Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Síða 1
Laugardagur 26. 8. 2006
81. árg.
lesbók
SPAGETTÍAUSTRI MURAKAMIS
„SÁ DAGUR SEM ÉG FÆ NÝJA BÓK EFTIR HANN
Í HENDURNAR ER FULLKOMINN DAGUR FYRIR MURAKAMI“
Er Peter Handke óboðlegur höfundur vegna skoðana sinna? » 6
Eftir Jón Karl Helgason
tjonbarl@hotmail.com
N
ú í vikunni birtust í
Morgunblaðinu
ljósmyndir af
„náttúruspjöllum“
í gíg Hverfjalls í
Mývatnssveit; orð-
um og myndum sem gerð eru með
því að raða ljósu, lausu grjóti á
svartan gígbotninn. Í viðtali við yf-
irlandvörð á svæðinu, Elvu Guð-
mundsdóttur, kemur fram að ferða-
menn hafi um margra ára skeið
skilið þarna eftir einhver læsileg
ummerki um heimsóknir sínar. Hún
viðurkennir að þau elstu séu „orðn-
ar menningarlegar minjar“, en
finnst að þetta hafi færst svo í
aukana á síðari árum að til óheilla
horfi. Þykir Elvu sérstaklega „ljótt
þegar það er verið að skrifa ást-
arjátningar og þetta fer að verða
eins og veggjakrot“ og fullyrðir að
meirihluti ferðamanna telji þetta
hvíta lesmál „lýti á svæðinu“. Hins
vegar hafi landeigendur Hverfjalls
ekki gefið leyfi til að það sé fjar-
lægt. Einn þeirra, Leifur Hall-
grímsson, svarar fyrir þá ákvörðun
á síðum Morgunblaðsins. Hann tel-
ur að þetta athæfi hafi ekki aukist
og segir að eins og þetta hafi verið
síðustu árin pirri þetta þá ekki neitt.
Leifur lætur þess einnig getið að
landeigendur hafi sjálfir sett upp-
hafsstafi sína þarna þegar þeir voru
„ungir menn“ og lofar að það verði
tekið á málinu ef „þetta fer úr bönd-
unum“.
Daginn eftir þessa umfjöllun var
fjallað um málið í leiðara Morg-
unblaðsins undir yfirskriftinni
„Krotað á náttúruna“. Var vakin at-
hygli á að Hverfjall væri „einn
stærsti og formfegursti gjóskugígur
í heiminum“, enda væri staðurinn á
náttúruminjaskrá. Furðaði leið-
arahöfundur sig á tregðu landeig-
anda til að leyfa að skrifin í gígnum
yrðu fjarlægð en minnti jafnframt á
að „skemmdarverk“ sem þessi
hefðu tíðkast lengi; „þeir sem aka
um Svínahraun geta séð dæmi um
hvernig skemmdarvargar hafa rifið
mosa úr fjallshlíðum til að mynda
stafi og orð. Það eru skemmdir, sem
enn sjást áratugum síðar.“ Í nið-
urlagi leiðarans er loks rætt um það
sem uppeldislegt atriði að foreldrar
útskýrðu fyrir börnum sínum „að
svona umgangist fólk ekki merkar
náttúruminjar. Eða getur það verið
að fullorðið, viti borið fólk kroti á
steina og fjöll?“
Umræðan um þetta efni er for-
vitnileg, af ýmsum ástæðum. Út frá
sögulegum forsendum má velta fyr-
ir sér hve háum aldri tjáning af
þessu tagi þurfi að ná til að teljast
menningarlegar minjar, fremur en
náttúruspjöll. Með vissum hætti er
steinskriftin í Hverfjalli nútímaleg
útgáfa af bergristum og rúnaristum
fyrri alda, sem flestar hafa tryggt
sér eilíft líf á minjaskrám. Út frá
fagurfræðilegum forsendum má
velta fyrir sér hve listræn tjáning af
þessu tagi þurfi að vera til að teljast
umhverfislistaverk fremur en
skemmdarverk. Hver er til dæmis
munurinn á steinskriftinni í Hver-
fjalli og steinsúlunum sem banda-
ríski listamaðurinn Richard Serra
reisti í náttúruperlunni Viðey um
árið? Út frá félagsfræðilegum for-
sendum má velta fyrir sér hve
Kilroy við
Kárahnjúka
Minjar? Á „krotið“ á Hverfjalli eftir að teljast merkilegar minjar?
AP
Oprah Slétt ásjóna sjónvarpskonunnar hylur sársaukafulla fortíð. » 4
F
yrir skömmu vakti
það mikla athygli
á Englandi þegar
Josephine Rooney,
sem er 69 ára
gamall eft-
irlaunaþegi, var dæmd til þriggja
mánaða fangelsisvistar fyrir að
neita að greiða fasteignagjöldin
sín, en hún skuldaði bæjarfélag-
inu í Derby City tæp 800 pund.
Josephine var orðin þreytt á
því að bæjarráðið skyldi ekki
bregðast við sífelldum umkvört-
unum út af vændi og eitur-
lyfjavanda í nágrenni við heimili
hennar.
Svo að ástæðurnar fyrir
ákvörðun hennar færu ekki á
milli mála lagði hún í hverjum
mánuði upphæðina sem hún
skuldaði bæjarfélaginu inn á sér-
stakan reikning sem hún hreyfði
ekki við. Þegar dómur féll í mál-
inu var Josephine dæmd til að
greiða skuld sína við bæjarfélagið
eða vera fangelsuð ella.
Josephine sat aðeins inni í eina
nótt. Velgjörðarmaður greiddi
skuld hennar að fullu en þegar
Josephine var leyst úr haldi sagði
hún: „Það fékk afskaplega mikið
á mig þegar mér var sagt að fast-
eignagjöldin mín hefðu verið
greidd. Ég lagði á það ríka
áherslu að ég hefði lagt pen-
ingana inn á bankabók. Sá sem
gerir svona lagað hlýtur að vera
á bandi bæjarráðsins.“
Josephine vissi sem var að full-
trúarnir í bæjarráðinu högnuðust
helst á því að hún sæti inni í sem
skemmstan tíma. Með því að
greiða skuld hennar taldi hún
velgjörðarmaðurinn hafa brotið á
„rétti“ sínum til þess að brjóta
lögin í mótmælaskyni eins þver-
sagnakennt og það kann að
hljóma.
Ég kem aftur!
En hún hefur ákveðið að láta
þetta mótlæti ekki buga sig:
„Jafnvel þótt ég bíði ósigur hef
ég ekki brugðist í kristilegum
skilningi orðsins vegna þess að
ég hef gert allt sem ég gat. Ég
sagði fangelsisstjóranum að þetta
endaði ekki hér og ég kæmi bráð-
um aftur.“
Guðni Elísson fjallar um þegn-
lega óhlýðni í Fjölmiðlapistlinum
í dag. »2
Þegnleg
óhlýðni
Josephine
Telur brotið á „rétti“
sínum til þess að brjóta
lögin í mótmælaskyni
» 3
Hver er munurinn á „krotinu“ í Hverfjalli
og risavöxnu „stíflu-veggjakrotinu“
sem brátt verður lokið við á hálendinu?