Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Baldur Arnarson
baldur@mbl.is
B
ókin Collapse, eða Hrun,
eftir bandaríska vísinda-
manninn Jared Diamond
vakti mikla athygli þegar
hún kom út síðla árs 2004.
Þrátt fyrir að slaga hátt í
600 síður og innihalda
mikið magn upplýsinga
um ólík menningarsamfélög varð bókin að met-
sölubók vestanhafs.
Diamond þekkir vel til aðstæðna á Íslandi,
sem hann notar sem stuðningsdæmi fyrir þeirri
tilgátu sinni að maðurinn taki almennt ekki eft-
ir hægfara eyðingu á landkostum.
Fellur sú tilgáta inn í þá röksemdafærslu
Diamonds, sem er prófessor í landafræðum og
lífeðlisfræðum við Kaliforníuháskóla (UCLA),
að ofnýting á náttúruauðæfum hafi oftar en
ekki leitt til hnignunar samfélaga.
Greining Diamonds á árekstrum fyrirtækja
og umhverfisverndarsinna á mörgu leyti vel við
samfélagsumræðuna á Íslandi í dag.
Umfjöllun hans ristir þó dýpra en hefðbund-
inn samanburður á afstöðu manna til nátt-
úruverndar samkvæmt pólitískum víglínum.
Áhugi hans beinist miklu frekar að því hvers
vegna samfélög breyta rangt, óháð sjálfri sam-
félagsgerðinni og þeirri hugmyndafræði sem
þar kann að vera lögð til grundvallar.
Hann tekur hvorki afstöðu með eða á móti
auðhyggjunni og hrósar og lastar fyrirtæki fyr-
ir umgengni sína við náttúruna eftir því sem við
á hverju sinni.
Diamond liggur mikið á hjarta enda telur
hann að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem
mannkynið standi andspænis hnattrænni
hnignun vistkerfisins, vandamál á borð við
loftslagsbreytingar muni fyrr en síðar hafa al-
varlegar afleiðingar.
Tólf atriði til grundvallar
Collapse skiptist í fjóra hluta sem gegna því
hlutverki að rökstyðja þá kenningu að hnignun
og hrun samfélaga megi iðulega rekja til fimm
þátta: slæmrar umgengni við náttúruna; lofts-
lagsbreytinga; fjandsamlegra nágranna;
minnkandi stuðnings nágrannaríkja og
(rangra) viðbragða samfélaga við aðstæðum
sínum.
Þau samfélög sem fjallað er um í bókinni
gegna þannig því meginhlutverki að skýra með
reynsludæmum hvernig hver og einn af þessum
fimm þáttum hafi átt þátt í hruni þeirra. Gerð
er tilraun til að varpa ljósi á þessa uppbyggingu
frekar í þeim köflum sem hér er vísað til.
Með hruni á Diamond við samdrátt í mann-
fjöldanum og eða í pólitískum, efnahagslegum
og félagslegum margbreytileika samfélaga á
umtalsverðu svæði í lengri tíma.
Hann nefnir átta atriði í samhengi við hvern-
ig eldri samfélög hafi grafið undan sjálfum sér
með því að skaða umhverfið: skógareyðingu og
eyðingu vistkerfa; jarðvegsvandamál; vanda-
mál við vatnsdreifingu, ofveiði, ofnýtingu fiski-
stofna, neikvæð áhrif aðfluttra dýra á umhverf-
ið, aukning mannfjöldans og aukin áhrif hvers
einstaklings á umhverfi sitt.
Þegar um er að ræða samfélög í samtím-
anum segir hann fjögur atriði hafa bæst við:
loftslagsbreytingar af mannavöldum; upp-
söfnun eiturefna í umhverfinu; orkuskortur og
hámarksnýting á getu lífríkis jarðarinnar til
ljóstillífunar.
Eðli málsins samkvæmt er nálgun Collapse
afar víðfeðm og ber að líta á þetta greinarkorn
sem lauslega kynningu á söguþræði hennar.
Skiptist í fjóra kafla
Alls skiptast fjórir hlutir bókarinnar í sextán
kafla og verður gripið niður í nokkrum þeirra
hér á eftir.
Í fyrsta hlutanum persónugerir höfundur um
margt viðfangsefni bókarinnar með því að lýsa
reynslu sinni af umhverfisvandamálum í suð-
vesturhluta Montana-ríkis.
Jafnframt gegnir sá hluti þeim tilgangi í frá-
sögninni að færa efni bókarinnar að bandarísk-
um lesendum, með því að sýna hvernig Bittero-
ot-dalurinn í ríkinu er dæmi um öll
umhverfisvandamál landsins, skógareyðingu,
vatnsskort, jarðvegseyðingu og eitur-
efnamengun sé unnt að rekja til mistaka í ár-
anna rás.
Að samanlögðu eigi mörg af þeim fimm meg-
inatriðum er leitt hafi til hnignunar samfélaga
við Montana.
Þar er einnig fjallað um áralanga togstreitu
námafyrirtækja og íbúa ríkisins og hvernig óá-
byrg umgengni við umhverfið hafi oftar en ekki
kallað á rándýrar hreinsiaðgerðir sem hafi oft-
ar en ekki fallið á samfélagið.
Annar hlutinn skiptist svo í átta kafla, þar
sem dæmi eru tekin af þætti ofnýtingar nátt-
úruauðæfa í hnignun samfélaga.
Harmur Páskaeyja táknrænn
Fyrsti kaflinn fjallar um hinar dularfullu
Páskaeyjar í Kyrrahafi sem Diamond telur
dæmi um samfélag þar sem skógareyðing átti
hlut í félagslegum óstöðugleika er smátt og
smátt leiddi til átaka og að lokum árása á stein-
drangana frægu sem eyjarnar eru þekktar fyr-
ir.
Næstu þrír kaflar færa svo frekari rök fyrir
áhrifum landeyðingar á hnignun samfélaga
með sögulegri umfjöllun um endalok búsetu á
Pitcairn- og Henderson-eyjunum á Kyrrahafi,
og hnignun Anasazi-samfélaganna í Norður-
Ameríku, sem miklir þurrkar um 1130 gerðu
endanlega út af við, og Maya-siðmenninguna í
Suður-Ameríku, þar sem þurrkar áttu einnig
þátt í hnignun og loks hruni samfélagsins.
Diamond telur mikla aukningu mannfjöldans
í síðastnefnda tilvikinu hafa leitt til ofnýtingar
náttúruauðlinda, sem hafi, líkt og í Rúanda og
Haítí, haft skelfilegar afleiðingar. Verður nánar
vikið að þætti mannfjölgunar í þjóðarmorðinu í
Rúanda árið 1994 síðar í þessari grein.
Í sjötta, sjöunda og áttunda kafla annars
hluta bókarinnar er vikið að Íslandi og Græn-
landi og skulum við nú bera niður í þeim hluta
frásagnarinnar.
Örlög víkinganna áhugaverð
Að mati Diamonds eiga örlög víkinga á Íslandi
og Grænlandi sér áhugaverða sögu, enda upp-
fylli hnignun búsetu landnema á Grænlandi öll
fimm atriðin er hann telur tengjast hnignun
samfélaga og vikið var að hér að ofan. Hann
segir víkingana meðal annars hafa unnið spjöll
á nátturunni; orðið fyrir afleiðingum loftslags-
breytinga og að menning þeirra hafi haft áhrif á
viðbrögð þeirra við þessum aðstæðum.
Viðskipti víkinga við aðrar þjóðir eru sögð
hafa haft sitt að segja sem og árásir ínúíta á
Grænlandi.
Það skal tekið fram, að minnst er á Fær-
eyjar, Orkneyjar, Vínland og Hjaltlandseyjar í
þessu samhengi. Sú umfjöllun er hins vegar
nokkuð utan alfaraleiðar í þessari frásögn og
verður ekki gerð nánari skil hér.
Loftslag á Grænlandi er sagt hafa hlýnað í
lok síðustu ísaldar fyrir um 14.000 árum. Þá
hafi firðir eyjarinnar orðið „kaldir“ en ekki
„mjög kaldir“ líkt og áður. Af þessu leiðir að
hlýindaskeiðið fram að Litlu ísöldinni var for-
senda búsetu víkinga á Grænlandi, eftir að segl-
skipatækni barst til norðurhálfu á sjöundu öld.
Höfundur telur að norskir landnemar á
Grænlandi hafi rýrt landkosti landsins með þrí-
þættum hætti. Þeir hafi eyðilagt plöntu- og
jurtalíf þess, raskað jarðvegi og skorið torf úr
grassverðinum. Þeir hafi brennt skóg til að
rýma fyrir beit, höggvið svo niður fleiri tré til
að smíða verkfæri og aðra gripi og til að nota
sem eldivið.
Ofnýting á Grænlandi
Að mati Diamonds leiddi þetta til alvarlegs
timburskorts sem aftur leiddi til þess að land-
nemar urðu meðal annars að reiða sig á reka-
við. Af þessum sökum urðu þeir að brenna bein
sem hefðu ella getað orðið fóður. Skorturinn
hafi einnig dregið úr öryggi þeirra með því að
koma í veg fyrir eldsneytisfreka vopnasmíði úr
járni.
Eins og fyrr segir höfðu loftslagsbreytingar
veruleg áhrif á landnám á Grændlandi, loftslag
hafi verið hlýtt í Norður-Evrópu á 9. öld þegar
siglingaleiðir opnuðust vegna hlýinda. Þær hafi
síðar lokast aftur.
Vísar Diamond hér til upphafs Litlu ísald-
arinnar um 1300 þegar byrjaði að verða kaldara
við Ísland, þróun sem hafi um árið 1420 náð há-
marki og verið stöðug fram á 19. öld. Kólnandi
veðurfar er sagt hafa haft áhrif á verslun land-
nema, síðasta kaupskip á vegum Noregskon-
ungs – sem hafði einkarétt á verslun – hafi
komið til landsins árið 1368. Síðasti biskupinn í
Grænlandi hafi svo farið til feðra sinna um tíu
árum síðar.
Jafnframt segir hann skort á vilja til að eiga
samneyti við ínúíta hafa haft sitt að segja, þeir
hafi ekki lært að nota hval- og selspik til hit-
unar af þessum sökum. Þá er minnt á þann hátt
höfðingja að bruðla með fé til kaupa á lúx-
usvörum, í stað þess að kaupa mikilvægari hluti
á borð við járn. Endalok 450 ára búsetu norskra
innflytjenda eru því rakin til nokkurra sam-
verkandi þátta.
Gróðureyðing á Íslandi
sú mesta í Evrópu
Með líku lagi vísar Diamond til sögu Íslands til
að rökstyðja þá ályktun sína að gríðarlega land-
eyðingu megi oftar en ekki rekja til þekking-
arskorts á landkostum. Þetta er nokkuð mik-
ilvægur liður röksemdafærslunnar, enda er fátt
jafnórökrétt fyrir samfélög og að leggja gróð-
urlendi sitt í rúst.
Fyrstu kynni Diamonds af Íslandi voru þeg-
ar honum var fyrir mörgum árum boðið á ráð-
stefnu Atlantshafsbandalagsins, NATO, hér á
landi þar sem rætt var um leiðir til að bæta vist-
kerfi sem hafi orðið fyrir raski. Hann segir
staðarval ráðstefnunnar hafa verið einkar við-
eigandi, þar eð Ísland hafi orðið fyrir mestri
jarðvegseyðingu allra þjóða í Evrópu. Landið
sé víða brún eyðimörk.
Skóglendi landsins hafi þannig horfið frá
landnámi og helmingur jarðvegsins ýmist
runnið út í sjó með ám eða fokið á haf út. Minnt
er á að loftslag hafi kólnað á Íslandi við upphaf
Litlu ísaldarinnar og að aðstæður til akuryrkju
hafi því verið takmarkaðar eftir að hún hófst.
Þá er bent á þá staðreynd að jarðvegur hafi
myndast hægar og eyðst hraðar á Íslandi en í
Noregi og Bretlandi.
Skógi landsins eytt
Ennfremur gefur Diamond í skyn að Íslend-
ingar hafi ekki umgengist þau auðæfi sem fól-
ust í frjósömum jarðvegi af ábyrgðartilfinningu
og að það hafi átt sinn þátt í hvernig fór.
Um 80 prósentum af skóglendi landsins hafi
verið eytt á fyrstu áratugum landnámsins og
svo 96 prósentum þess skógar sem eftir var á
síðari tímum. Þetta þýði að aðeins eitt prósent
af upphaflegum skógi landsins sé eftir.
Til varnar Íslendingum segir Diamond að
þeir hafi ekki getað vitað að jarðvegur hér væri
viðkvæmari en í Noregi og Bretlandi – hverir
og eldfjöll hafi verið framandi en sjálfur gróð-
urinn verið kunnuglegri – og að smátt og smátt
hafi skapast vítahringur sem þeir réðu ekki við.
Því telur hann aðgerðir landnema á Íslandi
dæmi um röng viðbrögð samfélags við að-
stæðum sínum.
Án þess að djúpt sé í það farið minnir Dia-
mond á, að eyðing landkosta hafi átt þátt í
óstöðugleika Sturlungaaldar og því væntanlega
undirritun Gamla sáttmála 1262, þótt það ártal
sé umdeilt líkt og áður hefur komið fram á
þessum vettvangi.
Að grafa sér gröf
Bókin Collapse eftir bandaríska vísinda-
manninn Jared Diamond fjallar um tengsl
landeyðingar og hnignunar samfélaga. Hér
er stiklað á stóru í víðfeðmri nálgun bók-
arinnar.
Ljósmynd/Andrés Arnalds
Hrun Talið er að jarðvegseyðing hafi átt þátt í hruni Páskaeyja. Stein-
drangarnir eru því táknrænir fyrir sóun, vanþekkingu og skammsýni.
Reuters
Harmleikur Diamond færir rök fyrir því að landeyðing hafi átt hlut að
máli í þjóðarmorðinu í Rúanda árið 1994.
Eyðing Myndin sýnir gríðarlega jarðvegseyðingu við Hlöðufell, sunnan Langjökuls. Rannsóknir benda til, að losun gróðurhúsalofttegunda -
einkum á koltvísýringi og metan - úr lífrænu efni á Íslandi í mýrum og á illa förnu landi sé meiri en sem nemur losun af mannavöldum. Land-
græðsla bindur því ekki aðeins kolefni í gróðri heldur kemur hún einnig í veg fyrir losun þess úr íslenskum vistkerfum. Landgræðsla er því
mjög virk leið til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Áhugafólk um umhverfisvernd ætti að gefa slíkum staðreyndum miklu meiri gaum.