Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Síða 5
þar til vitnis um þann rasisma sem ætti að vera öllum réttsýnum mönnum og ekki síst gyð- ingum áhyggjuefni. Við moskuna biðu hermenn með alvæpni og ekki mátti hleypa okkur Evrópubúunum inn, „öryggis okkar vegna“ líkast til, en maður var farinn að hafa á tilfinningunni að skilaboðin væru að við ættum bara ekkert að vera að þvælast innan um þessa araba sem hefðu álpast til að búa þarna undanfarnar aldir. Það var því mikill léttir að komast út úr miðborginni og að hinni fornu eik þar sem Abraham á að hafa slegið upp tjaldi ásamt Söru og er þar einnig rússneskt klaustur og kirkja. Jerúsalem, Jeríkó og kapítalistar Í Hebron hittum við tengdaföður Mutasems og bróður hans, Marúan og Músen Sinokrot, en þeir félagar eru kaupsýslumenn og eiga verk- smiðjur og þjónustufyrirtæki. Þetta er fjöl- skyldufyrirtæki, faðir þeirra bræðra hóf feril sinn sem götusali í Jerúsalem og byggði upp stöndugt fyrirtæki sem synir hans 5 hafa bætt við svo að þeir teljast efnamenn á sínu svæði. Má sjá yfirlit um starfsemi þeirra á vefsíðunni www.sinokrot.com. Áður en við heimsækjum fyrirtæki þeirra liggur leið okkar á nokkra staði í Jerúsalem, Grafarkirkjuna vitanlega, en einn- ig þýskar byggingar, Frelsarakirkjuna og Uppstigningarkirkjuna á Olíufjallinu, en þessar byggingar má rekja til Vilhelms II og tilrauna hans til að tengjast kristnum goðsögnum í gegnum krossferðariddara eins og sjá má af styttu af honum klæddum eins og krossfara. Þjóðverjar hafa einnig sett á stofn rann- sóknastofnun í fornleifafræðum sem hefur að- setur á sama stað. Að miklu leyti hefur ferða- mennskan þó sett mark sitt á þá staði sem við skoðum í borginni. Það er hins vegar dálítið sérstakt að fara og skoða sælgætisverksmiðju í Palestínu, en þeir bræður reka eina slíka og veita á fjórða hundr- að manns vinnu; sama má segja um dýrafóð- urverksmiðju, þótt þar vinni töluvert færra fólk. Tæknin er kannski ekki eins og er í nýj- ustu verksmiðjum á Vesturlöndum, en allt er hreint og fólkið búið eins og í íslensku frysti- húsi. Ferðinni er síðan heitið til Jeríkó, borgar sem hafði mikið aðdráttarafl áður en síðasta uppreisn hófst, svo mikla að þar reisti hót- elkeðjan Intercontinental gríðarmikið hótel sem er nú eins og draugasetur. En leiðin liggur upp á fjall freistingarinnar þar sem Satan á að hafa freistað Jesú með loforði um öll ríki ver- aldar eins og lýst er í 4. kafla Matteusarguð- spjalls. Til allrar hamingju þurfum við ekki að ganga upp mjóa stíga í 43 stiga hita, nei, þeir bræð- urnir og kaupsýslumennirnir veðjuðu einnig á ferðamennskuna á tíunda áratug síðustu aldar og létu setja upp kláfferju upp á fjallið svo hægt væri að njóta útsýnis á leiðinni og ekki síður uppi í fjallshlíðinni. Þar uppi reka þeir einnig matsölustað sem væri vafalaust vinsæll ef frið- ur ríkti, þótt hann sé kannski í andstöðu við 40 daga föstu Krists. Á fjallinu er einnig klaustur grísku kirkjunnar og geta menn heimsótt það einnig ef þeir vilja fremur andlega næringu. Útsýnið af fjallinu er mikilfenglegt, borgin, sem er 250 metra fyrir neðan sjávarmál, með forn- leifum og nýrri byggingum og víðáttumikið flatlendi í kring, Dauðahafið í fjarska og Jórd- andalurinn. Lítt er þó hægt að fara þarna um, borgin og nánasta umhverfi hennar er eins og eyja, en norður af henni og suður er fjöldi land- tökubyggða, auk þess sem Palestínumenn fá sjaldnast að vera við ströndina á Dauðahafinu. Jafnvel andspænis víðáttunni er innilok- unarkenndin sterkasta tilfinningin. Lokaorð Það er eitthvað annarlegt við allar þær mót- sagnir sem maður rekst á í þessu furðulega landi sem heimurinn stendur á öndinni yfir ára- tugum saman, það stendur fyrir stanslausa sögu alls sem menn geta gert og gera hverjir öðrum, krossfestingar, krossferðir, fjöldamorð, hryðjuverk, en um leið geymir hann minn- ismerki um upphaf þeirra menningarheima sem stór hluti mannkyns rekur sig til, hvort sem menn eru kristnir, gyðingar eða múslímar. Og innan um fornminjarnar og stríðsbröltið eru flestir sem þarna búa, beggja vegna „landa- mæranna“ á þessu litla svæði, að berjast við að búa sér einhvers konar „venjulegt líf“ með fjöl- skyldu, vinnu, framtíð. En við heyrum bara um hitt og sjáum aðeins einkennisklædda her- og vígamenn. TENGLAR .......................................................... http://www.ajds.org.au/kresner.htm http://www.fair-trade-usa.com/kronos/ documents/letter-1948-12-04.htm http://www.pecdar.org/De- fault.asp?page=2634 www.sinokrot.com Höfundur er þýðingafræðingur. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 | 5 M amma, taktu nóg af myndum því við fáum aldrei að sjá landið sem hverfur,“ sagði barnið um leið og ég fór út úr dyrunum – barn sem hefur gengið um óbyggðir Íslands og skynjar verð- mæti þeirra. Fram undan var leiðangur um öræfi Snæfells með menningar- og ferðafélag- inu Augnabliki. ,,Það er nógu gaman að sjá þennan Kring- ilsárrana á meðan þangað er greiðfært,“ hugs- aði ég með mér, en taldi þó fátt geta komið mér á óvart í þessum landshluta þar sem ég hafði nokkrum sinnum gengið með bakpokann áður. Lítið vissi ég þá. Þetta er fjórða og síðasta sumarið sem leið- sögukonur Augnabliks fara um öræfin við Snæfell með ferðamönnum. Í haust verður hleypt á lónin og ásýnd þessa landslags breyt- ist fyrir fullt og allt – stórbrotin ásýnd sem kraftmikil fljótin úr Vatnajökli hafa ásamt veðrum og vindum mótað á jarðsögulegum tímum. Jarðvist einnar manneskju er augnablik af sögu alheims sem enginn þekkir upphaf og endi á. Ábyrgð manneskjunnar þetta augna- blik er að stíga létt til jarðar og sýna virðingu því landi sem henni er falið að gæta – eitt augnablik. Þannig eru meiri líkur á að kom- andi kynslóðir hafi landrými og landgæði til að lifa af ókomna og óþekkta framtíð. Þó er svo auðvelt að gleyma þessu veigamikla hlut- verki – finnast maður mikill og máttugur og tapa sér í sínu eigin stórfenglega augnabliki – upplifa augnablikið sitt sem ódauðlega eilífð. Það hafa dæmin sannað. Hreindýrshorn liggja á mosaþembu við Faxa í Jökulsá á Fljótsdal. Þau eru hengd á bakpokann. Áfram er gengið á stefnumót við Snæfell. Í dag er sýning hinna fimmtán fossa – síðustu sýningar því senn draga aðalleikarar sig í hlé inn í aðveitugöng. Fossarnir þagna og þessari langlífu stórsýningu lýkur. Ef ein- hvers staðar þar syðra má finna viðlíka sin- fóníur vatns og gljúfra er það ef til vill í Þjórsá og Hvítá. En þetta er dagur hinna syngjandi fossa á öræfum við Snæfell. Við Ufsarveitu þarf leyfi framkvæmdaaðila til að ganga og aka yfir veglega brú. Stór skilti gefa til kynna að bannað sé að taka ljósmyndir – hér inni á fjöllum – vonandi þó ekki af Snæfelli sem trónir eins og landvörður yfir þessu nýfengna framkvæmdasvæði. Ljúfur og hjálplegur starfsmaður á virkjunarsvæði opnar smekklás á hliði svo göngufólk geti haldið áfram för sinni í náttstað við Snæfellið austanvert. Tjaldbúðir rísa og nóttin er mögnuð við fjalls- rætur. Augnablikskonur vekja ferðafélaga sína með englasöng að morgni. Eftir jóga- teygjur til himins er haldið niður með Sauðá þar sem vatnið dansar í fossum niður gil og gljúfur undir steinboga og yfir ævintýralega mjúkar klappirnar. Fossarnir hverfa brátt undir lónið mikla. Þrjátíu göngumenn rölta hljóðir upp með Jöklu í sólskini. Voldugir set- hjallar standa sem virkisveggir upp með ánni og varðveita mótunarsögu svæðisins. Þeir fara á kaf. Við ,,Rauðuflúð“ er áð og setið á logagylltum klöppum þar sem geislar sólar leika sér að litum bergsins. Svo er hrópað í fossinn og kallast á við gljúfrabúann sem mun að lokum taka pokann sinn. Hér leggst allt undir lónið mikla. Áfram birtast gljúfur Jöklu hvert af öðru og minna á Hafrahvamma og dimm gljúfur neðan stíflu sem fá áfram að standa óhreyfð og vatnslítil sem minnisvarði um fyrri kraft árinnar við mótun lands. Öræfin fóstra þreytta og sæla ferðalanga inni við Sauðafellsöldu næturlangt, en svo er haldið að Kringilsá. Bóndinn á Vaði hefur sett þar upp forláta kláf svo gestir megi berja aug- um þetta magnaða friðland. Farangur og ferðalangar eru halaðir yfir gljúfur Kringilsár skammt ofan við stefnumót hennar við Jöklu og litlu neðan við Töfrafoss. Þegar drepið er niður fæti á sjálfum Kringilsárrana líður ferðalöngum ögn líkt og þeir séu að rjúfa helgidóm. Varlega er gengið í víðilyngi og mosaþembu upp að Töfrafossi. Einhverjir kallast á við fossbúann sem kveður og kyrjar hástöfum – þó ekki verði það mikið lengur. Við erum í landi dýranna. Hér eru gæsahreið- ur við hvert fótmál. Hér bera hreindýr bein sín og hingað leita þau friðar að vori til að ala afkvæmi sín. Það er gengið í þögn í dag. Ef eitthvað gleður auga nægir að hnippa og benda. Hér erum við gestir í ósnortnu æv- intýralandi og göngum hljóð inn að Hraukum. Fjórðungur Kringilsárrana fer undir Hálslón, þar með talinn Töfrafoss og neðri gljúfur Kringilsár þar sem nýlegur kláfur bóndans á Vaði bíður þeirra sem vilja berja dýrðina aug- um áður en rafmagnssalan hefst. Ég kvaddi öræfin við Snæfell í sumar. Þar er nú náttúruperlum fórnað sem minna á marga af þekktustu ferðamannastöðum Sunn- lendinga og norðanmanna. Fátt vekur löngun til að heimsækja hinn manngerða vatnagarð Landsvirkjunar þegar yfir lýkur. Sitt sýnist hverjum um allar þær fram- kvæmdir sem að baki eru og fyrir liggja ennþá austur á öræfum og niður í Reyð- arfjörð. Þó ætti hver og einn að telja tímabært að leita inn á við og kanna í sínum hugskotum hvort ekki sé löngu vert að staldra við. Þar inn til fjalla munu fossar þagna og gil og gljúfur kafna. Íslensk öræfi eru ekki óendanleg. Við erum öll landverðir og okkur ber, þetta augnablik sem við stöldrum við á jörðinni, að standa vörð um það land sem við skilum til komandi kynslóða. Okkur ber að skoða stóru myndina og gera okkur grein fyrir því hverju skal fórnað og fyrir hvað. Eru hin eiginlegu verðmæti fólgin í því að eyða náttúruperlum með stórfelldum hætti fyrir ríkisstyrkta dósa- framleiðslu neyslusamfélagsins? Fleiri fossar eru á teikniborði fram- kvæmdamanna – fleiri dýrmæt vatnasvæði og ómetanleg náttúrufyrirbæri. Kerlingarfjöll og Torfajökulssvæði þarf að friðlýsa og ná út af borði orkuþyrstra stóriðjuþjóna. Friðlýsa þarf allt vatnasvið Jökulsár á Fjöllum ásamt því að tryggja að Langisjór verði innan nýs þjóð- garðs norðan Vatnajökuls. Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera hefur borið ríkulegan árangur, en friðlandið þar þarf þó að stækka hið fyrsta. Stjórnvöldum ber að slá af öll áform um frekari virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju uns fyrir liggur niðurstaða rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma. Mistökin á öræfunum við Snæfell má ekki endurtaka. Þannig er mikilvægt að draga lær- dóm af lífshlaupi þjóðar og sjá slíkan verknað til framtíðar sem glæp gegn náttúru. Kristín Helga Gunnarsdóttir segir frá ferð sinni um Kringilsárrana þar sem ferðalangar kveðja nú land sem senn fer undir vatn. Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur dinna@mmedia.is Kristín Helga er rithöfundur, leiðsögumaður og stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands. Á Kringilsárrana Hér bera hreindýr bein sín. Stuðlar Allt undir vatn. Öræfi kvödd Lambagras Hér erum við gestir í ósnortnu æv- intýralandi. Ljósmynd/Kristín Helga Gunnarsdóttir Við fossana Kallast á við gljúfrabúann. Eitt augnablik til fjalla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.