Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 13
lesbók
Joshua Bell kom, sá og sigraðiþegar hann lék Fiðlukonsert
Brahms með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands í Há-
skólabíói, vorið
2003. Það var
mögnuð spila-
mennska sem
kollegi minn Rík-
arður Örn Páls-
son lýsti með
orðunum „eld-
móður og ástúð“.
Nú eftir helgi er
að koma út ný
plata með Bell, þar sem hann slær
á allt aðra strengi. Hann kallar
plötuna Rödd fiðlunnar, vel við
hæfi, þar sem þar eru sönglög og
óperuaríur í útsetningum fyrir fiðl-
una hans flottu, Stradivarius, sem
kaffihúseigandi nokkur í New York
stal úr Carnegie Hall upp úr 1930 –
vantaði grip til að spila á litla kaffi-
húsinu sínu. Hann játaði stuldinn á
banabeðinum 50 árum síðar og fiðl-
an komst í hendur réttmætra eig-
enda. En aftur að plötu Joshua
Bell. Þar verða sem sagt smellir á
smelli ofan, eins og á margfaldri
metsöluplötu hans með svipaðri
fiðlurómantík, og má búast við því
að einhverjum finnist snillingurinn
ungi sóa kröftum sínum um of með
því að púkka upp á þess konar
smælki í stað þess að fást við verð-
ugri verk. En hvað er verðugt? Við
skulum fyrst heyra hvernig kapp-
anum tekst upp. Með honum spilar
St. Luke hljómsveitin og stjórnand-
inn er Michael Stern.
Ríkisbankinná Jamaíku
er búinn að slá
sinn frægasta
son, reggae-
goðsögnina Bob
Marley í gull.
Myntin verður
þó ekkert hvers-
dagsklink, því
aðeins verða
slegnir þúsund
hundrað dollara peningar með
mynd af dreddlokkaprúðu höfði
Marleys.
Snillingur háu tónanna, djass-trompetleikarinn Maynard
Ferguson lést á miðvikudag. Hann
kom víða við á
ferli sínum,
kunni allt og gat
allt, hvort sem
það var swing,
bebop, rokk, kúl
djass eða bræð-
ingur – og hafði
að auki innsýn í
bæði klassík og
óperu. Hann gat
spilað háa tóna
alveg klingjandi hreint og fallega
sem getur verið alveg þrælerfitt á
trompet.
Í fyrradag lést á Spáni ein mestadrottning flamenco-söngsins
fyrr og síðar,
Fernanda Jimé-
nez Peña, sem
oftast var kennd
við fæðingarbæ
sinn og kölluð
Fernanda de Ut-
rera. Fernanda
og systir hennar
Bernarda þóttu
meistarar djóp-
söngsins, cante
jondo, sér-
staklega þess forms sem kallast
soleá.
Getur verið að indíánar hafi ekkiborðað hrossakjöt? Indíánski
sveitasöngvarinn Willie Nelson hef-
ur alltént lagst á sveif með öðrum
bandarískum listamönnum sem
berjast fyrir því að hrossakjötss-
látrun verði hætt þar vestra, en
frumvarp þess efnis liggur fyrir
bandaríska fulltrúaþinginu um
þessar mundir.
Bob Marley
Fernanda
de Utrera
Joshua Bell
Maynard Ferguson
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga @mbl.is
TÓNLIST
Ívikunni sem er að líða hélt söngkonan Ma-donna upp á fertugasta og áttunda afmæl-isdag sinn. Síðan hún kom fram á sjón-arsviðið fyrir tuttugu og þremur árum,
hefur hún notið gríðarlegra vinsælda og breytt
ásjónu popptónlistar að eilífu.
Madonna hóf feril sinn sem dansari í New
York, hún þótti hæfileikaríkur nútímadansari en
fljótlega gerði hún sér grein fyrir að henni væri
ætlað eitthvað stærra og meira. Hún rúntaði á
milli hljómsveita en varð lítið ágengt og hóf því
sólóferil. Hún vann sleitulaust að því að komast
áfram og að lokum fékk hún samning við útgáfu-
fyrirtækið Sire Records.
Fyrsta plata hennar, Madonna, leit dagsins ljós
árið 1983 en naut ekki mikilla vinsælda til að
byrja með. Platan inniheldur dansvænt popp og
þar sem Madonna átti vingott við plötusnúða á
klúbbum í New York og þeytti stundum skífum
sjálf, kom hún smáskífunni Everybody fljótt í
spilun. Lagið er diskólag með þungum takti og
naut talsverðar hylli á klúbbum.
Tónlistin á plötunni er ansi merkileg. Snarpur
trommutaktur ræður ferðinni en allur hljómur
hennar er gervilegur. Ekkert hljóð á plötunni lík-
ist venjulegu hljóðfæri og söngur Madonnu er
heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Það er
samt blanda af þessu öllu og geysisterkur per-
sónuleiki Madonnu sem skín í gegn og gerir plöt-
una að þeirri klassík sem hún er í dag. Þær voru
ekki margar söngkonurnar á undan henni sem
höfðu þennan eldmóð og þessa óttalausu fram-
komu. Platan sannar að það besta er ekki nauð-
synlegt til að gera allt vel, það er frekar rétt
blanda alls þess sem kemur að tónlistarsköpun
sem galdrar fram hið ómótstæðilega.
Á tímum sem fögnuðu endalokum diskó-
tónlistar átti platan þó ekki auðvelt uppdráttar og
þegar smáskífan Everybody kom út var Madonna
ævareið yfir því að engin mynd var af henni á um-
slaginu. Ástæða þess var sú að ekki mátti styggja
hlustendur með því að þeir kæmust að því að hvít
stelpa væri að syngja „svarta“ tónlist.
Þar sem platan sigldi upp vinsældalistana fékk
Madonna að gera myndbönd og með þeim breytt-
ist viðmót hins almenna hlustanda. Myndböndin
við Lucky Star og Borderline voru sýnd á MTV og
fékk Madonna í þeim að flíka sínum stóra per-
sónuleika. Hún sendi með þeim skilaboð til heillar
kynslóðar stúlkna að þær þyrftu ekki að taka
dyntum stráka með hægð og rósemi. Með kyn-
þokkann, töffaraskapinn og viljann að vopni steig
hún fyrstu skrefin í átt þess að verða frægasta
söngkona veraldar.
Þrátt fyrir að vera afar myndbandsvæn mann-
eskja gerði Madonna aldrei myndband við þekkt-
asta lag plötunnar, Holiday. Lagið er löngu orðið
poppklassík og er með ólíkindum að hugsa til þess
að það hafi aldrei komist hærra en í 16. sæti
Billboard-listans. Reyndar segir sagan að mynd-
band hafi verið gert við Holiday en að það hafi
verið svo slæmt að því hafi verið hent.
Þótt liðin séu meira en tuttugu ár frá útgáfu
Madonna, gætir áhrifa hennar enn víða í dans-
tónlist. Margar af poppstjörnum 21. aldar fá lán-
aða takta af plötunni. Sem dæmi má nefna norsku
söngkonuna Annie en hún breytti Everybody
sáralítið þegar hún notaði það í lag sitt Greatest
Hit. Það eru þó áhrif framkomu og ímyndar Mad-
onnu sjálfrar sem eru hvað mest áberandi. Nú-
tíma poppstjörnur nefna hana oft sem sinn helsta
áhrifavald. Madonna hefur þó lítið breyst hvað
tónlistarsköpun sína varðar. Þrátt fyrir að hafa
daðrað við flestar stefnur er hún alltaf með á nót-
unum og sendir frá sér tónlist í takt við tímann.
Nýjasta plata Madonnu, Confessions on a Dan-
cefloor er undir áhrifum þessarar fyrstu plötu
hennar. Madonna hefur valið að fara aftur til eigin
róta, en þar nýtur hún sín ákaflega vel.
Madonna – Madonna
Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur
findhelga@gmail.com
POPPKLASSÍK
N
ýju plötunni hefur verið líkt við
meistaraverk Maiden frá 1988,
Seventh Son Of A Seventh Son,
og segja má að verið sé að tefla
á tæpasta vað með slíkum sam-
anburði. Sú plata er iðulega
nefnd sem sterkasta verk Maiden ásamt Number
of the Beast, þó að Killers og Piece of Mind skjóti
iðulega upp kolli í slíkum vangaveltum.
En hvað er það sem réttlætir þá þennan sam-
anburð, utan hinar hefðbundnu markaðsbrellur
þar sem nýjasta plata er – kemur á óvart – „besta
verk sveitarinnar til þessa“?
Fyrir það fyrsta hefur verið nokkur stígandi í
sveitinni eftir að áðurnefndir aðilar slógust í hóp-
inn á ný. Þó að ekki sé um gallalaust verk að ræða,
bar Brave New World (2000) með sér ferska vinda
og lagði grunninn að einslags framhaldslífi fyrir
sveitina. Útlitið á „Blaze“-árunum var nefnilega
engan veginn gott á tímabili, en hér er vísað í
Blaze Bailey, söngvara þann er leysti Dickinson af
hólmi árið 1993, eftir Fear of the Dark plötuna.
Blaze-plöturnar tvær þykja snautlegar, og þá sér
í lagi seinni platan, Virtual XI, sem út kom 1998.
Brave New World var fylgt eftir með Dance of
Death (2003) sem reyndist heilsteyptara verk en
forverinn og því útlit fyrir að sveitin hefði náð að
fóta sig á nýjan leik. Í millitíðinni kom út hljóm-
leikaplatan Rock in Rio, þar sem sveitin lék fyrir
mesta áhorfendafjölda frá upphafi, 250.000
manns. Einnig var safnplata gefin út (Edward the
Great) og kassi með sjaldgæfu efni (Eddie’s Arc-
hive). Endurkoma Dickinson og Smith var þannig
vel fagnað af hinum fjölmörgu aðdáendum sveit-
arinnar og alltaf virðist næg eftirspurn eftir út-
gáfum af hvaða tagi sem er úr ranni sveitarinnar.
Progg
Í öðru lagi tekur Seventh Son … samanburðurinn
til eiginda plötunnar nýju. Líkt og með hana er
hér um ræða plötu sem byggist á heildarhugmynd
eða „konsepti“. Meðlimir, nánar tiltekið þeir
Nicko McBrain trommuleikari og Janick Gers gít-
arleikari, hafa þó þrætt fyrir þetta í nýlegu viðtali
sem birtist á þungarokksíðunni blabbermout-
h.net. Meðlimir tóku heldur ekki of vel í það að
Seventh Son … væri álitið konseptverk á sínum
tíma. Ekki furða, en konseptplötur eru iðulega
álitnar hálfgerðir skollar. Einhverra hluta vegna
eru slíkar plötur þó iðulega að koma út, oft
„lenda“ hljómsveitir í því að gefa út slíka gripi
þegar þeim finnst tími til kominn að þær séu tekn-
ar alvarlega.
En alltént, A Matter of Life and Death fjallar
um stríð og misbeitingu á trúarbrögðum, geysi-
vinsæl þemu í dag virðist vera en stríðspælingar
hafa reyndar skotið reglulega upp kolli á 31 árs
löngum ferli Maiden. Seventh Son... fékkst hins
vegar við vangaveltur um fæðingu og dauða,
möguleg framhaldslíf og fallvaltleika mannskepn-
unnar.
Platan er þá lengsta plata Maiden til þessa en
lengdin og dramatíkin, þessi proggumföðmun, fór
af stað á nýjan leik á Brave New World og var
framhaldið á Dance of Death, með lögum á borð
við „No More Lies“, „Journeyman“, „Pasch-
endale“ og titillaginu, allt miklar langlokur en síð-
ustu tvö lögin slaga upp í níu mínútur. Þessi löngu
lög voru ennfremur bestu lög þeirrar plötu, á
þeim eru Maiden til muna öruggari en á styttri,
rokkaðri lögum.
Lengingar
Þannig að áframhald á þeim nótunum er því hið
besta mál. Ef Iron Maiden eru að valda hinu stór-
brotna betur en hinu fíngerða og einfalda í dag,
veri það svo. Ég stakk reyndar upp á því í dómi á
sínum tíma um Dance of Death að næsta plata
skyldi vera í stíl við hátimbruðustu plötu Yes, Ta-
les from Topographic Oceans. Fjögur lög og hvert
tuttugu mínútur að lengd með ámóta löngum
lagatitlum.
Í gegnum tíðina sýndu Maiden að þeir væru
með þessar tvær nálganir fullkomlega á valdi
sínu, sjá t.d. Number of the Beast, þar sem snilld-
ar poppsmellur á borð við „Run to the Hills“
stendur jafnfætis epísku lagi eins og „Hallowed
Be Thy Name“. En á síðustu plötum hafa stuttu
lögin, sem iðulega hafa verið gefin út sem fyrstu
smáskífurnar ekki verið að gera sig. „The Wicker
Man“ af Brave New World fannst mér ódýr smíð
og sama má segja um „Wildest Dreams“ af Dance
of Death.
Og Maiden hafa horfið frá „smella“-herfræðinni
á Matter Of Life And Death. Fyrsta smáskífan
heitir ekki einasta illgrípanlegu nafni („The
Reincarnation of Benjamin Breeg“) heldur er líka
heilar sjö mínútur og tuttugu og ein sekúnda að
lengd. Lagið verður ekki klippt niður fyrir útvarp
eins og svo oft er gert og því til efs að það fái
mikla spilun á þeim vígstöðvunum. Þetta er því
ansi svalt útspil hjá Maiden, einslags undirstrikun
á því að þeir þurfa á engan hátt að laga sig að
markaðnum til að koma sínu út og geta gert það
sem þeim sýnist. Mikið væri því gaman að þeir
færu alla leið næst, og gæfu út eitt og óslitið heild-
arverk, samanber Thick as a Brick með Jethro
Tull. Slíkur leikur færi mögulega með hljómsveit-
ina út að mörkum lífs og dauða, og sannanlega
yrði þar teflt á tæpasta vað. En hver vill ekki
hlusta á sextíu mínútna lag með Iron Maiden?
Á tæpasta vað
Á mánudaginn kemur fjórtánda hljóðversplata
Iron Maiden út, A Matter Of Life And Death.
Þessi gamalgróna og stefnumarkandi stofnun
innan þungarokksins gekk í endurnýjun lífdaga
við árþúsundamót en þá sneru tveir útlagar aft-
ur á heimaslóðir, söngvarinn Bruce Dickinson
og gítarleikarinn Adrian Smith.
Lukkutröllið Eddie Hann er aldrei langt undan
félögum sínum og prýðir alla listræna hönnun í
kringum plötuna nýju.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is