Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Síða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 | 13 Óperudívan Anna Netrebko erorðin austurrískur ríkisborgari frá og með þriðjudegi. Netrebko var afhent vottorð þessu til sönn- unar á ríkisskrif- stofu í Salzburg en hún fékk rík- isborgararéttinn með miklum hraði sökum austurrískra laga sem heimila að afreksmenn á sviði íþrótta og lista njóti undanþágu frá annars ströngum lögum um ríkisborg- ararétt. Venjulega tekur ekki minna en 10 ár að öðlast austurrískan rík- isborgararétt og þurfa umsækj- endur áður að gangast undir ýmis próf sem meðal annars mæla tungu- málahæfni þeirra. Netrebko sótti um ríkisborgararétt í marsmánuði og slapp við prófin. Venjulegir borg- arar missa einnig sinn upprunalega rík- isborgararétt þegar þeir öðlast þann austurríska, en Netrebko fær að halda rússneska vegabréfinu sínu. Aðspurð sagðist Netrebko hæstánægð, og vonast til að verða góður austurrískur þjóð- félagsþegn.    Söngvari bresku hljómsveit-arinnar Radiohead, Thom Yorke, hefur hvatt breska kjós- endur til þess að binda enda á stjórnartíð Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bret- lands, sökum óljósrar afstöðu hans gagnvart átökunum í Mið- Austurlöndum. Yorke skrifaði harðorð skilaboð á vefsíðu hljómsveitarinnar en þar kallar hann eftir því að Blair segi af sér á stundinni. Hann heldur því fram að Blair sé hvorki samstiga venjulegu fólki né þeim stjórn- málamönnum sem eigi að heita liðs- menn hans. „Ég hef fengið nóg af þessu. Rík- isstjórn okkar situr auðum höndum með Bandaríkjunum á meðan þriðja heimsstyrjöldin virðist vera að brjótast út í Líbanon og norðurhluta Ísraels,“ skrifar Yorke. „Við verðum að víkja Tony Blair úr embætti og það strax. Hann er ekki fulltrúi skoðana bresks almenn- ings. Hann er ekki fulltrúi skoðana sinnar eigin utanríkisskrifstofu og embættismanna. Hann er ekki einu sinni fulltrúi skoðana þeirra sem sitja með honum í ríkisstjórn. […] Honum er meira annt um sam- band sitt við Bush og Murdoch. Þessi maður er ekki hæfur til þess að vera forsætisráðherrann okkar.“    Gamli bítillinn viðkunnanlegiPaul McCartney hefur brugðið út af popp-vana sínum og samið lag í klassískum stíl, og á latínu í þokka- bót. Um er að ræða kórverk með hljómsveitarundirleik sem fengið hefur heitið „Ecce Cor Meum“ sem á íslensku myndi útleggjast „Sjá hjarta mitt“. Verkið er í fjórum hlut- um og er væntanlegt í verslanir 26. september. McCartney hefur áður gefið út þrjár plötur í klassískum stíl: Liver- pool’s Oratorio árið 1991, Standing Stone árið 1997 og Working Classi- cal árið 1999. Fyrstu tvær féllu illa í kramið hjá gagnrýnendum en sú síð- asta hlaut öllu blíðari móttökur. Erlend tónlist Anna Netrebko. Thom Yorke. Paul McCartney. Sambræðingur keltneskrar þjóðlaga-tónlistar og popps/rokks, keltarokkið,náði almannahylli um miðjan níundaáratuginn þegar hin írska Clannad gaf út plötuna Macalla (1985). Platan innhélt tvo smelli, „Closer To Your Heart“ og „In A Lif- etime“ þar sem Bono nokkur söng dúett með söngkonunni, Maire Brennan (nú Moya Brenn- an). Þar á undan hafði þessi sambræðingur legið utan alfaraleiðar og hefur reyndar gert það síðan. Undantekningin er Enya (systir Maire) þó að tónlist hennar standi strangt til tekið utan við hið hefð- bundna keltarokk, þar sem hún hefur veitt straumum úr nýaldartónlist og sveimi („ambi- ent“) í sérstæðan hristing sinn. Keltarokkið lifir góðu lífi í dag, þó að það sé mestmegnis grafið undir grund. Sveitir eru starfræktar á Írlandi, Skotlandi, Kanada og meira að segja í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Með þekktari nöfnum, utan Clannad sem er í dái nú um stundir, eru Runrig, The Great Big Sea, Capercaillie, Altan og hin fornfræga Horslips. Pönksveitir á borð við Dropkick Murphys og Flogging Mollie nýta sér þá írska þjóðlagatónlist og aðferðirnar við að rokka þennan arf upp og laga hann að samtímanum því margvíslegar. Af- ar tilkomumikill árangur á því sviði náðist á plötu Clannad frá 1983, Magical Ring, sem er til umfjöllunar hér. Á þeirri plötu tekst sveitinni listavel upp í því að flétta saman rokki og þjóð- lagatónlist, það vel að úr verður eitthvað nýtt og einstakt. Clannad náði hvorki fyrr né síðar svip- uðum hæðum og sama má segja um aðra kelt- arokkara. Magical Ring er réttnefnt meist- araverk þessa um margt sérstæða geira. Platan hefst á laginu „Theme from Harry’s Game“, sem var samið fyrir samnefnda sjón- varpsþáttaröð á Bretlandi. Lagið er afar „ambi- ent“ á að hlýða; loftkennt og svífur töfrum slegið út úr hátölurunum/heyrnartólunum, borið uppi af undurfagurri röd Maire (aðdáendur Eivarar Pálsdóttur ættu að tékka á þessari plötu). Magn- að upphaf, helst að Sigur Rós komi í hugann. Það merkilega er að lagið sló í gegn, fór í fimmta sæti breska vinsældalistans (og var sett í Volkswagen-auglýsingu tíu árum síðar). Næsta lag, „Tower Hill“, gefur tóninn fyrir restina af plötunni. Djörf samsuða af poppi og þjóðlagatónlist, hefðbundin popplagauppbygging er skreytt með hörpum, kassagíturum og minn- um úr keltneskri þjóðlagahefð. Clannad- meðlimir höfðu lengi vel verið gagnrýndir í heimalandi sínu fyrir frjálslega meðferð á þjóð- lögunum, en voru er hér var komið sögu engu að síður hálfgildings stjörnur. Hljóðversplöturnar voru orðnar fimm, en á Magical Ring var breytt um gír, poppið umfaðmað að fullu með þessum líka sláandi árangri. Síðar átti Clannad eftir að ösla lengra inn á þær lendur með miður góðum árangri, sjá plötuna Sirius, en bakkaði svo aftur inn í keltakotin. Þær plötur eru þó flestar frem- ur dauflegar. Það merkilegasta við plötuna er þó kannski hljómurinn, því að platan kom jú út þegar „eit- ís“-upptökutæknin óð sem mest uppi, með trommuhljómi og hörmulegum hljóðgervlum sem fá mann alltaf til að klóra sér í hausnum (eða skella upp úr). Hljómurinn á Magical Ring er hins vegar hlýr og lifandi, þykkur og notaleg- ur og minnir frekar á þann árangur sem íslenski upptökumaðurinn S. Husky Hoskulds (Norah Jones) og félagar hafa náð á undanförnum árum. Brú milli ólíkra heima Poppklassík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is S ama tón kvað við hérlendis; árslistar gagnrýnenda Morgunblaðsins, vef- ritsins Rjómans.is, og listi sem DV tók saman og byggði á viðtölum við yfir tuttugu gagnrýnendur, tónlist- armenn, áhugafólk og bransafólk voru samhljóma: Illinois var besta erlenda plata ársins 2005. Þessi niðurstaða kom undirrituðum ekki á óvart – Illinois er gríðarlega vönduð plata, sann- arlega stórfenglegt listaverk sem gerir titilfylkinu skil í tuttugu og tveimur lögum á tæpum sjötíu og fimm mínútum, og tvöföld vínylút- gáfan innihélt meira að segja eitt lag til viðbótar. Hún er epísk í öllum skilningi: lagatitlar eru fáránlega langir („The Black Hawk War, or, How to Demolish an Entire Civilization and Still Feel Good About Yourself in the Morning, or, We Apologize for the Inconvenience but You’re Going to Have to Leave Now, or, ‘I Have Fought the Big Knives and Will Continue to Fight Them until They Are off Our Lands!’“), yrkisefnin gera flestu í fylkinu skil, allt frá hæstu skýjakljúfum Chicago til smæstu bæja og ómerkilegustu smástirna, út- setningarnar eru oft gríðarstórar, og ofan á allt saman var útgefandinn lögsóttur vegna höfund- arréttarbrota á umslagi plötunnar. Bjargað af gólfinu Þrátt fyrir umfang Illinois varð heill hellingur af efni útundan þegar kom að því að velja lög á plöt- una. Tuttugu og eitt þeirra laga sem enduðu á gólfi klippiherbergisins komu út fyrir örfáum vik- um á plötu sem ber heitið The Avalanche og hefur undirtitilinn Outtakes and Extras from the Ill- inois Album. Þar má finna lög sem fjalla um ofur- tölvuna í háskólanum í Illinois; um bæi, vötn og ár, og ýmsa misfræga einstaklinga sem eiga það eitt sameiginlegt að vera frá þessu fylki í miðvest- urríkjunum. Platan er því nauðsynleg viðbót handa þeim sem heilluðust af móðurplötunni vilji þeir öðlast almennilega yfirsýn yfir sköp- unarferlið og sýn Sufjans á fylkið. The Avalanche er mjög lík fyrirrennaranum, al- veg eins og Illinois var mjög lík Michigan. Það er kannski gagnrýnivert, en það efast fáir um að Sufjan Stevens hefur öðlast gríðarlega færni í lagasmíðum. Honum reynist heldur ekki erfitt að útsetja lögin fyrir fjöldann allan af blásturs- og strengjahljóðfærum í bland við banjó og hefð- bundnari popphljóðfæri, auk þess að spila á nærri öll hljóðfærin sjálfur, taka sjálfur upp heima hjá sér og gefa plöturnar síðan út á eigin merki, Asthmatic Kitty. Alvöru listamaður? Á forsíðu hins virta vefmiðils AllMusic.com birtist fyrir stuttu grein eftir gagnrýnandann Stephen Thomas Erlewine undir fyrirsögninni „A Case Against Sufjan Stevens“ eða „Mál gegn Sufjan Stevens“. Hann vill meina að Michigan hafi verið nokkuð heillandi plata en að sjarminn hafi verið horfinn tveimur árum seinna með útkomu Illinois og nú með The Avalanche. Í greininni gerir Er- lewine því enn fremur skóna að Stevens sé ekki „alvöru listamaður“ heldur líkir hann tónlist hans við skólaverkefni þar sem hver einasta nóta og hvert einasta orð sé afrakstur nákvæmrar og óinnilegrar rannsóknar. Hann segir að öll lögin séu svipuð og noti sömu brögðin til þess að ná fram áhrifum: krúttlegan samsöng, hraðabreyt- ingar, óvenjulegar takttegundir og tréblástur. Sufjan beiti þessum brögðum til þess að virðast fínni og vandaðri listamaður en hann er í raun og veru; þ.e. að útsetningarnar, lagatitlarnir löngu og hugmyndin um að gera eina plötu um hvert fylki Bandaríkjanna breiði yfir einfaldleika tón- listarinnar og hugmyndaleysi hans. Án hugmynd- arinnar um fylkin fimmtíu væri Sufjan löngu kom- inn neðst í afsláttarkörfuna í Skífunni með öðrum þjóðlagasöngvurum. Að lokum líkir Erlewine Ste- vens honum við bráðgeran unglingspilt sem er staðráðinn í að sýna restinni af skólanum að hann sé betri en allir hinir. Afgangarnir samt bragðgóðir Grein Erlewines vakti nokkra athygli, en hann virðist þó stýra fáliðuðu skipi – The Avalanche virðist ætla að verða vinsælasta plata Sufjans hingað til, a.m.k. hvað varðar fjölda seldra platna. Gagnrýnendur hafa heldur dregið úr aðdáuninni sem einkenndi umfjöllun síðasta árs, og kannski ekki við öðru að búast þegar maður gefur út plötu með lögum sem ekki þóttu nægilega góð eða hent- ug til að komast inn á „alvöru“ plötuna. En eins og sumir hafa bent á er þessi „afgangaplata“ samt betri heldur en megnið af því sem annars kemur út í viku hverri, og fyrir mína parta er Snjóflóðið kærkomin viðbót í safnið. Sufjan Stevens mun halda tónleika í Fríkirkj- unni í Reykjavík 16. og 17. nóvember næstkom- andi. Þar gefst Íslendingum tækifæri til þess að vega og meta list Sufjans og komast til botns í því hvort hann sé alvöru listamaður, eða stærðfræð- ingur með snilldarlega útbúið formúlublað. Snjóflóðið Í lok síðasta árs, þegar gagnrýnendur gerðu upp hug sinn og birtu lista yfir það besta sem út kom í popptónlist á árinu, var allt að því sérkennilegt að sjá hversu oft platan Illinois með Bandaríkja- manninum Sufjan Stevens kom fyrir. Samkvæmt vefmiðlinum Metacritic.com, sem tekur saman skoðanir fjölda gagnrýnenda, birtist platan á alls 29 topp tíu listum hjá virtum prent- og vef- miðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum – þar af var hún átta sinnum í toppsætinu. Auk þess hafði hún hæstu meðaleinkunn ársins úr dómum fleiri en fimmtíu miðla. Eftir Atla Bollason bollason @gmail.com Sufjan Stevens The Avalanche virðist ætla að verða vinsælasta plata Sufjans hingað til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.