Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Ég var að kíkja á nýjan lista yfiraðsóknarmestu myndirnar í heiminum það sem af er árinu. Í fyrsta sæti er framhaldsmyndin Pira- tes of the Caribbean: Dead Mańs Chest. Í öðru sæti er Da Vinci lykill- inn og því næst koma þrjár fram- haldsmyndir, Ice Age: The Melt- down, X-Men: The Last Stand og Mission: Impossible III. Mikið var rætt um það að kvikmyndaárið (þá á ég við Hollywoodframleiðsluna) í fyrra hafi verið það ófrumlegasta og minnst spennandi í manna minnum. Það hafi aðallega einkennst af form- úlukenndum framhaldsmyndum. Ég sé ekki betur en að það sama eigi við í ár. Kvikmyndaframboðið hér á landi það sem af er árinu hefur ekki verið upp á marga fiska. Nú eru kvik- myndahátíðir að hefjast og því ætti úrvalið vonandi að batna en það er bara tímabundið. Mér finnst vanta svona „artí poppkúltúrbíó“ í Reykja- vík. Slík kvikmyndahús eru algeng og vinsæl í borgum víða erlendis og sýna þau myndir sem flokkast kannski ekki alveg á jaðarinn en heldur ekki undir formúlukenndu klisjurnar.    Leikarinn Johnny Depp er ein-staklega laginn við að leika sér að mörkunum í kvikmyndaheiminum. Hann er meg- instraumsmaður en samt ekki. Margir glöddust eflaust yfir frétt- inni um að Depp og leikstjórinn Tim Burton ætli enn einu sinni að vinna saman. Þeirra samstarf hefur gengið mjög vel í gegnum tíð- ina en að þessu sinni ætlar Burton að leikstýra Depp í Sweeney Todd. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig Depp leikur sér með titilpersónuna, en þetta er stórskemmtilegt hlutverk. Morðóður rakari í leit að hefndum. Depp er klár leikari. Eins og margir vita byggði hann kaptein Jack Spar- row í Pirates of the Caribbean á Keith Richards í Rolling Stones. Mér fannst reyndar síðasta samstarf þeirra Depp og Burton misheppnað. Charlie and the Chocolate Factory var léleg og Depp rústaði einum skemmtilegasta karakter barna- bókmenntanna, Willy Wonka. Maður á ekki að byggja hann á Michael Jackson.    Annar leikari sem mér finnst ótrú-lega góður í því að hoppa á milli mismunandi stíla og hlutverka er Me- ryl Streep. Hún virðist geta allt. Leikur í há- dramatískum Óskars- verðlaunamynd- um, frumlegum grínmyndum og hefur oft tekið áhættu í alls kyns tilraunakenndum verkefnum. Í sumar var frumsýnd mynd með henni í aðalhlutverki sem fékk aðsókn umfram væntingar (ein fárra í sumar) og hlaut góða dóma. Um er ræða The Devil Wears Prada sem frumsýnd verður á Íslandi í október. Myndin, sem byggð er á vin- sælli bók frá árinu 2003, fjallar um unga konu sem fær vinnu sem aðstoð- armaður valdamesta ritstjóra í tísku- iðnaðinum í dag. Miranda Priestly, sem leikin er af Streep, er hrokafull og ósanngjörn og á hin unga aðstoð- arkona ekki sjö dagana sæla. Orð- rómur hefur verið á kreiki um að kar- akterinn sé byggður á hinni umdeildu Anna Wintour, sem ritstýrir tískurit- inu Vogue. Tim Burton Ice Age: The Meltdown Meryl Streep KVIKMYNDIR Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is Þannig er málum háttað að Sahar, ungkona um tvítugt, er að fara að giftasig. Þó er ekki allt með felldu. Innstinni er hún í raun ekki í miklum gift- ingarhugleiðingum og í ljós kemur að hún kærir sig lítið um væntanlegan eiginmann. Stað- reyndin er hins vegar sú að Sahar á ekki margra kosta völ. Eiginmaðurinn var valinn af bróður hennar sem tók þessa ákvörðun án þess að ráðfæra sig við hana. Það sem Sahar dreymir um er starfsferill og sjálfstæði, en slíkar vonir lenda í hörðum árekstri við rótgrónar hefðir samfélagsins um hlutverk kvenna. Í grófum dráttum er þetta söguþráðurinn í kvikmyndinni Keif al Hal (Hvernig gengur, 2006) sem kemur frá Sádi-Arabíu og þótt einhverjum kunni að þykja sögulýsingin örlítið gamaldags verður því ekki neitað að hér er á ferðinni verk sem leynir á sér og verðskuldar heilmikla athygli. Hvernig gengur er nefnilega fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem gerð er í Sádi-Arabíu, þjóðlandi þar sem ekki er að finna eitt einasta löglega kvik- myndahús. Að þessu leytinu til brýtur mynd þessi blað í kvikmyndasögu Mið-Austurlanda og markmiðið er, að sögn aðstandenda, að fá því framgengt að kvikmyndahús verði opnuð í landinu og reyna að skapa rými fyrir innlendan kvikmyndaiðnað, auk þess auðvitað að gera framúrskarandi kvik- mynd. Þá vekur einnig athygli að myndin tekur til umfjöllunar málefni sem eru viðkvæm og að sögn þeirra sem til landsins þekkja afar vand- meðfarin, en það eru réttindi kvenna og tilvist þeirra í samfélagi þar sem karlmenn ráða öllu. Rök má færa fyrir því að mynd þessi eigi til- vist sína að þakka þeirri staðreynd að einn framleiðandi hennar, Walid bin Talal, tilheyrir hinni sádi-arabísku konungsfjölskyldu. Hann er með öðrum orðum prins og nýtur þannig mikilla forréttinda í samfélaginu og hefur umtalsverð völd þegar að menningarframleiðslu kemur, en án verndunar úr slíkri átt, og slíkum hæðum, er vandséð að framleiðsla myndarinnar hefði orðið að veruleika vill Hassan Fattah meina, en hann er blaðamaður New York Times og skrifaði ný- verið fréttagrein um myndina. En til hliðar við menningarsögulegt mikilvægi Hvernig gengur birtast aðrir þættir sem vert er að gefa gaum, enda lúta þeir að styrkleikum kvikmyndaformsins sjálfs og samfélagslegum aðstæðum á nýrri öld, en þá mætti í sömu andrá minnast á verk á borð við hina afgönsku Osama eftir Siddiq Barmak, Cidade Baixa (Neðri borg- in) eftir Sérgio machado frá Brasilíu og írösku myndina Lakposhtha ham parvax mikonand (Skjaldbökur geta flogið) eftir Bahman Ghobadi (en hún er fyrsta myndin sem kemur frá Írak eftir að „opinberum“ stríðsátökum lauk) svo að- eins fáein dæmi séu nefnd um myndir sem ræt- ur eiga að rekja til samfélaga og heimshluta sem að mörgu leyti standa Íslandi fjarri. En það er einmitt annarleiki söguheimsins sem þarna birtist á tjaldinu, framkallaður í krafti menning- arlegs mismunar, sem er þess fær að vekja áhorfendur til umhugsunar um þær miklu hug- myndalegu og menningarlegu fjarlægðir sem að- skilja samfélög og þjóðlönd, en slíkar fjarlægðir taka þeim landfræðilegu langt fram í mikilvægi þegar kemur að samskiptum í hnattvæddum heimi, þar sem fjarlægðir eru orðnar afstæðar og nálægð er orðin að hreinni blekkingu. Galdur kvikmyndarinnar er nefnilega sá að listformið sem slíkt talar og tjáir sig á marga ólíka vegu. Þeir fagurfræðilegu staðlar sem gjarnan eru notaðir til að dæma listaverk ná ekki alltaf yfir kvikmyndir sökum þess að jafn- vel „léleg“ kvikmynd birtir svo margt sem ligg- ur handan listrænna marka, strangt tiltekið. Þannig elti ég stundum uppi kvikmyndir af þeirri ástæðu einni að þær eru búnar til í lönd- um sem ég hef áhuga á, og fylgist síðan með því hvernig götulífinu í höfuðborg Kolumbíu er miðlað í gegnum myndavélina, hvaða sögu inn- anstokksmunirnir segja sem kvikmyndagerð- armenn í Bogota ákveða að nota, hvernig lest- arstöðin í Búkarest birtist á filmu. Ástæðan fyrir því að áhorf af þessu tagi veitir mér ánægju tengist framsetningarkerfi kvikmynda, því sem kannski mætti kalla raunsæisfaktorinn. Þess vegna held ég einmitt að mikilvægi kvik- mynda á borð við Hvernig gengur felist að hluta til, og fyrir áhorfendur í Norður-Atlantshafi miðju, í því að miðlun kvikmyndarinnar á til- teknum söguheimi er aldrei „tilbúningur“ nema að afmörkuðu leyti. Til hliðar við skáldskapinn, og enginn skyldi vanmeta gildi og mátt hans, gefur að líta bakgrunn sem í orðsins fyllstu merkingu er raunverulegur. Framandi kvikmyndamenning ’Galdur kvikmyndarinnar er nefnilega sá að listformið semslíkt talar og tjáir sig á marga ólíka vegu. ‘ Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu SJÓNARHORN T itillinn lætur lítið yfir sér og er e.t.v. örlítið of krúttlegur til þess að geta fangað athygli alvarlega þenkjandi bíógesta: Litla ungfrú sólskin. Titillinn lofar svo greini- lega „öðruvísi“ og „sjarmerandi“ óháðri lítilli kvikmynd að maður fyllist grun- semdum og býst kannski ekki við miklu þrátt fyrir lofið sem ausið hefur verið yfir þessa frumraun bandarísku leikstjórahjónanna Jonat- han Dayton og Valerie Faris, en myndin, sem heitir á frummálinu Little Miss Sunshine, sló eftirminnilega gegn á Sundance kvikmyndahá- tíðinni í ár. “Ég hélt að það væri kviknað í,“ sagði leikkonan Abigail Breslin í viðtali nýlega er hún lýsti upplifun sinni af frumsýningu myndarinnar á Sundance. Þessi níu ára leik- kona vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar áhorfendur stukku upp úr sætum sínum og byrjuðu að hrópa og kalla að myndinni lokinni. Leikkonan áttaði sig þó fljótlega á að hér væri um fagnaðarlæti að ræða, en slíkt hafði hvorki hún né hinn 72ja ára gamli Alan Arkin, upplifað fyrr í bíósal og hefur Arkin þó talsvert meiri reynslu í kvikmyndaleik en hnátan sem leikur sonardóttur hans í myndinni. „Í þau fjörutíu ár sem ég hef verið í kvikmynda- og leikhúsbrans- anum hef ég aldrei upplifað önnur eins viðbrögð og þessi kvikmynd fékk á hátíðinni,“ sagði Ark- in í sama viðtali. Í kjölfarið fylgdi blóðug bar- átta dreififyrirtækjanna um kvikmyndaréttinn sem seldist fyrir metupphæð og hefur greitt leið þessarar óháðu framleiðslu að kvikmynda- húsum í kjölfarið. Kostuleg fjölskyldusaga Þegar ég brá mér á myndina á dögunum, en hún fór nýlega í almennar sýningar í bandarísk- um kvikmyndahúsum, skildi ég hvers vegna þessi læti voru í áhorfendum á Sundance. Ég bókstaflega grét af hlátri yfir tilteknum atriðum í myndinni. Kvikmyndin stendur í skemmtilega írónísku sambandi við hinn sólríka titil sinn, en hún fjallar um venjulega ameríska millistétt- arfjölskyldu sem er allt annað en sólskinsbjört og samanstendur reyndar af hópi hálfgerðra ólukkupamfíla, eða „tapara“ (e. loosers) eins og það kallast í ensku slangri. Það vill hins vegar svo illa til að fjölskyldufaðirinn, Richard Hoover (Greg Kinnear) er með velgengni á heilanum og hefur fjárfest sparifé fjölskyldunnar í hæpinni viðskiptahugmynd sem felur í sér níu þrepa kerfi í átt til „sigursældar“. Hann hefur með öðrum orðum þróað heildstæða og aðgengilega hugmyndafræði sem kennir Bandaríkjamönnum að hugsa jákvætt og rækta sigurvegarann innra með sér, og ná þannig óbrigðulum árangri í líf- inu. Faðirinn er fyrir vikið orðinn með öllu óþolandi í daglegum samskiptum en hann túlkar hverja hreyfingu fjölskyldunnar út frá hug- myndafræði sigurvegarans, eða réttar sagt í skugga „taparans“ sem forðast ber í lengstu lög. Innst inni er Richard nefnilega svo dauð- hræddur við þá ólukkulegu stefnu sem líf hans hefur greinilega tekið að hann felur sig á bak við sigurmöntruna. Áhrif föðurins á fjölskylduna eru með ýmsu móti, eiginkonan Sheryl (Toni Collette) er eins og þaninn stengur eftir áralangar samvistir með upptrekktum eiginmanninum og baráttu við blankheit og tilraunir til að halda heimilinu réttum megin við lágmarks-lífsgæðastaðal milli- stéttarlífsins. Sonurinn Dwayne (Paul Dano) er þungt haldinn af unglingaveiki á sama tíma og hann hefur fyllst hrokafullum ofmetnaði um að ná settum markmiðum um að verða orrustu- flugmaður. Dóttirin Olive (Abigail Breslin) virð- ist heldur ekki hafa farið varhluta af sigurkröfu föðurins, en sjálfmynd hennar, sem hingað til hefur verið bernsk og hrein, er við það að falla undir áhrifamátt kvenlegra útlits- og hegð- unarkrafna samfélagsins. Hin sjö ára gamla Olive litla hefur fengið þá flugu í hausinn að hún skuli verða fegurðardrottning og kemur auðvitað ekkert annað en sigur til greina í þeim efnum samkvæmt kenningu föðurins. Ekki batnar hið rafmagnaða andrúmsloft heimilisins þegar Frank (Steve Carell), bróðir Sheryl, fær þar skjól eftir að hafa reynt sjálfsmorð. Há- skólaprófessorinn Frank, sem talinn hefur verið fremsti Proust-sérfræðingur Bandaríkjanna hingað til, hefur nýlega fallið af stallinum eftir að hafa orðið ástsjúkur í garð eins karlkyns nemenda sinna. Erfitt er þó að gera upp á milli þess hvor sé bölsýnni, Frank eða afi gamli (Al- an Arkin) sem býr á heimilinu eftir að hafa ver- ið rekinn af elliheimilinu. Og ekki skánar ástandið þegar fjölskyldan sér sig knúna til að troða sér inn í gamla Volkswagen-rúgbrauðið, sem hefur verið að ryðga inni í bílskúr árum saman, og halda til Kaliforníu þar sem Olive litla hefur fengið inngöngu í „Litla fröken sól- skin“ fegurðarsamkeppnina fyrir stelpur. Hið kostulega ferðalag fjölskyldunnar knýr fram margs konar uppgjör, en á sama tíma má segja að kvikmyndin taki viðteknar hugmyndir um velgengi og „tap“ til endurskoðunar og tefli fram eigin sýn á það hver geti í raun talist sig- urvegarinn og hver „taparinn“ í þeirri stóru fegurðarsamkeppni sem hið vestræna ímynda- samfélag etur okkur í. Óháð og beinskeytt Litla fröken sólskin ber titilinn óháð kvikmynd með rentu, en henni var hreinlega hafnað af Fo- cus Features, „óháðri-deild“ Universal kvik- myndaversins, þegar ekki tókst að laða nægi- lega stóra stjörnu að verkefninu, eins og nauðsynlegt þykir samkvæmt framleiðslu- reglum hinna svokölluðu „óháðu“ undirdeilda gróðamiðaðra kvikmyndafyrirtækjanna. Þegar Litla frökin sólskin-verkefnið var undir hatti Focus Features var biðlað til Jims Carreys, Bens Stillers, Toms Hanks og jafnvel Robins Williams um að taka að sér hlutverk fjölskyldu- föðurins en allt kom fyrir ekki. Þegar ljóst var að stjörnurnar bitu ekki á agnið losaði Focus Features sig við verkefnið og framleiðandinn Marc Turtletaub, sem kom verkefninu upp- haflega af stað, keypti aftur framleiðsluréttinn og ákvað að halda áfram með verkefnið einn og óstuddur. Þá fyrst fengu leikstjórarnir frjálsar hendur og settu þau Dayton og Farris þegar í stað saman lista yfir draumaleikarahóp fyrir myndina og hunsuðu hinn hefðbundna stig- skipta „A-lista“ yfir söluvænlegar Hollywood- stjörnur. Toni Collette segist hafa velst um af hlátri þegar hún las handritið og sama er að segja um hina leikarana sem allir samþykktu að taka að sér hlutverk í myndinni á „ósamkeppn- ishæfum“ launum. Hér er vitanlega ekki um dónalegan leikarahóp að ræða, þótt þeir teljist ekki til glansstjarna, enda er frammistaða leik- aranna – allra með tölu – til þess fallin að draga fram hina fínstilltu gamanádeilu hennar og hin- ar mannlegu hliðar þessarar litríku fjöl- skyldusögu. Að sigra eða tapa Little Miss Sunshine sló eftirminnilega í gegn á Sundance kvikmyndahátíðinni í ár en hún fjallar á grátlega hlægilegan hátt um venjulega banda- ríska millistéttarfjölskyldu sem er allt annað en sólskinsbjört og samanstendur reyndar af hópi hálfgerðra ólukkupamfíla. Little Miss Sunshine „Ég bókstaflega grét af hlátri yfir tilteknum atriðum í myndinni,“ segir greinarhöfundur um myndina. Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.