Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 9
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
N
ýja málverkið var andóf upp-
rennandi kynslóðar mynd-
listarmanna við hug-
myndalistinni sem hafði
ráðið ríkjum síðan á sjöunda
áratugnum og hafði að
margra mati fjarlægst um of listneytendur og
listamennina sjálfa vegna hreinnar og kaldrar
hugmyndahyggju. Nýja málverkið var ekki
einangrað fyrirbrigði á Íslandi heldur átti sér
samsvörun erlendis. Nú er í fyrsta sinn gefið
sögulegt yfirlit um þá hreyfingu sem fæddist í
raun í kringum pönktónlistina og starfsemi
listamanna í JL-húsinu á Hringbraut þar sem
Gullströndin andaði og Svart og sykurlaust
æfði gjörninga sem framdir voru á götum úti.
Sýningin heitir Málverkið eftir 1980 og er
sett upp í fjórum sölum í Listasafni Íslands. Í
fyrsta salnum er brugðið ljósi á fyrstu árin eft-
ir 1980, í sal 2 eru teikningar, bókverk og graf-
íkmyndir og tengsl við hugmyndalistina, í
þriðja salnum eru flestir þeir listamenn sem
eiga verk í fyrsta salnum ásamt þeim sem hafa
bæst við. Sýna verkin þar þróunina í list þeirra
frá 1980. Í fjórða salnum er síðan yngsta kyn-
slóðin, nútíminn. Heiðurinn af uppsetningunni
og söfnun listaverka inn á sýninguna eiga list-
fræðingarnir Halldór Björn Runólfsson og
Laufey Helgadóttir.
„Þetta er tímabil sem mjög lítið hefur verið
fjallað um. Það hafa verið settar upp litlar sýn-
ingar um tímabilið en engin stór úttekt verið
gerð. Þetta er tilraun til þess að gera úttekt á
tímabilinu með Nýja málverkið sem útgangs-
punkt,“ segir Laufey.
Pönkið og Nýja málverkið
Mjög afgerandi skil urðu einmitt í myndlistinni
upp úr 1980. Fram að þessum tíma höfðu
margir slegið því fram að málverkið væri dautt
og hugmyndalistin tekin yfir. „Allt í einu kem-
ur þessi kynslóð, sem er undir áhrifum frá því
sem er að gerast úti í heimi. Menn byrjuðu að
mála af fullum krafti. Skilin eru svo skörp fyrir
og eftir 1980,“ segir Halldór.
Laufey segir að margir hafi bent á að þessi
hreyfing hafi verið í beinni andstöðu við kons-
eptlistina. Listamennirnir hafi margir sjálfir
verið orðnir þreyttir á þessu harða og kalda
konsepti. Málverkinu hafði verið ýtt til hliðar
og það hafði jafnvel þótt örlítið hallærislegt að
mála. „Á þessum tíma varð vakning alls staðar
í heiminum, Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakk-
landi og Þýskalandi, og hún smitaði út frá sér.
Hér heima springur þetta út um 1982 en
hafði verið að gerjast alveg frá 1980,“ segir
Laufey.
Halldór segir að breytingin hafi falið í sér
afturhvarf til handverksins og gagnrýni á hina
hreinu heimspeki hugmyndalistarinnar og hafi
haldist í hendur við pönkið. „Það var mjög
mikill samgangur á milli myndlistarmanna og
tónlistarmanna, þ.e.a.s. pönkara. Andi pönks-
ins endurspeglast mjög mikið í myndlistinni á
þessum fyrstu árum eftir 1980.“
Margir þeirra sem kvöddu sér hljóðs á þess-
um tíma höfðu vinnustofur í JL-húsinu. Þar
var haldin stór sýning árið 1983 sem hét Gull-
ströndin andar og var einn af upphafspunktum
Nýja málverksins hér á landi. Þar höfðu líka
aðrir hópar listamanna aðstöðu, eins og götu-
leikhúsið Svart og sykurlaust sem Guðjón Ped-
ersen, núverandi leikhússtjóri í Borgarleik-
húsinu, var í forsvari fyrir, og hljómsveitin
Oxmá. Þar höfðu ennfremur Georg Guðni,
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Guðrún Tryggva-
dóttir og fleiri listamenn vinnustofur.
„Það hafði verið ákveðið að hafa stóra sýn-
ingu á Kjarvalsstöðum um þetta leyti þar sem
átti að sýna myndlist ungu kynslóðarinnar.
Ekki voru allir valdir á þá sýningu sem
myndlistarmennirnir sjálfir hefðu kosið og
ákvað þá hópurinn í JL-húsinu að halda sína
eigin sýningu,“ segir Laufey.
Nýja málverkið var uppreisn gegn hug-
myndalistinni og um leið gegn broddborg-
aramálverki og stofumálverki. Um leið var
Nýja málverkið andóf gegn samfélaginu, alveg
eins og pönkið.
Halldór Björn segir að með Nýja málverk-
inu hafi komið fram ný nálgun sem margir
höfðu talið að ætti ekki afturkvæmt í myndlist.
„Menn töldu að svona fígúratíf málverk ættu
ekki eftir að sjást aftur. Það þótti furðulegt að
menn skyldu aftur fara að nota fígúruna.“
Laufey bendir á aðra staðreynd, sem blasir
reyndar við þegar málverk frá upphafsskeiði
Nýja málverksins eru skoðuð. Það er hve áber-
andi fáar konur gáfu sig að Nýja málverkinu,
ekki einungis á Íslandi heldur líka erlendis.
Þess vegna sé oft á tíðum talað um Nýja
málverkið sem karlalist. Oftast er líka karllík-
ami í myndverkum listamanna frá þessum
tíma en mun síður kvenlíkami.
Markaðsvæðing málverksins
„Kannski var það vegna þess að það ríkti ofsi í
kringum Nýja málverkið. Allt þurfti að gerast
svo hratt og í núinu. Þeir máluðu mörg mál-
verk, jafnvel eru dæmi um tíu málverk á einum
degi. Það hefur verið talað um það að mark-
aðurinn hafi kallað á þessi nýju verk því það er
þægilegra að selja málverk en hugmyndalist.
Erlendis var talað um það að Nýja mál-
verkið hefði komið mjög snöggt fram á sjón-
arsviðið og markaðurinn hefði brugðist jafn-
hratt við.
Málarar þessa tíma urðu hálfgerðar popp-
stjörnur og voru með sýningar úti um allan
heim. Verkin margfölduðust í verði á einu til
tveimur árum,“ segir Laufey og bætir við að
margir af þessum stjörnulistamönnum heyrist
varla nefndir á nafn lengur. Aðrir hafi samt
þróast áfram og átt farsælan feril.
Mikil umræða var um markaðshyggjuna í
kringum Nýja málverkið og voru gallerí jafn-
vel sökuð um að hafa komið þessari stefnu á
koppinn til að uppfylla þarfir markaðarins fyr-
ir nýja list. „En hvað sem hver segir eru það
listamennirnir sjálfir sem alltaf ráða ferðinni.
Þar eru straumar sem enginn stöðvar og
markaðurinn bregst síðan við,“ segir Halldór
Björn.
Hann bendir jafnframt á að þegar málin séu
skoðuð í samhengi sé ekki undarlegt hve fáar
konur tilheyrðu Nýja málverkinu í upphafi.
„Það var svo stutt síðan konur komu inn í
myndlistina. Rauðsokkuhreyfingin kom fram á
sjöunda áratugnum og Róska var sýnilegust af
listakonunum. Þeim fannst þær ekki eiga
heima í málverkinu. Hefðbundin list var öll
málverk og þar höfðu þær aldrei átt heima.
Þeim fannst málverk ekki vera sinn miðill.“
Það er reyndar athyglisvert að skoða þróunina
sem verður á þessum aldarfjórðungi og sýn-
ingin leiðir í ljós. Í fjórða salnum í Listasafni
Íslands eru yngstu listamennirnir og þar eru
konur í meirihluta. „Þetta endurspeglar það
sem er að gerast í dag. Nýlega voru Sjónlist-
arverðlaunin veitt á Akureyri og þar voru það
mestmegnis konur sem voru í sviðsljósinu.“
Laufey og Halldór Björn eru sammála um
að þróunin hafi verið í átt til meiri fágunar og
fínleika. Það blasi strax við í þriðja salnum.
„Þetta er kannski eðli listarinnar. Þegar
menn koma ungir fram leyfa þeir sér ákveðinn
groddaskap og svo þroskast þeir og fara meira
í sína eigin átt. Jafnframt varð þróunin sú að
ekki var nándar nærri eins mikið hópefli og
var í myndsköpuninni,“ segir Laufey.
Hún bætir því við að hið klassíska íslenska
málverk, landslagsmálverkið, hafi gengið í
gegnum endurnýjun fyrir tilstilli Nýja mál-
verksins.
Nokkrir af forsprökkunum, eins og Georg
Guðni, hafi breytt ásýnd þess svo um munaði.
Svipaður andi núna og sveif yfir vötnum
í byrjun níunda áratugarins
Laufeyju og Halldóri Birni er tíðrætt um þá
miklu grósku sem var í listalífinu upp úr 1980 á
öllum sviðum. Talað var um bílskúrsmálverkið
á þessum árum og ekki voru alltaf notaðir dýr-
ir litir heldur stundum traktoramálning og
málað var á sængurfatnað, eins og dæmi er um
á sýningunni. Málverkið var brotið upp með
alls kyns aðskotahlutum, eins og bókum og
jafnvel koddum. Margir urðu líka fyrir miklum
áhrifum af sínu nánasta umhverfi. Dæmi um
það eru myndir af bar og staupum og á sýning-
unni er að finna málverk sem heitir Sjálfs-
mynd eftir meðferð og er eftir Magnús Kjart-
ansson. „Nýja málverkið tengdist mjög mikið
daglegu lífi listamannanna, sorgum þeirra og
gleði,“ segir Halldór Björn.
Er líklegt að gróskutímar eins og þessir eigi
eftir að koma á ný í myndlistinni hérlendis?
„Já, ég held að það gerist alltaf. Listin end-
urnýjar sig alltaf. Við erum inni í mjög grósku-
miklu tímabili núna og það er spennandi að sjá
hvað ungir myndlistarmenn eru að gera núna,
eins og sjá má í Pakkhúsi postulanna. Það er
svipaður andi sem svífur yfir vötnum núna og
gerðist upp úr 1980, en þetta leitar ekki í sama
farið. Þeir listamenn sem riðu á vaðið í Nýja
málverkinu hafa flestir ákveðna fortíðarþrá til
þessa tíma,“ segir Laufey.
Halldór bendir á að ákveðin samsvörun eigi
sér stað í listinni núna við það sem var að ger-
ast við fæðingu Nýja málverksins. „Það er til
dæmis mjög áberandi núna að í Pakkhúsi post-
ulanna er tónlistin og myndlistin komin saman
á ný. Ragnar Kjartansson og Gabríela Frið-
riksdóttir, sem notar allt í sínu verki, tónlist,
vídeó, málverk og innsetningu, eru góð dæmi
um þetta. Miðlarnir eru líka miklu fleiri í dag.
Þar kemur inn tölvutæknin og myndbandið,
sem opnar alveg nýja möguleika,“ segir Hall-
dór. Hann segir að það einkenni yngstu kyn-
slóð listamanna að þeir noti marga miðla við
listsköpunina. Frumkvöðlar Nýja málverksins
hafi verið handgengnir myndasögum og þess
megi sjá stað í verkum þeirra en yngsta kyn-
slóðin sé enn frekar undir áhrifum frá þeim.
„Þetta er kynslóðin sem er alin upp við
Tinna og Ástrík og þessi áhrif eru auðgrein-
anleg í fjórða salnum hér á Listasafninu.“
Auk þess er yngsta kynslóð listamanna
mjög handgengin tölvutækninni og dæmi eru
um myndverk sem algjörlega eru unnin í tölv-
um. Vaknar þá spurning hvort lengur sé nauð-
synlegt að læra handverkið sem ávallt hefur
fylgt því að vera myndlistarmaður. „Nú eru
möguleikarnir fleiri og valið meira.
Auðvitað eru sem betur margir sem frekar
vilja nota pensla og málningu,“ segir Laufey
og Halldór Björn bætir við að margir lista-
menn segja að tæknin skipti engu máli. Það
eina sem skipti máli sé augað og sýn lista-
mannsins.
„Listamaðurinn velur þá tækni sem þjónar
best hugmyndinni sem hann vill koma á fram-
færi. Það nægir ekki að kaupa tölvuforrit.
Listamaðurinn verður að hafa auga og hafa
eitthvað að segja. Grunnurinn er sá að hafa
þörfina til þess að tjá sig. Þessi kynslóð hafði
þá þörf í ríkum mæli. Hún beindi athyglinni að
manninum aftur. Angistinni og tilvistinni en
gleymdi heldur ekki að deila á þjóðfélagið.“
Sýningin Málverkið eftir 1980 rekur þróunina í málverkinu frá upphafi níunda áratug-arins fram til dagsins í dag. Með þessu yfirliti verka gefst í fyrsta sinn tækifæri til að
skoða þetta nálæga tímabil í heild sinni með hliðsjón af því sem verið er að gera í dag og
flokkað er undir merki málaralistarinnar. Á sýningunni verða á annað hundrað verk eftir
56 listamenn. Sýningarstjóri er Laufey Helgadóttir listfræðingur og aðstoðarsýning-
arstjóri er Halldór B. Runólfsson. Sýningin stendur til 26. nóvember og mun fjöldi lista-
manna og fræðimanna fjalla um sýninguna á sýningartímanum. Málþing um málverkið
eftir 1980 verður haldið í safninu í sal 1 laugardaginn 14. október kl. 11.
Verkin á sýningunni eru langflest í eigu listamannanna sjálfra eða í einkaeigu. Af þeim
sökum er hægt að sjá 26 ára gömul verk á sýningunni sem ef til vill hafa einungis einu
sinni verið sýnd áður eða jafnvel aldrei.
Það kom líka Laufeyju og Halldóri Birni á óvart þegar þau sóttu heim listamennina hve
mörg verkanna sem þau hugðust hafa á sýningunni voru ekki lengur til.
„Þetta eru verk sem listamennirnir höfðu brennt, hent, málað yfir eða eyðilagt á annan
hátt, sem segir okkur miklu meira um aðstæðurnar sem þeir bjuggu við en þá sjálfa,“ seg-
ir Laufey.
Halldór Björn segir að það sé erfitt fyrir listamenn að horfa til baka og það valdi mörg-
um mikilli togstreitu. „Við fundum fyrir því að það var tilhneiging hjá listamönnunum að
halda að okkur nýrri listaverkunum. Við þurftum að beita þeim rökum að hér væri um
sögulegt yfirlit að ræða á sýningunni og við þyrftum á eldri verkum að halda. Þá spurðu
þeir gjarnan hvort við vildum fá þetta gamla drasl. En svo þegar menn sjá verkin koma
upp er eins og þeir hafi bara alls ekki áttað sig á því hvað þeir voru með í handraðanum.
Þeir höfðu jafnvel á orði að verkin væru miklu betri en þeir héldu þegar búið er að hengja
þau upp. Við höfum vanist því að heyra Björk syngja inn á plötur allt frá Debut. Núna ætl-
ar hún að syngja með Sykurmolunum og þá um leið átta margir sig á því að það var
margt fjári gott sem Sykurmolarnir voru að gera,“ segir Halldór Björn.
Pönk og málverkið í eina sæng
Marsipan „Listamaðurinn velur þá tækni sem þjónar best hugmyndinni sem hann vill koma á
framfæri.“ Verkið er eftir Tuma Magnússon (1985).
Listasafn Íslands opnar í dag sýninguna Mál-
verkið eftir 1980 þar sem þróunin í málverk-
inu frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar
fram á okkar daga er rakin. Blaðamaður
rakti garnirnar úr Laufeyju Helgadóttur sýn-
ingarstjóra og Halldóri B. Runólfssyni að-
stoðarsýningarstjóra um strauma og stefnur
þessa mikla gróskutíma í íslenskum listum.
Málað yfir mörg verk-
anna eða þau eyðilögð