jafn mikilvæga spurningu. En þetta er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess hversu sterkar skoðanir margir hafa á gagnsemi ríkisvaldsins. Það er erfitt fyrir frjálshyggjumann að horfa upp á heiminn taka breytingum sem valda því að frjálshyggja verður ekki jafn ákjósanlegur kostur fyrir þá sem vilja hámarka velmegun manna. Alveg eins og það var erfitt fyrir kommúnista og sósíalista að horfa upp á heiminn breytast þannig að veikleikar kapítalismans valda ekki jafn alvarlegum af- leiðingum fyrir verkafólk og þeir gerðu fyrir 150 árum. Jón Steinsson www.deiglan.is Morgunblaðið/Ómar Baldursbrárnar vísa veginn. Hægri, vinstri og vísindin I Hvaðan fá andans menn sinn innblástur?Er allt af öðru sprottið, – ekkert nýtt? Björn Þór Vilhjálmsson skrifar í dag um Nabokov og skáldsögu hans Lólítu. Björn Þór segir frá nýrri bók eftir Michael Maar, þar sem fram kemur að til sé eldri saga með nafninu Lólíta, smásaga eftir þýska rithöfundinn Heinz von Lichberg. Björn leiðir lesendur inn í rök- færslu Maars sem dregur fram ýmiss konar líkindi og textatengsl með sögum skáldanna tveggja, sem að auki bjuggu á sama tíma í Berlín. II Jafnvel bestu listamenn fá hugmyndir aðláni frá kollegum sínum. Lengi vel þótti þessi iðja nánast goðgá, enda verk listamanna nútildags varin af höfundarrétti. En hug- myndin um að vera „orginal“ í listsköpun er ekkert óskaplega gömul, og fyrr á öldum þótti það jafnvel sýna sérstakt listfengi að geta betrumbætt og útfært verk annarra lista- manna. Þetta breyttist með Beethoven sem var fyrsta tónskáldið sem var „listamaður“ í síðari tíma skilningi. Hann kaus að þjóna ein- ungis listinni, og vera frjáls að sköpun sinni, meðan fyrirrennarar hans voru bundnir á klafa kirkjulegra og veraldlegra valdhafa, sem réðu þá í vinnu eins og hverja aðra verka- menn. III En er ekki allt breytingum undirorpið?Er ekki ýmislegt í samtímanum sem bendir til þess að hin rómantíska hugmynd um „listamanninn“ og frelsi hans sé enn að gerjast og mótast og taka á sig nýjar myndir? Frelsi er hugtak sem getur staðið þvers í list- inni, jafnt og að þjóna henni. Hversu frjálsir eru listamenn í dag? – og skiptir það máli fyr- ir listsköpun að listamenn hafi frelsi? Og enn má spyrja: hvers konar frelsi – eða frelsi fyrir hverju? Frelsi til að fæða hugmyndir, eða frelsi til að taka hugmyndir? Hvað „má“ lista- maður í frelsi sínu? IV Hafi Nabokov í raun kynnst Lólítusinni fyrst í sögu Lichbergs verður það sennilega látið gott heita; – hvers ætti hann svosem að gjalda? Það man enginn hvort eð er eftir Lichberg. Sennilega hugsa margir þann- ig við lestur greinar Björns. Fjarlægðin drep- ur tilfinningasemina, og trúlega einnig sam- úðina með listamanninum sem fékk hugmynd sem hlaut þau örlög að verða betur mótuð í höndum annars. Enn annar spurningaleikur er svo sá hvort Nabokov þyki setja niður við að hafa hugsanlega orðið uppvís að hug- myndahnupli. Þá er bara að muna að seint var það talið Bach og samtímamönnum hans til hnjóðs og lasts að útfæra góðar hugmyndir og gera betri. Þeir gerðu það sem Nabokov gæti hugsanlega hafa gert – að grípa leiftrið á lofti og kasta á það sinni persónulegu töfrabirtu. V Ef til vill er þessi gerjun mest áberandi ímyndlistinni. Hver man ekki umræðuna sem spannst af sýningu Vignis Jóhannssonar þar sem meðal annars gat að sjá Sumarnótt- ina; lómana frægu sem Jón Stefánsson málaði á sínum tíma, en í persónulegri og nýrri túlk- un Vignis. Í dag þykir „endurtúlkun“ af þessu tagi varla tiltökumál, þótt mörgum spurn- ingum sé ósvarað um erindi listamannsins og frelsi hans. Neðanmáls ! Ég trúi á sitt af hverju í þessu landi; ég trúi á mosa, ég trúi á björt miðnætti, ég trúi á Gunn- ars mayones (250 ml), him- brima og Kauphöllina, ég trúi á rústaða gítara, barnavagna á svölum, ég trúi á Jórunni í sængurveraversluninni (hún er á tíræðisaldri), lögregluna á Blönduósi, Jökulsá á Fjöllum og nú trúi ég líka á ís- lensk þjóðlög. Ég var sumsé á Siglufirði um daginn. Það er að segja, vígsludaginn góða í Siglufjarðarkirkju þeg- ar forseti Íslands benti á að þjóðlagasöfnun séra Bjarna Þorsteins- sonar á Siglufirði fyrir rúmri öld jafn- aðist á við lífsnauðsynlegan eltingaleik Árna Magnússonar við handritin – og því myndi þjóðalagasetrið verða jafnmik- ilvægt á Siglufirði og Árnastofnun í Reykjavík. Þetta var snjöll samlíking og vakti marga gesti til umhugsunar. Út í þetta hafa nefnilega fáir hugsað. Um áratuga- skeið hefur íslenskum tónlistararfi verið sýndur minni áhugi en efni standa til, jafnvel svo jaðrar við fálæti. Börnum er ekki kennt nándar nógu mikið af þjóð- lögum, lögunum er ekki hampað sem skyldi og mun markvissar og betur væri hægt að rannsaka þau. Gunnsteinn Ólafsson, formaður félags um Þjóðlaga- setur, greindi frá því í ávarpi við vígsluna að oft fái hann til sín tónlistarnemendur sem prófa þurfi í söng. Þá biðji hann ung- mennin gjarnan að raula fyrir sig lag. Hvaða lag, spyrja þau. Eitthvert lag sem þú kannt. En ég kann ekkert lag. Þú hlýtur að kunna eitthvert lag, kannski ís- lenskt þjóðlag, Krummi svaf í klettagjá eða eitthvað. Neei. Þetta dapurlega ástand sagði Gunn- steinn hafa verið helstu kveikjuna að draumnum um setrið. Og margar fleiri ástæður blasa við, þjóðlögin eru partur af listsköpun og líð- an þjóðarinnar í þúsund ár – við höfum ekki efni á að glata þeim niður. Þess vegna er opnun Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði gleði- efni. Og eins og ég sá nú eftir því að skrifa ekki um setrið í vikunni sem það var opnað, held ég að það sé enn mik- ilvægara að vekja athygli á því núna. Um helgina streymir fólk á Siglufjörð vegna Síldarævintýrs og þá er upplagt að leggja leið sína í Maðdömuhúsið og leggja eyrun við þjóðlög. Um leið má ímynda sér það grettistak sem aðstand- endur safnsins hafa lyft. Þeir hafa látið gera upp Maðdömuhúsið af kostgæfni (húrra fyrir smiðunum!), sett þar upp myndir og hljóðfæri, tölvuskjái og hús- gögn og síðast en ekki síst leitt inn í hús- ið lifandi flutning þjóðlaga, rímna og barnalaga. Þeir sendu kvikmyndagerð- armanninn Dúa Landmark í sveit og borg og fólk á öllum aldri kvað fyrir hann, söng fyrir hann og sýndi hvernig arfurinn lifir, hvernig þjóðlögin hljóma í dag. Órafmagnað, eins og rokkararnir segja. Svo er Þjóðlagahátíðin kafli útaf fyrir sig, hún var haldin í sjöunda sinn í sumar og á svið stigu hljómlistamenn allt frá norska skerjagarðinum til Mexíkó. Á torginu blöktu litríkir þjóðfánar og Siglu- fjörður varð einn syngjandi suðupottur. Setur sem þetta er ekki komið til að lifa af eitt sumar. Ef marka má aðstand- endur er opnunin bara byrjunin; í kjöl- farið munu fylgja viðameiri sýningar, meiri rannsóknir, áframhald þjóðlagahá- tíðar, hvatning til tónskálda og hver veit hvað fleira. Flest hlýtur það að kosta pening, við sjáum til hversu hressilega hann berst, en á undan peningnum kem- ur samt hugsjónin og af henni er Siglu- fjörður vel ríkur. Þar hefur verið byggt upp Síldarminjasafn á heimsmælikvarða sem í upphafi var ekki nema hugsjónin ein. Þar hafa verið haldin Síldarævintýr í 16 ár, sem þurrpumpur héldu að væri einnar verslunarmannahelgar bóla. Þess vegna vil ég taka fram að ég trúi líka á Siglfirðinga. Þeir sjálfir, ásamt Ólafsfirðingum, trúa í dag á Fjallabyggð, sem að sínu leyti treystir á Héðinsfjarð- argöng. Héðinsfjarðargöng trúa svo á framtíðina, en eins og við vitum verður framtíðin einmitt ekki neitt nema fólkið hér og nú eigi hugsjónir. Hvaða lag kanntu? Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.