Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Page 6
6 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
H
inn 23. maí síðastliðinn til-
kynnti dómnefnd Heinrich
Heine-verðlaunanna, sem
borgin Düsseldorf veitir, að
austurríski rithöfundurinn
Peter Handke myndi hljóta
þau í ár. Upphæð þeirra eru fimmtíu þúsund
evrur. Rökstuðningur dómnefndarinnar fyrir
tilnefningunni var stuttur: „Þrjóskur eins og
Heinrich Heine fylgir Peter Handke í höf-
undaverki sínu leið sinni að víðfeðmum sann-
leika. Skáldlegri sýn sinni á heiminn beitir hann
vægðarlaust gegn almennum viðhorfum og
ritúölum þeirra.“ Heine-verðlaunin, sem veitt
eru á tveggja ára fresti, eru nokkuð virt í
Þýskalandi. Síðustu þrír verðlaunahafar voru
skáldin og rithöfundarnir W. G. Sebald († 2001),
Elfriede Jelinek og Robert Gernhardt. Eins og
við var að búast vakti þessi djarfa ákvörðun
dómnefndarinnar mikinn úlfaþyt. Í fjölmiðlum
var talað um að tilnefningin væri skáldinu sem
verðlaunin eru skýrð í höfuðið á ekki samboðin
og að ákvörðunin hefði því skaðað þau. Það
myndaðist talsverður þrýstingur á borg-
arstjórnina sem viku síðar ógilti ályktun dóm-
nefndarinnar um að veita Handke verðlaunin
þrátt fyrir að borgarstjóri Düsseldorf hefði til-
kynnt skáldinu símleiðis að hann hefði orðið
fyrir valinu. Þetta opinbera inngrip var harð-
lega gagnrýnt hvort sem er af andstæðingum
eða fylgjendum þess að Handke væri úthlutað
verðlaununum. Hafa verður í huga að borg-
arstjórnin sjálf skipaði óháða dómnefnd sem
hún á einnig fulltrúa í. Ástæða þess að mörgum
þykir Handke ekki eiga verðlaunin skilin eru
skrif hans og afstaða til ófriðarins á Balk-
anskaganum og til Serbíu á síðustu árum en
ekki er langt síðan að hann var viðstaddur jarð-
arför Slobodan Milosevics. Áður en að deil-
urnar um Handke og Heine-verðlaunin verða
skoðaðar nánar er rétt að víkja að aðdraganda
þeirra sem í það minnsta má rekja tíu ár aftur í
tímann sem og að þessum umdeilda rithöfundi.
Getuleysi þýskra bókmennta
Peter Handke telst til stærstu þýskumælandi
skálda síðustu áratuga. Hann hefur hlotið öll
helstu bókmenntaverðlaun Þýskalands og
Austurríkis og fjölmargar alþjóðlegar við-
urkenningar. Um tíma þótti hann jafnvel vera
líklegur til að hreppa Bókmenntaverðlaun Nób-
els. Höfundaverk hans er margþætt og telur
ríflega sextíu bókatitla (ljóð, ferðalýsingar, rit-
gerðasöfn, dagbækur, leikrit og skáldrit af
ýmsum toga) að ótöldum fjölmörgum þýðingum
hans og útgáfu á verkum annarra. Einnig hefur
hann skrifað nokkur kvikmyndahandrit, meðal
annars fyrir Der Himmel über Berlin (Him-
ininn yfir Berlín) eftir Wim Wenders, og leik-
stýrt fáeinum kvikmyndum sjálfur. Á Íslandi
hefur aðeins ein bók eftir hann komið út en það
er Barnasaga (Kindergeschichte) í þýðingu
Péturs Gunnarssonar.
Handke fæddist í þorpinu Griffen í Aust-
urríki árið 1942. Hann vakti fyrst almenna at-
hygli á sér sem rithöfundur með leikritinu Pu-
blikumsbeschimpfung (Svívirðing áhorfenda)
árið 1966, en í því eru leikhúsgestir auðmýktir á
svívirðilegan hátt. Þetta leikrit hefur verið flutt
af Stúdentaleikhúsinu og í Þjóðleikhúsinu hefur
verkið Kaspar einnig verið sýnt. Sama ár og
Publikumsbeschimpfung var frumsýnt var
Handke staddur á ráðstefnu þýsku rithöfunda-
samtakanna Gruppe 47 í Princeton í Bandaríkj-
unum. Stutt innlegg hans utan úr sal um að í
þýskum samtímaprósa ríkti einskonar „lýsing-
argetuleysi“ (Beschreibungsimpotenz) og að
bókmenntagagnrýnin í Þýskalandi væri ein-
feldningsleg eins og bókmenntirnar sjálfar
vakti mikla athygli, ekki síst vegna þess að
sumir eldri kollegar hans brugðust ókvæða við.
Má því segja að árið 1966 marki upphafið af
löngum og eftirtektarverðum rithöfundarferli
Handkes og alla tíð síðan hefur staðið nokkur
styr um hann og þær eru ófáar deilurnar sem
skotið hafa upp kollinum í kringum hann. En
hvað svo sem segja má um skoðanir hans á
ýmsum hlutum á þessum fjörutíu árum eru
margir sammála um að sum skáldverka hans
tilheyri því besta sem þýskar bókmenntir hafa
upp á að bjóða á síðustu áratugum.
Fyrstu bók sína, Die Hornissen (Geitung-
arnir), skrifaði Handke á eyjunni Krk undan
ströndum Króatíu sem þá var hluti Júgóslavíu.
Samband hans við þetta land – eða fyrrverandi
hluta þess – á rætur sínar að rekja til þess að
móðir hans og forfeður hennar voru af slóv-
ensku bergi brotin. Árið 1986 kom út bókin Die
Wiederholung (Endurtekningin) sem hlaut
mikið lof gagnrýnenda. Í henni segir frá ungum
manni frá Austurríki sem ferðast um Slóveníu
þegar landið tilheyrði Júgóslavíu á tímum Ti-
tos. Tíu árum síðar hafði Handke eftirfarandi
að segja um þessa bók sína í viðtali við þýska
vikublaðið Die Zeit:
Það er virkilega leitt að Júgóslavía, eins og ég lýsi
landinu í Die Wiederholung, skuli ekki fyllilega vera til
staðar í heiminum. Í Die Wiederholung segir frá því
hvernig ungur maður frá Austurríki í byrjun sjöunda
áratugarins upplifir Júgóslavíu sem framandi land:
sem stórt land. Það er næstum því eitthvað heimild-
argildi í þessu: lestarnar, biðsalirnir með Tito-
myndunum, vöruhúsin. Eftir að Júgóslavíu er ekki
lengur að finna þarna, heldur aðeins Slóveníu, hef ég
ekki lengur þessa víðu mynd.
Fimm árum áður (1991) hafði Handke birt
nokkuð umdeildan texta um Slóveníu undir
heitinu Abschied des Träumers vom Neunten
Land. Eine Wirklichkeit, die vergangen ist: Er-
innerung an Slowenien (Skilnaður drauma-
mannsins við Níunda landið. Raunveruleiki sem
var: Minning um Slóveníu). Í honum harmar
hann að landið sé orðið sjálfstætt ríki. Sorg-
mæddur og reiður í senn lítur hann um öxl til
reynslu sinnar af þessu landi, sem hann lýsir
sem landi raunveruleikans og þar sem honum
leið hvergi betur sem gesti og hann sér engar
ástæður fyrir stofnun lýðveldanna Slóveníu eða
Króatíu. Það ætti að vera ljóst að Handke skap-
aði sér töluverðar óvinsældir í þessum löndum
öfugt t.d. við Milan Kundera sem studdi þau í
sjálfstæðisbaráttu sinni.
Réttlæti handa Serbíu
Þessi texti vakti þó ekki nærri því eins miklar
deilur og ferðasaga Handkes til Serbíu sem
birtist í Süddeutsche Zeitung í byrjun árs 1996.
Rétt er að benda á að ögrandi fyrirsögn text-
ans, Gerechtigkeit für Serbien (Réttlæti handa
Serbíu), var valin af ritstjórn dagblaðsins en
undirfyrirsögn hans, Eine winterliche Reise zu
den Flüssen Donau, Save, Morawa und Drina
(Vetrarferð til fljótanna Dóná, Save, Morawa
og Drina), er upprunalegur titill ferðasögunnar.
Í henni lýsir Handke daglegu lífi í Serbíu á tím-
um Balkanófriðarins. Náttúrulýsingar eru
áberandi sem og samtöl Handkes við fólk sem
varð á vegi hans. Í henni er einnig að finna
harkalega gagnrýni á það hvernig vestrænir
fjölmiðlar greindu frá átökunum á Balkanskag-
anum. Hann sakar þá um einstrengingslega
umfjöllun og jafnvel falsanir sem gefi vitlausa
mynd af ástandinu og hafi leitt til þess að í aug-
um Vestur-Evrópubúa væri aðeins einn vondur
aðili í átökunum, nefnilega Serbía. Einnig sakar
hann ráðandi stjórnmálamenn NATO-ríkjanna
um að hafa sett Serbíu afarkosti sem erfitt eða
ómögulegt hafi verið að sætta sig við. Ekki má
líta framhjá því að í textanum er einnig að finna
töluverða gagnrýni á serbísk stjórnvöld sem
Handke kennir líka um að hafa skapað þetta
ófremdarástand, þó hún sé ekki eins áberandi.
Viðbrögð fjölmiðla við textanum voru hörð og
mikil og þær deilur sem urðu nú fyrir stuttu um
Handke og Heine-verðlaunin má líta á sem
framhald þeirra deilna sem byrjuðu í janúar
1996. Það sem Handke var aðallega sakaður um
var óréttmæt gagnrýni gagnvart heimspress-
unni og vanvirðing á starfi stríðsfréttamanna,
afneitun þjóðarmorðs á Bosníumönnum og að
hafa heimsótt vitlaust land því að í Serbíu væri
hvergi hægt að koma auga á þau ódæðisverk
sem framin hefðu verið í þessu stríði. Ráðist var
harkalega að Handke sem rithöfundi og mann-
eskju og hann af mörgum talinn vera gjör-
samlega veruleikafirrtur og af sumum jafnvel
hreinlega geðveikur. Dæmi eru um að bókabúð-
ir hættu að selja verk hans og að rithöfundar
hafi yfirgefið forlög sem hann var gefinn út hjá.
Og þó að fáeinir fjölmiðlar og þó nokkrir koll-
egar Handkes hafi tekið upp hanskann fyrir
hann varð hann að óæskilegri persónu og rit-
höfundi og er það enn í augum margra. „Virtur“
fjölmiðill á borð við tímaritið Der Spiegel gerði
sig jafnvel sekan um að falsa tilvitnanir úr verk-
um Handkes sem varða Serbíu til að koma
höggi á hann og er það ekki einsdæmi. Sé ferða-
saga hans hins vegar skoðuð niður í kjölinn er
lítinn fót að finna fyrir þeirri gagnrýni sem
beitt var gegn honum nema þá kannski að hafa
heimsótt vitlaust land á vitlausum tíma og á
þann hátt mögulega gert lítið úr þeim glæpum
gegn saklausu fólki sem áttu sér stað hinum
megin við landamærin. Það hefur sýnt sig að
margt í gagnrýni Handkes átti við rök að styðj-
ast. Það er samt spurning hvort ekki hefði verið
betra að koma henni á framfæri á annan hátt til
að gera hana trúverðugari í augum almennings.
Síðan hafa komið út nokkrar bækur eftir
Handke sem hlotið hafa góða dóma og er þá
helst að nefna skáldsögurnar In einer dunklen
Nacht ging ich aus meinem stillen Haus (Um
dimma nótt gekk ég úr mínu hljóða húsi, 1997)
og Don Juan (með eigin orðum) (Don Juan
(sagt frá af honum sjálfum), 2004) og einnig
stórvirkið Der Bildverlust (Glötun myndanna,
2002) sem fékk þó nokkuð misjafnar viðtökur.
Einnig hafa birst fleiri textar eftir hann sem
tengjast Serbíu og hafa umræðurnar um þá
verið á líkum nótum og greint er frá að framan.
Handke gagnrýndi loftárásir NATO á Serbíu
mjög harðlega, en hann fór í tvö ferðalög um
Júgóslavíu í mars- og aprílmánuði 1999 og var
staddur í Belgrad þegar sprengjum var varpað
á borgina. Um þau ferðalög skrifaði hann í Süd-
deutsche Zeitung og komu þeir textar seinna út
í bókinni Unter Tränen fragend (Spyrjandi
undan tárum) árið 2000. Tveimur árum síðar
birtist löng grein eftir hann um réttarhöldin
gegn Milosevic í Den Haag og árið 2005 önnur
slík þar sem hann lýsir einnig heimsókn sinni til
hans í fangelsið í Sheveningen hjá Den Haag. Í
þessum greinum dregur Handke réttmæti al-
þjóðlega stríðsglæpadómstólsins í efa. Hann
réttlætir þó ekki stríðsglæpi Serbíu í Balkan-
stríðinu á nokkurn hátt en bendir á að dómstóll-
inn eigi að ganga jafnt yfir þær þjóðir sem
frömdu stríðsglæpi, þar á meðal þær sem stóðu
að loftárásunum á Serbíu. En um réttmæti
þeirra er enn deilt. Þessir textar Handkes eru
nokkuð tyrfnir og hafa ekki orðið honum til
framdráttar í þessum löngu deilum. Jafnvel
sumir þeirra sem stutt hafa við bakið á Handke
hin síðustu ár hafa hvorki komist til botns í
þeim né skilið alveg hvað vakir fyrir rithöfund-
inum. Það yrði hér of langt mál að fjalla nánar
um efni og feril þessara deilna sem teygt hafa
anga sína um Evrópu á undanförnum árum og
mál að snúa sér að þeim þrætum sem áttu sér
stað fyrr í sumar.
Í nálægð Milosevic
Það kom mörgum í opna skjöldu að Peter
Handke skyldi mæta í jarðarför Slobodan Mil-
osevic í serbneska smábænum Pozarevac þann
nítjánda mars síðastliðinn. Þessi óvænta mæt-
ing hans fór fyrir brjóstið á mörgum aðdáend-
um hans og ekki síður á stórum hluta af serb-
nesku þjóðinni sem á í uppgjöri við fortíðina og
vill ekkert með Milosevic og áhangendur hans
hafa að gera. Þó að Handke hafi tekið skýrt
fram að með þessari ákvörðun sinni væri hann
ekki að heiðra minningu Milosevic, eiga margir
erfitt með að skilja hana öðruvísi. Við jarðarför-
ina hélt rithöfundurinn stutta tölu á serbnesku
þar sem hann sagði meðal annars: „Heimurinn,
hinn svokallaði heimur, veit allt um Slobodan
Milosevic. Hinn svokallaði heimur þekkir sann-
leikann. Ég þekki ekki sannleikann. En ég fylg-
ist með. Ég hlusta. Ég skynja. Ég minnist. Ég
grennslast fyrir um.“ Og hann sagðist einnig
vera „glaður að vera nærverandi í dag, í nálægð
Júgóslavíu, í nálægð Serbíu, í nálægð Slobodan
Milosevic“.
Heimsókn Handkes til Pozarevac átti eftir að
hafa töluverðar afleiðingar í för með sér. Í byrj-
un maí tilkynnti Marcel Bozonett, leikhússtjóri
hins virta Comedie Francaise leikhúss í París,
að hann hefði ákveðið að taka eitt leikrita
Handkes út af næstu vetrardagskrá vegna um-
mæla hans við útför Milosevic. Margir urðu til
að gagnrýna eða mótmæla þessari ákvörðun
opinberlega. Má þar nefna menntamálaráð-
herra Frakklands, Renaud Donnedieu de Va-
bres, Nóbelsverðlaunahafann Elfriede Jelinek
og kvikmyndaleikstjórana Michael Haneke og
Emir Kusturica, en Handke studdi hann fyrir
tíu árum þegar franskir heimspekingar á borð
við Alain Finkielkraut og André Glucksmann
sökuðu Kusturica meðal annars um að reka
serbneskan áróður og sögufölsun í mynd sinni
Óboðlegur rithöf
Fyrr í sumar stóð til að veita austurríska
rithöfundinum Peter Handke hin virtu
Heinrich Heine-verðlaun. Pólitísk öfl í
Þýskalandi komu hins vegar í veg fyrir að
Handke hlyti verðlaunin. Þær bókmennta-
legu og pólitísku þrætur sem fylgdu í kjöl-
farið eru með þeim stærri sem átt hafa sér
stað í Þýskalandi á undanförnum árum. Hér
er greint frá deilunum og aðdraganda
þeirra.
Eftir Jón Bjarna Atlason
son@univie.ac.at
gegn börnum heima fyrir. Það er alvöru vön-
un.“
Til að beina athygli að þeim vanda studdi
Oprah lagafrumvarp um misnotkun barna í
minningu Angelinu Mena, fimm ára Chicago-
stúlku sem var nauðgað, hún síðan kyrkt og
að lokum hent í Michigan-stöðuvatnið. Hún
réði meira að segja lögfræðing til semja laga-
frumvarp um uppsetningu alríkisgagna-
grunns barnaníðinga sem vinnuveitendur og
leigusalar gætu leitað upplýsinga í.
Upprunalega var frumvarpið hengt aftan
við lagafrumvarp um handbyssueign af öllum
hlutum og mætti því andstöðu Charlton He-
ston og samtaka bandarískra byssueigenda
(NRA). Árið 1993 staðfesti Clinton Banda-
ríkjaforseti loks frumvarpið.
Deilur risu á ný þegar Howard Lynman,
einn forsvarsmanna bandarískra dýravernd-
arsamtaka, kom í þátt Opruh til að kynna
herferðina „Borðað með góðri samvisku“.
Hann lýsti gjafavenjum nautgripa í Banda-
ríkjunum og sagði þær geta leitt til kúariðu
(BSE).
Þegar Lynman sagði Opruh áhættuna vera
umtalsverða, svaraði hún „þetta fékk mig til
að hætta að borða hamborgara“. Í kjölfarið
hríðféll verð á nautakjöti og nautgripum og
bandaríski nautgripaiðnaðurinn varð fyrir
milljóna tjóni.
The Texas Beef Group, hópur naut-
gripabænda í Texas undir stjórn millj-
arðamæringsins Pauls Englers, fóru í mál við
hana og fullyrtu að hún hefði brotið lög í Tex-
as sem banna fólki að „fara vísvitandi með
rangt mál“. Þeir kröfðust 12 milljóna dollara í
skaðabætur.
Winfrey ákvað að láta reyna á málið og eft-
ir mánaðarlöng réttarhöld var hún fundin
saklaus. „Þetta var,“ segir hún, „ein átaka-
mesta en jafnfram mest lýsandi lífsreynsla
sem ég hef gengið í gegnum“.
Winfrey er með sjónvarpssamning til 2008
þó, líkt og sýnir sig, hún sé ekki sérlega hrif-
in af miðlinum og eyði þess í stað kvöldunum
í lestur.
„Sjónvarpið stendur fyrir óraunveruleg
gildi,“ segir hún. „Við verðum að því sem við
dveljum við og konur eru það sem þær hugsa.
Sé klukkutíma eftir klukkutíma eytt í að
horfa á fyrirmyndir og skilaboð sem sýna
okkur í engu hversu frábær við erum, þá er
engin furða að við ráfum líflaus um.
Sé horft á tugi ofbeldisatriða í viku hverri,
ætti það ekki að koma okkur á óvart að börn-
in okkar álíti þetta ásættanlega leið til að
leysa úr deilumálum. Maður verður sjálfur að
standa að breytingunum sem maður vill sjá
verða. Þetta eru orð sem ég lifi eftir.“
Ég spyr hana hvað þátturinn hennar gefi
fólki. „Hver þáttur sem ég geri, honum er
ætlað að bæta sjálfstraust,“ segir hún. „Haf-
irðu það, þá hefurðu allt. Við reynum að tak-
ast á við það sem ég tel rót alls vanda í heim-
inum; skort á sjálfstrú. Og það er hún sem
veldur stríði, því að fólk sem virkilega kann
að meta sjálft sig fer ekki út og berst við
aðra. Þetta er rót vandans.
Ástæða þess að þátturinn minn hefur geng-
ið svona vel er að hver dagur er mér tækifæri
til að opna hjarta mitt. Það gefur mér tæki-
færi til að læra í gegnum reynslu mína og
óbeint í gegnum reynslu annarra.
Með þessu móti get ég skynjað og opnað á
aðra og í gegnum það opnað á sjálfa mig.
Þetta hefur reynst gott bataferli og ég væri
ekki jafn heilsteypt manneskja og ég er í dag
ef ekki væri fyrir þáttinn og þau tækifæri
sem hann veitir mér til að vaxa.
Ég er bjartsýnismanneskja af því að ég
trúi á tækifæri okkar sem synir og dætur
Sköpunarinnar. Ég trúi því að á hverjum degi
hlotnist manni tækifæri til að byrja lífið upp
nýtt. Á hverjum degi. Þannig er ég bjart-
sýnismanneskja þegar kemur að trúnni á
möguleika mannkynsins.
Ég verð bara svartsýn þegar ég horfi á
hversu langan veg við eigum enn ófarinn. Ég
tel að það sé full þörf á andlegri byltingu –
byltingu sannrar sjálfskynjunar – svo fólk
öðlist skilning á eigin tilveru og tilganginum
sem að baki liggur.
Tilgangurinn með veru okkar á þessari
jörð er í raun aðeins einn og hann er að læra
að elska. Það er ástin. Hún er málið. Maður
verður að leita hennar og kynda undir hana
hjá öllum og það útilokar allt annað, því ástin
er hinn endanlegi sannleikur. Hún er ekki
bara kennd. Hún er ekki bara tilfinning. Hún
er hinn endanlegi sannleikur sem liggur að
hjarta sköpunarinnar og er skilningurinn á
því hver maður raunverulega er.“
Höfundur er ástralskur blaðamaður og hefur meðal
annars starfað á Canberra Times, Who Weekly og The
West Australian Magazine.