Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 | 15
HANDOFINN málarastrigi, texti úr Snorra-
Eddu og fílaöskubakki eru meðal þess sem nú
ber fyrir augu í Nýlistasafninu við Laugaveg
(inngangur Grettisgötumegin) á sýningum
þriggja íslenskra myndlistarmanna. Hér er í
raun um þrjár einkasýningar að ræða sem sam-
an mynda ýmis hugmyndatengsl.
Hildur Bjarnadóttir, sem var nýlega tilnefnd
til íslensku myndlistarverðlaunanna, sýnir sex
verk sem hún hefur ofið úr hör undir yfirskrift-
inni „Fletir“. Verkin eru mismunandi að stærð,
áferð og lit og unnið er markvisst með mismun-
andi grófleika hörþráðanna. Þau mynda und-
irstöðu hefðbundins málverks – sem hörstrigi
strekktur á blindramma – en eru í framsetn-
ingu Hildar fullkláruð listaverk í sjálfum sér.
Fagurfræðilega má skoða verkin á for-
sendum naumhyggjunnar, svo sem smáatriði í
vefnaðarmynstrinu, innbyrðis samspil verk-
anna og rúmfræðilegt samspil. Við nánari at-
hugun kemur í ljós margræð merking sem
tengist ýmsum þáttum mannlegrar sköpunar
og er liður í markvissri rannsókn listamannsins
undanfarin ár.
Sýning hennar nú er öflugt framlag til þeirr-
ar samræðu sem hún hefur vakið milli ólíkra
listmiðla og -hefða og við hið karllæga sjón-
arhorn á listasöguna þar sem málverkið er sett
í öndvegi en handverkshefðir kvenna taldar
annars flokks. Auður Ólafsdóttir listfræðingur
ræðir m.a. um þetta í umfjöllun í sýningarskrá
Hildar.
„Tilfæringar“ Bjarkar Guðnadóttur fela
einnig í sér skírskotun í listasöguna og þá eink-
um hina módernísku áherslu á liti, línu og form
verka. Líkt og klæðskeri sníður hún samhverf
form úr filtefnum sem eru í grunnlitunum.
Formin og efnin, sem klippt hefur verið úr, ým-
ist hanga á veggjum eða liggja á gólfinu í laus-
bundinni „kompósisjón“ eða myndbyggingu
sem minnir á klippimyndirnar sem móderníski
risinn og listmálarinn Henri Matisse vann í lok
ferils síns. Form Matisse eru lífræn og tengjast
náttúrunni og mannslíkamanum, myndbygg-
ingin markviss. Form Bjarkar eru hins vegar
óræð þótt þau minni á mannslíkamann eða t.d.
ávexti.
Texti á einblöðungi segir frá tilurð fjötursins
Gleipnis í Snorra-Eddu. Gleipnir, sem ætlað
var að binda Fenrisúlf, var búinn til úr sex hlut-
um sem ekki er auðvelt að nálgast nema með
skáldlegum eða huglægum hætti. Björk virðist
hér á svipuðum slóðum og Hildur í vangavelt-
um um sköpunina og þau mörk sem henni eru
sett, m.a. í skilgreiningum. Það er ef til vill hin
listræna óreiða – sköpunarkrafturinn – and-
spænis öguðum vinnubrögðum, sem Björk er
hugleikin. Þá mætti ímynda sér að Gleipn-
isþráðurinn hafi á táknrænan hátt fundið sér
farveg í sex verkum Hildar, í hinu geómetríska
skipulagi.
Daníel Magnússon fer um víðan völl í verkum
sínum, líkt og titill sýningarinnar gefur til
kynna: „Ferð mín til Drogíó, Íkaríu og Frisland
1. hluti.“ Í ljósmyndaverkum af íslensku lands-
lagi eru tölvuunnir textar sem fjalla m.a. um
viðhorf þjóðarinnar til sjálfrar sín í tengslum
við þá mynd sem aðrir hafa hugsanlega af
henni.
Myndbandsverkið Fundementum sýnir
mann lesa upphátt latneskan texta og er íslensk
þýðing á upphengdu blaði. Þar er m.a. fjallað
um viðeigandi og réttan verknað. Lesarinn sit-
ur í stofu þar sem sjást blúndur í glugga. Mynd-
römmum af ýmsum skrautmunum á heimilinu í
nærmynd er skotið inn með reglulegu millibili,
svo sem af styttum í glugga eða á flísalögðu
kaffiborði og af landslagsmálverki á vegg. Slík-
ir hlutir eru algengir á heimilum fólks og teljast
margir hverjir hreint „kits“ og leika á mörkum
smekkleysunnar. Í nærmynd Daníels kitla þeir
hláturtaugarnar en vekja um leið aðdáun: hug-
myndafluginu virðast þar engin takmörk sett í
undarlegri blöndu raunsæis og fantasíu. Þá eru
slíkir munir hluti af ríkjandi hugmyndum um
heimilið og tengjast sjálfsmynd fólks nánum
böndum. Ætla mætti að Daníel fjalli hér um
þau bönd sem komið er á óreiðuna – úlfinn –
með röð og reglu hins borgaralega heimilis, á
„viðeigandi og réttan hátt“.
Morgunblaðið/Eggert
Frá sýningunni í Nýlistasafninu. Henni lýkur nú um helgina.
Anna Jóa
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Stendur til 6. ágúst.
Björk Guðnadóttir, Daníel Magnússon
og Hildur Bjarnadóttir
Þræðir, snið og heimilisprýði
Lesbók
mælir með…
Tónlist
Nú eru síðustu forvöð að sækja Sum-artónleika í Skálholti, og dagskrá loka-
helgarinnar er sérstaklega forvitnileg. Þar ber
fyrst að nefna leik ungverska gömbuleikarans
Balaz Kakuk með Bachsveitinni í Skálholti kl.
15 í dag, en Kakuk leikur á þann forna grip,
baritongömbu, sem kunnugir segja að hafi
ekki heyrst á tónleikum á Íslandi fyrr. Á efnis-
skrá eru verk fyrir gömbu, horn og strengi, en
hornleikarar verða Stefán Jón Bernharðsson
og Emil Friðfinnsson.
Franskt dúó, Bruno Cocset og Maude Gratton
leika ítalska barrokkmúsík kl. 17 í dag, en kl.
21 í kvöld leikur Camerarctica verk eftir Sta-
mitz Mozart og fleiri. Þar munu einnig hljóma
sjaldheyrð tré: klassísk flauta, klassísk klarin-
etta og náttúruhorn. Dagurinn í Skálholti ætti
því að verða góður fyrir unnendur gamalla
hljóðfæra.
Morgunblaðið/Einar Falur
Klassík Þessi hljóðfæri verða í Skálholti í dag.
Myndlist
Sýningu þriggja myndlistarmanna; þeirraBjarkar Guðnadóttur, Daníels Magn-
ússonar og Hildar Bjarnadóttir, lýkur á Ný-
listasafninu nú um helgina. Það er því ekki
seinna vænna að mæla með henni. Hér er
óneitanlega um að ræða listamenn sem vert
er að veita athygli og eins og fram kemur í
gagnrýni um sýninguna í Morgunblaðinu í
dag, er „í raun um þrjár einkasýningar að
ræða sem saman mynda ýmis hugmynda-
tengsl“.
Þeir sem ekki fara út úr bænum og á útihá-
tíð um verslunarmannahelgina – og hafa í
seinni tíð verið flokkaðir sem „innipúkar“ –
geta sem sagt fengið sér ferskt loft og and-
lega upplyftingu á Laugaveginum.
Þess má geta að einn listamannanna, Hildur
Bjarnadóttir, er tilnefnd til íslensku sjón-
listaverðlaunanna í ár, svo þeir sem hafa
áhuga á að skoða verk þeirra sem teljast
mega fremstir meðal jafningja ættu ekki að
missa af þessu framlagi hennar til myndlist-
arlífsins í ár.
Reuters
Prairie Home Companion Woody Harrelson, Meryl Streep og Lindsay Lohan með Robert Altman.
Lesarinn
Breski heimspekingurinn John Graysprengdi upp heimsmynd mína um dag-
inn með hugleiðingum sínum í bókinni Straw
Dogs, thoughts on humans and other animals.
Kallinn er fyrrum stuðningsmaður Margaret
Thatcher, en hefur séð að sér og skrifar harð-
orður um ofætlun kristilegrar, kapítalískrar
og húmanískrar heimspeki, að setja mannkyn
ofar öðrum dýrum. Jared Diamond hefur einn-
ig breytt heimsmynd minni
nýverið með bók sinni Col-
lapse – how societies
choose to fail or succeed.
Hann olli mér miklum
áhyggjum af framtíðinni
um leið, en samt ekki jafn-
harkalega og Richard
Heinberg gerði með bók-
inni Oil, War and the future
of modern civilization. Ég
svaf illa þá vikuna en létti
mér lund með ævintýrum
Neil Gaiman. Nýjasta bók hans Anansi Boys
er afar skemmtileg lesning og fjarri drung-
anum í American Gods. Í síðustu viku byrjaði
ég síðan að lesa Stardust eftir hann samfara
pólitískri mannfræði Pierre Clastres; Society
Against the State. Góður lestur fyrir anarkist-
ann.
Sigurður Harðarson
Sigurður
Harðarson
Dagbókarbrot
Þórbergur Þórðarson skrifar Sólrúnu Jóns-
dóttur. Bréf til Sólu, 1983.
Um borð í Goðafossi, 24. júlí, 1922
Elsku hjartans Sólrún mín.
Eg er þá kominn á leið aftur til Ísafjarðar. Ígærkvöldi lögðum við af stað frá Ak-
ureyri og erum nú að sigla inn Skagafjörð.
Annað kvöld býst eg við að verða kominn til
Ísafjarðar. Eg geri ráð fyrir, að þú fáir ef til
vill tvö bréf frá mér með Goðafossi. Eg skrif-
aði þér sem sé stutt bréf rétt áður en eg fór frá
Akureyri austur í Þingeyjarsýslu. Eg bjóst
við, að það kæmist til þín með Lagarfossi, sem
fór á stað í hringferð 10. júlí og átti að koma til
Reykjavíkur þremur dögum á undan Goða-
fossi; en nú er Lagarfoss orðinn svo á eftir
áætlun, að hann verður sennilega seinni til
Reykjavíkur en Goðafoss. Eg býst þess vegna
við, að pósthúsið á Akureyri hafi sent bréfið
með Goðafossi.
Kvikmyndir
Á Listahátíð í Reykjavík sem lauk í júnísíðastliðnum var forsýnd kvikmyndin
A Prairie Home Companion í leikstjórn Ro-
berts Altman. Myndin fjallar um sam-
nefndan útvarpsþátt sem hefur notið mik-
illar hylli í Bandaríkjunum í rúm þrjátíu ár.
Umgjörð þáttarins er með gömlu sniði þar
sem allt fer fram í beinni útsendingu, bæði
lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði.
Garrison Kiellor heitir stjórnandi skemmt-
uninnar en hann kom hingað til lands á
Listahátíð og tók upp einn útvarpsþátt í
Þjóðleikhúsinu þar sem Diddú og Karlakór-
inn Fóstbræður komu fram ásamt föstum
leikurum þáttarins.
Núna eru hafnar sýningar á kvikmyndinni
A Praire Home Companion en þar er fylgst
með upptöku á einum útvarpsþætti. Myndin
skartar ýmsum þekktum leikurum og má
þar nefna Woody Harrelson, Kevin Kline
og John C. Reilly. Garrison Kiellor leikur
sjálfan sig í myndinni en hann skrifar jafn-
framt handritið.