Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Page 5
ada – og lagði sig í mikla hættu með ferðum sínum inn á þrælasvæðin til að bjarga öðrum þrælum, meðal annars foreldrum sínum, og leiða þá yfir í frelsið. Á tímum Þrælastríðsins njósnaði hún fyrir sambandsherinn og þegar hún lést, í aðdraganda fyrri heims- styrjaldarinnar, hlaut hún hern- aðarlega greftrun. Þetta eru kon- urnar tvær, sem ég vildi líkjast hvað mest.“ Oprah fór að ferðast með gosp- eltónlistarhópnum Sweet Honey in the Rock, og kom fram með þeim í kirkjum og háskólum þar sem hún endurflutti ræðu Sojourner Truth, Er ég ekki kona? – Ain’t I A Wom- an? Í heimsókn til útvarpsmanns hjá héraðsútvarpsstöðinni WVOL, sem hún var að reyna að fá til að heita á sig vegna maraþongöngu, var hún plötuð til að gera kynningarspólu sem rataði í hendur stöðvarstjór- ans, Clarence Kilcrese, sem réði hana til að lesa fréttir. Stuttu síðar bauðst henni vinna við fréttalestur við sjónvarpsstöð í Nashville og á þeim tímapunkti hóf hún ástarsamband við giftan mann. „Við bjuggum ekki saman,“ segir hún, „en mér fannst ég einskis virði án hans. Því meira sem hann hafn- aði mér, því meira þráði ég hann. Mér fannst ég vera örmagna; afl- vana. Undir lokin sárbændi ég hann á hnjánum í fyllstu auðmýkt.“ Henni leið illa og hún þyngdist. „Ástæða þess að ég þyngdist og ástæða þess að ég á að baki jafn ömurlega röð ofbeldisfullra ást- Hvernig hefur maður ekki áhyggjur af konu sem missti sjö börn sín og aleiguna í húsbruna? Hvernig græt- ir það mann ekki?“ Fréttastjórinn tók hana af skján- um. „Hann sagði mér að bilið milli augna minna væri of breitt, nefið of flatt, hakan of stór og hárið of þykkt. Ég velti því fyrir mér af hverju þeir hefðu verið að ráða mig.“ Hún var send í algjöra yfirhaln- ingu á snyrtistofu. „Þeir gerðu eitt- hvað við hárið á mér og hársvörð- urinn logaði. Ég fékk permanett og hárið datt af mér. Hver hárlokkur. Einungis þrír litlir ennislokkar voru eftir. Engin hárkolla passaði á hausinn á mér. Ég varð að ganga um með slæðu. Sjálfsálitið var í núlli og ég var sígrátandi.“ Stjórnendaskipti á sjónvarpsstöð- inni áttu hins vegar eftir að koma Opruh vel, en Bill Carter, nýi stöðv- arstjórinn, ákvað að gera hana að meðstjórnanda nýs þáttar, People Are Talking, sem ætlað var að keppa við Þátt Phils Donahues. Enginn trúði því að þetta myndi takast, en trekk í trekk reyndust áhorfstölur hennar betri en Do- nahues. „Allir, fyrir utan bestu vin- konu mína, sögðu mér að þetta ætti ekki eftir að ganga,“ segir hún. „Og allir gáfu sínar ástæður: Ég var blökkumaður, kona, of þung. Chica- gobúar væru líka kynþáttahatarar og spjallþættir á útleið. En ég get sagt þér þetta, elskan. Frá fyrsta degi í Chicago, er ég gekk þar eftir götu, fann ég að ég tilheyrði staðnum. Þetta var eins og að koma heim, ég vissi að þarna átti ég heima.“ Ári síðar var Quincy Jones stadd- ur í Chicago til að bera vitni fyrir hönd Michaels Jacksons í rétt- arhöldum vegna höfundarréttar lagsins This Girl Is Mine. Hann hafði verið tregur til að leggja á sig ferðina til Chicago frá Los Angeles þar sem hann var að vinna með Ste- ven Spielberg að framleiðslu kvik- myndar byggðri á Pulitzer-verð- launasögu Alice Walker, Purpuralitnum. Þar sem hann ráfaði um hótelher- bergi sitt, borðaði morgunmat og flakkaði milli sjónvarpsstöðvanna staðnæmdist hann við þátt Opruh. Líkt og hann síðar sagði við fjöl- miðla, sá Jones bara nafnið „Sofia“ á sjónvarpsskjánum, ekki „Oprah“, þegar nafnalistinn rúllaði. Og þar með var búið að ráða í hlutverk stjúpdóttur Celiu. „Ástæða þess að ég tók þetta hlutverk að mér var sú mikla trú sem þessi karakter hafði á sjálfri sér,“ segir hún. „Sama hve bugaður og brotinn einstaklingur er, þá get- ur hann alltaf náð sér. Staðið í fæt- urna á ný og risið upp sem sig- urvegari. Að hafa trú á sjálfum sér breytir fórnarlambi í sigurvegara og veitir manni styrk til að taka ábyrgð á eigin lífi og örlögum. Síðar í sögunni, þegar eiginkona borgarstjórans vill fá Sofiu til sín sem þjónustustúlku en hún neitar þá koma hvítu mennirnir í bænum og berja hana. Hún er því næst handtekin og færð í fangelsi og henni ekki sleppt fyrr en mörgum árum síðar og þá gegn því skilyrði að hún verði þjónustustúlka hjá borgarstjóranum. Þú veist hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á tökustað. Maður bíður og bíður út í hið óendanlega. Elskan, það er hægt að prjóna heila peysu á meðan maður bíður. Mín sena var sú síðasta sem átti að taka og ég sat því þarna og beið í þrjá daga eftir að henni yrði stillt upp. Ég hafði því heilmikinn tíma til að hugleiða árin sem Sofia eyddi í fangelsinu og hvernig þúsundir manna og – allir þeir sem tóku þátt í mótmælagöng- unni í Selma – lentu í fangelsi og hvernig tilfinningar fangelsisárin og óréttlætið hefur vakið [Innsk. Í bænum Selma í Alabama var mið- stöð kosningaréttarbaráttu blökku- manna á sjöunda áratugnum]. Þess vegna var það að þegar Sofia stóð loksins föst á sínu og neitaði þá var það sigurstund fyrir mig; fyrir okk- ur öll. Hún er táknmynd kynslóða blökkukvenna og allra þeirra hindr- ana sem ég hef þurft að yfirstíga til að komast þangað sem ég er í dag. Í mínum augum er hún samtvinnun Sojourner Truth, Harriet Tubman og allra hinna blökkukvennanna, óþekktra og ómærðra, sem þó standa fyrir mikilvægan þátt okkar sögu.“ Engu að síður sætti myndin gagnrýni af hálfu samfélags blökku- manna, sem sumir hverjir sögðu hana draga upp neikvæða mynd af blökkumönnum. Oprah blæs á þessa gagnrýni þegar ég nefni hana, og bendir á að myndin sé um blökku- konur ekki – menn. „Ég varð virkilega hissa hvernig sumir brugðust við henni,“ segir hún. „Ég trúi því að maður sjái það sem maður vill í hverju listaverki. Eða hverju sem er ef út í það er farið. Þegar maður sér gleði og feg- urð í einhverju þá er það vegna þess að það er hluti af manni. Og þegar maður sér neikvæða reiði og ótta í einhverju þá gerist það líka vegna þess að það er hluti af manni. Ég er orðin leið á að hlusta á hvernig myndin veikti stöðu blökku- manna. Ekki heyrði ég neinn fjalla um heimilisofbeldið, ofbeldið gegn konum eða kynferðisofbeldið arsambanda er sú að ég þarfnaðist svo sárlega viðurkenningar. Ég þarfnaðist þess að allir kynnu vel við mig af því að mér líkaði ekkert sérlega vel við sjálfa mig. Þannig leitaði ég í ástarsambönd með sjálfselskum og grimmum mönnum sem sögðu mér síðan hversu sjálfselsk ég væri að sækjast eftir starfsframa, eða reyna að kom- ast að því hver ég væri og ég svar- aði þeim „þakka þér kærlega. Þetta er hárétt hjá þér“ og var síðan full þakklætis í þeirra garð af því að ég taldi mig ekki eiga neitt annað skil- ið. Þetta var ástæða þess að ég þyngdist svona mikið seinna meir. Það var besta leiðin til að einangra sig gegn vandlætingu heimsins.“ Þremur árum síðar hafði WJZ- sjónvarpsstöðin í Baltimore sam- band við hana til að fá hana sem meðstjórnanda klukkustundarlangs fréttaþáttar. En það gekk ekki vandkvæðalaust. Hún las fréttirnar ekki eins og þær voru skrifaðar. Í Nashville sá hún orðin á textaskján- um en endurorðaði textann ósjálf- rátt og fyrir vikið varð tónninn sam- ræðulegri. Í Nashville kunnu menn vel að meta það. Ekki í Baltimore. Winfrey var send á vettvang til að fjalla um húsbruna þar sem sjö börn höfðu farist og látin taka viðtal við örvinglaða móðurina. „Það kom ekki vel út að fréttamaðurinn sem sendur var til að fjalla um brunann brysti í grát með konu sem misst hafði heimili sitt. Það reyndist mér mjög erfitt að vera allt í einu orðin „ungfrú sjónvarpsfréttamaður“ og sýna þar með engar tilfinningar. AP g óbeint í gegnum reynslu annarra. Með þessu móti get ég skynjað og opnað á aðra og í gegnum það opnað á sjálfa mig.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 5  Bljúgur  David Letterman kyssir á hönd Opruh á frumsýningu leikritsuppfærslu hennar á Purpuralitnum en hún lék eitt af aðalhlutverkunum í sam- nefndri kvikmynd Stevens Spielbergs. Fyrir ári síðan kom oprah óvænt fram í þætti Lettermans en sextán árum fyrr hafði hún heitið því að mæta aldrei í þann þátt aftur. Eins konar fjölmiðlaveldi Milljarðamæringur  Oprah hélt upp á nítján ára afmæli sjónvarpsþáttar síns með því að gefa hverjum og einum hinna 276 áhorfenda í sjónvarpssal nýjan bíl, Pontiac G6. Áhorfendurnir voru allir konur en Oprah er fyrsta blökkukonan sem verður milljarðamæringur í Banda- ríkjunum. Margverðlaunuð  Árið 2002 hlaut Oprah mannúðarverðlaun Bob Hopes sem veitt eru á Emmy- verðlaunahátíðinni. Áhrifamikil  Árið 1996 fékk Oprah á sig lögsókn fyrir að hafa sagt í sjónvarpsþætti sínum að vitn- eskja um hugsanlega kúriðu í bandarísku nautakjöti hefði fengið hana til að hætta að borða hamborgara. Í kjölfar ummæla Opruh hríðféll verð á nautakjöti og nautgripum og bandaríski nautgripaiðnaður- inn varð fyrir milljóna tjóni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.