Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Qupperneq 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 Á tökin fyrir botni Miðjarð- arhafs, eins og þau heita svo oft í fréttum, hafa fylgt okkur flestum frá blautu barnsbeini. Ekki hefur liðið sá mánuður áratugum saman að þessi átök hafa ekki verið í fréttum. Meira að segja deilurnar á Norður- Írlandi, sem eiga sér margra alda forsögu, blikna við hliðina á þessum átökum sem senni- lega hafa þakið flesta dálksentímetra og tekið flestar fréttamínútur allra frétta yfirleitt und- anfarna hálfa öld. Þetta er sorglegt, á báða bóga hafa þúsundir og aftur þúsundir týnt lífi, og alltaf snúast frétt- irnar um átök og mannfall, oftast eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, oft börn. Tilgangsleysið virð- ist okkur, hér í öryggi norðurhjara, vera al- gjört, meðan skilja má á þeim sem í hlut eiga að þetta snúist um allt eða ekkert. Okkur sýnist og oft að þetta svæði, botn Miðjarðarhafsins, sem að mörgu leyti er vagga siðmenningar okkar, ekkert síður en Grikkland hið forna, sé eitt alls- herjar stríðssvæði þótt auðvitað vilji allir sem þar búa lifa einhverju sem við köllum eðlilegt líf, lífi án stríðsátaka við bæjardyrnar. En það er til önnur Palestína, samfélag þar sem fólk er að reyna byggja upp borgaralega tilveru. Ég hafði tækifæri til að heimsækja Pal- estínu á síðasta ári, á meðan nokkuð rólegt var á herteknu svæðunum, og eyddi þar viku í heimsókn hjá gömlum skólafélaga mínum, Mutasem Alasjab, en hann er túlkur og þýð- andi hjá þýsku sendiskrifstofunni í Ramallah. Mutasem er, eins og milljónir annarra Palest- ínumanna, að reyna að byggja upp líf í kringum fjölskyldu sína með konu sinni, Faten, sem er kennari og eiga þau tvö börn. Við fórum þrír í þessa heimsókn, ég og Andr- eas F. Kelletat, prófessor, og Manfred Peter Hein, skáld. Erindið var auðvitað að skoða her- teknu svæðin og þá menningararfleifð sem þau geyma, Austur-Jerúsalem, Jeríkó, Nablus, Hebron og Ramallah voru borgirnar sem við heimsóttum. Til Tel Aviv með Peres Við flugum frá Vín til Tel Aviv og það var kunn- uglegur maður sestur á undan öðrum inn í flug- vélina, Símon Peres, handhafi friðarverðlauna Nóbels um leið og Jassír Arafat og Jitsak Rab- ín. Það kom okkur dálítið á óvart að sjá varafor- sætisráðherra Ísraels um borð í austurrískri farþegavél. Eftir lendinguna og hinar eilífu biðraðir tek- ur maður fyrst eftir ísraelskum fánum alls stað- ar og síðan, þegar nálgast Jerúsalem, aðskiln- aðarmúrnum mikla, en einn endi hans er við Khalandia varðstöðina þar sem hægt er að fara inn á herteknu svæðin, þótt hún sé raunar inn- an þeirra. Áður en komið var að varðstöðinni sjálfri þar sem Palestínumenn og aðrir verða að ganga í gegn vorum við stöðvaðir af ungri ísr- aelskri herkonu í fullum herklæðum og vildi hún sjá skilríkin okkar. Bak við hana stóð eldri maður, kannski að nálgast fimmtugt, einnig í herklæðum, og vakti það furðu mína; klipping og gleraugu bentu fremur til einhvers sem væri hátt settur í fyrirtæki eða hjá hinu opinbera; skýringin er sú að menn eru kallaðir til skyldu langt fram eftir aldri í hinu hervædda ríki, jafn- vel forstjórar verða að mæta annað veifið og skoða skilríki ferðamanna á einhverri af þeim tugum varðstöðva sem Ísraelsríki hefur innan og utan herteknu svæðanna. Í gegnum varðstöðina fara menn fótgang- andi með vörurnar sem þeir hafa keypt í Jerú- salem og er allt skoðað af hermönnum, skilríki og kirnur allar sem menn hafa með sér. Sama gildir um alla vöruflutninga innan herteknu svæðanna, hver einasta melóna er skoðuð, stundum oft og mörgum sinnum á stuttri leið innan svæðanna og má nærri geta hvaða efna- hagslegu áhrif fylgja slíkum hindrunum í versl- un. Þótt þetta sé að mörgu leyti rútína þegar kyrrt er yfir, má vel skynja fjandskapinn sem liggur í loftinu. Ramallah Ramallah er í raun höfuðborg herteknu svæð- anna og þar hafa helstu opinberar stofnanir Palestínumanna aðsetur sitt, þótt vafalaust vildu þeir fremur hafa þær í Austur-Jerúsalem. Ramallah er, eða var a.m.k., allvestræn að yf- irbragði, klæðnaður fólks, húsin, bílarnir og út- lendingarnir, aðallega starfsmenn send- iskrifstofa og alþjóðastofnana og erlendra stórfyrirtækja. Í borginni búa um 120 þúsund manns og þar af mun um helmingur íbúanna vera kristinnar trúar. Vorið 2005 var mikið um bygging- arframkvæmdir og nokkuð bjart yfir bæj- arbúum þrátt fyrir að erfitt væri að fara á milli staða í landinu, en það eru tugir varðstöðva inni á herteknu svæðunum og einnig milli múrsins og grænu línunnar svokölluðu, en hún markar landamærin eins og þau voru eftir vopnahléið 1949. Einkennilegast er þó að sjá bæjarfélög land- tökumanna í kring, girt með háum gaddavírs- girðingum og með aðliggjandi sérstökum veg- um, bönnuðum Palestínumönnum. Á Vesturbakkanum, sem er um 5.500 ferkílómetr- ar að flatarmáli og fer minnkandi, eru um 140– 150 landtökubyggðir sem viðurkenndar eru af Ísraelsríki, en einnig munu vera vel á annað hundrað svokallaðra ólöglegra landtöku- byggða, sem oftast eru samsafn nokkurra skúra og hjólhýsa, en afgirtar og oft aðeins gætt af vopnuðum mönnum. Þær eru yfirleitt fyrsta stigið í landnáminu og einkennast af miklu fánablakti eins og reyndar allt sem teng- ist landtökumönnum, en þeir aka flestir um með ísraelska fánann og það ekki aðeins eftir fótboltaleiki. Við heimsóttum nokkrar stofnanir og aðila, þ.á m. kristinn barnaskóla, the Evangelical Lutheran School of Hope, með túlkinum okkar og las skáldið nokkur barnaljóða sinna fyrir krakka sem voru að læra þýsku. Gleði þeirra yfir gestakomunni var óblandin og var eft- irtektarvert hvað þau gátu fylgst með af mikilli athygli og spurt spurninga á þýsku og ensku. Við heimsóttum einnig frjáls félagasamtök sem vinna að skráningu og viðhaldi bygginga í Palestínu, RIWAQ, og vinna þau að þessari hugsjón undir stjórn dr. Nazmi Al-Jubeh með það að leiðarljósi að varðveita byggingarlist og borgir Palestínumanna. Það eru einkum Svíar sem stutt hafa við bakið á þessum samtökum og sáum við árangur verka þeirra bæði í Hebron og Nablus. Fjöldi slíkra samtaka starfar í Pal- estínu og stundar þannig friðsamlegt viðnám gegn útþurrkun eigin menningar. Styttri var heimsóknin til samtaka rithöf- unda þar sem formaðurinn sjálfur, Al- Mutaúakel Taha, tók á móti okkur með allnokk- urri viðhöfn. Ungskáldin á staðnum færðu okk- ur te inn á skrifstofuna, en formaðurinn var ekki mjög glaður í sinni. Tilkynnti hann okkur að þetta væri sorgardagur í sögu Palest- ínumanna sem kenndur væri við „nakba“ eða hamfarirnar miklu þegar mörg hundruð þús- und Palestínumenn lögðu á flótta frá bæjum sínum og þorpum. Oft hefur fjöldamorðunum í bænum Deir Jassín verið kennt um að hafa komið þessu af stað, en að baki þeim stóðu hin svonefndu Irgun-samtök, sem þá voru kölluð hryðjuverkasamtök, en einn af leiðtogum þeirra var Menagem Begín, síðar handhafi frið- arverðlauna Nóbels. Mikið hefur verið deilt um þessa atburði og ýmsir aðilar reiknað fjölda fórnarlamba upp og niður, en reyndar þótti mörgum gyðingum nóg um á sínum tíma og rit- uðu málsmetandi menn í þeirra hópi, þ.á m. Hannah Arendt og Albert Einstein, opið bréf til New York Times þar sem þau mótmæltu komu Begíns til Bandaríkjanna og kenndu samtök hans við hryðjuverk og fasisma. Staðreyndin er hins vegar sú að hundruð þúsunda Palest- ínumanna flúðu frá heimilum sínum á árunum 1947–1949 og er það grunnurinn að flótta- mannavandamáli þeirra, bæði þeirra sem hafa frá þeim tíma hafst við í ömurlegum flótta- mannabúðum og þeirra sem fóru úr landi. Nablus Borgin Nablus er ein helsta borgin í norður- hluta vesturbakkans og var nokkrum örð- ugleikum bundið að komast þangað. Við hina svonefndu Húara varðstöð voru menn eitthvað taugaveiklaðir, margir hermenn stóðu tilbúnir með mundaðar byssur og vildu ekki hleypa okkur Evrópubúunum í gegn. Mutasem var með pappíra frá sendiskrifstofunni sem voru meira virði en palestínsk skilríki, en okkur skyldi ekki hleypa í gegn „öryggis okkar vegna“ eins og það var orðað. Mutasem hafði samband við þýsku sendiskrifstofuna sem ætl- aði að gera eitthvað í málinu, en á meðan urðum við að bíða. Sólin brann heit og við hliðina á varðhliðunum var ofurlítil opin rétt, ef svo má segja, með þaki og opnu hliði. Við Evrópubú- arnir fórum inn í skuggann af þessari rétt á meðan Mutasem var að síma fyrir okkur, nokk- uð sem við hefðum betur látið ógert. Ekki leið á löngu áður en nokkrum Palestínumönnum var fleygt þangað inn og var einn í dálitlu uppnámi yfir því og veifaði hann einhverjum skjölum eins og hann teldi sig eiga rétt á að fara í gegn, en næsti hermaður öskraði á hann, greip um axlir hans og skallaði hann í framan með hjálm- inum. Okkur varð dálítið brugðið við slíkt op- inbert ofbeldi og mannfyrirlitningu og sáum að þessi blessaða rétt var ekki biðstofa til skjóls fyrir sólinni, heldur fremur til að halda mönn- um föngnum. Við ætluðum út, en þá veifaði einn hermaðurinn byssunni og bannaði okkur það. Skáldið reiddist og tjáði honum að við færum héðan út sem við og gerðum, en þá sagði dátinn okkur vera handtekna, þótt hann léti vera að skalla svona hvíta menn eins og okkur. Eftir nokkra rekistefnu kom einhver liðsforingi og sagði að við mættum fara í gegn; hvort sem það var vegna þess að þýska sendiskrifstofan hefði þrýst á rétta hnappa, eða hann hafi talið að það væri óheppilegt að standa í þrasi við þessa Evr- ópubúa. Hinum megin við varðstöðina tóku á móti okkur tveir fulltrúar „Framtíðarsamtaka Pal- estínu“ sem einkum hafa fullorðinsfræðslu á sviðum lýðræðis og félagsstarfs að markmiði. Eftir stutta skoðunarferð um nýrri hverfi borg- arinnar og tesopa var haldið niður í bæinn. Mið- bær borgarinnar, þar sem markaðurinn er, var fremur fámennur, fáar verslanir opnar og ekki reyndi neinn að selja okkur neitt eins og maður er vanur í arabalöndum. Miklu fremur var litið til svo sjaldséðra gesta eins og maður minnist að gert var í kaupfélögum úti á landi hér áður fyrr, af kurteislegri forvitni; hver er þar og hvaðan kemur hann? Við sáum nokkrar nýlega endurnýjaðar byggingar sem kunningjar okkar hjá RIWAQ höfðu tekið að sér, en leiðsögumenn okkar sýndu okkur líka för eftir skriðdreka á götum og byssukúlur í veggjum, og loks minnismerki um 9 manna fjölskyldu sem drepin var er skrið- dreki stytti sér leið inn á eitt torgið í gegnum húsið þeirra til að ná Hamas-liðum. Andspænis ofureflinu verða þeir líka að píslarvottum, þrátt fyrir að þeir berjist með vopnum og eru mörg lítil minnismerki um þá á götuhornum þar sem þeir féllu eða náðust. Þrátt fyrir glaðlegar móttökur og ókeypis falafel á einum matstað markaðarins var ein- hvern veginn ekki hægt annað en að finna ein- angrun og þunga hernámsins í þessari lokuðu borg sem menn fá varla að heimsækja. Skáldið orti síðar ljóð um hinar þurrkuðu sítrónur sem einn búðareigandinn sýndi okkur, en sítrónur verða svartar við að þorna. Hebron Hafi það verið sjokkerandi að koma til Nablus og kynnast valdbeitingu hernámsins á leiðinni þangað var ferðin til Hebron miklu verri. Markmiðið var að skoða Abrahamsmoskuna fornu sem er yfir hellum þar sem Abraham og fjölskylda eru sögð grafin. Moskan komst í fréttir fyrir tólf árum þegar Baruch Goldstein framdi þar fjöldamorð á múslímum við bænir sem fordæmt var af öllum að Ísraelsríki með- töldu. Leiðin að moskunni liggur um fornar og þröngar markaðsgötur Hebron sem ekki er í frásögur færandi. Hins vegar búa ofan við þess- ar götur nokkrir heittrúaðir landtökumenn gyðinga sem hafast við í Hebron vegna trúar- legrar þýðingar borgarinnar þótt þar búi að öðru leyti nánast engir Ísraelar. Reyndar var okkur tjáð að þessir landtökumenn væru oft heittrúaðir Bandaríkjamenn sem kæmu tíma- bundið á víxl til að „halda víginu“ ef svo má segja. Ísraelsku fánarnir út úr gluggunum sögðu svo sem ekkert nýtt, en eitt sýndi þó mannfyrirlitningu þessara landtökumanna meira en annað og það er ruslið sem þeir henda út úr gluggum sínum á arabana fyrir neðan. Við öll húsin sem þessir ofsatrúarmenn halda sig er búið að setja upp vírnet ofan við götuna til að forða vegfarendum frá því að verða fyrir heim- ilisúrgangi íbúanna fyrir ofan og liggur hann Miðausturlönd - vígvöllur í vöggu menningar Hin Palestína Hér er fjallað um heimsókn Íslendings og ferðafélaga til annarrar og um leið þeirrar sömu Palestínu sem við heyrum af í fréttum ár eftir ár. Hér er þó ekki horft á átökin sjálf heldur hvernig það er að ferðast örstutt milli bæja, hvað menn eru að reyna að gera til uppbyggingar í eigin landi, hvernig það er að stunda atvinnurekstur í herteknu landi og yfirleitt að búa við hersetu annars ríkis. Eftir Gauta Kristmannsson gautikri@hi.is Hjá Aröbunum Heimilisúrgangur ísraelskra landtökumanna í Hebron í vírneti yfir höfðum arabískra íbúa borgarinnar. Aðskilnaður Múrinn séður af Olíufjallinu, landtökubyggð á bak við sem hann á að skýla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.